Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 45 FRIÐRIK Ólafsson heldur enn forystunni gegn Bent Larsen eftir fyrstu fjórar skákirnar í átta skáka einvígi þeirra. Í þriðju og fjórðu skákinni lagði hann áherslu á að halda fengnum hlut, en tefldi full ró- lega og var Larsen nærri því að jafna leikinn vegna þess. Einvígið hófst á rólegu nótunum með jafntefli í fyrstu skákinni. Friðrik stýrði svörtu mönnunum í annarri skákinni og líkt og í þeirri fyrstu var tefld Sik- ileyjarvörn, sem oft leiðir til mjög skemmtilegrar baráttu. Það var Friðrik sem tefldi betur í þessari skák. Honum tókst að ná þægilegri stöðu og sigraði að lokum í 33 leikj- um. Önnur skákin tefldist þannig: Hvítt: Bent Larsen Svart: Friðrik Ólafsson Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. Rc3 Rc6 4. Bb5 Rge7 5. 0–0 a6 6. Bxc6 Rxc6 7. d4 cxd4 8. Rxd4 Be7 9. Rxc6 dxc6 10. e5 0–0 11. Bf4 – Nýr leikur. Þekkt er 11. De2 Dc7 12. Bf4 c5 13. Re4 Dc6 14. Had1 b6 15. Bg5 Bxg5 16. Hd6 Dc7 17. Rxg5 Bb7 18. Dd3 g6 19. Hd1 Bd5 20. c4 Bc6 21. Dh3 h5 22. Rxe6 og svatur gafst upp (Biyiasas-Hug, milli- svæðamót í Petropolis 1973). 11. – f5 12. exf6 gxf6 13. Dxd8 – Eftir 13. Df3 e5 14. Bh6 Hf7 15. Hfd1 Db6 16. Hab1 Be6 17. Be3 Db4 18. a3 Dg4 19. Dxg4+ Bxg4 20. f3 Bf5 21. Re4 Hg7 22. Kf2 er staðan nokkuð jöfn. 13. – Bxd8 14. Bd6 He8 15. f4 b6 16. Had1 c5 17. a4 Bb7 18. a5 c4 19. axb6 Bxb6+ 20. Kh1 Bc6 21. f5 Kf7 22. fxe6+ Hxe6 23. Bg3 Hd8 24. Hxd8 Bxd8 25. Kg1?! – Betra er að leika 25. Hf4 Bb5 26. Hh4 Kg7 27. Hd4 Bc7 28. He4 Hxe4 29. Rxe4 f5 30. Rd6 Bxd6 31. Bxd6, með jöfnu tafli. 25. – Ba5 26. Be1 – Eftir þennan óvirka leik lendir Larsen í vandræðum, sem hann finn- ur ekki leið út úr. Hann hefði getað komist í endatafl með mislitum bisk- upum, eftir 26. He1 Bxc3 27. Hxe6 Kxe6 28. bxc3 a5 29. Bf4 a4 30. Bc1 Be4 31. Kf2 Bxc2 32. Ke3 og hvítur ætti ekki að verða í vandræðum með að halda jafntefli. 26. – Bb7 27. Bd2 Bb6+ 28. Kh1 Bd4 29. h3 Be5 30. Ra4 Hd6 31. Bb4 Hd8 32. Rc5 Bc6 33. Ba5? – Tapar strax, en eftir 33. He1 Hg8 34. He2 Hb8 35. Ba3 (35. Bc3 Bxc3 36.bxc3 a5 og hvítur ræður ekki við svarta frípeðið á a-línunni) 35. – Hd8, ásamt innrás svarta hróksins á d-lín- unni, verður hvíta staðan illverjandi. Eftir 33. Rxa6 Hg8 34. Hf3 Bxf3 35. gxf3 Hg3 vinnur svartur auðveld- lega. 33. – Hg8 og hvítur gafst upp, því að hann á enga von um björgun, eftir 34. Hf3 (34. Hf2 Bd4) 34. – Bxf3 35. gxf3 Hg3 o.s.frv. Þess má geta, að Friðrik sigraði einnig í annarri skákinni í einvígi þeirra Larsens árið 1956. Í þriðju skákinni náði Larsen betra tafli og það kom áhorfendum á óvart þegar samið var um jafntefli í stöðu sem danski stórmeistarinn hefði áhættu- laust getað teflt áfram. Í fjórðu skák- inni þróuðust mál á svipaðan veg og í þeirri þriðju. Að þessu sinni fylgdi Larsen hins vegar fastar á eftir og náði að skapa sér góðar vinningslík- ur í hróksendatafli. Friðrik lagði þó ekki árar í bát