Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 11 „Ég verð með þessum samningi, ef af verður, hættur allri starfsemi á Íslandi.“ Jón Ólafsson aðaleigandi Norðurljósa um sölu hans á hlut sínum í Norðurljósum og öllum öðrum umsvifum hans á Íslandi. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé tímabært, og þótt fyrr hefði verið, að huga að þessum málum hér á Íslandi, því það stefnir í enn meiri samþjöppun og fákeppni.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, um eignarhald á íslenskum fjölmiðlum. „Í mínu tilfelli fannst mér söngurinn velja mig, en ekki ég hann.“ Óperusöngkonan heimskunna, Kiri Te Kanawa, fyrir tónleika sína í Háskólabíói. „Það eina sem læknirinn fann var vírusinn sem veldur andúð á kommúnisma, en ég vissi nú fyrir að ég væri haldinn honum.“ Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, galvaskur eftir árlega læknisskoðun. „Til viðbótar beingreiðslum, sem þeir njóta nú þegar, þarf að nota enn meira af pen- ingum skattborgaranna til að greiða niður þessa framleiðslu.“ Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtak- anna, gagnrýnir 140 milljóna króna styrk ríkisstjórn- arinnar til sauðfjárbænda. „Það væri glapræði ef Evrópuþjóðir færu að láta Bandaríkjahatur hafa áhrif á utanrík- isstefnu sína.“ Breski forsætisráðherrann Tony Blair leggur áherslu á mikilvægi sambandsins milli Evrópu og Bandaríkjanna í kjölfar vaxandi umræðu um bresti í Atlantshafs- samstarfinu. „Ég sagði þeim að mér þætti ósiðlegt að tengja svona viðskipti við eitthvað sem menn kalla bókagagnrýni og hafnaði því.“ Hrannar Björn Arnarsson, forstöðumaður sölu- og markaðsmála hjá Eddu-útgáfu, kveðst hafa fengið til- boð um jákvæða bókaumfjöllun í þættinum Ísland í dag á Stöð tvö gegn greiðslum. „ … ég hef minnkandi trú á því að það verði að veruleika, þannig að við verðum að búa við samninginn eins og hann er.“ Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra efast um áhuga Evrópusambandsins á endurskoðun EES- samningsins. „Ýmis ummæli bandarískra embættismanna um íslam og múslima sýna greinilega fram á að þeir þekkja hvorki íslam né múslima, ekki frekar en þeir þekkja Írak, Mið-Austurlönd eða lýðræði.“ Hamid Reza Asefi, talsmaður íranska utanríkisráðu- neytisins, brást reiður við ummælum Colins Powells, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um klerkaveldið í Ír- an, og bætti við að það væri með ólíkindum að núver- andi Bandaríkjastjórn, sem komist hefði til valda í krafti kosningasvika, gagnrýndi önnur ríki fyrir skort á lýðræði. „Og það á að bjóða henni sex mánaða laun.“ Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður ber saman starfslokakjör fyrrverandi framkvæmdastýru Jafnréttisstofu og tveggja fyrrverandi forstjóra Byggðastofnunar, en við annan þeirra var samið um tveggja ára laun frá starfslokum. „Ég er tilbúinn að leggja til við forsetann að við aukum liðsstyrk okkar ef það er sann- arlega í þágu þjóðarinnar.“ Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um fjölda bandarískra hermanna í Írak. Heimildir: Morgunblaðið, AFP Reuters Bandarískur hermaður stendur ráðvilltur í þéttum gróðri. Hann er í herdeild, sem nú leitar liðs- manna Saddams Husseins í Írak. Ummæli vikunnar Leitað að Saddam Lífið hefur gjörbreyst til batnaðar fyr-ir sumar afganskar konur á undan-förnum tveimur árum. Þúsundirstúlkna hafa sest á skólabekk ogfjöldi kvenna hefur snúið aftur út á vinnumarkaðinn. Margar hafa kastað búrk- unni, skikkju sem hylur líkamann frá toppi til táar og þeim var gert skylt að klæðast á valda- tíma talíbana. En mannréttindasamtök