Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 8
8 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 14|11|2003 MORGUNBLAÐIÐ Þegar vegirnir til Súrin í héraðinu I-San, nærri landa- mærum Kambódíu, fyllast af Tailendingum á vís- undum, léttivögnum, fótstignum farþegavögnum, vörubílum, mótorhjólum og jafnvel fílum er ljóst að árlega fílahátíðin er að hefjast. Fílahátíðin hefst þriðja laugardag í nóvember á hverju ári og stendur í tvo daga. Yfir tvö hundruð fíl- um er safnað saman til að skemmta gestum, sem fjölgar ár frá ári. Fílarnir keppa í spretthlaupi (en þeir geta hlaupið á 35 km hraða), taka þátt í fótboltaleik og tína upp litla hluti með rananum, t.d. eldspýtustokka. Þá fer fram sýningarbardagi milli hersveita á fílum og fíll berst við sjötíu ofurhuga úr konunglega tailenska hernum. Tailendingar halda mikið upp á fíla, enda halda þeir því fram að landið sé eins og fílshöfuð í laginu. Þó að asíski fíllinn sé stærri þeim afríska er auðveldara að temja hann. Það er gert á nokkrum vikum og er al- gengt í Tailandi að fílar létti mannskepnunni störfin, t.d. með því að draga timbur. FÍLAHÁTÍÐ í Surin 15.-16. nóvember Fílahátíðin í Surin Sickinger hefur spilað út um allan heim og er röðin nú komin að Íslandi. Hann mun taka nýtt og óútkomið efni, meðal annars með tónlistarmönnum á borð við Deepc- hord. Heyrst hefur að hann sé afar spenntur fyrir Íslandi og hafi jafnvel hug á að gefa út íslenska listamenn. Fólkið hringdi í Yagya, öðru nafni Steina plastik, eldsnemma einn morguninn í vik- unni og spurði hann út í kvöldið. Afsakið, var ég að vekja þig? Nei nei, þetta er allt í lagi (ákaflega syfjuleg rödd). Ertu spenntur að hitta kappann á föstu- dag? Já, ég er rosa spenntur. Ertu aðdáandi? Já, það sem hann hefur verið að gefa út er mjög flott. (geispar) Hann gefur til dæm- is út Deepchord, sem er stundum sögð arf- taki Basic Channel. Þeir eru taldir guð- feður mínimalísks teknós. Hvað ætlarðu sjálfur að spila? Ég ætla að spila dub-skotið teknó með ambíent-áhrifum, bæði gamalt og nýtt efni. Þetta verður eitthvað með bíti enda ætla ég alls ekki að svæfa liðið. Hvað gerirðu til að komast í réttu stemmninguna áður en þú ferð að semja raftónlist? Ég hlusta til dæmis á góða tónlist, þann- ig kemst maður í stuð. Þá er líka gott að fara í göngutúr og hreinsa hugann. Stund- um íhuga ég líka og geri jógaæfingar. Eru raftónlistarmenn eins og annað fólk? Nei, þeir eru allt öðruvísi en aðrir því þeir hugsa bara um tónlist, hún er það eina sem kemst að. Hápunktar í lífi þeirra eru þegar útlenskir raftónlistarmenn koma heimsókn. Hlakkarðu til kvöldsins? Já, fyrir þá sem fíla teknó verður þetta veisla. Morgunblaðið/Kristinn Mínimalísk TEKNÓVEISLA Bandaríkjamaðurinn Michael Sickinger, eigandi plötuútgáf- unnar Octal Records og Trans- istor Rhythm, spilar á Vídalín í kvöld ásamt helstu teknósnill- ingum landsins, þeim Exos, Yagya, Thor og Vector. Gam- anið hefst klukkan 22 og kostar 500 krónur inn. 14. nóvember Teknókvöld á Vídalín Fyrir skemmstu gaf Forlagið út bók Ármanns Jak- obssonar um Tolkien og Hringadróttins sögu, Tolk- ien og hringurinn. Bókin er úttekt Ármanns á verk- um Tolkiens, aðallega Hringadróttinssögu, en einnig greinir hann frá öðrum verkum Tolkiens og segir frá manninum