Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 29 á rekstrarleigu KIA Ísland ehf. Flatahrauni 31, Hafnarfirði. Sími 555 6025. www.kia.is *Smur, og þjónustuskoðanir eru innifaldar í verði rekstrarleigunnar. *Rekstrarleiga er háð breytingum á gengi erlendra mynta og vöxtum. Kynntu þér nánari skilmála hjá sölumönnum KIA KIA RIO Rekstrarleiga kr. 19.900* Í 36 mánuði Verð kr. 1.290.000 KAMMERSVEIT Reykjavíkur hefur skilað 30 ára starfi með miklum glæsibrag og hefur átt hlut að frum- flutningi og geisladiskaútgáfu margra íslenskra tónverka, en einnig fært tónleikagestum fljöld af gimsteinum heimsmenningarinnar. Þrátt fyrir að margir hafi lagt hönd að verki, í starfi Kammersveitar Reykjavíkur, er eng- um vanþakkað, þó að Rut Ingólfsdótt- ur sé nefndur heiðurinn því mörg er stundin við skipulag og æfingar sem Rut hefur þarna lagt til og gefið. Á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur í Listasafni Íslands sl. þriðjudagskvöld voru eingöngu flutt verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Fyrsta verk tónleikanna var Adagio fyrir strengjasextett, samið 1991. Verkið hefst eins og þegar lagt er upp í óvissuferð. Sellóleikararnir Sigur- geir Agnarsson og Hrafnkell Orri Eg- ilsson hófu ferðina en brátt slást í hópinn Þórunn Ósk Marinósdóttir og Sarah Buckley, síðan Sigurlaug Eð- valdsdóttir en síðast Rut Ingólfsdótt- ir og er þá fullskipað í hljómbálkinn. Hægferðugt verkið, sem byggist að nokkru á endurteknum tónum er hlaðast upp í magnaðan hljómbálk, er sérlega dramatískt í hámarki sínu og var mjög vel flutt. Annað verk tónleikanna, Move- ment fyrir strengjakvartett, frá 1976, er vel samið „strúktúr“-verk, sam- kvæmt tíma og tísku áttunda áratugs- ins, þar sem heyra mátti margvísleg tónmynstur en umfram allt áheyri- lega tónlist, er var mjög skýrlega flutt. Ljóðabókin Tengsl, eftir Stefán Hörð Grímsson var næsta viðfangs- efni Hjálmars og mynda ljóðin, sem Hjálmar valdi, eins konar samfellu, sem römmuð er inn með ljóðunum Húm og Húm III. Húm hefst án und- irleiks og eftir nokkuð langt forspil kemur kvæðið Næturbón. Undir kvæðið Spör, um steindepilinn er leik- ið „pizzicato“ en við kvæðið Krossar er tónmálið staktónað og jafnvel hvíslað en mesta átaksverkið er við ljóðið Þögnuðuholt, þar sem takast á sungið lag og kraftmikið tónmál hljóðfæranna, sem birtist strax í upp- hafi og lýkur þessum lagaflokki á hægferðugum söng án undirleiks, er vísar til upphafsins. Verkið var flutt á sannfærandi máta og sérstaka athygli vakti söngur Mörtu Hrafnsdóttur. Henni er gefin sjaldgæf og falleg alt- rödd, með djúpum hljómi og glamp- andi hæð og túlkun hennar var sterk. Þarna er á ferðinni feikilega efnileg söngkona. Það eina sem finna mætti að var framburðurinn sem bar nokk- urn svip af erlendri hljóðfræði (phonetic). Hjálmar er einkar hændur að kveð- skap Stefáns Harðar og næst á efnis- skránni voru sex sönglög við ljóð úr ljóðabókinni Svartálfadans. Ljóðin sem Hjálmar tónsetur eru; Þegar undir skörðum mána, Í þyrnigerðinu, Á kvöldin, Halló litli villikötturinn minn, Yfir borginni hár þitt og Skammdegisvísa. Af þessum lögum er mest bragð af Halló litli villikött- urinn minn þar sem söngröddin er mitt á milli söngs og tals og útfærslan öll sérlega leikræn, sem var glæsilega mótuð af Ólafi Kjartani Sigurðarsyni, sem og reyndar öll lögin. Tónleikunum lauk með Vókalísu