Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 24
AUSTURLAND 24 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÚ ERU haustverkin hafin í loð- dýraræktinni. Fréttaritari Morg- unblaðsins kom við í skinnaverk- uninni hjá Tindafelli ehf. Það er Jón Sigurðsson í Teigaseli II á Jök- uldal sem er þar nýbyrjaður að lóga mink og verka skinn. Sigrún Benediktsdóttir, bóndi í Teigaseli I stendur við skraparann og skrapar minkaskinn af miklum móð. Þennan dag hafði hún skrap- að um 200 högnaskinn og þótti gott. Minkaskinn skröpuð af miklum móð Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Reyðarfjörður | Nýr skemmtistað- ur verður opnaður á Reyðarfirði í dag. Staðurinn hefur hlotið nafnið zalza og er til húsa þar sem félags- heimilið Félagslundur var áður. Til að byrja með verður opið í zalza öll föstudags- og laugardagskvöld, en fljótlega er ráðgert að hefja dag- lega veitingasölu og verður stað- urinn þá opinn alla daga vikunnar. Þá eru í framtíðinni fyrirhugaðar bíósýningar, leik- og listsýningar af ýmsum toga í húsinu. Á undanförnum þremur mánuð- um hefur húsnæðið verið endur- nýjað að stórum hluta innandyra. Meðal annars er búið að leggja nýtt gólfefni í alla þrjá sali stað- arins og byggður hefur verið nýr og glæsilegur bar, auk margvís- legra annarra endurbóta. Gert er ráð fyrir frekari endurnýjun á hús- næðinu eftir áramót og til að mynda verður allt húsið málað að utan. Frísklegur staður Fyrsti skemmtikrafturinn sem stígur á svið í kvöld verður trúba- dorinn Arnar Guðmundsson frá Norðfirði. Það er Kristján J. Kristjánsson sem rekur zalza og hefur hann leigt húsnæðið af Fjarðabyggð til þriggja ára. „Ætlunin er að zalza verði alhliða afþreyingar- og menn- ingarmiðstöð fyrir íbúa Miðaust- urlands og þá sem geskomandi eru á svæðinu,“ segir Kristján. „Þar að auki er stefnt að því að hefja dag- lega veitingasölu fljótlega og verð- ur þá bæði boðið upp á hefðbundna skyndibita sem og fínni veislumat- seðil. Zalza á í framtíðinni að vera lifandi og frísklegur staður; dans- og skemmtistaður á næturnar um helgar, veitingastaður alla daga, og kjölfesta menningar og afþreying- ar þess á milli fyrir íbúa Fjarða- byggðar og aðra Austfirðinga.“ Skemmtistaðurinn Zalza opnaður Nú skal dansinn duna á Reyð- arfirði: Kristján J. Kristjánsson er í dag að opna nýjan veitinga- og skemmtistað sem ber nafnið Zalza. Þórudalsheiði | Unnið er að lag- færingum á veginum um Þórudals- heiði milli Skriðdals og Reyð- arfjarðar, en þar mun önnur af tveimur raflínum Kárahnjúkavirkj- unar yfir að álveri á Reyðarfirði liggja. Hin mun liggja um Hallsteinsdal og á þar einnig eftir að lagfæra vegslóða. Vegagerðin sér um veg- bæturnar og kostar til þess fjórum milljónum nú, en semja á um skiptingu kostnaðar vegna áfram- haldandi viðgerða við Lands- virkjun. Jólatré til Berlínar | Jólatré við sameiginlegt hús sendiráða Norð- urlandanna í Berlín kemur í ár frá Hallormsstað. Norðurlöndin skiptast á um að leggja til jólatré við húsið og eru Íslendingar næst- ir. Þór Þorfinnsson skógarvörður í Hallormsstað hefur þegar fundið rétta tréið, fjallaþin á ellefta metra. Tréð verður fellt á mánudag og sett í skip á Eskifirði síðar í næstu viku. Aldrei fyrr hefur tré úr skóg- inum verið flutt slíka vegalengd.    Lagarfossvirkjun | RARIK og verkfræðistofan VST vinna nú að hönnun á stækkun Lagarfossvirkj- unar. Verkið verður væntanlega boðið út á næsta ári. Auka á orku- framleiðslu virkjunarinnar um 130 gígawattstundir, úr ríflega 60 í 190. Gert er ráð fyrir að vegna Kára- hnjúkavirkjunar og tilflutnings vatns í Lagarfljót muni vatns- rennsli um Lagarfossvirkjun aukast úr 55 í 180 rúmmetra. Byggja á nýtt hús við hlið gamla stöðvarhússins, undir annan vatns- hverfil og breikka og dýpka inn- taksskurð ofan við virkjunina. Ætlunin er að framkvæmdum verði lokið þegar Kárahnjúkavirkj- un kemst í gagnið árið 2007. Neskaupstaður | Litla kaffihúsið í Neskaupstað kúrir eins og svolítið til hliðar við aðalgötu bæjarins og þaðan leggur lokkandi angan langleiðina niður á hafnarbakkann. Það er Sigríður Vilhjálmsdóttir sem hefur rekið Nesbæ – Litla kaffihúsið í fimm ár og segir þetta frumraun sína í viðskiptalífinu. „Mig langaði að prófa verslunarrekstur sjálf eftir að hafa verið húsmóðir og unnið í verslun“ segir Sigríður. „Norðfirðingar og aðkomufólk taka versluninni og kaffi- húsinu mjög vel og hann fer smám saman stækkandi kjarninn af fólki sem kemur hér og verslar. Ég held bara að fólk sé býsna ánægt með að geta sest hér niður og fengið sér kaffisopa og eitthvað gott með honum í erli dagsins.