og barðist áfram. Þannig var staðan eftir 50. leik hvíts, Hxe5. Hvíta staðan er unnin þótt taka þurfi á nokkrum „tæknilegum“ vandamálum í úrvinnslunni eins og Predrag Nikolic benti á. Það vafðist eitthvað fyrir Larsen og Friðriki tókst með harðfylgi að knýja fram jafnteflisstöðu með því að vinna ann- að peðið af Larsen. Lokastaðan varð þessi: Svartur nær að þráskáka með því að leika hróknum á milli c7 og c8. Þetta var vel af sér vikið hjá Friðriki. Staðan í einvíginu er 2½–1½ Friðriki í vil. Í kvöld lýkur einvíginu með tveim- ur síðustu skákunum. Tefldar eru at- skákir. Taflið hefst klukkan 20 og teflt er á Hótel Loftleiðum. Aðstaða fyrir áhorfendur er til fyrirmyndar og skákmeistarar skýra skákirnar um leið og þær eru tefldar. Meðal skákskýrenda er stórmeistarinn Predrag Nikolic sem er einn besti skákskýrandi sem hér hefur stigið á svið, er gríðarlega fljótur að átta sig á stöðunni og útskýrir vel áætlanir hvors keppanda. Danskur kalkipappír Eftir að Friðrik vann aðra skákina í einvíginu við Larsen árið 1956 orti Jökull Pétursson hagyrðingur vísu sem hann sagði skemmtilega sögu af. Hann orti vísuna á nótu, en þegar betur var að gáð sá hann að kalki- pappír var undir nótunni og hafði vísan kalkerast á afritið. Kalkipapp- írinn var danskur og sér til mikillar furðu sá Jökull að afrit vísunnar var á dönsku. Vísan eins og Jökull orti hana var þannig: Friðriks stolt við stólum á stöðugt mun hann duga. Veslings danski Larsen lá líkt sem væri fluga. Afritið leit hins vegar þannig út: Fredriks stolt vi stoler på stadigt vil han due. Stakkels danske Larsen lå lige som en flue. Hörkubarátta í einvígi Friðriks og Larsen Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson dadi@vks.is SKÁK Hótel Loftleiðir 11.–14. nóv. 2003 FRIÐRIK – LARSEN Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtaldar framkvæmdir skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/ 2000 um mat á umhverfisáhrifum. Allt að 1,9 MW Múlavirkjun, Eyja- og Miklaholtshreppi Færsla Sæbrautar milli Laugarnesvegar og Kambsvegar, Reykjavík Varnargarðar við jörðina Höfðaströnd, Ísafjarðarbæ Hringvegur - Jarðgöng undir Almanna- skarð, Sveitarfélaginu Hornafirði Ákvarðanirnar liggja frammi hjá Skipulags- stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þær er einnig að finna á heimasíðu Skipulags- stofnunar: www.skipulag.is. Ákvarðanir Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 12. desember 2003. Skipulagsstofnun. TIL LEIGU Til leigu Til leigu eftirfarandi nýuppgerðar íbúðir á svæði 105, nálægt Hlemmi.  Einstaklingsíbúð 50 fm, stúdíóíbúð.  