sjálfum. Ármann segir frá þeim verum sem birtast í bókinni. Að sögn Ármanns byggist Hringadróttinssaga á fornu goðfræðiefni sem er að talsverðu leyti ís- lenskt en Tolkien notar það á skapandi hátt eins og hver annar rithöfundur, hann notar hluti úr fræð- unum og skáldar síðan upp það sem á vantar. „Það sem er kannski óvenjulegt er að hann var líka rann- sakandi, hann leitaði fortíðarinnar. Það er að vísu óljóst hvort hann hafi trúað því að heimur bók- arinnar sé ekta, en hann talaði þó gjarnan um hann eins svo hafi verið, eins og hann hafi verið að segja frá einhverju sem hafi gerst í raun og veru,“ segir Ármann og bætir við að sjálfum þyki honum margt sennilegt, „útfærsla á því til dæmis hvernig álfar gætu hafa litið út er sennileg“, en þess má geta að Ármann vinnur nú að verkefni um álfa í norrænum bókmenntum. Tolkien var sérfræðingur í Bjólfskviðu, gaf út forn- ensk kvæði og las Íslendingasögurnar sér til skemmtunar á íslensku. Ármann segir og að hann hafi staðið traustum fótum í fræðunum; „hann hafði lesið þetta allt saman, Íslendingasögur og Fornmannasögur og mikið af efni sem margir Ís- lendingar hafa ekki lesið. Það er enginn vafi á því að hann vissi hvað hann var að tala um, en hann nálgast efnið á mjög skapandi hátt.“ Ármann rekur það í inngangi bókarinnar að hann hafi hrifist af bókinni fimmtán ára gamall og lesið hana oft. „Ég var og er aðdáandi en ég er ekki Tolki- enfrík, ég á ekki eftir að ganga um í álfa- eða dvergabúningi.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg „Ég er ekki Tolkienfrík“ gáfutónleika sem haldnir verða á Litla sviði Borgarleikhúss- ins 19. nóvember. „Ég ætla að gefa mig alla á tónleikunum. Eða kannski held ég smá eftir fyrir mig svo ég geti að minnsta kosti keyrt heim eftir þá,“ segir hún hlæjandi að lok- um. Í fermingarkjól mömmu „Fólk er mikið búið að spyrja mig út í myndbandið, skilur ekki hvort ég er dáin í því eða hvort mig á að vera að að dreyma,“ segir söngkonan Margrét Eir sem í nýju mynd- bandi bregður sér í gervi Catherine úr skáldsögunni Fýk- ur yfir hæðir eftir Emily Bronte. Lagið Wuthering Heights, sem flestir þekkja í flutningi Kate Bush, hefur fengið nafnið Heiðin há í þýðingu Þórarins Eldjárns og er að finna á nýútkominni plötu Margrétar sem ber heitið Andartak. Í myndbandinu er sett á svið ástarsaga þar sem fjallað er um samband Catherine og Heathcliffe en með hlut- verk hans fer Jóhann Haukur Jóhannsson. Björn Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir leikstýrðu en Börkur Gunn- arsson sá um myndatöku. Margrét segist hafa kunnað vel við sig sem Catherine en hún fékk lánaðan fermingarkjól móður sinnar fyrir hlutverkið. „Ég varð bara að passa að týna mér ekki í hlutverkinu. Annars gekk þetta mun hraðar fyrir sig og betur en ég bjóst við, ég hélt það væri miklu meira mál að gera myndband.“ Hún bætir við að margir hafi spurt sig hvort einhver tækni hafi verið notuð til að ná upp röddinni í laginu. „Auðvitað er það ekki gert enda er ekkert hægt að redda neinu í svona lagi. Þó er kannski ekki skrítið þótt fólk spyrji enda liggur lagið mjög hátt allan tímann og mjög erfitt að syngja það, ég neita því ekki.“ Margrét er um þessar mundir á fullu að undirbúa út- VE RÖ LD IN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.