“ Versluninni er nostursamlega fyrir komið í gömlu hús- næði frá árinu 1907 eða þar um bil. Kaffi- og tebaukar þekja stóran hluta veggjar, litrík postulínsvara, ýmislegt kruðerí og heilsutengdur varningur á öðrum veggjum. Rétt fyrir ofan girnilegar tertur tróna handmálaðir ítalsk- ir diskar sem minna á suðræna sól og koparristur og sitt- hvað fleira myndlistartengt er til sölu. Sjálft kaffihúsið er svo í hálfgerðu bakherbergi búðarinnar, nokkur borð og stólar í notalega litlu rými, útvarpið og blöðin, bannað að reykja en ljúft að skrafa. Sigríður er líka umboðsmaður happdrætta, þannig að það er vinningsvon í fleirum en einum skilningi að líta við. Harla ánægð með sitt Litla kaffihúsið ber einnig heitið Nesbær og segir Sig- ríður það arf forvera síns í verslun á staðnum, sem höndl- aði með dúka og álnavöru. Í húsinu hefur verið ýmis ann- ar verslunarrekstur og einhverntíma var þar áhaldahús bæjarins. Sigríður er ein á vaktinni alla daga, en segist þó fá hjálp þegar hún þurfi að bregða sér bæjarleið. „Þegar maður er að vinna við það sem manni finnst skemmtilegt þá finnur maður ekki svo mjög fyrir því að þetta sé lýj- andi“ segir hún og virðist harla ánægð með sitt. En um hvað skyldi nú helst skrafað á Litla kaffihúsinu? „Fólk er mest að tala um álverið, allt í sambandi við það og hvernig það muni koma til með að hafa áhrif á okkar líf hér fyrir austan. Það hefur til dæmis þau áhrif að unga fólkið, sem var að hugsa um hvort það ætti að vera hér eða fara, hefur nú farið út í að kaupa hér eignir. Eldra fólkið sem var orðið í of stóru húsnæði er farið að byggja hér úti á bökkum litlar íbúðir. Svo að yngra fólkið hefur farið í gömlu húsin og eldra fólkið í nýjar, litlar íbúðir sem þarfnast ekki mikils viðhalds. Þetta þykir mér gott mál,“ segir Sigríður að lokum og hverfur á bak við til að snara nýju bakkelsi á borð fyrir næsta viðskiptavin. Ljúft að skrafa í Litla kaffihúsinu Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Breytti kaffimenningunni í bænum: Sigríður Vilhjálms- dóttir selur Norðfirðingum kaffi og te og „með því“. Austur-Hérað | Íbúaþing Austur- Héraðs 2003 var haldið í Valaskjálf á Egilsstöðum í vikunni. Þema þingsins var „Skólasamfélagið Austur-Hérað“ og markaði upphaf vinnu sem miðar að mótun sameiginlegrar skólastefnu í sveitarfélaginu. Þetta er í annað sinn sem sveitarfélagið gengst fyrir íbúaþingi. Í fyrrahaust var ímynd Austur-Héraðs til umfjöllunar, upp- lýsingamiðlun sveitarfélagsins, um- fjöllunin út á við og þátttaka íbúa og fyrirtækja í samfélaginu. Samkvæmt aðstandendum þings- ins var kjarni þess að fá sem breið- asta sýn íbúa sveitarfélagsins á markmið og leiðir í skólastarfinu. Gerðu m.a. fulltrúar allra skóla sveit- arfélagsins grein fyrir stefnu og framtíðarsýn sinna skóla. Þá flutti Jón Torfi Jónasson, prófessor við Há- skóla Íslands, erindi þar sem hann horfði til framtíðar skólasamfélagsins á Austur-Héraði. Fimm vinnuhópar störfuðu á þinginu og fjölluðu þeir um leikskólann, grunnskólann, tónlistar- skólann, framhaldsskólann og há- skólamenntun. Morgunblaðið/ÁÓ Íbúaþing á Austur-Héraði: Tekist var á um skólamálin, frá leikskóla á háskólastig. Rýnt í skóla- starfið á Héraði Neskaupstaður | Norðfirðingar geta nú aftur farið í ræktina eins og það er kallað, því á dögunum var opnuð ný líkamsræktarstöð á staðnum. Stöðin er búin mjög fullkomnum tækjum sem eru gjöf Samvinnu- félags útgerðarmanna í Neskaup- stað til Fjarðabyggðar í tilefni 60 ára afmælis sundlaugarinnar í Nes- kaupstað. Í bréfi sem fylgdi gjöfinni segir meðal annars að sundlaugin sé bæj- arbúum mjög kær, bæði sem heilsubrunnur auk þess að vera umgjörð ýmissa hátíða og skemmt- ana og það sé von gefanda að gjöfin muni skjóta fleiri stoðum undir starfsemi sundlaugarinnar í fram- tíðinni. Engin líkamsræktarstöð hefur verið starfrækt í Neskaupstað um skeið og er nýja stöðin því kærkom- in. Hún er til húsa að Egilsbraut 21 og eru það hjónin Víglundur Gunn- arsson og Jóna Óskarsdóttir sem reka hana. Í framtíðinni er áformað að líkamsræktarstöðinni verði kom- ið fyrir í nýrri byggingu við sund- laugina í Neskaupstað. Norðfirðingar aftur í ræktina Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Norðfirðingar verða ræktarlegri: Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað gaf öll tæki í nýrri lík- amsræktarstöð.   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.