Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 6
6 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 14|11|2003 MORGUNBLAÐIÐ Þessir hógværu ungu menn eru í hljóm- sveitinni Rottweilerhundum og hafa framleitt heimildarmynd um sögu sveit- arinnar. Sala hefst í BT í Smáralind kl. 14 á morgun og við það tækifæri rappa hundarnir, árita DVD-diskinn og taka við platínuplötu fyrir sölu á fyrri plötunni. Sú seinni hefur náð gullsölu. Það má segja að saga Rottweiler- hunda sé mikilvægur kafli í sögu hiphops á Íslandi. „Við ruddum brautina fyrir ís- lenskuna í hiphoppi og höfum alltaf deilt sviðsljósinu með öðrum óþekktum röpp- urum, til að stækka senuna. Allir þeir þekktustu í dag voru til dæmis gestir á fyrstu plötunni okkar fyrir þremur árum; Sesar A, Dóri í Bæjarins bestu, Vivid Bra- in, Móri, Mezzías, Seppi og svo framvegis. Núna rappa allir á íslensku, meira að segja Forgotten Lores platan er einungis á íslensku. Það er mjög fyndið,“ segir Blaz. „Myndin sýnir ferilinn hvernig við breytt- umst úr eðlilegum drengjum, óspilltum rappstrákum, í það sem við erum í dag,“ segir Bent og hlær. Stinni tekur undir: „Við urðum ofurseldir frægðinni og synd- ugu líferni, enda heitir myndin Rokk- stjörnur Íslands. Við lifum meira rokk- stjörnulífi en nokkru sinni sjálfar rokkstjörnurnar.“ En það er fleira á myndbandinu, s.s. tón- leikaferð Rottweilerhunda erlendis. „Við fórum til Svíþjóðar og Berlínar,“ segir Blaz. „Og Lundar og Þýskalands,“ segir Bent. „Við spiluðum einmitt í kartöflu- geymslu í Berlín,“ klykkir Stinni út með. Blaðamanni verður ljóst að þetta er sigld sveit. Einnig eru í heimildarmyndinni öll sjö myndbönd Rottweilerhunda, þar á meðal tvö sem voru bönnuð. Það fyrra, Sönn ís- lensk sakamál, var sýnt í einn dag og það síðara er Blautt malbik. „Þetta eru eig- inlega flottustu myndböndin okkar og þau hafa sama og ekkert sést, nema á Netinu,“ segir Stinni. – Er heimildarmyndin hugljúf? „Nei, þetta er suddi,“ segir Blaz. – Er hún þá bönnuð börnum? „Nei, við vorum ekkert að senda hana til kvikmyndaeftirlitsins,“ segir Blaz. „Ég held hún væri nú bara bönnuð inn- an tólf ára; það er ekkert tippi eða blóð í myndinni,“ segir Bent. „Þótt blóðug tippi séu sterkur þáttur í sögu Rottweiler þá fer lítið fyrir þeim í myndinni,“ segir Lúlli. „En það eru brjóst,“ skýtur Stinni inn í. „Það eru brjóst í öllum bíómyndum,“ segir Bent og finnst það ekki tiltökumál. – Á eitthvað annað eftir að vekja athygli? „Já, við sviptum t.d. hulunni af sveita- ballaliðinu, sem þykist allt vera svo klippt og skorið. Þetta eru rammsódómískir sultuhundar upp til hópa,“ segir Blaz. „Svo sýnum við líka í óklipptri útgáfu þegar Árni Johnsen slökkti á okkur í Eyj- um og óeirðir fylgdu í kjölfarið. Þá sér fólk að það sem við gerðum var rétt.“ Í gær var frumsýnt myndband við nýtt lag Rottweiler á Popptíví. – Hvernig lag er þetta? „Ég efast um að fólki finnist erfitt að túlka það þegar það heyrir það,“ svarar Bent og gefur ekki meira út á það. Blaz er nýkominn úr fjögurra mánaða ferðalagi um Mið-Ameríku, þar sem hann rappaði m.a. á hiphop-hátíð á Kúbu. „Ég var búinn með peningana,“ segir hann um ástæðuna fyrir því að hann er kominn heim. „Það er eins gott að myndin selj- ist,“ bætir hann við og hlær. „En ég hef líka skrifað fullt og ég á nóg af efni.