Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14|11|2003 | FÓLKÐ | 19 ÁLFUR ÚT ÚR HÓL Einu sinni var það jafnöruggt og Grýla gamla býr í Esjunni, að jóla- myndirnar hófust annan í jólum. Yfirleitt var um úrvalsmyndir að ræða, þetta tveggja til þriggja ára gamlar stórmyndir, vel að merkja. Í dag eru þær tveggja til þriggja vikna, nýir tímar ráða í kvikmyndadreif- ingu sem öðrum viðskiptum þar sem hraði og útpæld markaðs- setning stjórnar ferðinni. Álfur er fyrsta jólamyndin í ár og er óvenju snemma á ferðinni. Efnið er nýstárlegt í þessum geira því að- alpersónan Buddy er mennsk, þótt hann alist upp í Jólasveinalandi. Buddy heldur því til New York að finna sínu réttu foreldra. Það gefur auga leið að jólasveinn í stórborginni New York býður upp á ótæmandi möguleika í gamanmynd. Hann hlýtur að vera eins og álf- ur út úr hól! Kvikmyndagerðarmennirnir völdu sjónvarpsleikararnn Will Ferrell til að fara með hlutverk Buddys. Ferrell er sá nýjasti í langri röð stjarna, uppalinna í grínþáttunum Saturday Night Live, sem slá um sig á hvíta tjaldinu. Ferrell lék í Old School í sumar og er m.a.vænt- anlegur í næstu mynd Woodys Allen. Zooey Deschanel, James Caan og Mary Steenburgen fara með önnur aðalhlutverk myndarinnar. Álfur verður alls staðar sýnd með íslensku tali, auk þess sem Laug- arásbíó sýnir hana einnig á frummálinu. Raddsetjarar aðalhlutverka eru Felix Bergsson, Laddi, Sigurður Sigurjónsson, Arnbjörg Hlíf Vals- dóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir. Einnig heyrist til þeirra Steins Ár- manns, Davíðs Þórs Jónssonar, Arnar Árnasonar ofl. |saebjorn@mbl.is JÓLASVEINN úr mannheimum Á aðfangadagskvöld skríður sveinbarn of- an í poka jólasveinsins og stingur ekki upp kollinum fyrr en á Norðurpólnum. Stúfurinn er settur í álfaskóla, tíminn líður og „álf- urinn“ Buddy (Will Ferrell) vex og vex uns það er ljóst að hann er ekki af slíku kyni. Buddy snýr því aftur til Mannheima í leit að uppruna sínum. Elf, eða Álfur, er talsett jólamynd, sem verður frumsýnd um helgina í Laugarásbíói, Regnboganum, Smárabíói, Borgarbíói Akureyri og Sambíóunum Kefla- vík. Leikstjóri er Jon Favreau, með James Caan og Zooey Deschanel. FRUMSÝNT Frelsari mannkynsins, Neo, öðru nafni Mister Anderson, hefur náð tilgangi sínum, – að frelsa mannkynið. Unnist hefur sigur á vél- unum. Neo, sviplaus fölur maður í svörtum stakki, kemur á fund Véfréttarinnar, sem er roskin blökkukona og situr við eldhúsborð með pakka af Winston fyrir framan sig. Erindi Neos er að binda nokkra lausa enda, því allt sem hefur upphaf tekur enda. NEO: „Jæja?“ VÉFRÉTTIN: „Jæja, hvað?“ NEO: „Mitt er að spyrja. Þitt að svara.“ VÉFRÉTTIN: „Svarið er hin hliðin á spurningunni.“ NEO: „Hvað meinarðu?“ VÉFRÉTTIN: „Ekkert.“ NEO: „Hvað merkir það?“ VÉFRÉTTIN: „Allt.“ NEO: „Er þá allt hin hliðin á engu?“ VÉFRÉTTIN: „Það hlýtur að vera. Þetta er mynd eftir Wachowskibræður.“ NEO: „En nú er henni að ljúka?“ VÉFRÉTTIN: „Allt sem hefur upphaf tekur enda.“ NEO: „Mér finnst ég hafa heyrt það áður?