Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Keil- ir og Laugarnes koma í dag. Arnarfell Rich- mond Park og Goða- foss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Richmond Park kemur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 14 bingó. Hársnyrt- ing, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 13– 16.30 smíðar. Bingó spilað 2. og 4. föstudag í mánuði. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9–12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 vefnaður og spilað í sal. Félagsvist kl. 13.30. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og hárgreiðslustofan opin, kl. 14 söngstund, kl. 9–16.30 púttvöll- urinn opinn þegar veð- ur leyfir. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 verslunin opin. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, myndlist o.fl., kl. 9.30 gönguhóp- ur, kl. 14 spilað. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 opið hús spilað á spil. Félagsstarf eldri borg- ara í Mosfellsbæ basar og kaffisala á Hlað- hömrum laugardaginn 15. nóv. kl. 13.30. Margt fallegra muna, kór eldri borgara í Mosfellsbæ, Vorboðar, syngur. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 9 og kl. 13 vinnustofa, gler, kl. 13 félagsvist í Garða- bergi. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Tréút- skurður kl. 9, leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11.30, tréútskurður og brids kl. 13, leikhúsferð á Grænalandið, rútur frá Hraunseli kl. 18.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Útvarp Saga 99,4 í dag kl. 12.20. Þáttur um málefni eldri borgara. Gerðuberg, fé- lagsstarf, kl. 9–16.30 vinnustofur opnar m.a. bókband kl. 13, kl. 10 „gleðin léttir limina“, létt ganga o.fl. kl. 14.30 kóræfing. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 myndvefnaður, kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bók- band. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin frá kl. 9–17 virka daga, kl. 14–15 bingó. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, baðþjónusta, fótaað- gerð og hárgreiðsla. Bingó kl. 14. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9–12 postulínsmálning, kl. 14.30 spænska, framhald. Norðurbrún 1. Kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl.10–11 kántrídans, kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30 dansað. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 12.30 leir, kl. 13.30 bingó. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Félag einhleypra. Fundur á morgun kl. 21 í Konnakoti, Hverf- isgötu 105. Nýir félagar velkomnir. Heitt á könnunni. Munið göng- una mánu- og fimmtu- daga. Framsóknarfélag Mos- fellsbæjar. Félagsvist í köld kl. 20.30 í Fram- sóknarsalnum í Háholti 14, 2. hæð. Allir vel- komnir. Seyðfirðingafélagið, Vinafagnaður verður haldinn í Gjábakka, Fannborg 8, á morgun, 15. nóvember, kl. 19. Borgfirðingafélagið í Reykjavík. Spiluð fé- lagsvist laugardag 15. nóv. kl. 14 í Síðumúla 37. Kristskirkja Landa- koti. Viðhaldssjóður orgels Kristskirkju, Landakoti, verður með sölubás í Kolaportinu laugardaginn 15. nóv. Mikið af ódýru jóladóti til sölu o.fl. Í dag er föstudagur 14. nóv- ember, 318. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Sá sem trúir á mig, frá hjarta hans munu renna lækir lifandi vatns, eins og ritningin segir. (Jh. 7, 38.)     Vefþjóðviljinn gerirmeinta skoð- anakúgun innan R-listans að umtalsefni: „Það kem- ur alltaf betur og betur í ljós hvernig svo kallaður meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur, R-listinn, vinnur … Undanfarnar vikur hefur Steinunn Birna Ragnarsdóttir, fyrrverandi varaborg- arfulltrúi R-listans og varaformaður menning- armálanefndar Reykja- víkurborgar, upplýst hvernig svokallaðir fé- lagar hennar í borg- arstjórnarflokki R-listans bönnuðu henni að taka til máls í borgarstjórn og segja skoðun sína á til- teknu máli sem til um- ræðu hefur verið á liðn- um mánuðum.     