Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 22
AKUREYRI 22 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Nýtt Nýtt síðir kjólar Toppar pils samkvæmisklæðnaður stuttkápur jakkar Aftur Gallerí + | Gallerí + opnar aftur eftir rúmlega tveggja ára hlé með sýningu listamannanna Tuma og Péturs Magnússonar. Sýningin verður opnuð á morgun, laugardag- inn 15. nóvember, kl. 16. og nefnist „Trompet úr járni og veltuminkur“. Sýningin stendur til 7. desember og er opin á laugar- og sunnudög- um frá kl. 12-17 og aðra daga eftir samkomulagi. Tumi og Pétur hafa verið starf- andi myndlistarmenn í um 20 ár, Pétur í Amsterdam og Tumi hér heima, og hafa notið velgengni í list sinni. Tumi hefur oft komið fram á erlendri grund fyrir Íslands hönd, m.a. á Carnigien-málaraverðlauna- sýningunni 2000, á Feneyja- tvíæringnum 1993 og á tvíær- ingnum í Sao Paulo í Brasilíu 1994 þar sem hann fékk verðlaun fyrir besta framlagið. Þetta er fyrsta sameiginlega sýning Péturs og Tuma. Gallerí + er til húsa í Brekkugötu 35 á Akureyri. Þýskur í Kompunni | Jan Voss opnar innsetningu í Kompunni, Kaupvangsstræti 24 á morgun, laug- ardaginn 15. nóvember kl. 17. Hún nefnist „endurgerð minninga frá Flatey á Breiðafirði 1973“. Jan Voss er þýskur listamaður sem hefur vanið komur sínar til Ís- lands síðastliðin 30 ár. Hann er nú hérlendis og verður viðstaddur opn- unina í Kompunni. Sýningin stendur til 30. nóvember og er opin alla sýn- ingardaga frá kl. 14 til 17. Mjólkurþistill Öflugt fyrir lifrina www.islandia.is/~heilsuhorn SENDUM Í PÓSTKRÖFU Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Fjarðarkaupum Árnesaptóteki Selfossi og Yggdrasil Kárastíg 1. VERKEFNISSTJÓRN um bygg- ingu menningarhúss á Akureyri leggur til að byggt verði menningar- hús á uppfyllingunni sunnan Strand- götu og austan Glerárgötu, með 500 manna tónlistarsal, auk fjölnotasalar sem rúmi 200 manns og nýtist við fjölbreytileg tækifæri. Húsið verður 3.500 fermetrar og er gert ráð fyrir að kostnaður við verkið verði 1.200 milljónir króna sem skiptist þannig að Akureyrarbær beri 40% og ríkið 60%. Þá er lagt til að við hönnun hússins verði gert ráð fyrir byggingu tónlistarskóla sem myndi eina húsheild með menningarhúsinu. Verkefnisstjórnin skilaði niður- stöðum sínum í gær og voru þær kynntar fyrir bæjarráði Akureyrar og menntamálaráðherra með grein- argerð sem kallast „Orkuver við Pollinn“. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, sagði að sér litist ágætlega á hugmyndir verkefnis- stjórnar. „Það er samdóma álit verk- efnisstjórnar að húsið rúmi ágætlega þá starfsemi sem menn ætli inn á þetta svæði og muni þjóna því vel. Einnig er lögð áhersla á að í upphafi hönnunar verði gert ráð fyrir því að Tónlistarskólanum verði komið fyrir til frambúðar við þessa byggingu. Við erum því að tala um töluvert stærra húsnæði en 3.500 fermetra en þar er um að ræða seinni tíma verk,“ sagði Kristján Þór. Lagt er til að í tónlistarsalnum verði mögulegt að stýra hljómburði þannig að hann geti jafnframt hent- að fyrir söngleiki, óperur, stærri leiksýningar og ráðstefnur. Þessi sveigjanleiki kallar á viðameiri bún- að en gengur og gerist í sölum sem eingöngu eru ætlaðir til tónlistar- flutnings. Verkefnisstjórnin leggur til að í tengslum við anddyri og forsal verði upplýsingamiðstöð fyrir ferða- menn sem jafnframt annist miðasölu á viðburði í húsinu. Þá er lagt til að efnt verði til op- innar samkeppni um hönnun hússins og að skipuð verði fimm manna dóm- nefnd til að sjá um samkeppnina