Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14|11|2003 | FÓLKÐ | 15 Einhverjir muna kannski eftir því að fötin þeirra hafi verið merkt í æsku áður en sumarbúðir voru heimsóttar. Var þetta gert til að varna því að þau glötuðust. Þegar komið er á fullorðinsaldur er þessum merkingum hætt og aðrar taka við, til dæmis frá bandaríska hönnuðinum Calvin Klein. Í þetta skiptið er ekki verið að forða því að fötin glatist heldur því að eigandinn verði glataður. Hönnun Calvins Kleins er kirfilega merkt á teygjuna á nærbuxunum og finnst sumum ekki verra að láta stafina sjást uppúr buxunum. Nærföt hans eru tiltölulega venjuleg, úr bómull og í hefðbundnum og einföldum sniðum. Þau hafa gæðastimpil og það er merkið sem selur. Andlit selja líka en Calvin Klein kann inn á markaðinn og veit að kyn- þokkinn trekkir að. Auglýsingaherferðir hans með Marky Mark og Kate Moss á tíunda áratuginum juku sölu á undirfötum hans um þriðjung. Nýjasta andlit undirfata Calvin Klein er fótboltakappinn Freddie Ljungberg úr Arsenal. Risastórt auglýsingaspjald með honum á nærbux- unum var afhjúpað í miðborg London fyrr í nóvember. Ennfremur voru af þessu tilefni meira en 20 gluggar Selfridges í Oxford Street skreyttir myndum af Freddie klæddum „Pro-Stretch“ nærbuxum. Að vera merktur „Jæja, líst þér á einhvern?“ spyr Yasmine Olsson stríðnislega þegar blaðamaður er búinn að fylgjast með dansæfingunni á Broadway góða stund meðan hann bíður eftir að fá að spjalla við einn keppend- anna í Herra Íslandi. Skyrdósir, bananar og próteindrykkir keppenda liggja á borðunum, greinilegt að hér er hollustan í fyrirrúmi. Yasmine sér um að æfa strákana, semur dansatriðin og útfærir tískusýninguna. „Fimmtíu armbeygjur, þú ert of seinn!“ hrópar hún glaðlega að ungum manni sem er að reyna að lauma sér inn á æfinguna klukku- tíma of seint. Blaðamaður verður að viðurkenna að honum finnst strákarnir ansi góðir að mæta hingað klukkan tíu á laugardagsmorgni, sérstaklega þegar kemur upp úr dúrnum að þeir eru flestir í skóla eða vinnu á daginn og æfa svo eftir kvöldmat til miðnættis alla daga, í tvær til þrjár vikur fyrir keppni. Og þetta er bara viðbót við allar lyftingarnar í World Class. Strákarnir, sem eru 18 talsins, eru nýbúnir að taka sporið við vin- sælt hiphopplag. „Þeir eru frábærir, flestir hafa ekkert dansað áður en eru svo bara virkilega góðir,“ segir Yasmine, greinilega ánægð með sína menn. BÓNDI ÚR SVEITINNI Hún hefur líka þjálfað keppendur fyrir Ungfrú Ísland og segir að það sé gerólíkt. „Þetta er allt miklu afslappaðra hjá strákunum. Stelp- urnar fara strax að draga sig saman í litla hópa, þar verður meiri keppnisandi og jafnvel baktal, en hjá strákunum virðist hópurinn í heild ná saman. Þær mæta líka óaðfinnanlega klæddar og vel mál- aðar á æfingar, t.d. þýddi ekkert fyrir mig að mæta í íþróttagalla á æf- ingar hjá stelpunum, mér leið bara illa, leit út eins og ég væri bóndi að koma úr sveitinni,“ segir hún og hlær. „Stelpurnar taka keppnina alvarlegar, þeir eru meira bara að hafa gaman af.“ Hún bendir á að keppni stelpnanna fái líka meiri athygli en strákakeppnin svo kannski sé það eðlilegt. „Bíddu bara, það mun breytast eftir þessa keppni, hún verður svo flott,“ segir Yasmine áður en hún heldur aftur til strákahópsins sem bíður eftir henni á sviðinu. |bryndis@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn FIMMTÍU armbeygjur, þú ert of seinn! 20. nóvember Herra Ísland á Broadway Henning Eyþór Jónasson keppir fyrir hönd Suðurlands í Herra Ísland en hann er tvítugur og frá Stokkseyri. Er hörð keppni á milli ykkar? Nei nei, allavega ekki ennþá. Er gaman að taka þátt? Já, mjög gaman. Kom mér á óvart hvað strákarnir eru fínir. Hvað er skemmtilegast? Það er ágætt að læra að dansa (brosir). Hvernig stóð á því að þú tókst þátt? Eiginlega ýtti kærastan mér út í þetta. Það var búið að hringja tvisvar í mig áður, en ég lét til leiðast í þriðja skiptið. Verða felld tár á úrslitakvöldinu? Nei, ég held ekki, menn taka þetta ekki það alvarlega. Hafa einhverjir þrýstihópar látið í sér heyra eins og fyrir keppnirnar hjá stelpunum? Nei, (hlær). Það eru aðallega vinir manns sem gera grín að manni. Þeir skutu ansi mikið á mann fyrst, en eru núna flestir orðnir voða spenntir. Vinirnir skjóta mikið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.