Þetta mál sýnir meiraen margt annað hversu illa R-listinn stendur, hversu sjálfum sér sundurþykkur hann er og hversu lítið má út af bregða til að ævintýrið verði úti. Það er svo mik- ið kapp lagt á að fela ágreininginn sem er inn- an R-listans að menn þora ekki að leyfa að nokkur minnsti ágreiningur vitn- ist. Steinunn Birna Ragn- arsdóttir varaborg- arfulltrúi má ekki einu sinni lýsa sjálfstæðri skoðun á því hvort að það eigi eða eigi ekki að rífa tiltekið kvikmyndahús.“     Vefþjóðviljinn vitnar ífréttatilkynningu sem Steinunn Birna sendi frá sér í liðinni viku. Þar hafi meðal annars komið fram að Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir, formaður skipulags- og bygging- arnefndar, og Alfreð Þor- steinsson, formaður borg- arráðs, hafi mælst til þess að Steinunn Birna tæki ekki til máls á borg- arstjórnarfundi um mál- efni Austurbæjarbíós.     Vefþjóðviljinn helduráfram: „Og Steinunn Valdís, hún vildi sam- kvæmt þessu ekki leyfa Steinunni Birnu að tjá sig svo ekki kæmi fram á fundinum að ólík sjón- armið væru um þessi mál innan R-listans. Það er ekki eins og það hafi átt að ráða málinu endanlega til lykta þarna, nei Stein- unn Valdís vill einfald- lega alls ekki að borg- arbúar fái að vita um ólík sjónarmið innan R- listans. Alfreð Þor- steinsson, hann hótar að „bregðast harkalega við“ og spyr bara „til hvers?“ þegar varaborgarfulltrúi úr hans eigin liði vill segja sína skoðun á létt- vægu máli. Hvernig ætli fjölmiðlar létu ef þessar aðferðir tíðkuðust annars staðar en innan R-listans? Hvernig þykir fólki að heyra að kjörnir fulltrúar banna eigin samherjum að setja fram sínar skoð- anir af þeirri ástæðu að það þjónar engum til- gangi, öllum málum hafi í raun verið ráðið til lykta áður en umræðurnar hafi hafist og engu verði breytt, hvað sem hver segir?“ STAKSTEINAR Vinnubrögð R-listans Víkverji skrifar... Víkverji kvartaði yfir því á dög-unum að þrátt fyrir að hafa tekið út áskrift að Breiðbandinu næði hann ekki öllum þeim stöðvum er fylgdu í pakkanum. Þá voru svör hjá þjónustudeild Símans misvísandi og líklegasta skýringin talin að ein- hverjar „bylgjur“ væru að trufla út- sendinguna. x x x Eftirfarandi svar hefur borist fráSímanum: „Þann 4. nóv. lýsti Víkverji vandamálum sem hann lenti í við móttöku stafræns sjónvarps gegnum Breiðband Símans. Staf- rænt sjónvarp, eins og önnur staf- ræn vinnsla, er annað hvort í lagi eða sést alls ekki ef truflun fer yfir ákveðið mark. Ástæður fyrir slíkum truflunum eru oftast þær að loft- netakerfi hússins stenst ekki lág- markskröfur eða sjónvarpssnúrur úr veggtengli til sjónvarps eru orðn- ar lélegar. Hið lagalega og viðskiptalega um- hverfi er þannig að Síminn viðheldur breiðbandstengingunni að húsinu en húseigandi viðheldur innanhúss- lögnum. Því á Síminn mjög erfitt með að bregðast við kvörtunum sem verða til vegna innanhússtenginga. Innanhússkerfin eru einkaeign hús- eigenda og inngrip í þau eru Síman- um einfaldlega óheimil nema að beiðni rekstraraðila kerfisins. Þetta á sérstaklega við í fjölbýlishúsum en þar er það alfarið húsfélagsins að sinna viðhaldi á innanhússkerfum eins og annarrar sameignar. En rót vandans liggur þó í því að loftnetakerfi húsa eru hvorki eft- irlits- né úttektarskyld. Því hafa menn sem ekki hafa fagþekkingu í loftnetakerfum alltof oft unnið að uppsetningu þeirra. Þar að auki er of algengt að þau séu illa hönnuð þannig að þegar loksins fagmenn koma að þeim er skaðinn skeður og lagfæringar það dýrar að húseig- endur láta sig hafa það að horfa á snjókomu eða rendur og rákir á sjónvarpsskjánum. Í stafrænu sjón- varpi geta slíkar truflanir eyðilagt einstakar rásir. Síminn bendir Víkverja á að hafa samband við fagmann í loftnetalögn- um eða þann sem skráður er fyrir kerfinu í húsinu. Í fjölbýlishúsum þurfa húsfélög að sinna viðhaldi á innanhússkerfum. Eva Magnúsdóttir, kynning- arfulltrúi Símans.“ x x x Víkverji þakkar fyrir þessi svör.