“ VÉFRÉTTIN: „Það hlýtur að vera. Þetta er mynd eftir Wachowskibræður.“ NEO: „Mér finnst eins og ég hafi heyrt það áður?“ VÉFRÉTTIN: „Það hlýtur að vera. Þetta er mynd …“ NEO: „… eftir Wachowskibræður. Já, þú varst búin að segja það.“ VÉFRÉTTIN: „Æ, ég var búin að gleyma því. Gleymskan er hin hliðin á minninu.“ NEO: „Af hverju finnst mér eins og við séum að fara í hringi?“ VÉFRÉTTIN: „Tíminn er hringur.“ NEO: „En tekur ekki allt enda sem hefur upphaf?“ VÉFRÉTTIN: „Æi.“ NEO: „Mitt er að spyrja. Þitt að svara.“ VÉFRÉTTIN: „Æiæi.“ Hún dregur sígarettu úr pakkanum. NEO: „Veistu ekki að reykingar drepa?“ VÉFRÉTTIN: „Ég sé bara ekki aðra leið út úr þessu.“ Neo tekur upp kveikjara. NEO: „Viltu eld?“ Hann kveikir í sígarettu Véfréttarinnar og fær sér eina sjálfur. NEO: „Það er bara eitt sem mér finnst ekki taka enda. Það er spurningin um hvort ég er maður eða vél.“ Véfréttin sogar ofaní sig reykinn. VÉFRÉTTIN: „Það stendur á öðrum stað í handritinu að mennirnir sigruðu vélarnar.“ NEO: „Og?“ VÉFRÉTTIN: „Maðurinn er hin hliðin á vélinni.“ NEO: „Æi. Geturðu ekki hætt að tala eins og persóna í mynd eftir Wachowski bræðurna?“ VÉFRÉTTIN: „Ég þarf að reykja mikið til að þú komist að því.“ NEO: „Hvort ert þú, maður eða vél?“ VÉFRÉTTIN: „Ég þarf að reykja mikið til að komast að því.“ NEO: „Viltu aðra sígarettu?“ Hann réttir henni rettu og fær sér aðra sjálfur. VÉFRÉTTIN: „Takk. Annars er dauðinn hin hliðin á lífinu.“ NEO: „Æiæi.“ Matrix: Týndu mínúturnar „Allt sem hefur upphaf tekur enda,“ segir í lokakafla Matrix-þríleiks- ins, heimspekilegs meistaraverks Wachowskibræðranna banda- rísku um framtíð mannkyns. Stríð manna og véla í togstreitu veru- leika og sýndarveruleika tók alls 403 mínútur. Því er nú lokið, vegna þess að allt sem hefur upphaf tekur enda. Nokkrar lokamínútur úr handriti snilldarverksins glötuðust en hafa nú borist þættinum. Þær fara hér á eftir í lauslegri íslenskri þýðingu því við megum engar mín- útur missa. SJÓNARHORN Árni Þórarinsson NEO VIÐ VÉFRÉTT- INA: VILTU ELD? Margir frægir Hollywood-leikarar hafa smokrað sér í jólasveinabúninginn í gegnum tíðina, jafnvel fleiri en nokkurn grunar. Kíkjum aðeins í jólakortaalbúm Hollywood- borgar:  Edmund Gwenn. Miracle on 34th Street (’47). Eft- irminnilegasta jólamynd allra tíma segir frá lítilli stúlku (Natalie Wood), sem trúir ekki á jólasveininn. Móðirin fær leikara (Gwenn) til að taka að sér hlutverkið.  David Huddleston. Santa Claus: The Movie (’85). Einkar sannfærandi jólasveinn í skrítinni mynd með Dudley Moore í hlut- verki álfsins. Huddleston lék síðast Lebowski í grínkrimma Coenbræðra.  Tim Allen. Santa Claus (’94). Vinsælasta jóla- sveinamynd síðari ára með frískum Allen í hlutverki manns sem hleypur í skarð- ið fyrir náungann í rauða búningnum. Sem reynist ósvikinn jólasveinn!  Harry Dean Stanton. One Magic Christmas (’85). Upptalningunni lýkur á ólík- legasta jólasveini allra tíma, því Stanton er kunn- astur fyrir afbragðstúlkanir á „vondum köllum“ kvik- myndanna. Jólasveinar, einn og þrír …

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.