Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ  Fleiri minningargreinar um Þor- vald Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.  Fleiri minningargreinar um Guðríði Ásu Matthíasdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Guðríður ÁsaMatthíasdóttir fæddist í Reykjavík 10. október 1946. Hún andaðist á heim- ili sínu 6. nóvember síðastliðinn eftir stutta sjúkdómslegu. Móðir Guðríðar Ásu er Unnur Þórðar- dóttir, f. 4. febrúar 1929 í Reykjavík. Faðir hennar var Ás- geir Sigurðsson, lát- inn. Hún var gefin Matthíasi Björns- syni. Bróðir Guðríð- ar Ásu samfeðra er Jónatan Ás- geirsson. Systkini hennar sammæðra eru, Unnur Ragna, Regína Guðrún, Ragnheiður Krist- Katrín, f. 18. júní 1966. Hún giftist Eðvarði Falk 1985, og eignuðust þau fjóra syni, Sigurvin, Ásgeir, Kristján Þór og Guðmund Birgi. Núverandi sambýlismaður Jó- hönnu Katrínar er Hjörtur Hjart- arson. Hinn 30. júlí 1972 giftist Guð- ríður Ása eftirlifandi eiginmanni sínum Sigurvini Kristjónssyni, f. 9. september 1944 í Ólafsvík. Dóttir þeirra er Rut, f. 23. september 1974. Sambýlismaður hennar er Jóhann Adolf Oddgeirsson og eiga þau eina dóttur, Guðríði Margréti, fyrir á Rut Björgu með Jósep Grímssyni. Lengst af starfaði Guð- ríður Ása við verslunarstörf, nú síðast sem aðstoðarverslunarstjóri í Kápunni við Laugaveg. Hún stundaði nám við Myndlistaskól- ann í Reykjavík. Hún útskrifaðist sem naglafræðingur frá Profess- ional Nails í desember 2002. Útför Guðríðar Ásu verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ín, Arngrímur og Kol- beinn Arngrímsbörn. Guðríður Ása ólst upp hjá móðurforeldr- um sínum, Guðríði Árnadóttur og Þórði Gíslasyni í Meðalholti. Guðríður Ása giftist Bjarna Bender 1963. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Bjarni Bender, f. 1. júlí 1964, hann kvæntist Sigríði M. Helgadóttur 1988, og eignuðust þau eina dóttur, Söndru Ósk, og fyrir átti Sigríður einn son, Helga Rúnar. Núverandi sambýliskona Bjarna er Jenný Gísladóttir og saman eiga þau eina dóttur, Heklu Bender. 2) Jóhanna Elsku besta mamma mín. Ekki hefði mér dottið það í hug fyrir rúm- um tveimur mánuðum að ég ætti eft- ir að sitja hér hjá pabba og skrifa minningargrein um þig. Ég á erfitt með að átta mig á þessu öllu saman, því það gerðist svo hratt. Þú og pabbi voruð á leiðinni til Spánar og við ætluðum að passa Diggu. Svo ferðu til læknis og aldrei varð úr Spánarferðinni. Við hvern á ég nú að tala um allt það sem hrjáir mig, þú varst alltaf til staðar og við gátum talað saman um alla hluti. Þú varst ekki bara besta mamma sem hugsast gat, heldur varstu einn- ig minn besti vinur. Þú varst svo lífsglöð og alltaf var stutt í brosið og hláturinn, meira að segja í þessum hræðilegu veikindum gastu grínast í okkur. Nú sit ég heima hjá þér og pabba og horfi í kring um mig á allar mynd- irnar þínar á veggjunum, fallegri myndir finnast ekki, ánægja þín þeg- ar þú varst að mála líður mér aldrei úr minni. Það er svo margt sem ég hugsa um í dag og get skrifað um en ég ætla að eiga þær minningar fyrir mig og þig. Ég ætla að vinna í því í framtíðinni að vera jafn góð manneskja og þú. Ég elska þig svo mikið, elsku mamma mín. Þakkir eru sendar til starfsfólks á deild G 12 á Landspítalanum við Hringbraut, á deild 6a og 6b á Land- spítalanum í Fossvogi og heima- hlynningarinnar hjá Karitas fyrir yndislega umönnun. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti signaði Jesú mætti. Þín dóttir Rut. Elsku mamma. Okkur Hjört og börnin langar til að þakka þér fyrir allar þær stundir sem við höfum átt saman bæði í gleði og erfiðleikum. Í erfiðleikum varst þú alltaf til staðar og á gleðistundum var svo gaman að heyra þig hlæja því hlátur þinn var svo yndislegur, þú varst svo lífsglöð og fannst lífið svo yndislegt, alltaf var stutt í hláturinn. Það var svo yndislegt þegar þú komst við á þín- um kvöldgöngum með hundinn þinn hana Diggu og það var erfitt þegar þær stundir voru allt í einu teknar burt þegar þú skyndilega veiktist en þú gafst okkur öllum svo mikið þó að þú værir veik, alltaf jafn glöð og kát. Mamma mín, ég er svo þakklát fyrir það að hafa átt þig að, átt þig sem móður og átt þig sem vin sem ég gat alltaf leitað til og talað við, og barnabörnin segja alltaf besta amma. Guð veri með þér og Guð gefi pabba styrk á þessari erfiðu stundu. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. ( Úr 23. Davíðssálmi .) Jóhanna Katrín. GUÐRÍÐUR ÁSA MATTHÍASDÓTTIR ✝ Þorvaldur Sig-urðsson fæddist á Akranesi 24. apríl 1933. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 7. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigurður Sveinn Vigfússon kaupmað- ur og síðar vigtar- maður á Akranesi og Jónína Herdís Egg- ertsdóttir húsmóðir. Systkini Þorvaldar eru Nanna, d. 1989, Anna, Vigfús, Egg- ert, Guðmundur og Sigurður. Þorvaldur kvæntist 22. ágúst 1972 eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Magnúsdóttur frá Sauð- árkróki. Þau eignuðst ekki börn saman, en Guðrún átti fyrir 5 börn, þau Björn, Ingibjörgu, Svanhvíti, Maríu og Önnu Láru og gekk Þor- valdur þeim í föður- stað. Sjálfur átti Þor- valdur einn son, Georg. Barnabörn Þorvaldar og Guð- rúnar eru 13 alls. Þorvaldur ólst upp á Akranesi, tók gagnfræðapróf það- an, var í Verslunar- skóla Íslands í 3 ár og síðar á ævinni settist hann á skóla- bekk í Svíþjóð, í Bibl- íuskóla Hvítasunnu- manna í Mariannelund. Ýmis störf stundaði Þorvaldur um ævina, bæði á sjó og í landi, en lengst starfaði hann við meðferð- arstofnun Hvítasunnumanna í Gautaborg árin 1982-1997. Útför Þorvaldar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Þegar við rifjum upp samveru- stundirnar með Valda þá kemur fyrst upp í hugann hversu mikill gleðigjafi hann var, hann gat með einstakri og nú orðið sjaldgæfri frá- sagnargáfu hreinlega látið mann veltast um af hlátri. Valdi hafði mik- inn húmor og ekki síst fyrir sjálfum sér sem og öðrum samferðamönn- um, þegar hann náði sér á strik gat maður hreinlega gleymt stað og stund. Við trúum því og vitum að það bíða mín fleiri góðar frásagnir er við hittumst aftur. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um Valda frænda framan af ævinni og einnig voru síðustu ár ævi hans honum oft erfið vegna veikinda. Valdi hafði sterka trú og er ekki efi í mínum huga að bænin hjálpaði honum mikið í þeim veik- indum sem á honum dundu. Ekki verður minnst á Valda frænda án þess að minnast á hana Guðrúnu sem staðið hefur við hlið hans sem klettur í rúm þrjátíu ár sannarlega í gegnum súrt og sætt, missir hennar er mikill. Valdi og Guðrún eignuðust ekki börn saman en fyrir átti Guðrún myndarlegan hóp barna sem Valdi gekk í föð- urstað, einnig átti Valdi einn son. Elsku Guðrún og börn, Guð blessi ykkur og varðveiti á þessum erfiðu tímum, elsku pabbi, Anna frænka, Vigfús, Eggert og Siggi, Guð styrki ykkur og fjölskyldur ykkar, öll þurf- um við hvert á annars stuðningi að halda er nákominn ættingi fellur frá en sterk eru fjölskylduböndin og á þau mun reyna. Við viljum einnig senda Georg syni Valda og fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð og bið ég Guð að blessa þau. Það er komið að leiðarlokum elsku Valdi minn, öll eigum við eftir að sakna þín og sannarlega hefðum við öll viljað fá að njóta þín lengur en raun varð