Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞANN 19.10. skrifaði ég grein í blað- ið undir nafninu „Vakna þú sofin þjóð“. Henni lauk á þessum orðum, eftir að ég hafði bent á að alþing- ismenn væru búnir að taka við sér vegna sífelldra harmakveina bænda um fátækt: „Íslendingar! Eftir örfá- ar vikur verður málið í höfn. Einu sinni enn fá bændur aðgang að þess- um fáu krónum ykkar sem enn verða hugsanlega eftir í ykkar hálftómu vösum. Eina ölmusu enn takk!“ 6.11. segir Guðrún Jóhannsdóttir, Sólheimum, Dalabyggð, í bréfi til mín um þessi orð, eftir að hafa vitnað í þau: „Þvílíka fádæma ósvífni og rangfærslur“. En hafði ég rangt fyrir mér? Var þetta svo ósvífin tilgáta? Nei ekki aldeilis. Maður er nú farinn að þekkja mynstrið eftir að hafa lifað í tæp 60 ár. Þeir bera sig illa í fjöl- miðlum í nokkra mánuði og þá eru styrkirnir þeirra. Eitt árið eru núllin tekin aftan af og annað árið fá þeir ókeypis íbúðarhús (óendurkræfur styrkur) og ... gerum bara langa sögu stutta: 170 milljónir í hagræð- ingu í vor og nú 140 milljónir í jóla- pakkann! Verðlauna menn fyrir of- framleiðslu í aukabúgreininni! Styðja þá til enn frekari af- og ofbeit- ar! Málið er í höfn, og það bara rúm- ar 3 vikur síðan ég spáði þessu! Og einhverjir gleðjast tvöfalt þessa dag- ana, nú þegar kjúklingaframleiðend- ur eru að fara á hausinn. Verst er að þurfa að hlusta á þenn- an eilífa heilaþvott um að beita verði öllum ráðum til að viðhalda sauð- fjárbúskap. „Halda uppi byggð í dreifbýlinu“. Þetta er ekkert nema tímaskekkja. Borga með offram- leiðslu og ofbeit. Hvað eru fulltrúar landsmanna á þingi að að hugsa? Fyrir nokkrum dögum lofaði rík- isstjórnin aðstandendum langveikra barna (5000 börn) að styðja þá með 15 milljón króna framlagi, árlega, í 3 ár, sem mér finnst nú vera algjört lágmark, en nokkrum dögum seinna lét hún sig ekki muna um að gefa fullfrísku fólki 140 milljónir á einu bretti. „2000 bændur sem að hluta hafa sauðfjárræktina sem aðalbú- grein eða sem mikilvæga aukabú- grein“. Guðni Ágústsson, ríkisút- varpinu 11.11.2003. Svo eru menn að spyrja um sam- keppnislög, hvort þau séu brotin eða ekki í þessari dæmalausu kjötfram- leiðslu. Hvað með ríkið? Er það ekki að brjóta samkeppnislög með því að styrkja framleiðslu á rauðu kjöti? Og rúsínan í pylsuendanum er, að nú mega sauðfjárbændur, 63 ára og eldri, leika sér á kostnað ríkisins og lifa á beingreiðslum til 2007 og það án þess að gera handtak! (Guðni Ágústsson, ríkissjónvarpinu að kvöldi 11.11. 2003.) Auðmýkjandi, lít- illækkandi og smekklaust tilboð. Gott að losna við rollurnar, en nær hefði nú verið að bjóða bændum að vinna við landgræðslu í staðinn. Breyta beingreiðslum í kaup fyrir störf í þágu landsins. Það er bara eitt jákvætt við þessa tillögu og það er það að ríkisstjórnin viðurkennir með henni að rollurnar séu alltof, alltof margar og að öllum tiltækum ráðum sé beitandi til að losna við þær og þar með losa bænd- ur út úr þessum vítahring „hug- sjónastarfsins“. (G.Á.) Missið ekki af næsta þætti! Það verður spennandi að vita hvaða bú- grein halar út næsta styrk! MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Melteigi 4, Akranesi. Íslendingar! – Þeim tókst það! – Styrkurinn er í höfn! Frá Margréti Jóndóttur, Akranesi Í MORGUNBLAÐINU 11. nóvem- ber birtist grein eftir Þröst Helga- son er ber heitið Vafasamt daður. Þar leggur höfundur að jöfnu daður við samkynhneigð og daður við t.d. vændi, kvenhatur, sjálfsvíg og morð. Þegar slíkar viðmiðanir eru viðhafð- ar er brýnt að menn standi skil á skilgreiningum sínum á hinum ýmsu hugtökum. Því taldi ég það skyldu mína að gera fyrrgreindum greinar- höfundi grein fyrir merkingu hug- taksins samkynhneigð. Samkyn- hneigð er hugtak yfir tilfinninguna að hrífast að manneskju af sama kyni. Reyndar er það svo að þessi til- finning, að hrífast, er einmitt sú sama og manneskjur bera til ann- arrar manneskju af hinu kyninu en er þá gjarnan kennd við gagnkyn- hneigð. Vert er að taka það sérstak- lega fram að sú tilfinning sem um ræðir er tilfinningin sem tengd er við ástina, það að verða ástfanginn af annarri manneskju. Eitthvað það fallegasta sem um getur í lífi mann- fólksins. Því er mér það alveg ómögulegt að skilja hvernig höfund- ur hefur náð fram tengingu á milli samkynhneigðar og vændis eða jafn- vel samkynhneigðar og sjálfsvíga. Menn mega ekki glata ábyrgð sinni í skrifum sem þessum. Því það er einmitt m.a. vegna viðhorfa sem þessara sem samkynhneigð ung- menni eru meðal þeirra sem eru í áhættuhópi þeirra sem fremja sjálfs- víg og þeirra sem reyna sjálfsvíg. Einmitt vegna þess að viðhorf ann- arra í þeirra garð eru með slíkum hætti að engin leið er að finna sig gildan þjóðfélagsþegn með neinu móti. En eins og ég hef fyrr nefnt á síðum þessa ágæta blaðs verðum við æ sjaldnar vör við slík viðhorf í garð samkynhneigðra og merkilegt að einmitt daginn eftir að slíku hefur verið haldið fram birtist vísbending til hins gagnstæða. SARA DÖGG JÓNSDÓTTIR, fræðslufulltrúi Samtakanna ’78. Um vafasamt daður Frá Söru Dögg Jónsdóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.