“ Það kann því að vera skammt að bíða næsta afkvæmis hundanna, sem segjast ekkert endilega á þeim buxunum að gefa út á jólavertíðinni. Það gætu allt eins komið hvolpar undir á öðrum árstímum. |pebl@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Meiri rokkstjörnur EN ROKKSTJÖRNURNAR Eiginleikar Rottweilerhunda eru gott skaplyndi og skynsemi. Þeir eru ágætis varðhundar og félagar og taka best góðlátlegum en styrkum aga. Ekki má beita þá harðræði eða refsingum. Þannig er Rottweilerhundum lýst á bók og af þeirri tegund eru ungir menn sem breitt hafa úr sér í sófum blaðsins. „Þetta er gangsta- stellingin,“ segir Blaz og setur upp groddabros. Stinni fær sér vatnssopa. Þeir vilja ekki kaffi. Bent er á leiðinni. Hann missti af strætó. 15. nóvember Ný heimildar- mynd Rottweiler kemur í búðir. AÐ KOMA til Kambódíu frá Tailandi er eins og að koma í aðra veröld. Samanburðurinn er skarpur og strax á landamærunum blasti við okkur hversu fátækt land Kambódía er. Hundruð barna á öllum aldri, mörg hver ber- andi minni börn á bakinu, bíða þar eftir ferðamannarútunum til að betla. Þau biðja ekki einungis um peninga, heldur einnig um vatn, mat eða flíkur. Þann dag sem ég og Kristjana Skagfjörð, frænka mín og ferðafélagi, komum til Kambódíu var óvenju heitt í veðri. Það var því ekki mjög vinsælt þegar það kom upp úr kafinu að vegabréfsáritanirnar sem við höfð- um fengið hjá kambódískum erindreka í Taí- landi reyndust vera rangt dagsettar og við, ásamt um 30 öðrum, þurftum að bíða í 3 klukkutíma á meðan þessu var kippt í liðinn. Eftir átakanlega bið og ýmsar geðsveiflur innan hópsins fengum við loks að halda inn í konungsríkið Kambódíu. Þar var okkur hlaðið upp í ævaforna bleika rútu af tveimur afskaplega brosmildum ungum mönnum sem buðu okkur margfalt velkomin til Kambódíu. Eftir að við svo lögðum af stað héldu þeir uppi góðri stemmningu með kam- bódískum bröndurum, sem aðallega sner- ust um elskendur sem ákváðu á síðustu stundu að ganga í klaustur, ef ég skildi rétt. Þeim var líka mikið í mun að fræða okkur um allar helstu tölulegar staðreyndir um Kambódíu og héldu keppni um hver gæti best borið fram nafnið á höfuðborginni Phnom Penh (og var sjálfum mikið skemmt fyrir vikið). Fyrsti áfangastaður okkar í Kambódíu var Siem Reap, bær skammt frá Angkor Wat-menjunum. Keyrslan þangað tók um fimm klukkutíma og var ekki sú þægileg- asta sem ég hef upplifað. Í Kambódíu er lít- ið um malbikaða vegi fyrir utan Phnom Penh og sumar holurnar í moldarveginum, sem við keyrðum eftir, voru á stærð við heitu pottana í Laugardalslauginni. Á vegi okkar varð einnig brú, fræg meðal bakpokaferða- langa í Suðaustur-Asíu, sem er svo illa á sig komin að farþegarnir voru látnir stíga út á meðan rútan skrölti löturhægt yfir. Mestur hluti Kambódíu er afar flatur. Stöku hæð brýtur upp endalausa sléttu af ökrum, ám og litlum stöðuvötnum. Jarðveg- urinn er rauður og þegar sólin lækkar á himni verður sléttan næstum blóðlituð. Við keyrðum í gegnum fjöldamörg þorp á leiðinni en sáum næstum engin steypt hús. Fólkið býr í viðarhúsum, oft á súlum. Við sáum líka mikið af stórum viðarlíkneskjum af Búdda, enda er allur þorri Kambódíubúa þeirrar trú- ar. Við komum til Siem Reap seint um kvöld og köstuðum okkur í bólið á fyrsta gistihús- inu sem við fundum. Í nágrenninu biðu okk- ar svo frumskógardraugaborgirnar við Angkor Wat. LÍFIÐ Í KAMBÓDÍU ÞRÁNDUR GRÉTARSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.