Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 37 lifun Frítt til áskrifenda! tímarit um heimili og lífsstíl Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu miðvikudaginn 26. nóvember FRJÁLS félagssamtök eru ekki nútíma fyrirbrigði. Þau hafa lengi haft mjög mótandi áhrif á samfélagsþróunina bæði hér á landi og erlendis. Sumir vilja ganga svo langt að segja að 20. öldin hafi verið öld frjálsra fé- lagasamtaka – öld bindindisfélaga, kvenfélaga, ungmenna- félaga, skógræktarfélaga og umhverfissamtaka. Á hinum Norðurlöndunum er mikið lagt upp úr góðri samvinnu við frjáls félagasamtök og stjórnvöld styðja mjög vel starfsemi þeirra og líta á þátttöku frjálsra félagasam- taka sem mikilvægan þátt í samfélagsgerðinni og hluta af virku lýðræði sem þykir aðalsmerki Norðurlanda. Frjáls félagasamtök geta verið einskonar brú á milli al- mennings og stjórnvalda. Þau safna saman einstaklingum, jafnvel fyrirtækjum, sem eiga sér sameiginleg markmið og hagsmuni og áþekka sýn á tiltekin málefni. Þau verða að hafa skýr markmið og starfa með lýðræðislegum hætti. Þau mega ekki vera fjárhagslega háð einum eða fáeinum aðilum en þau eiga heldur ekki að skila eigendum sínum fjárhags- legum ávinningi. Starfið byggist því oft og tíðum að verulegu leyti á sjálf- boðaliðum og framlag þeirra verður því mjög verðmætt fyrir samtökin. Hugmyndasmiðja og umræðuvettvangur Við framangreind atriði má bæta að mikilvægt er að slík samtök sýni hátt- vísi í málflutningi og beiti faglegum vinnubrögðum. Miklu skiptir fyrir ásýnd þeirra að þau sýni virðingu í samskiptum og séu löghlýðin – án þess þó að gefa eftir rétt sinn til andmæla. Þannig finnst mér að landgræðslu- og umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafi starfað undanfarin ár. Mað- ur hlustar með athygli á þeirra málflutning og treystir upplýsingum sem frá þeim koma. Hlutverk umhverfisverndarsamtaka er fjölþætt og mikilvægt. Þau hafa þann tilgang að efla vitund og þekkingu og stuðla að auknum rannsóknum á sviði umhverfismála. Þau geta verið hugmyndasmiðja og umræðuvett- vangur en hlutverk þeirra er jafnframt að veita stjórnvöldum og fyrir- tækjum aðhald. Öllu þessu tel ég að samtökin Landvernd hafi sinnt með miklum ágætum. Til þess að sinna þessu fjölþætta hlutverki þurfa umhverfisverndar- samtök að ráða yfir þekkingu og fjármagni og eiga sér öflugt bakland. Öfl- ugri samtök gera málflutning faglegri, markvissari og málefnalegri. Samtökin Landvernd eru í fjárhagslegum erfiðleikum og þurfa stuðning eigi þau að geta haldið áfram sínu góða starfi. Við þurfum á svona sam- tökum að halda. Þessvegna finnst mér svo mikilvægt að landsmenn taki höndum saman í átaki Landverndar, kynni sér vel þeirra starf og gerist fé- lagar. Það á að vera sameiginlegt hagsmunamál stjórnvalda og þjóðar- innar að fólk eigi öflugan vettvang til að ræða og takast á við þau mörgu og mikilvægu álitamál sem birtast okkur á öllum sviðum umhverfis- verndar. Landvernd á samhljóm með þjóðinni Eftir Rannveigu Guðmundsdóttur Höfundur er alþingismaður. LANDSFUNDUR Samfylking- arinnar var nýlega haldinn í Hafnarfirði undir kjörorðinu „Verk að vinna“. Var ánægjulegt að sjá Samfylkinguna færast með því áberandi til hægri og sækja með af- gerandi hætti í smiðju Sjálfstæðis- flokksins. Er enda um að ræða kosningaslagorð Sjálf- stæðisflokksins í Norðvestur- kjördæmi í seinustu alþingiskosn- ingum. Forystufólki Sjálfstæðisflokks- ins í kjördæminu hlýtur að þykja undarlegt, allt að því skondið, að slagorð framboðsins yrði tekið og gert að yfirskrift landsfundar Samfylkingarinnar. Enginn vafi hefur verið á því að flokkurinn hefur færast til vinstri seinasta árið eftir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð talsmaður flokks- ins og