4ra herbergja íbúð, 117 fm.  2ja herbergja íbúð, 73 fm. Íbúðirnar leigjast frá 1. des. nk. Aðeins reglu- samt og reyklaust fólk kemur til greina. Upplýsingar í síma 892 1474. TILKYNNINGAR Auglýsing Deiliskipulag íbúðarhúsalóðar og bátaskýlis í landi Ánabrekku, Borgarbyggð. Samkvæmt ákvæðum 26.gr skipulags-og bygg- ingarlaga nr. 73/1997, er hér með lýst eftir at- hugasemdum við ofangreint deiliskipulag. Tillagan mun liggja frammi á Bæjarskrifstofu Borgarbyggðar frá 14. nóv. 2003 til 12. des. 2003. Athugasemdum skal skila á bæjarskrifstofuna fyrir 27. des. 2003 og skulu þær vera skrifleg- ar. Borgarnesi 6. nóv. 2003. Bæjarverkfræðingur Borgarbyggð. RAÐAUGLÝSINGAR BLÓÐBANKINN fagnar 50 ára starfsafmæli með opnu húsi í dag, föstudaginn 14. nóvember. Þar gefst blóðgjöfum og öðrum velunn- urum bankans tækifæri til að fagna þessum tímamótum. Blóðbankabíll- inn verður einnig til sýnis fyrir ut- an húsnæðið við Barónsstíg. Þeir sem koma og gefa blóð fá rauða rós frá blómabændum. Blóðbankinn verður með hefð- bundna blóðtökustarfsemi til há- degis föstudaginn 14. nóvember. Opna húsið verður síðan frá kl. 13– 16. Blóðbankinn safnar árlega 15.000 einingum blóðs. Virkir blóðgjafar eru 10.000 og u.þ.b. 25% af íslensk- um blóðgjöfum eru konur. Ungir nýliðar í hópi blóðgjafa skiptast þó jafnt milli kynjanna. Árið 2002 fékk Blóðbankinn að gjöf frá Rauða krossi Íslands glæsi- legan blóðbankabíl, sem hefur styrkt starf bankans við blóðsöfnun og öflun nýrra blóðgjafa. Þessi starfsemi bílsins hefur notið ómælds stuðnings fyrirtækja, fé- lagasamtaka og byggðarlaga, og nú þegar skilað góðum árangri í starfi bankans. Blóðbankinn sinnir hefðbundinni blóðbankaþjónustu á landsvísu. Auk þess eru í Blóðbankanum vefja- flokkunardeild sem sinnir m.a. vefjaflokkunarþjónustu við undir- búning líffæraflutninga og stofn- frumumeðferðar. Nú í nóvember er áformað að hefja söfnun sjálfboðaliða í svo- nefnda beinmergsgjafaskrá, sem er samstarfsverkefni með norsku bein- mergsgjafaskránni, og hefur hlotið stuðning norrænu ráðherranefndar- innar. Á afmælinu er kynntur nýr fræðslubæklingur til almennings um starfsemi Blóðbankans og nauð- syn blóðgjafa. Vefsíða Blóðbankans, www.blod- bankinn.is, hefur tekið miklum stakkaskiptum á síðustu misserum, og hefur að geyma margvíslegan fróðleik fyrir almenning um starf- semi bankans. Þar er m.a. birt dag- skrá blóðbankabílsins. Á afmælinu verður skýrt frá nýju samkomulagi Blóðbankans og sam- starfsaðila hans um kynningu á starfi bankans og sameiginlegu starfi við að afla nýrra blóðgjafa. Blóðbankinn vill tileinka þennan dag ómetanlegu framlagi íslenskra blóðgjafa um meira en 50 ára skeið, sem með fórnfúsu starfi sínu eru ein af forsendum heilbrigðisþjón- ustu á Íslandi í dag. Blóðbankinn fagnar fimmtíu ára afmæli JÓLAKORT Félags nýrnasjúkra er komið út. Að þessu sinni er myndin teiknuð og hönnuð af Lóu Dís Finnsdóttur. Jólakortasalan er árleg tekjulind félagsins. Jóla- kortin eru til afgreiðslu í Þjón- ustusetri líknarfélaga og á skrif- stofu félagsins í Hátúni 10b Reykjavík. Afgreiðsla jólakorta er milli kl. 13 og 18 og eru seld 10 saman í pakka á kr. 1.000 og 5 saman á kr. 500. Jólakort Félags nýrnasjúkra komið út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.