fyrir mezzosópran, fiðlu og píanó, samið 1998. Vókalísan er sérlega fal- legt verk, þar sem skiptast á tækni- lega vel samdir einleikskaflar, sér- staklega fyrir fiðluna, er voru frábærlega vel leiknir af Rut Ingólfs- dóttur og lagrænar sönglínur, sem Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir söng ein- taklega vel. Það sem ef til vill er sér- stakt fyrir þetta verk er að hljómskip- anin, t.d. í píanóinu, sem Anna Guðný Guðmundsdóttir lék á af öryggi, var á köflum sérlega rómantísk. Það sem einkennir mjög verk Hjálmars, er hið leikræna tóndrama, sem hann nær oft að magna upp, jafnvel með einföldu tónmáli, eins og t.d. í fyrsta viðfangs- efni tónleikanna og í sönglögunum Þögnuðuholt og þó sérstaklega í Halló litli villikötturinn minn. Flutn- ingurinn í heild var frábær, t.d. ein- leikur Rutar í Vókalísunni. Þá var söngurinn í hæsta gæðaflokki og sér- lega athyglisverður var söngur Mörtu Hrafnsdóttur, sem kom mikið á óvart en bæði Ólafur Kjartan Sigurðarson og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir hafa þegar tekið sér stöðu sem fullgildir listamenn og skiluðu sínu af listfengi, Ólafur sérstaklega í villikettinum og Guðrún í fallegu tónmáli Vókalísunn- ar. Messiaen Á tónleikum undir yfirskriftinni 15:15, sem haldnir voru í Borgarleik- húsinu sl. laugardag, var eitt verk á efnisskránni, kvartettinn fyrir enda- lok tímans, eftir franska tónskáldið Messiaen. Verk þetta hefur algjöra sérstöðu í safni kammertónverka, bæði fyrir gerð þess, þ.e. rithátt, form- og hljóðfæraskipan og þá ekki síður fyrir tilfinningalegan bakgrunn og heimspekilega leit höfundar að svari við spurningunni um tímann, náttúruna og tilvist mannsins, sem þrátt fyrir allt hefur búsetu í ríki Guðs. Tæknilega er verkið nær algerlega einraddað og í einleiksköflunum, sem ýmist eru með eða án undileiks, er t.d. hlutverk píanósins oftlega aðeins undirleiks hljómklasar. Það er ljóst að hið heimspekilega innihald verksins er frumstofn þess, en hið tæknilega, tækið til að túlka, enda eru nær öll verk Messiaens trúarleg. Kvartett fyrir endalok tímans er í 8 köflum. Verkið hefst á náttúrustemn- ingu, kristaltærum lofsöng fuglanna og „ómblíðri þögn himinsins“. Annar þátturinn er helgaður englinum „sem kunngjörir endalok tímans“. Þriðji kaflinn er hinn frægi klarinettuein- leikur, er nefnist Hyldýpi fuglanna, sem Ármann Helgason lék mjög fal- lega. Þá kemur glaðlegt millispil og sá fimmti nefnist Lofsöngur til óendan- leika Jesús, sem Sigurður Halldórs- son mótaði mjög fallega en þar eftir kemur hinn ofsafengni dans, á undan dómsdags lúðrunum sjö og var þessi sérkennilegi „unison“-þáttur magn- aður í flutningi kammerfélaganna. Efni sjöunda þáttar er glundroðinn, áður en engillinn kunngjörir endalok tímans. Lokakaflinn, sem er einleikur á fiðlu og táknar eilíft tímaleysi guð- dómsins, var gæddur fallegri hug- leiðslu í túlkun Hildigunnar Halldórs- dóttur. Í heild var þetta áhrifamikla verk mjög vel flutt og auk þeirra sem fyrr var getið átti Örn Magnússon stóran þátt í fallegri heildarmótun verksins. Glundroðinn og hörmungarnar fyr- ir endalok tímans, þ.e. heimsendir, sem lýst er í sjötta og sjöunda þætti verksins, er það sem blasti við hug- skotssjónum manna í Evrópu síðari heimsstyrjaldarainnar því eins og segir í Opinberun Jóhannesar 11,15 „Og sjöundi engillinn básúnaði, og heyrðust þá raddir á himni, er sögðu: Heimsríkið er orðið ríki Drottins vors og hins Smurða og hann mun ríkja um aldir alda.