á, en nú ertu kominn til fundar við Frelsarann sem var þér svo kær, Guð blessi minningu þína. Ágúst frændi, Ingigerður, Böðvar og Ása Þóra. Æskuvinur okkar og góður félagi Þorvaldur Sigurðsson er fallinn í valinn, að mörgu leyti saddur líf- daga. Valdi var góður drengur, fæddur og alinn upp á neðri skag- anum á Akranesi, nánar tiltekið í húsinu nr. 6 við Deildartún. Hann var litríkur og kátur systk- inahópurinn, börn Jónínu og Sig- urðar Vigfússonar, og myndaðist því góður félagsskapur milli heimila okkar og voru bæði skóladagarnir og leikirnir jafnan kryddaðir gleði og gamni. Oftar en ekki var Valdi leiðtog- inn, fremstur í flokki, leikandi á als oddi, með sína leiftrandi fyndni og leikhæfileikana í góðu lagi. Margar sögur mynduðustu um Valda, til- tæki hans og skemmtilegar uppá- komur, bæði á æskuárunum á Skag- anum, sem og síðar á lífshlaupinu og væru þær sögur allar efni í sér- stakan flokk í Borgfirska blöndu. Valdi var vel greindur, prýðilega ritfær og mælskur svo af bar. Hug- ur hans hneigðist því til mennta og hóf hann skólagöngu í Verzlunar- skólanum snemma á sjötta áratugn- um. Því miður slóst Bakkus kon- ungur í för og olli sá félagsskapur honum þungum búsifjum og varð Valdi oftar en ekki að lúta í lægra haldi. Þessi ár urðu honum þung- bær og bar hann mörg djúp sár eftir þá reynslu alla. En þegar neyðin er stærst, þá er hjálpin næst; með guðs hjálp og góðra manna tókst Valda að ná stjórn á lífi sínu og þegar hann að lokum hafði Bakkus undir, þá komu gömlu leiðtogahæfileikarnir í góðar þarfir. Hóf hann að veita mörgu æskufólki, sem villst hafði af leið hjálp, og var hann þá jafnan með biblíuna eina að vopni. Valdi var búsettur í Svíþjóð um langt árabil ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Magnúsdóttur og börnum. Þar ytra stundaði hann guðfræði- nám og starfaði hann við hjálpar- stofnun á vegum Hvítasunnumanna fyrir drykkjusjúka og eitulyfjaneyt- endur. Þessi líknarstörf græddu mörg sár, bæði hans eigin sem og skjólstæðinganna. Margbrotnu og oft skrautlegu lífshlaupi er lokið og Valdi sigldur á drottins fund. Um leið og við þökk- um honum fyrir skemmtilegar sam- verustundir þá sendum við eftirlif- andi eiginkonu, börnum og systkinum hans innilegar samúðar- kveðjur. Vinirnir frá Grund (Vesturgötu 45). Tíminn tifar og árin þjóta hjá. Haustið 1950 hófu þrír ungir piltar frá Akranesi nám í 2. bekk Versl- unarskóla Íslands. Auk mín voru það Þorvaldur Sigurðsson og Sig- urður Ólafsson, sem síðar varð for- stjóri Sjúkrahúss Akraness um ára- tugaskeið. Þorvaldur og Sigurður leigðu saman herbergi í Reykjavík þennan vetur, en ég sem var yngst- ur í hópnum, bjó hjá skyldfólki mínu í Hafnarfirði. Þegar ég hugsa til baka, þá finnst mér við þremenningarnir af Skag- anum hafa verið nokkrir „sveita- menn“ við komuna í skólann. Við héldum líka hópinn. Allir þekktumst við áður, en samvera okkar í Versló þróaðist í náinn kunningsskap og síðar vináttu. Áður en langt um leið kynntumst við öðrum skólasystkin- um okkar, féllum fljótlega inn í hóp- inn og fundum til þeirrar sam- kenndar, sem oftast einkennir skólasystkini. Enda þótt leiðir okk- ar Þorvaldar hafi síðan skilið og Þorvaldur um tíma gengið grýtta götu og síðar dvalið langdvölum í Svíþjóð, þá hafa þau vináttubönd, sem bundin voru okkar í milli á þessum árum, aldrei rofnað. Eftir að 4. bekk Verslunarskólans lauk vorið 1953, hóf Þorvaldur störf á Akranesi. Ég hélt áfram námi. Á hverju vori hélt ég heim til Akra- ness til að vinna fyrir skólakostnaði næsta vetur, svo sem títt var um námsmenn á þessum tíma. Yfir sumartímann höfðum við Þorvaldur því mikið saman að sælda. Ég