og kvennahreyfingar segja samt sem áður að til- koma nýrra valdhafa í Afganistan hafi í raun litlu breytt fyrir mikinn meirihluta kvenna í landinu. Vart þarf að rifja upp þá hneykslan og gagn- rýni sem meðferð hinna bókstafstrúuðu talíb- ana á konum vakti víða um heim. Í valdatíð þeirra var stúlkum bannað að ganga í skóla, konum var meinað að stunda vinnu utan heim- ilis og þær máttu ekki fara út úr húsi nema í fylgd karlkyns ættingja, svo nokkuð sé nefnt. Konur voru raunverulega ofurseldar valdi karlmanna að öllu leyti. Þessum kvöðum hefur formlega verið aflétt, en víðast hvar um landið eru konur þó undir miklum þrýstingi að klæðast búrkunni og talið er að meirihluti afganskra stúlkna fari enn á mis við skólagöngu. Viðhorf bókstafstrúar- manna til stöðu og hlutverks kvenna í sam- félaginu eiga sterkan hljómgrunn, þrátt fyrir að þeir hafi tapað völdum. Kúgun kvenna í Afg- anistan á sér heldur ekki einvörðungu trúar- legar rætur. Fornar ættbálkahefðir, sem sam- rýmast lítt vestrænum hugmyndum um mannréttindi og kvenfrelsi, eru ennþá hafðar í heiðri af stórum hluta landsmanna. Erfitt fyrir konur að sækja rétt sinn Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International og Human Rights Watch hafa birt ítarlegar skýrslur á undanförnum vikum og mánuðum, þar sem fram kemur að staða kvenna í Afganistan er almennt á litið ennþá mjög bágborin. Konur og jafnvel stúlkur á barnsaldri eru enn neyddar til að ganga í hjónaband gegn vilja sínum, oft með mun eldri körlum. Staða kvenna gagnvart karlmönnum innan fjölskyldunnar er afar veik, stór hluti kvenna verður fyrir heimilisofbeldi og hættan á nauðgunum og öðru kynferðisofbeldi er sögð mikil. Í skýrslu frá Human Rights Watch kemur fram að hópar vopnaðra manna, oft á vegum ættbálkahöfðingja eða stríðsherra, ógni þeim réttindum sem konur hafa öðlast frá falli talíb- anastjórnarinnar með ofbeldisverkum eða hót- unum um ofbeldi. Víða sé stúlkum og konum þannig ókleift að sækja skóla eða stunda vinnu utan heimilis, af ótta við barsmíðar og nauðg- anir. Konur eiga ennfremur erfitt með að sækja rétt sinn fyrir dómstólum og í nýlegri skýrslu Amnesty segir að dómskerfið hafi beinlínis brugðist þeim. Ásakanir um kynferðisofbeldi eru sjaldnast rannsakaðar, en konum er hins vegar gjarnan refsað harðlega fyrir hjúskap- arbrot og samneyti við karlmenn utan hjóna- bands. Í skýrslunni er harðri gagnrýni beint að alþjóðasamfélaginu fyrir að hafa ekki lagt meiri áherslu á að bæta stöðu kvenna í Afgan- istan í kjölfar stríðsins fyrir tveimur árum. Vonir bundnar við nýja stjórnarskrá Vonir eru bundnar við að réttindi kvenna verði betur tryggð með nýrri stjórnarskrá, sem til stendur að samþykkja í desember. Stjórnarskránni er ætlað að vera grundvöllur undir lýðræðislega stjórnarhætti í landinu, en forsetakosningar eiga að fara fram í júní á næsta ári. Ýmsir vilja þó meina að í drögum að stjórnarskránni, sem lögð voru fram fyrr í þessum mánuði, sé ekki nógu skýrt kveðið á um jafnrétti kynjanna. Þeirra á meðal er Mahbuba Hoquqmal, ráðherra málefna kvenna í bráðabirgðastjórn Hamids Karzais. Hún hefur stýrt starfi nefndar sem leggur til að jafnréttisákvæðum verði bætt við drögin, meðal annars í þá veru að óheimilt verði að neyða konur til að ganga í hjónaband, að eign- arréttur kvenna verði tryggður og að þær njóti jafnræðis gagnvart dómstólum. Þá hafa komið fram kröfur um að tekið verði skýrt fram í stjórnarskránni að konur og karl- ar eigi að standa jafnfætis, en í drögunum segir einungis að allir borgarar skuli vera jafnir fyrir lögum. En