forsætisráðherraefni (án þess að stofnanir flokksins hefðu reyndar samþykkt það). Með áherslubreytingum eftir lands- fundinn er ljóst að flokkurinn leit- ar meira inn á miðjuna, jafnvel til hægri. Þau gera sér grein fyrir því að sóknarfæri til framtíðar liggja þar, en ekki í afdankaðri vinstristefnu. Sóknin til hægri í stað vinstri staðfest með áberandi hætti Í setningarræðu formanns flokksins var sóknin til hægri í stað vinstri áður staðfest með nokkuð áberandi hætti. Þar sagði formaðurinn að flokkurinn þyrfti að skoða með opnum huga breytt rekstrarform í heilbrigðisþjónustu, breyta þurfi stefnu sárlega. Kom fram í máli fyrrum ritstjóra Þjóð- viljans sem nú er formaður Samfylkingarinnar að það þurfi að láta markaðslögmálin vinna í þágu markmiða jafnaðarstefnunnar og ríkið þurfi að vera kaupandi að heilbrigðisþjónustu, en það þurfi ekki í öllum tilvikum að vera selj- andi. Hann tók skýrt fram að næsta pólitíska stórverkefni flokksins yrði stefnumótun á sviði heilbrigð- ismála. Það er kannski spurning hvort hann sækir þetta jafn hart fram og Evrópumálin seinasta ár- ið, en eftir Evrópukosninguna í fyrra þagnaði formaðurinn um þau mál, í ljósi þess að skoðanakann- anir sýndu að stefna hans hefði ekki stuðning landsmanna. Sam- stundis var skipt um stefnu. Þegar ég heyrði fréttir af ræðu formannsins á landsfundi flokksins hvarflaði að mér hvort hann hefði notið aðstoðar Ástu Möller þegar hann samdi ræðuna. Enda sótti hann að mestu í smiðju hennar, en hún hefur lengi verið einn ötulasti talsmaður þess í stjórnmálum að tekinn verði upp einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Þætti mér lík- legt að Ásta hefði viljað heyra þetta bergmál á hennar stefnu fyrir þingkosningar og jafnvel ræða þessi mál í kosningabarátt- unni í Reykjavík norður við for- manninn þá. Kannski helgast það af því að formaðurinn sem leiddi listann í Reykjavík norður var lítt sýnilegur í kosningabaráttunni og lét valdataumana um of í hendur manneskju sem sat í fimmta sæti listans án umboðs í prófkjöri eins og frægt er orðið. Hvað sem því líður þá hlýtur Ásta og reyndar Heimdallur ennfremur að fagna þessari stefnubreytingu Samfylk- ingarinnar, enda sótt í þeirra smiðju að miklu leyti. Það sem stendur uppúr í frétt- um eftir landsfund Samfylkingar- innar er að forysta flokksins var öll meira og minna sjálfkjörin. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var kjörin varaformaður Samfylking- arinnar án kosningar, eins undar- legt og það hljómar. Kosninga- kerfi Samfylkingarinnar er að þessu leyti gjörólíkt því sem er hjá Sjálfstæðisflokknum. Þar eru í raun allir í framboði sem á fund- inum eru. Landsfundarfulltrúar fá í hendur autt blað og skrifa á það nafn þess sem kjósa skal til for- mennsku og varaformennsku. Er hægt í raun að skrifa hvaða nafn sem er á það blað. Ekki er hægt að hafa fyrirkomulag kosningar- innar betra að mínu mati. Innan Samfylkingarinnar er hinsvegar framboðsfrestur settur í embætti til viss tíma og ef aðeins einn býð- ur sig fram að þá er viðkomandi sjálfkjörinn. Það er stórundarlegt að forysta í stjórnmálaflokki sé valin með þessum hætti. Innbyrðis barátta um forystu þrátt fyrir allt Össur Skarphéðinsson og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir eru keppinautar í eigin flokki, þrátt fyrir að þau kalli sig tvíeyki í póli- tík. Össur sem formaður flokksins stefnir að því að leiða flokkinn lengur en eflaust til næsta lands- fundar en Ingibjörg hefur lýst yfir áhuga á formannsframboði þá. Hefur verið talað um fylkingar innan flokksins undir forystu þeirra. Þessi valdabarátta litaði umræðu um að Margrét Frí- mannsdóttir, fyrrv. varaformaður, myndi sækjast eftir formennsku í framkvæmdastjórn og fara fram gegn Stefáni Jóni Hafstein. Svo