Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 25 Stykkishólmur | Það gefast ekki oft tæki- færi til að kaupa sundlaug á almennum markaði. Fyrir nokkru auglýsti Stykk- ishólmsbær gömlu sundlaugina í Stykk- ishólmi til sölu. Tilboð barst í eignina frá Gesti Holm Kristinssyni, trillukarli í Stykk- ishólmi, og var tilboðinu tekið. Nú hefur Gestur tekið við lyklunum að sundlauginni. Þarna hugsar hann sér að gera íbúð fyrir sig. Hann hefur fengið teikningar sam- þykktar og er byrjaður á endurbótum. Sundlaugarklefunum verður breytt í her- bergi, eldhús og stofu. Í sundlauginni verður sólhýsi og sundlaugargarður. Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri afhenti Gesti lykilinn að sundlauginni. Við það tæki- færi sagðist hann ánægður með að bærinn hefði getað selt eigur sem hann hafði ekki not fyrir lengur. „Það er ekki á hverjum degi sem maður selur sundlaug,“ segir Óli Jón. Þá er það ekki síður mikils virði, að sögn Óla Jóns, að sundlaugin fær nýtt hlut- verk, sem íbúðarhús í gamla miðbænum. Hann sagðist vera hrifinn af dugnaði kaup- anda, því þarna fer hann ekki troðnar slóðir. Bygging gömlu sundlaugarinnar hófst 1952 og var Guðmundur Sumarliðason yf- irsmiður. Mikið sjálfboðaliðastarf var unnið við byggingu sundlaugarinnar. Stærð henn- ar var 12,5 m x 6 m. Sundlaugin var kynt með kælivatni frá Rafstöðinni sem er við hliðina. Sundlaugin þjónaði Hólmurum og ferðamönnum allt þar til nýja sundlaugin var tekin í notkun árið 1999 með tilkomu heita vatnsins. Trillukarl kaup- ir sér sundlaug Gestur Holm Kristinsson breytir gamla sund- laugarhúsinu í Stykkishólmi í íbúðarhúsnæði Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Miklar breytingar: Gestur Holm Kristinsson útskýrir fyrir Óla Jóni Gunnarssyni bæjarstjóra fyrirhugaðar breytingar á sundlauginni, en þar ætlar Gestur að gera sér íbúð. Nýr eigandi: Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri afhenti Gesti Holm Kristinssyni lykilinn að gömlu sundlauginni í Stykkishólmi. Borgarnes | Stofnfélagar úr Holl- vinasamtökum Englendingavíkur ásamt nokkrum nýjum félögum mættu sl. laugardag þangað til sjálfboðastarfa. Bárujárn var fjar- lægt af efra pakkhúsinu en þar á panellinn sem er upprunalega klæðningin að halda sér en auk þess var gamla kjötbúðin, sem var við- bygging við efra pakkhúsið, rifin. Að sögn Gísla Einarssonar tals- manns samtakanna mætti eitthvað á þriðja tug manna í heildina. Byrj- að var um klukkan tíu og fóru þeir síðustu um fjögurleytið en þá var fyrirhuguðu dagsverki lokið. ,,Reyndar enduðum við sem vorum lengst í rjómapönnukökum hjá varastjórnarmanni, Þorkeli, sem býr í víkinni,“ segir Gísli. ,,Mér finnst mikill ávinningur felast í því að verkið sé hafið og að hægt sé að fá fólk til að eyða frítíma sínum í sjálfboðavinnu af þessu tagi.