Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ G eltið í Monza heyrist langt út í uppljómað- an garðinn við Starhagann. Hvutta er aug- ljóslega ekkert um gestakom- una gefið. Ekki líður þó á löngu þar til hann er kominn með nefið niður í tösku ljósmyndarans og lætur sér ekki segjast fyrr en Ingibjörg tekur hann varfærnislega í fangið. Tinni litli hefur sig minna í frammi og stillir sér upp eins og þaulvön ljósmynda- fyrirsæta í fangi Bjarna, annars fóst- ursona Ingibjargar, á meðan myndin er tekin. Eftir myndatökuna eru bæði Bjarni og bróðir hans Andrés Jón fljótir að hverfa á braut enda upp- teknir eins og annað ungt fólk á kvöldin. „Monzi er svolítið líkur mér,“ hvísl- ar Ingibjörg og bendir á Monza undir sófaborðinu eftir að við erum orðnar einar í stofunni með hundunum tveimur. „Hann hefur ákaflega ríka þörf fyrir að reyna að stjórna aðstæð- um sínum. Hundarnir flaðra yfirleitt báðir upp um mig þegar ég kem frá útlöndum. Eftir dálítið kjass man Monzi svo eftir því að hann var yf- irgefinn og sest upp í stiga og þykist horfa upp í aðra átt. Tibet spaniel hundar eins og Monzi eru yfir 1.000 ára gamalt kyn ræktað af Tíbet- munkum. Hundarnir voru vinnu- hundar, sneru bænahjólum, stóðu vörð og héldu á munkunum hita á nóttunni. Tinni er mun afslappaðri. Hann er svokallaður pomeranian og þar af leiðandi skyldur íslenska hund- inum,“ segir Ingibjörg og eins og til að sanna þessi orð húsmóður sinnar skríður Tinni laumulega upp í kjöltu blaðamannsins. Strákastelpa í vesturbænum Við tölum um húsið og Ingibjörg segist aðeins hafa búið í tveimur hús- um um ævina. „Við fluttum hingað af Miklubraut 40 þegar ég var þriggja og hálfs árs. Við systurnar ólumst upp með foreldrum okkar og afa og ömmu í móðurætt og lengst af bjó móðurbróðir minn Jón Eiríksson líka í húsinu. Við tvö erum þau einu á lífi úr þessum hópi. Húsið vakti enga sérstaka hrifn- ingu hjá mér í upphafi. Ég vildi frek- ar eiga heima í litlu íbúðinni á Miklu- braut og saknaði þess að hafa ekki fleiri krakka að leika við. Með tím- anum byggðist hverfið upp og krökk- unum fjölgaði. Annars þurfti ég í sjálfu sér aldrei að kvarta yfir því að mig vantaði félagsskap því við syst- urnar ég og María, sem var 6 árum eldri, vorum alla tíð mjög samrýndar. María lést árið 1980. Vilhelm G. Kristinsson bjó líka í húsinu í 18 ár. Við urðum miklir mát- ar og ólumst upp nánast eins og hálf- systkini. Flestir leikfélagar mínir í nágrenninu voru einmitt strákar. Ég var svona strákastelpa og valdi bófa- hasar yfirleitt fram yfir dúkkuleiki. Stundum var ég reyndar með stelp- unum, t.d. hjálpaði ég þeim oft að skipuleggja búleiki. Hins vegar nennti ég ómögulega að taka þátt í sjálfum leiknum.“ Þú hefur væntanlega verið dálítið stjórnsöm? „Já – stjórnsöm og fram- kvæmdaglöð.“ Hvernig mæltist þessi áhugi þinn á bófahasar fyrir heimafyrir? „Pabbi kvartaði aldrei. Þvert á móti hafði hann gaman að því að láta mig hjálpa sér við ýmis verk, t.d. að bera grjót og húsgögn. Mamma var ekki jafnhrifin af gangi mála. Hún gekk á eftir hon- um með athugasemdir um hvað í ósköpunum hann væri að láta barnið gera. Ég var á fermingaraldri þegar henni var loks nóg boðið og sendi mig í Tískuskóla Andreu til að læra kven- lega framkomu. Á námskeiðinu lærði ég að sitja svona, svona eða svona,“ segir Ingibjörg og leggur fæturna settlega til hliðanna og beint fram. „Við áttum alls ekki að tala við stráka. Ekki að halda í handrið, frekar að láta okkur rúlla niður stiga, ekki að fara inn í sjoppu, frekar að verða úti. Ég verð að viðurkenna að mér fannst margt af þessu afskaplega fyndið og fráleitt. Mamma hefur væntanlega ekki verið á sama máli. Ef hún hefði fengið að ráða hefði ég örugglega hvorki farið í bófahasarinn né verka- lýðshreyfinguna í upphafi.