kom oft á heimili hans, en foreldrar hans, Sigurður Vigfússon, sem lengst af var kaupmaður á Akranesi og Jón- ína Eggertsdóttir, sem var Hafn- firðingur, voru mikil myndarhjón. Þar var ávallt gott að koma. Við Þorvaldur vorum báðir þegar á þessum árum orðnir eindregnir sjálfstæðismenn og lögðum flokkn- um það lið, sem við máttum. Sum- urin 1954, ’55 og ’56 stóðum við, ásamt öðrum ungum sjálfstæðis- mönnum á Akranesi fyrir héraðs- mótum sjálfstæðismanna í Ölveri í Hafnarskógi. Þar áttu sjálfstæðis- menn á Akranesi þá myndarlegan veitinga- og dansskála og voru þess- ar samkomu mjög fjölsóttar víða að. Í alþingiskosningunum 1956 átti ég, þá 21 árs gamall, að heita kosn- ingastjóri Sjálfstæðisflokksins á Akranesi og í Borgarfjarðarsýslu. Þetta voru síðustu kosningarnar, sem Pétur Ottesen var í framboði, en hann hafði verið þingmaður kjör- dæmisins frá því 1916. Í þessum al- þingiskosningum varð svonefnt „hræðslubandalag“ Alþýðu- og Framsóknarflokks til. Frambjóð- andi þess í kjördæminu var Bene- dikt Gröndal, ungur og frambæri- legur maður. Samanlagt höfðu Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur haft tölvert meira fylgi í al- þingiskosningunum næstum á und- an árið 1953. Það var því á brattann að sækja fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Pétur Ottesen. Engu að síður fór svo, að hann sigraði í kosningunum til mikillar gleði fyrir okkur öll, sem í baráttunni stóðum. Þorvaldur Sig- urðsson var ötull í kosningastarfinu. Hann þekkti fjölda fólks, einkum yngri kynslóðina og lagði sig fram um að vinna hana til fylgis við Sjálf- stæðisflokkinn. Munaði um hann í þessari eftirminnilegu baráttu. Á einu kvöldi söfnuðum við Þorvaldur til dæmis undirskriftum 50 ungra og nýrra kjósenda, sem lýstu yfir stuðningi við Pétur. Yfirlýsinguna birtum við svo í „Framtaki“, blaði flokksins á Akranesi, daginn eftir. Seint mun þessi sumartíð mér úr minni líða. Haustið 1956 flutti ég alfarinn frá Akranesi til Hafnarfjarðar. Eftir það strjáluðust okkar samskipti. Þorvaldur flutti nokkru síðar til Reykjavíkur og honum mætti marg- víslegt andstreymi. Við hittumst sjaldan upp frá því, en stöku sinnum leitaði hann til mín og lét mig vita af sínum högum. Þorvaldur var trú- hneigður og um síðir kynntist hann söfnuði Hvítasunnumanna og fór þar til starfa. Á hans vegum fór hann m.a. til Sauðárkróks. Þar kynnist hann eiginkonu sinni Guð- rúnu Magnúsdóttur. Varð hún hon- um mikil kjölfesta í lífinu. Þau hjón fluttu síðar til Svíþjóðar og þar starfaði Þorvaldur hjá Hvítasunnu- mönnum í mörg ár. Þau fluttu heim fyrir fáeinum árum og settust að á Akranesi. Heilsa Þorvaldar var senn að gefa sig og síðustu mánuðir voru honum erfiðir. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 7. nóvember sl. Þorvaldur Sigurðsson var litríkur persónuleiki. Hann var góðum gáf- um gæddur, vel ritfær og bjó yfir ríkri frásagnargáfu. Á skólaárunum var hann manna skemmtilegastur, en ótrúlega uppátektasamur. Hjartahlýr og gleðimaður á góðri stundu, en gætti sín stundum ekki sem skyldi. Þannig minnist ég Þor- valdar nú að leiðarlokum. Við Sigríður sendum Guðrúnu eiginkonu Þorvaldar, Georg syni hans og öðrum ástvinum, innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Þorvaldar Sigurðssonar Árni Grétar Finnsson. ÞORVALDUR SIGURÐSSON Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson Útfararstjóri Sími 5679110, 8938638 Heimasíða okkar er www.utfarir.is Þar eru upplýsingar um allt er lýtur að útför: - Söngfólk og kórar - Erfidrykkja - Aðstoð við skrif minningargreina - Panta kross og frágang á leiði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.