Morgunblaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 1
Laugardagur 15. nóvember 2003 Hvað heita afkvæmi sela? Prentsmiðja Árvakurs hf. Nú eru Íslenska óperan og Strengja- leikhúsið að sýna splunkunýja ís- lenska óperu fyrir unglinga. Óperan heitir Dokaðu við og er byggð á þul- um Theodóru Thoroddsen, sem margir þekkja, og ljóðum nútíma- skáldanna Þorsteins frá Hamri og Péturs Gunnarssonar. Í óperunni er sögð þroskasaga pilts sem fæðist í þjóðsögu, um selakonu, en ferðast til nútímans þar sem hann kynnist ást- inni. Garðar Thór Cortes, sem er ten- órsöngvari, fer með hlutverk piltsins en Marta Guðrún Halldórsdóttir, sem er sópransöngvari, fer með hlut- verk móður hans, selakonunnar. Dansarinn Aino Freyja Järvelä leik- ur og dansar stúlkuna sem pilturinn verður ástfanginn af en hún samdi líka dansana sem setja mikinn svip á sýninguna. Búningarnir og sviðsmyndin í sýn- ingunni eru mjög lítrík og flott en það er þó auðvitað tónlistin, sem ger- ir sýninguna að óperu. Óperuhugtakið túlkað á nýjan hátt Tónlistin í óperunni er ný en byggð á tónlist frá ýmsum tímabil- um. Hún er bæði flutt á hefðbundinn og nútímalegan hátt af þriggja manna hljómsveit sem er á sviðinu og af bandi. Tónlistin í óperunni er því mjög fjölbreytt og þar má meðal annars heyra sönglög, elektróník, popp, klassíska tónlist og tangótónlist. Það eru líka hefðbundnir óperuþættir í óperunni eins og forleikur og eftir- spil en þar er þó enginn talsöngur eins og í hefðbundnum óperum. Kjartan Ólafsson, sem samdi tón- listina, hefur reyndar sagt að óperan eigi ekki svo mikið skylt við hefð- bundnar óperur þar sem þau Mes- síana Tómasdóttir hafi eiginlega ver- ið að túlka hugtakið óperu á nýjan hátt þegar þau sömdu þessa óperu og að þau hafi fyrst og fremst gert það með það fyrir augum að reyna að höfða til ungs fólks. Dokaðu við og hlustaðu á óperu Garðar Thór Cortes og Marta Guðrún Halldórsdóttir í hlutverkum sínum. Óperur eru sérstök gerð leikhúsverka sem kom fram á Ítalíu á 17. öld. Það sem gerir óperur ólíkar öðrum leikhús- verkum er að í þeim eru hlutverkin sungin við undirleik hljómsveitar en í flestum óperum er hvert orð sungið. Einsöngslög í óperum kallast aríur. Það eru til margar frægar óperuaríur en til þess að geta sungið þær almenni- lega þurfa söngvarar að ganga í gegn- um mikla og sérstaka þjálfun. Það geta þó ekki allir óperusöngvarar sungið sömu aríurnar því það fer eftir rödd hvers og eins í hvaða átt er best að þjálfa hana. Mannsröddin er mjög fjölhæf og það er hægt að þjálfa hana þannig að hún verði ótrúlega sterk. Sömu raddirnar geta þó ekki orðið bæði bjartar og dimmar. Þannig hafa sumar konur háa rödd sem hægt er að þjálfa upp í sópr- anrödd en aðrar hafa djúpa og kraft- mikla rödd sem hægt er að þjálfa upp í altrödd. Karlsöngvarar geta einnig haft háa rödd og kallast þá kontratenórar eða djúpa rödd og kallast þá bassar. Sópranar og bassar Nafn: Eggert Rafn Einarsson. Hvernig fannst þér sýn- ingin? Mér fannst þetta mjög vel leikið hjá þeim og flottur söng- urinn og dans- inn. Þetta var samt ekki neitt rosalega fyrir mig þótt mér þætti ekkert leiðinlegt. Hvernig gekk þér að fylgjast með sögunni? Ég vissi ekkert við hverju ég átti að búast en mér gekk bara þokkalega að fylgjast með. Ertu vanur að hlusta á óperur eða klassíska tónlist? Nei! Heldurðu að þetta eigi eftir að auka áhuga þinn á þannig tón- list? Ég veit það ekki. Nei, ég held ekki. Eggert Rafn Einarsson Nafn: Þórdís Kristinsdóttir. Hvernig fannst þér sýningin? Mér fannst hún svolítið sérstök. Ég var hálf þreytt þegar við fórum. Þetta var svo snemma morguns en þetta var bara allt í lagi. Hvernig gekk þér að fylgjast með sögunni? Ég skildi nú ekki alveg allt í henni. Ég var reyndar búin að lesa um hana í Mogganum en það var ekki alveg nóg. Annars fannst mér búningarnir ofsalega flottir og flott hvernig stelp- an tók upp kjólinn og stytti hann. Hvernig fannst þér tónlistin? Mér fannst hún bara fín. Þetta var náttúrulega alls konar tónlist. Heldurðu að þetta verði til þess að þú farir að hlusta á óperur eða klassíska tónlist? Nei, ég mundi nú ekki segja það. Ég hef samt alveg farið á tónleika þar sem hefur verið klassísk tónlist. Þórdís Kristinsdóttir Flottir búningar og flókin saga Við hittum þrjá krakka sem fóru með Hagaskóla á frumsýningu óperunnar á miðvikudaginn og spurðum þau álits á henni. Vissuð þið að kameldýr eru talin tónelskust allra dýra? Það er nefnilega vitað að þreytt kameldýr fá nýjan kraft þegar þau heyra tónlist. Þeir sem ferðast með kam- eldýrum í eyðimörkinni hafa því gjarnan flautu eða annað hljóðfæri meðferðis í staðinn fyrir svipu. Nafn: Kristinn Rúnar Kristinsson. Hvernig fannst þér óperan? Mér fannst hún mjög skemmtileg. Mér fannst dansinn, búningarnir og allt það mjög flott. Ertu vanur að hlusta á klassíska tónlist? Nei, ég hlusta bara á rokk. Hvernig fannst þér þá tónlistin? Bara aðeins öðruvísi. Hún var samt mjög há sem er svolítið svipað því sem ég hlusta á. Þannig að þetta var allt í lagi. Hvernig gekk þér að fylgjast með sögunni? Ég skildi ekkert í því hvað sagan gekk út á. Ég var búinn að lesa að þegar maðurinn héldi á dúkku þá ætti það að vera selur en ég sá það ekki og skildi það ekki. Heldurðu að þessi sýning muni auka áhuga þinn á óperum? Já, kannski. Það gæti verið. Kristinn Rúnar Kristinsson Svar: Kópar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.