Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 26
DAGLEGT LÍF 26 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ N O N N I O G M A N N I I Y D D A / si a .i s / N M 0 8 5 1 6 Tölum saman fia› er ód‡rara en flú heldur! flegar flú hringir úr heimilissímanum. 15 mínútna símtal innanlands á kvöldin og um helgar kostar innan vi› 20 krónur 15 20/ kr.mín - á kvöldin og um helgar MIÐVIKUDAGURINN ínítjándu viku sumars erfrátekinn hjá Þóri Kjart- anssyni íþróttakennara í Reykja- vík, systkinum hans og fjölskyldum þeirra, fyrir fýlaveiðar á Mýrdals- sandi. Öll eru sammála um að gam- an sé og nauðsynlegt að halda í gamlar hefðir og einu sinni til tvisvar á ári er slegið upp fýla- veislu sem í leiðinni er hálfgert ættarmót. Þau systkinin, Þórir, Eyrún, Sig- rún og Sveinn, ásamt Jóni sem nú er látinn, eru alin upp í Vík í Mýr- dal en fóru í sveit á sumrin til afa síns og ömmu í Norðurhjáleigu í Álftaveri. Þar búa nú frændur þeirra Böðvar og Júlíus Jónssynir og leigja af al- nafna Þóris, eig- anda Hjörleifs- höfða, þennan ákveðna dag á hverju sumri til að veiða fýl á sandinum. Þennan dag ber yfirleitt upp í kringum mánaðamótin ágúst-september og Þórir hefur ekki misst úr veiðiferð í yfir tuttugu ár. Yfirleitt eru þau tíu saman á veiðum og aflinn í hverri ferð er um 60–70 fuglar en mikið af fýl er á þessum slóðum. Það eru feitir og pattaralegir fýlsungar sem eru veiddir á sandinum þegar þeir ná sér aðeins á flug úr bjarginu. Hóp- urinn eltist við þá á sandinum og rotar þá með priki en ef þeir kom- ast út á sjó er þeim borgið. Fýllinn er þekktur fyrir að æla á fólk sem nálgast hann „en maður passar sig bara á því,“ segir veiðimaðurinn vani sem stundum er kallaður fýla- maðurinn, eins og hinir sem halda á veiðar. Sviðinn og saltaður Fýlaveiðar eru skaftfellskur sið- ur sem Þórir ólst upp við og hann segist ekki vilja láta hann falla í gleymsku. Eiginkona hans, Frið- björt Jensdóttir, ættuð úr Djúp- inu, er hjart- anlega sammála. Hún segir að sumum finnist þetta kannski harðneskjulegar veiðar. „En við búum nú á Íslandi og höfum gott af því að kynnast gömlum aðferðum sem notaðar hafa verið til að komast af.“ Aflinn er verkaður í Norð- urhjáleigu, bundið er fyrir hálsinn á fuglinum strax og hann hefur verið aflífaður svo spýjan sem fýll- inn er þekktur fyrir leki ekki út. Síðan er fuglinn reyttur og sviðinn, fýllinn skorinn í sundur á sér- stakan hátt að hætti ömmu Þóris í Norðurhjáleigu, innvolsið hreinsað út, kjötið flatt út og saltað í pækil ofan í tunnu sem geymd er í kaldri geymslu þar til að fýlaveislu kem- ur, sem oftast er eftir áramót, jafn- vel ekki fyrr en í maí. „Kjötið er betra því lengur sem það liggur í pæklinum,“ segir Þórir. Saltkjöt fyrir aumingjana Dætur Þóris og Friðbjartar, Pál- ína, Þórhildur og Guðmunda, og tengdasynirnir Kristján og Viggó taka fullan þátt í að viðhalda hefð- inni, eins og börn og tengdabörn systkina Þóris, að ógleymdum föð- ur hans sem er fæddur og uppalinn í Vík. Öllum finnst fýlaveislurnar ómissandi og stemningin er góð þegar 30–40 manns úr sömu fjöl- skyldu koma saman. Það eru bara þeir fullorðnu sem fara á veiðarnar en allar kynslóðir mæta til fýla- veislu og verða að minnsta kosti að smakka á kræsingunum. Áður en fuglinn er eldaður er hann vel út- vatnaður og svo borinn fram soð- inn með rófum og kartöflum. „Svo er líka saltkjöt „fyrir aumingjana“ eins og Þórir orðar það hlæjandi. Annars bragðast fýlskjötið líkt og saltkjöt, að sögn þeirra hjóna. Lýsisbragð er þó nokkuð, en það er aðallega í fillunni, þ.e. hamnum og fitulaginu fyrir innan hann. Sumir borða hvort tveggja, filluna og kjötið, en aðrir bara kjötið. Það eru þá