“ Stjórn Hollvinasamtakanna hef- ur fundað og gert bæði kostnaðar- áætlun og framkvæmdaáætlun. Sendar hafa verið nokkrar styrk- umsóknir til stofnana og fyrirtækja auk þess sem stofnaður hefur verið reikningur í Sparisjóði Mýrasýslu fyrir frjáls framlög. Þá hefur Ingi- björg Hargrave verið kjörin for- maður samtakanna. Að sögn Gísla verður byrjað á að gera upp gömlu húsin og síðan hug- að að Sjávarborg og skrifstofu- húsnæðinu. ,,Varðandi nýtingu húsanna þá liggur ekkert fyrir ennþá nema hugmyndir. Meðal þeirra er að neðra pakkhúsið verði víkingabúðir fyrir börn þar sem verði aðstaða til að smíða trésverð og skildi og læra handavinnu að fornum hætti, og kannski aðstaða fyrir sögustundir tengdar Egils- sögu og að svæðið í kring verði einnig nýtt í sama tilgangi. Í efra húsinu sjáum við fyrir okkur hand- verksmarkað sem teygði sig út á hlað. Einnig má nefna borgfirskan markað sem væri nokkurskonar kynningarverslun fyrir borgfirska framleiðslu. Í Sjávarborg kæmi til greina að hafa kaffihús og listagall- erí.“ Ýmsar fleiri hugmyndir hafa ver- ið nefndar og meðal annars hefur það verið nefnt að fyrirhugað Landnámssafn gæti byrjað á þess- um stað, jafnvel strax á næsta ári. Þá er ætlunin að minnast þess á næsta ári að 150 ár eru liðin frá því verslun hófst í Borgarnesi og er Englendingavíkin kjörin til þess. Sett verða upp söguskilti og upplýs- ingaskilti um náttúru og fuglalíf á svæðinu. Gísli segir að áætlanir séu unnar í samvinnu við tæknideild Borg- arbyggðar en hann gerir ekki ráð fyrir mikilli hönnunarvinnu þar sem fyrst og fremst sé um lagfær- ingar að ræða en litlar útlitsbreyt- ingar á húsum eða umhverfi. Næsta skref verður trúlega að lyfta efra pakkhúsinu af grunni sínum og um leið og samtökunum áskotnast fé verður grunnurinn endurhlaðinn. Samhliða verður sjálfboðaliðum aftur hóað saman til að skipta um þakjárn á húsinu. Morgunblaðið/Guðrún Vala Mikið starf framundan: Unnið við niðurrif gömlu kjötbúðarinnar. Byrjað að gera upp gömlu húsin í Englendingavík Sauðárkrókur | Íþróttasamband fatlaðra og Hestamiðstöð Íslands stóðu á dögunum fyrir þriggja daga námskeiði í Reiðhöllinni Svaðastöð- um á Sauðárkróki fyrir fólk sem vinnur með, eða áhuga hefur á þjálf- un fatlaðra á hestum. Liðlega þrjátíu manns sóttu nám- skeiðið úr öllum landshornum, en leiðbeinendur voru tvær breskar konur, Judy Lord reiðkennari og Annthea Pell sjúkraþjálfari, sem lengi hafa unnið saman að þessum málum í sínu heimalandi. Í samtali við Sigrúnu Sigurðar- dóttur, eins af skipuleggjendum námskeiðsins kom fram að þetta væri í annað sinn hérlendis sem svona námskeið væri haldið, og væri það gert til þess að svara síauknum áhuga fjölmargra á því að nýta hesta til þjálfunar og ánægjuauka fyrir fatlaða. Á fyrra námskeiði, sagði Sig- rún, voru leiðbeinendur frá Noregi, en að þessu sinni hefði verið ráðist í að fá tvo þeirra sem einna lengst hefðu náð á þessu sviði á Bretlandi, en þar hefði þjálfun fatlaðra á hest- um verið stunduð um áratuga skeið. Þær Judy og Annthea miðluðu þátttakendum af reynslu sinni og gerðu grein fyrir því sem best hefði reynst og einnig hinu sem þær töldu að ekki skilaði eins góðum árangri, að þeirra mati, en einnig sögðu heimamenn frá því sem þeir eru að gera og reyndist vel. Ingimar Ingimarsson, fram- kvæmdastjóri Hestamiðstöðvarinn- ar, sagði að í námskeiðslok hefði ver- ið skipaður fimm manna vinnuhópur til þess að þoka málum áleiðis og vinna að því að fá þjálfun fatlaðra á hestum sem viðurkennda þjálfunar- aðferð frá opinberum aðilum, bæði sem hluta af sjúkraþjálfun og end- urhæfingu. Brýnt að fá þjálfun fatlaðra á hestum viðurkennda Morgunblaðið/Björn Björnsson Brýnt: Judy, Annthea og Sigrún í spjalli í kaffihléi á námskeiðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.