“ Eðlislægur áhugi Tinni kemur sér vel fyrir í fangi blaðamannsins á meðan Ingibjörg svarar því hvaðan áhuginn á verka- lýðsmálum sé sprottinn. „Ég held að ég hafi í raun erft eðlislægan áhuga pabba á því að gæta hagsmuna ann- arra. Pabbi var alltaf að reyna að hjálpa einhverjum. Ef hann heyrði af einhverjum erfiðleikum átti hann til að biðja um viðtal hjá einhverjum stjórnmálamanni til að leysa málið. Hér var alltaf fullt af fólki í mat og kaffi að ræða alls konar þjóðþrifamál. Ég leiddist inn í verkalýðshreyf- inguna eftir að ég hóf störf hjá Flug- leiðum árið 1973. Við lentum í ein- hverjum vandræðum hjá fyrir- tækinu. Ég beitti mér að sjálfsögðu til að leysa vandann og datt þar með á bólakaf ofan í verkalýðshreyfinguna. Ég tók sæti í stjórn VR árið 1976 og var þar þangað til ég tók við Lands- sambandi íslenskra verzlunarmanna árið 1989,“ svarar Ingibjörg. „Stundum er talað um að verka- lýðshreyfingin sé ekkert nema bolsj- evismi en verkalýðshreyfingin bygg- ist á kristinni hugsun sem er einmitt einn af grunneðlisþáttunum í sjálfri mér. Ég er trúuð manneskja og lifi í þeirri trú að fólk eigi að láta gott af sér leiða,“ heldur Ingibjörg áfram og tækifærið er notað til að forvitnast um hvort pólitík hafi samt ekki gegnt veigamiklu hlutverki í verkalýðs- hreyfingunni áður fyrr. „Jú, blessuð vertu – pólitík skipti öllu máli. Ég varð reyndar ekki mikið vör við póli- tíska togstreitu innan VR. Hins vegar voru fyrstu Alþýðusambandsþingin mín skelfileg reynsla að þessu leyti. Ég man að einu sinni biðum við heila nótt á meðan tekist var á um mið- stjórnaruppstillingu þar sem taka þurfti tillit til félaga, landshorna og pólitískra flokka. Pólitísk togstreita heyrir sem betur fer nánast sögunni til í verkalýðshreyfingunni núna,“ svarar Ingibjörg og tekur fram að fagmennska sé orðin mun meiri í verkalýðshreyfingunni en áður. „Andstæðurnar í pólitíkinni eru held- ur ekki jafnáþreifanlegar og áður. Ég hef meira að segja heyrt ungt fólk ný- komið með kosningarétt kvarta sáran yfir því að erfitt sé að greina muninn á milli flokkanna.“ Tinni er farinn að heimta freklega athygli blaðamannsins þegar Ingi- björg svarar því á hvern hátt kjör og vinnuaðstæður verslunarfólks hafi breyst frá árinu 1976. „Fyrst vil ég taka fram að samsetning hópsins hef- ur tekið töluverðum breytingum á tímabilinu, þ.e. afgreiðslufólki hefur fækkað á meðan starfsmönnum í ýmsum þjónustu- og skrifstofustörf- um hefur fjölgað. Nú eru heldur ekki búðir á hverju götuhorni eins og fyrir nokkrum áratugum. Vinnutíminn hefur tekið töluverðum breytingum í áranna rás. Við háðum náttúrlega slag við vinnuveitendur í því skyni að verja helgarnar og kvöldin fyrir verslunarfólk á sínum tíma. Krafan um lengri afgreiðslutíma varð að lok- um ofan á. Núna höfum við gert samninga við stærri verslanirnar um eins konar vaktavinnufyrirkomulag, þ.e. í því skyni að stytta vinnutímann. Við vorum aðeins með 2ja vikna fæð- ingarorlof árið 1976, veikinda- og or- lofsréttur hefur verið styrktur og áfram mætti telja,“ segir Ingibjörg. „Ég þyrfti eiginlega að leggjast í meiriháttar söguskoðun ef ég ætti að telja allt upp,“ bætir hún við og hlær. „Eina meginbreytingu verð ég þó að fá að nefna. Hér áður fyrr töldum við upp öll möguleg og ómöguleg störf í kjarasamningum. Núna semjum við í raun aðeins um lágmarkslaunataxta. Laun starfsmanna eru yfirleitt mark- aðslaun og ákveðin inni í fyrirtækj- unum. Við styðjum svo félagsmenn okkar til að sækja sér sjálfir kjara- bætur með því að halda sérstök nám- skeið til undirbúnings fyrir starfs- mannaviðtöl,“ segir Ingibjörg. „Þessi leið hentar okkur sérstaklega vel af því að hópurinn er svo breiður.