“ Frábær flutningur TÓNLIST Listasafn Íslands KAMMERSVEIT REYKJAVÍKUR 30 ÁRA Kammertónleikar með verkum eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Flytjendur Kammsveit Reykjavíkur, undir stjórn Rut- ar Ingólfsdóttur, Marta Hrafnsdóttir, Ólaf- ur Kjartan Sigurðarson og Guðrún Jó- hanna Ólafsdóttir. Þriðjudagurinn 11. nóvember 2003. Tónleikaröðin 15:15 Borgarleikhúsið KAMMERTÓNLEIKAR Kvartett fyrir endalok tímans, eftir Olivier Messiaen. Flytjendur; Ármann Helgason, Hildigunnur Halldórsdóttir, Sigurður Hall- dórsson og Örn Magnússon. Laugardag- urinn 8. nóvember 2003. Morgunblaðið/Ásdís Hjálmar H. Ragnarsson Olivier Messiaen Jón Ásgeirsson Í SAMSKIPTAMIÐSTÖÐ heyrnarlausra á Háteigsvegi hefjast menningardagar kl. 10.30 í dag. Tilgangurinn er að tengja betur menningar- heima, veita heyrandi fólki innsýn í heim heyrnarlausra og á Degi íslenskrar tungu, að opna heyrnarlausum að- gang að sameiginlegri menn- ingararfleifð íslensku þjóðar- innar. Heyrnarlaus í heyrandi samfélagi Arnþór Hreinsson opnar myndlistarsýningu en í verk- um sínum túlkar hann upp- lifun af kúgun og vanrækslu táknmálsins og því að hafa lifað og alist upp heyrnarlaus í heyrandi samfélagi án þess að fá hlutdeild í því. Þá hefur Samskiptamið- stöð gefið út á myndbandi tíu þjóðsögur sem hafa sérstak- lega verið þýddar á íslenskt táknmál fyrir þessa útgáfu. Verkefnið var styrkt af Menningarsjóði og Barna- menningarsjóði og er mark- miðið annars vegar að heyrn- arlaus og heyrnarskert börn kynnist íslenskum menning- ararfi og hins vegar að styrkja málumhverfi barna sem hafa táknmál að móð- urmáli sínu. Menning- ardagar heyrnar- lausra Menningarmiðstöðin Gerðubergi Yfirlitssýningu á verkum Koggu lýkur á sunnudag. Laugavegur 25 Vinnustofusýningu sjö listamanna lýkur á laugardag. Opið kl. 14-19. Sýningum lýkur Í LISTASAFNI Íslands verður opn- uð sýningin Raunsæi og veruleiki Ís- lensk myndlist 1960-80 kl. 20 í kvöld. Listamenn á sýningunni eru 37 og sýnd eru yfir 120 verk. Sýningin fjallar um þá margþættu nýsköpun sem varð í íslenskri mynd- list á þessu tímabili er sýningin sú langstærsta sem haldin hefur verið um þetta róttæka tímabil í íslenskri listasögu þar sem ný umfjöllun um veruleikann opnast og settar eru fram nýjar hugmyndir um hlutverk listarinnar. Hugtökin raunsæi og veruleiki skírskota til þess að verkin á sýningunni vísa til hlutveruleikans eða umhverfisins með einum eða öðrum hætti. Fyrstu merkin um þessa nýsköp- un eru samklipp Errós í lok sjötta áratugarins úr tímaritum og dag- blöðum og fól það í sér beina skír- skotun til veruleika samtímans í anda popplistar og nýraunsæis. Í kjölfar Errós kom hópur ungra lista- manna sem höfnuðu ríkjandi gildum í myndlist og fóru nýjar leiðir þar sem algert frelsi listamannsins gagnvart hefðinni leiddi af sér rót- tæka nýsköpun í listinni. Nú var það ásetningur listamannsins og sam- hengi hlutarins sem skipti máli. Markmið sýningarinnar er að sýna þá hugmyndalegu breidd, sem greina má í þessum nýju veruleika- tengslum. Fjallað verðu nánar um sýninguna í Lesbók á morgun en hún stendur til 11. janúar. Eitt verkanna á sýningunni sem opnuð verður í kvöld í Listasafni Íslands. Raunsæi og veruleiki í Listasafni Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.