Þar sem allar lagnir í húsinu eru nýjar og lagðar af fagmönnum hefur hann staðið í þeirri trú að vanda- málið hlyti að mega rekja til annarra þátta. Hann mun hins vegar láta gera úttekt á lagnakerfi sínu og ganga úr skugga um hvort þar sé ekki allt með felldu. Morgunblaðið/Kristinn Rjúpnaveiðibann MIG langar til að lýsa vissri ánægju minni með bannið á rjúpnaveiði. Þó hefði kannski verið hægt að útfæra bannið á ein- hvern máta sem hefði verið málamiðlun milli hags- munaaðila (skotveiði- manna). Ég hef mikla ánægju af því að sjá rjúpuna í nátt- úrunni, hún er áberandi fugl, fallegur og spakur. Ég hef mikla ánægju af sil- ungsveiði og veiði þar ein- ungis í matinn fyrir mig og mína. Því skil ég gremju hófveiðimanna yfir rjúpna- veiðibanninu. Nú herja nokkrir vargar á rjúpuna, t.d. minkur, tófa og magnveiðimenn. Ég skil og samþykki veiði fálkans á rjúpunni, enda er hann glæsilegur fugl og yrði sjónarsviptir að honum ef jafn mikilvæg fæða og rjúpan hyrfi. Nú flaug að mér hugsun sem kannski hljómar einfeldningslega, en ég læt hana flakka. Rjúpnaveiðimenn vantar eitthvað til að veiða, (enda veiðiferðin aðalatriðið) og boða aukna ásókn á gæs- ina. Hví ekki að senda skot- veiðimenn á minkinn og tófuna (þó ekki á magn- veiðimenn), einnig vil ég sjá þá minnka eitthvað af svartbaknum, sem vegna skorts á fiskúrgangi leggst í síauknum mæli á egg og unga æðarfugla auk ann- arra fuglategunda. Þetta gæti fækkað óvin- um rjúpunnar stórlega og aukið stofnstærð hennar verulega, öllum til hags- bóta. Skotveiðimenn gætu skilað inn vissu magni af hverri tegund og áunnið sér kvóta eða dagafjölda til veiða á rjúpu. T.d. 30 svart- bakar, 10 minkar eða 5 tóf- ur gætu leyft veiðar t.d. á 10 rjúpum. Þessi hugsun kom nú upp er ég horfði á alþing- isumræður í sjónvarpinu og ósættið sem greinilega er um rjúpnaveiðibannið. Ég tek það fram að ég er ekki skotveiðimaður, er unnandi náttúrunnar og elska að hlusta á fuglasöng og rop rjúpunnar á sumrin. En ef hægt er að ráðast gegn tófu og mink og verð- launa með því takmarkaðar veiðar á rjúpu held ég að visst jafnvægi gæti náðst. Óskar Pálsson. Er þetta löglegt? MIG langar til að vekja máls á þeirri ómannúðlegu meðferð sem Fréttablaðið viðhefur við blaðberana sína. Launin eru skammar- leg, langtum lægri en t.d. Morgunblaðið greiðir sín- um blaðberum. Dóttir mín ber út Fréttablaðið sam- viskulega alla virka daga og fær rúmlega 13.000 kr. fyrir. (Morgunblaðið greið- ir ca. 26.000 fyrir örlítið færri blöð á sama svæði.) Flesta daga eru auka- bæklingar og blöð sem ekkert er greitt fyrir auka- lega. Stundum er þetta svo þungt og mikið að hún ræð- ur ekkert við þetta og við verðum að fara með henni. Sunnudaginn 9. nóvem- ber bauð Fréttablaðið blað- berum sínum á árshátíð á Broadway sem mér fannst frábært hjá þeim (það er meira en Mogginn gerir). Blaðberarnir fengu svo þær „gleðilegu fréttir“ að nú muni DV bætast við blaðburðinn gegn 10% aukalega ofan á launin. Samtals 1.300 kr. sem áður greiddust tæplega 10.000 kr. fyrir á sama svæði (son- ur minn bar það út fram að gjaldþroti). Finnst mér þetta sví- virðileg meðferð á börnum sem geta ekki leitað réttar síns því þeim er ekki boðið að vera í neinu stéttar- félagi eins og Morgunblað- ið býður uppá. Ég spyr er þetta löglegt eða bara löglegt og sið- laust? Eitt er víst að ég læt ekki lítilsvirða mitt barn svona meira og skora á aðra foreldra að gera slíkt hið sama. Móðir. Tapað/fundið Gleraugu í óskilum GLERAUGU fundust á planinu við Jörfabakka 22 sl. þriðjudag. Upplýsingar í síma 557-1138. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn LÁRÉTT 1 bætir hvað eftir annað, 8 stjórna, 9 landspildu, 10 ekki marga, 11 álíta, 13 hlaupa, 15 reifur, 18 borða, 21 glöð, 22 hrópa, 23 fæddur, 24 heimskur. LÓÐRÉTT 2 snjáldur, 3 jarða, 4 óð- ar, 5 duglegur, 6 ár- mynnum, 7 duft, 12 tangi, 14 sprækur, 15 verkfæri, 16 styrkti, 17 fugl, 18 staut, 19 matnum, 20 kvenmannsnafn. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 dynts, 4 gisin, 7 lútan, 8 álkur, 9 nýr, 11 rúmt, 13 orri, 14 ókind, 15 fólk, 17 drós, 20 ána, 22 mókar, 23 geyma, 24 lærir, 25 arinn. Lóðrétt: 1 dílar, 2 notum, 3 senn, 4 gjár, 5 sekur, 6 narri, 10 ýkinn, 12 tók, 13 odd, 15 fámál, 16 lokar, 18 reyfi, 19 stafn, 20 árar, 21 agga. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.