og skila niðurstöðum til menntamála- ráðuneytis og Akureyrarbæjar. Að því skuli stefnt að niðurstöður dóm- nefndar liggi fyrir eigi síðar en í lok ágúst 2004 í samræmi við tímaáætl- un. Miðað við núverandi tímaáætlun er gert ráð fyrir verklokum í ágúst 2006. Kristján Þór sagði að á þessari stundu væri ekkert hægt að segja til um framhald málsins. „Það er ágætt að setja sér þessar tímaáætlanir en það verður að taka þær með fyrir- vara. Ef menn keyrðu verkið í gang strax í dag væri hægt að búast við verklokun í ágúst 2006 en mér finnst líklegra en hitt að þetta dragist eitt- hvað örlítið. En þetta er ekki lengur spurning um hvort heldur hvenær húsið rís og það er mjög gleðilegt.“ Niðurstaða verkefnisstjórnar um menningarhús Fjölnotasalur og 500 manna tónlistarsalur                  !  "     #$% & '    Nonnahús opið | Nonnahús verður opið á sunnudag, 16. nóvember í til- efni af fæðingardegi Jóns Sveins- sonar, Nonna sem húsið er kennt við. Lesið verður upp úr nýrri útgáfu bókarinnar Á Skipalóni sem bókaút- gáfan Hólar gefur út. Opið verður frá kl. 13 til 17 Aðgangseyrir 350 fyrir fullorðna, ókeypis fyrir börn.    Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugs Nonnahús: Lesið úr Á Skipalóni. Gunnlaugur P. Kristinsson á Akureyrihefur sprautað sig daglega með insúlínií 60 ár, nær örugglega lengst allra Ís-lendinga. Hann greindist með syk- ursýki 13 ára og fékk fyrstu insúlínsprautuna á Landspítalanum 18. mars 1943. Alþjóðadagur sykursjúkra er í dag og segir Gunnlaugur í sam- tali við Morgunblaðið að fyrir þá sé lykilatriði að hafa nógu einbeittan vilja til að standa sig. Félag sykursjúkra á Akureyri var stofnað 25. janúar 1970, hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Gunnlaugur var fyrsti formaður og gegndi því embætti raunar fyrstu 26 árin. Og segist enn taka virkan þátt í starfsemi þess. Hann starfaði fyrir Kaupfélag Eyfirðinga í 40 ár. Lengst af sem fé- lagsmálastjóri, segir hann, þó sá titill hafi að vísu aldrei verið formlega til. Hann fór víða og hélt námskeið og kynningarfundi. Medalíur Hann hefur grennslast fyrir um það hjá Land- læknisembættinu og fleirum, hvort mögulegt sé að einhver Íslendingur hafi sprautað sig reglulega með insúlíni í lengri tíma, en svo virðist ekki vera. „Ég hef ekki getað státað af íþróttamedalíum í gegnum tíðina, en ég á medalíu frá Sykursýk- issambandi Stóra-Bretlands, fyrir 50 ár og 60 ár og einnig 50 ára medalíu frá Bandaríkjunum. Þeir afhenda hins vegar ekki næst fyrr en viðkomandi hefur haft sjúkdóminn í 75 ár – og ég veit nú ekki hvernig ég verð þegar þar að kemur.“ Insúlín kom á markað 1922. Ameeríska sam- bandið gat þess í bréfi til Gunnlaugs að rúmlega 10 manns væru í 75 ára flokki þar í landi; hefðu sprautað sig með insúlíni í 75 ár eða meira sam- fleytt. „Það er mikilvægt fyrir sjúklinga að vita að sykursýki er enginn dauðadómur,“ segir Gunn- laugur, sem sjálfur er auðvitað gott dæmi um þann sannleika. En geysileg breyting hefur orðið frá 1943. „Þá voru teknar þvagprufur til að kom- ast að því hve blóðsykurinn var mikill og það tók miklu lengri tíma og niðurstöðurnar voru ekki eins nákvæmar og nú. Nú er blóðdropi tekinn – á nóinu, eins og sagt er – úr fingri; það geri ég að minnsta kosti fjórum til fimm sinnum á sólarhring og hálfri mínútu síðar veit ég hve blóðsykurinn er mikill.