aðallega byrjendurnir, að sögn Þóris. Friðbjört segir að henni hafi strax þótt fýllinn góður þegar hún kom inn í fjölskylduna. „Þetta er eiginlega endahnúturinn á inntöku nýrra meðlima í fjöl- skylduna, fólk er ekki samþykkt fyrr en það hefur samþykkt fýl- inn,“ segir hún þó meira í gríni en alvöru. Fleiri hefðir Í ljós kemur að fýlaveiðar og -veislur eru ekki einu hefðirnar sem hafðar eru í heiðri í þessari fjölskyldu. Stórfjölskyldan kemur líka saman fyrir jól og páska hjá Eyrúnu systur Þóris og Hauki mági hans, og bakar flatkökur eftir uppskrift Þórhildar Jónsdóttur, móður Þóris, sem var þekkt fyrir flatkökubakstur þegar hún var ráðskona hjá Landssímanum á ár- um áður. „Þessar flatkökur verður að baka á þykkri járnplötu yfir gasloga og þær eru ómissandi með jólahangikjötinu,“ segir Þórir. Tengdasynirnir hafa ekki síður tekið flatkökunum opnum örmum en fýlnum. Flatkökubaksturinn er m.a.s. farinn að berast yfir í fjöl- skyldu tengdasonarins Kristjáns á Ísafirði. Friðbjört hlær við tilhugs- unina þegar hún talaði við tengda- föður dóttur sinnar á Ísafirði, Flosa Kristjánsson, og sá þóttist kvarta yfir hefðum sem hann hefur víst gaman af þrátt fyrir allt: „Það er nú flest sem farið er að troða upp á mann. Maður er látinn éta helvítis múkkann, baka flatkökur og hvað verður það þriðja?“ Flatkökur Þórhildar Jónsdóttur 2 kg hveiti 2 hnefar haframjöl 1 góð tsk. salt 1,8 l sjóðandi vatn Allt sett saman í stóra skál eða fat, hrært út með heita vatninu og hnoðað. Flatt út og skornar kringl- óttar kökur með diski. Pikkað með gaffli og bakað við góðan hita á járnplötu yfir gasloga eða á eldavélarhellu. Bráðin: Ekki eru allir jafn hrifnir af leggja sér fýlskjöt til munns, en öðrum þykir það mesti herramannsmatur. Morgunblaðið/Ómar Kunna til verka: Systurnar Sigrún og Eyrún láta sig ekki muna um að reyta fýl í tugavís. Fýlaveisla stórfjölskyldunnar: Þórir við borðsendann í hópi ættmenna. Fýll á borðum og saltkjöt fyrir aumingjana. Flatkökubakstur: Kristján Flosa- son, tengdasonur Þóris, og feðg- arnir Kjartan og Þórir. Fýlaveiðar og flatkökubakstur  HEFÐIR Öllum finnst fýlaveisl- urnar ómissandi og stemningin er góð þegar 30–40 manns úr sömu fjölskyldu koma saman. Á veiðum: Sigrún Kjartansdóttir, systir Þóris, Eyþór, systur- sonur hennar, með bráðina og sonur hennar, Kjartan Þór. steingerdur@mbl.is BANDARÍSKA fyrirtækið Brush Brush Brush hf. hefur opnað heimasíðuna ToothbrushExpress.com þar sem nálgast má ýmsar tannhirðuvörur í áskrift. Hægt er að panta tannbursta frá öllum helstu fram- leiðendum, sem og tannþráð, -stöngla, tungusköfu og myntur, ef út í það er farið. Jafnframt geta notendur lesið sér til um tannheilsu manna og dýra, pantað tannhirðuvörur fyrir ferfæt- linga og fræðst um uppruna tannburstans. Áskriftargjöld ráðast af því hvort um er að ræða full- orðinsbursta, barnatannbursta eða bursta fyrir gervi- tennur. Einnig skiptir máli hvort burstinn er rafknúinn og hversu oft kaupandi vill endurnýja tannhirðukost- inn. Þá er boðið upp á gjafakort og endurvinnslu. Samtök bandarískra tannlækna mæla með því að fólk skipti um tannbursta á 3-4 mánaða fresti og fyrr ef burstahárin eru farin að trosna. Fram kemur að helm- ingur Bandaríkjamanna nýti sér ekki reglulega tann- læknisþjónustu og að þriðjungur þeirra skipti ekki jafn oft um bursta og æskilegt sé. Skiptir meðalmaðurinn um tannbursta 1,9 sinnum á ári, að því er segir á heimasíðunni. Þjónustan er einungis veitt innan Bandaríkjanna. Tannburstar í áskrift  HEIMILI Karíus og Baktus: Almennileg tannhreinsun og góður tannbursti gagnast best í baráttunni við bakteríurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.