Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 13
unina, við að gera söguhetjurnar ís- lenskar. Einnig ræddi ég mikið við Kára, son Ríkharðs gamla kennara míns, sem ólst upp á Stöðvarfirði og vill hvergi annars staðar vera. Hann breytti mjög viðhorfi mínu til stað- arins og sögunnar því upphaflega áttu allar persónurnar að þrá það heitast af öllu að komast í burtu. Þetta er líka kosturinn við að veita sér það frelsi að víkja frá handritinu að vild meðan á tökum stendur. Ég skrifaði það náttúrlega á ensku, enda kann ég ekki íslensku. Ég ákvað að vera ekkert að fá neinn til að þýða það fyrir mig heldur lét leik- arana gera það jafnóðum eftir því sem þeim hentaði best. Út úr því held ég að hafi komið miklu eðlilegri samtöl, með orðaforða sem þeim sjálfum er tamur.“ En hvers vegna að tvinna minni úr gamalli íslenskri þjóðsögu saman við svo raunsætt viðfangsefni. Er það til þess að sýna hversu raun- veruleikinn getur stundum verið þjóðsagnakenndur eða þjóðsögurn- ar raunverulegar? Gray hlær. Hikar. Segir svo: „Góð spurning. Líka dæmigerð íslensk spurning. Þið eigið nefnilega til að svara spurningum með því hvernig þið gerið þær upp. Ætli við lítum ekki á söguna í myndinni rétt eins og Íslendingar sjá sögur almennt – sem sögur. Við þvingum engar ályktanir að, engin svör. Söguhetj- urnar eru á ferðalagi og ná ekki á áningarstað. Þjóðsagan er ekki skýrð í myndinni, ekki frekar en þjóðsögur eru skýrðar almennt. Þennan frásagnarmáta þekkja Ís- lendingar vel úr sínum þjóðsagna- og bókmenntaarfi. Það veit ég því þeir Íslendingar sem hafa séð mynd- ina hafa brugðist á allt annan veg við þjóðsöguminninu. Áhorfendur af öðru þjóðerni standa hins vegar á gati og botna ekkert í hvers vegna við völdum að fara þessa leið en virðast þó um leið heillaðir. Vilja bara fá skýringu, finna út hvað þetta táknar fyrir framvinduna. Ég get hins vegar ekki brugðist öðruvísi við en að segja „þetta er bara svona“ eins og ég trúi að Íslendingur myndi svara.“ Þegar blaðamaður leggur til að þessi þjóðsagnavísun sé viss vís- bending um að Gray hafi orðið fyrir áhrifum frá íslenskri kvikmynda- gerð, sér í lagi Friðriki Þór Frið- rikssyni, þá tekur hann undir það. Segir það hafa veitt sér ákveðið hug- rekki að sjá íslenskar myndir, hug- rekki til að leyfa sér gera það sem flestum þykir órökrétt í dag og yf- irnáttúrlegt. Hann bætir líka við að ákveðin íslensk kvikmynd hafi ráðið miklu um að hann hafi komið hingað til náms fyrir áratug. „Það var myndin Ryð eftir Lárus Ými Ósk- arsson. Ég sá hana á einhverri hátíð í Bandaríkjunum og mér þótti hún mögnuð. Þá fannst mér ég þurfa að prófa að upplifa þessa einangrun.“ Hljómar, Bubbi og Rokk í Reykjavík Eitt af því sem mestu réð um að Gray valdi Ísland er hann leitaði að landi til að nema myndlist í fyrir áratug var yndi hans af tónlist Syk- urmolanna. Hann langaði að búa þar sem slík tónlist yrði til. Og áhugi hans á íslenskri tónlist varð síst minni af að dvelja hér, eins og myndin gefur til kynna. Þar getur nefnilega að heyra, við hvert mögu- legt tækifæri, smekklegt úrval af ís- lenskum lögum. Langflest eiga ræt- ur að rekja til níunda áratugar síðustu aldar, til íslenska pönktím- ans. Þarna eru lög með Hljómum, sem Gray segir í miklu uppáhaldi hjá sér, Bubba, „en ekki hvað“ skýt- ur Gray inn í, og Dúkkulísunum eða „íslensku Nenu“ eins og Gray kallar þessa austfirsku kvennarokksveit sem átti sitt blómaskeið um miðbik umrædds níunda áratugar. „Ekki „Pamela í Dallas“ heldur hvað það nú heitir; „skítt með það“,“ segir Gray bjagaðri íslensku. „Okkur þótti það lýsa stelpunum nokkuð vel, að hætta bara í fiskinum og fara suð- ur.