“ Sykursjúkir hafa visst aðvörunarkerfi, segir Gunnlaugur; finna á sér þegar sykurfall verður, „insúlínsjokk, eins og það er stundum kallað. Þá er of lítill sykur í blóðinu, sem getur stafað af því að viðkomandi hafi ekki borðað, eða ekki nóg, eða tekið of mikið insúlín. Eða þá að hann hefur hreyft sig of mikið. Þá gengur á sykurmagnið í blóðinu.“ Þetta eru þrjár höfuðástæður sykurfalls, segir hann. „Aðvörunarkerfi mitt er algjörlega hrunið fyrir mörgum árum. Konan mín heitin kom stundum að mér á gólfinu heima. Maður finnur ekkert fyrir þessu og dettur úr sambandi. Missir meðvitund. Hún sá stundum hvert stefndi áður en ég mældi mig til að fá það staðfest.“ Gunnlaugur segist alltaf hafa haft gaman af því að ganga á skíðum um fjöll og sé heilsuhraustur fyrir utan sykursýkina. Fjóra klukkutíma í „sólbaði“ Gunnlaugur segir svo sögu af því þegar hann hugðist ganga á skíðum á Súlumýrum, skömmu eftir lát konu sinnar. „Ég útbjó mér nesti og ók upp að öskuhaugum. Þarna var margt fólk, straumur upp að Súlum. Ég tók slóð upp á Súlu- mýrar, leitaði mér að þúfu sem ég gæti sest á og fann þótt því sem næst væri alhvít jörð. Tók þar upp nestið en fékk skyndilegt sykurfall og logn- aðist út af. Ég frétti seinna að þeir sem gengu þarna framhjá héldu að ég væri í sólbaði!“ Gunnlaugur lá þarna meðvitundarlaus í fjórar klukkustundir. Segist hafa verið alveg úti á þekju þegar hann rankaði við sér og ekki haft önnur ráð en kalla á hjálp út í tómið. Mundi óljóst eftir bílum og mörgu fólki, en sá engan. – Já, já, við komum, heyrði Gunnlaugur kallað en enginn kom. „Þetta var þá frænka mín og hennar maður og vissu hvers kyns myndi vera. Hringdu í 112 og þá voru björgunarmenn á æf- ingu á Súlumýrum! Það er æðri stjórnun í þessu lífi,“ segir Gunnlaugur og leggur áherslu á að trú- in hafi einmitt hjálpað sér mikið í veikindunum í gegnum árin. Heldur svo sögunni áfram: „Þeir komu mér upp í bílinn og á leiðinni niður heyrði ég að þeir hefðu mælt mig. Líkamshitinn var þá 29 gráður og það þótti nokkuð lágt. Ég hef verið duglegur að ganga gegnum tíðina og það hefur geysilega mikið að segja. Hreyfingin gerir öllum svo gott.“ Umhugað um hægri fótinn „Háræðar okkar sykursjúkra vilja þrengjast og kransæðasjúkdómar eru til dæmis ekki óalgengir hjá sykursjúkum. Ég var skorinn í London í því sambandi 1989.“ Hann segist nú við góða heilsu, „en ég þarf að halda vel í taumana. Það er lykilatriði að hafa nógu einbeittan vilja til að standa sig. Þegar ung- lingar fá sykursýki eru freistingarnar meiri en hjá fullorðnum; þeir borða sælgæti og þess háttar og finna ef til vill ekki fyrir því en eru þá að spilla framtíðinni. Það er mikilvægt fyrir foreldra eða aðra sem elda ofan í þetta fólk að vera vel inni í hlutunum, því mataræðið skiptir miklu máli.“ Hann segist eiga Þóri Helgasyni, fyrrverandi sykursýkislækni á Landspítalanum, mikið að þakka. „Hann var strangur en það þarf, maður þarf líka að vera strangur við sjálfan sig.“ Vinstri fóturinn var tekinn af Gunnlaugi við hné árið 2000. „Ég lenti í nokkrum hremmingum. Er með gervifót og því enn meir umhugað um að fá að halda hægri fætinum. Og þeir hafa áhuga á því, læknarnir á sjúkrahúsinu. Það er komið drep í litlu tána. Ég fór of geyst; lagði svolitla göngu á mig því mér fannst ég svo góður. Þess vegna er ég kominn aftur í hjólastólinn. En ég rís upp úr hon- um von bráðar!“ Hefur sprautað sig daglega í sextíu ár Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gunnlaugur P. Kristinsson: Einbeittur vilji til að standa sig er lykilatriði fyrir sykursjúklinga. „Mikilvægt fyrir sjúklinga að vita að sykursýki er enginn dauðadómur“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.