jafnvel þótt umræddar breytingar á drögunum nái fram að ganga er alls óvíst að unnt verði að framfylgja ákvæðum stjórnar- skrárinnar. Stjórnin í Kabúl hefur í raun lítil áhrif utan höfuðborgarinnar og stór hluti landsins lýtur valdi stríðsherra eða er stjórn- laus með öllu. Heimildir Amnesty International, Human Rights Watch, AFP, AP, BBC, The New York Times, The Washington Post. Staða afganskra kvenna enn mjög bágborin Nú þegar tvö ár eru liðin frá því að talíbanar voru hraktir frá völdum í Afganistan er enn langur vegur frá því að staða kvenna í landinu geti talist viðunandi. Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir veltir fyrir sér hvort konur í Afganistan séu enn ofurseldar valdi karlmanna. adalheidur@mbl.is Reuters Afganskur maður hjálpar eiginkonu sinni, sem er við það að ala barn, af baki asna nálægt sjúkra- húsi í borginni Faizabad í síðasta mánuði. Fyrir hver fimmtán börn sem koma í heiminn í Afganist- an lætur ein móðir lífið í fæðingu. FYRSTA afganska stúlkan til að taka þátt í alþjóðlegri fegurðarsamkeppni í meira en þrjátíu ár fékk á dög- unum kaldar kveðjur frá ráðamönnum í fæðing- arlandi sínu. Vida Samadzai, sem er 25 ára gamall námsmaður við háskóla í Kali- forníu, fékk sérstök verðlaun fyrir bar- áttu í þágu góðs mál- staðar er hún tók þátt í keppninni um „ungfrú jörð“ í Man- ila á Filippseyjum fyrr í þessum mán- uði, en í Bandaríkj- unum hafði hún átt þátt í stofnun sam- taka er hafa það að markmiði að vekja athygli á hlutskipti kvenna í Afganistan. „Ég vildi vekja fólk til vitundar um að afganskar konur eru hæfileikaríkar, greindar og fallegar,“ sagði Samadzai um þátttöku sína í feg- urðarsamkeppninni. Kvaðst hún fegin því að fæðingarland sitt væri laust undan oki talibana, en hún flutt- ist til Bandaríkjanna árið 1996, um það leyti sem þeir voru að ná meirihluta landsins á sitt vald. En það vakti ekki ánægju meðal ráðamanna í Kab- úl þegar myndir birtust í heimspressunni af Sam- adzai á efnislitlum sundfötum. Ráðherra kvennamála í bráðabirgðastjórn Afganistans fordæmdi hana fyrir þátttöku í keppninni og sagði hana ekki fulltrúa fyrir afganskar konur. Lét ráðherrann þau ummæli falla að það væri ekki í þágu kvenfrelsis að koma fáklædd fram, heldur eingöngu til þess fallið að skemmta karl- mönnum. Ráð trúfræðinga í Kabúl lýsti því enn- fremur yfir að framkoma Samadzai bryti í bága við lög íslams og varaforseti hæstaréttar Afganistans sagði hana hafa svikið afganska menningu og hugs- anlega gerst brotlega við lög. Jafnvel forystukonur kvennahreyfinga í Afganist- an lýstu efasemdum um að þátttaka hennar í fegurð- arsamkeppninni hefði verið heppileg. „Ég tel að þetta hafi verið mistök,“ hafði Washington Post eftir Jam- ila Mujahid, ritstjóra kvennatímarits og sjónvarps- fréttakonu í Kabúl. „Við ráðleggjum konum að hylja sig með slæðum er þær berjast fyrir réttindum sín- um, því annað er aðeins vatn á myllu andstæðinga okkar og þeir eru mjög valdamiklir,“ sagði Mujahid. En aðrir hafa bent á tvískinnunginn í málflutningi bókstafstrúarmanna. „Þessi unga kona er að reyna að breyta ímynd afganskra kvenna og á vissan hátt er hún þannig að berjast fyrir réttindum þeirra,“ sagði Sayeed Daud, ritstjóri dagblaðs í Kabúl sem birti ljósmynd af Samadzai á sundfötunum umdeildu. „Menn halda því fram að þetta samræmist ekki menningu okkar, en hvað um allt blóðbaðið sem hér hefur átt sér stað undanfarin ár? Það er ekki hluti af menningu okkar heldur.“ Fegurðardrottning fordæmd Fegurðardrottningin Vida Samadzai. Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.