fór að hún lagði ekki í þann slag vegna valdaátakanna sem um var rætt. Hvað svo sem því líður er ljóst að barátta er innbyrðis um forystu þrátt fyrir allt. Össur vill sækja fram til hægri en Ingibjörg til vinstri. Flokkurinn stendur á krossgötum. Hvernig valdatvíeyk- inu gengur að vinna saman er svo næsta spurning. Þokast í átt að hægristefnu Eftir Stefán Friðrik Stefánsson Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Í UMRÆÐUM um vændisfrum- varpið svokallaða grípa margir til þeirrar röksemdafærslu að segja að lagasetning eigi ekki við þegar við viljum ná árangri í samfélagslegum og siðferðislegum vandamálum. Þau eru mörg lög- in í þessu landi sem ekki hafa umbreytt samfélaginu í einni svipan, það hef- ur þurft og þarf oft enn meira til. Lögin eru samt mikilvægur þáttur í breytingunni. Þau eru viðurkenn- ing á vandanum og þau tryggja það að einstaklingar geti leitað réttar síns. Hægt er að taka fjölmörg dæmi um lög sem snúa að siðferð- islegum eða samfélagslegum vandamálum. Til dæmis eru til lög sem banna kynferðislega áreitni. Það þýðir samt ekki að slík áreitni eigi sér ekki stað en nú höfum við að minnsta kosti lög sem senda þeim sem slíkt aðhafast þau skila- boð að athæfi þeirra sé ekki rétt. Það væri óskandi að þessir ein- staklingar fyndu það hjá sjálfum sér að svona komi maður ekki fram við aðra manneskju og að sam- félagið myndi sjálft losa sig við þessa óæskilegu hegðun. En raunin er önnur. Því miður er fullt af ein- staklingum í samfélaginu sem bera ekki virðingu fyrir manneskjunni og traðka á öðrum til að koma vilja sínum, reiði og fýsnum fram. Til eru lög sem banna okkur að aka án bílbelta, banna það að við vanrækj- um börnin okkar, banna mismunun vegna litarháttar, trúarbragða, kynhneigðar og kynferðis, banna óspektir á almannafæri, banna akstur undir áhrifum áfengis. Lengi mætti telja. Við vitum að ofantalin lögbrot gerast. Aldrei hef ég heyrt neinn segja að þessi lög ætti ekki að setja, jafnvel þó við vit- um öll að þau ein og sér uppræta ekki vandann. Flestir eru sammála um að meg- inþorri þeirra sem fara í vændi geri slíkt af neyð. Flestir eru sammála um að vændi feli í sér lítilsvirðingu og eymd. Ef maður kynnir sér að- stæður þeirra sem eru í vændi er fljótséð hver hefur valið og hver ber ábyrgðina. Vændislöggjöfin sem nú er lögð fram er nauðsynleg vegna þess að greinilegt er að fjöldi einstaklinga notfærir sér þá sem eru í vændi án þess að skeyta um mannréttindi þeirra. Taka ber fram að með þessari löggjöf er aðeins tekið eitt skref af mörgum sem fag- aðilar í málefnum sem þessum telja að þurfi að taka, til að hjálpa ein- staklingum í vændi til að ná sér upp úr því og fyrirbyggja að fleiri leið- ist út á þessa braut. Enginn heldur því fram að þessi löggjöf ein og sér sé lausnin á vandanum en hún geymir þó mikilvæg skilaboð til okkar allra um hvað vændi er í raun og veru. Tími til að sporna gegn þessum ört vaxandi iðnaði Það eru mikilvæg skilaboð sem fela í sér að samfélagið væri loksins hætt að viðurkenna þessa meðferð á manneskjum. Annað ekki síður mikilvægt atriði er að mögulegir kaupendur hugsa sig væntanlega tvisvar um áður en þeir kaupa sér líkama. Eftirspurnin fer með tím- anum minnkandi en þessi sama eft- irspurn er það mikil í dag að 500.000 konur og börn eru seld mansali á ári hverju í Evrópu einni saman. Þar sem framboðið er ekki nóg er eftirspurninni svarað með þrældómi. Það er kominn tími til að sporna gegn þessum ört vaxandi iðnaði. Setjum ábyrgðin á réttan stað en það er löngu orðið tímabært. Ger- um allt sem í okkar valdi stendur með opinberum úrræðum og lögum sem land byggja. Lög sem land byggja Eftir Hrafnhildi Hjaltadóttur Höfundur er læknanemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.