“ Einnig eru í myndinni allmörg lög sem tengjast rokkheimildar- myndinni Rokk í Reykjavík eftir Friðrik Þór Friðriksson, þ. á m. lög með The Bodies, Q4U og Vonbrigði. „Ég kynntist þeirri tónlist er ég var hérna í námi, í partíum með íslensk- um samnemendum mínum og varð að nota hana.“ Tónlistin er aldrei notuð til áhrifaauka í myndinni, enda engin eiginleg kvikmyndatón- list í henni, heldur er þetta það sem krakkarnir eru að hlusta á. „Fyrir utan það hvað mér þykir tónlistin flott þá notaði ég þetta gömul lög til að undirstrika stöðn- unina í lífi þeirra. Ekki á niðrandi máta, heldur vildi ég koma þessari tilfinningu áleiðis enda fjallar mynd- in alfarið um tilfinningalíf þessa per- sóna og bara þeirra.“ Aðspurður segir Gray tónlistina ætíð vekja athygli þegar hann hefur sýnt erlendum áhorfendum mynd- ina. „Þeir verða nær undantekning- arlaust æstir í að fá að vita hvaða lög þetta eru og hvernig hægt sé að nálgast þau. Við þurfum að setja þessar upplýsingar á vefinn okkar,“ segir Gray við Kim og hún jánkar og býr til minnismiða í huganum. „Það voru allir til í að leyfa okkur að nota lögin sín og við kunnum þessu íslenska tónlistarfólki kærar þakkir fyrir. Vonandi getum við endurgoldið greiðann með því að koma tónlistinni á framfæri við nýja áheyrendur.“ Þegar blaðamaður spjallaði við Gray og Kim áttu þau pantað flug síðar um daginn austur til Stöðv- arfjarðar. Til stóð að sýna myndina heimamönnum á fyrstu opinberu sýningunni á Íslandi á föstudags- kvöldinu (í fyrradag). Besta Dogma-myndin en þó engin Dogma-mynd Þau viðurkenndu bæði að um þau færi svolítill hrollur við tilhugsunina um hver viðbrögðin yrðu. „Við erum satt að segja á nálum yfir því hvað þeim finnst um myndina. Ég vona bara að Stöðfirðingar leggi blessun sína yfir hana því þeir eiga svo mikið inni hjá okkur. Voru svo einstaklega hjálpsamir, skilningsríkir og fórn- fúsir í garð okkar. Rétt eins og íbúar á Hofsósi og Sauðárkróki þar sem við skutum myndina líka.“ Þau segjast miklu smeykari við að sýna Íslendingum myndina en öðr- um sem ekki þekkja umhverfið og fólkið. „Við huggum okkur við að þetta sé búið og gert. Það sé ekkert sem við getum lagað núna.“ Ef marka má viðbrögð við mynd- inni á þeim fáu erlendu hátíðum sem myndin hefur verið sýnd á þá þurfa þau alls ekkert að óttast. Myndin var valin til sýningar í Forum-dag- skránni á Berlínarhátíðinni. Nokkuð sem þykir mikill heiður fyrir unga kvikmyndagerðarmenn. Og ekki nóg með það heldur veitti dómnefnd myndin sérstök Caligari-verðlaun á hátíðinni með þeim rökstuðningi að Gray beitti „frumlegum tækniað- ferðum til að skapa framúrskarandi og einkar næma sögu með sannfær- andi leikurum á sögusviði dulmagn- aðrar náttúru Íslands.“ Gray segist engan veginn hafa átt von á því að vinna nokkuð á þessari virtu hátíð. „Hvað þá yfir höfuð að vera boðið þangað með mynd sem varla var kláruð er umsóknin var send inn. En þetta hjálpar örugglega eitthvað til og hefur þegar gert því búið er að bjóða okkur að sýna myndina á all- mörgum hátíðum á næstunni.“ Nú þegar eru nokkrir erlendir gagnrýn- endur búnir að leggja blessun sína yfir Salt – og vel það. Þannig stað- hæfir Tony Rayns blaðamaður Sight and Sound Magazine í umfjöllun um Berlínarhátíðina að myndin sé hugs- anlega „besta dogma-myndin sem Dogma-hreyfingin gerði aldrei“. Þegar Gray og Kim teyguðu síð- ustu tíu dropana var froðukaffið orð- ið kalt og súkkulaðispænirinn einn sat eftir í bollunum. Það var líka mátulegt því þau þurftu að fara að hraða sér út á flugvöll, á vit Stöðfirð- inga. Almennar sýningar hefjast á Salti næstkomandi föstudag, 21. nóvember. skarpi@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.