“ Hentar þessi leið konum jafnvel og körlum? „Við höfum haft áhyggjur af því að þær bæðu síður um launa- hækkanir. Þess vegna höfum við m.a. lagt svona mikla áherslu á námskeið- in. Nú hafa kannanir VR og Lands- sambandsins sýnt fram á að konur fá að meðaltali meira út úr starfs- mannaviðtölunum heldur en karlarn- ir. Hugsanlega af því að þær hafa meira að sækja! Að meðaltali fá um 90% eitthvað jákvætt út úr starfs- mannaviðtölunum. Um 50% fá ein- hverja launabreytingu. Starfsmannaviðtalið snýst heldur ekki bara um laun. Við höfum lagt ríka áherslu á að fólk meti sjálft sig og velti því fyrir sér hvernig það geti bætt sig sem starfsmenn því sjálfu og atvinnurekendunum til góða,“ segir Ingibjörg. „Starfsmannaviðtöl ættu þar af leiðandi m.a. að vera hvati til endurmenntunar.“ Ingibjörg róar Tinna og svarar því hvernig hún meti stöðu verslunar- manna almennt á vinnumarkaðinum. „Vaxandi atvinnuleysi meðal verslun- armanna veldur áhyggjum. Nýjustu tölur gefa til kynna 6,1% atvinnuleysi í höfuðborginni og 11% hjá ungu fólki innan við 24 ára. Áhrif virkjana- og ál- versframkvæmda virðast ætla að skila sér seint inn á vinnumarkaðinn og spurning hvort grípa verði til ein- hverra sérstakra ráðstafana til að leysa vandann. Ég er ágætlega ánægð með árang- urinn í kjaramálunum á síðustu ár- um. Ef við höldum svona áfram er full ástæða til bjartsýni. Svipaða sögu er að segja um baráttuna gegn kyn- bundnum launamun. Með námskeið- um og öflugum auglýsingaherferðum hefur saxast á þennan launamun meðal verslunarmanna. VR hefur lagt áherslu á jafnrétti og fékk jafn- réttisverðlaun fyrir framtakið fyrir nokkrum árum. Fæðingarorlof fyrir karla hefur markað eitt stærsta jafn- réttisskrefið í nútímanum. Núna taka vinnuveitendur nánast sömu áhætt- una á því að starfsmaður fari í fæð- ingarorlof hvort sem þeir ráða konu eða karl. Allar þessar aðgerðir hafa að mínu mati verið að skila sér í ákveðinni viðhorfsbreytingu hjá báð- um kynjum. Konur eru farnar að gera sér mun mótaðri hugmyndir um laun og stöðu sína almennt á vinnu- markaðinum en áður.“ Hvernig hyggst þú beita þér í bar- áttunni gegn kynbundnum launamun sem varaforseti ASÍ? „Ég held áfram að beita mér í jafn- réttismálum innan ASÍ eins og ég hef gert meðal verslunarmanna. Einn lið- ur í baráttunni fólst raunar í því að sækjast eftir sæti varaforseta. Verkalýðshreyfingin getur ekki ætl- ast til þess að aðrir skipi konur í áhrifastöður nema ganga á undan með góðu fordæmi. Konur eru helm- ingur hreyfingarinnar og því er eðli- legt að bæði konur og karlar haldi um stjórnartaumana. Ég var annar tveggja varaformanna ASÍ á móti karli á árunum 1992 til 2000. Eftir að ákveðið var að aðeins einn yrði vara- formaður hætti ég og karlarnir urðu tveir eftir í forystunni. Framvarða- sveit ASÍ varð því áberandi einsleit. Konur koma oft með aðra sýn á málin heldur en karlar. Blandaðir hópar eru því sérstaklega vænlegir til ár- angurs,“ segir Ingibjörg og kímir þegar hún er minnt á að oft hafi hún verið eina konan á fundum innan verkalýðshreyfingarinnar. „Já, ég er ekkert óvön því að vinna með körlum og tek sjaldnast eftir því þó að ég sé eina konan á einhverjum fundum.“ Alltaf tilbúin að mæta morgundeginum Morgunblaðið/Kristinn Fjölskyldan á Starhaganum (f.v.), Andrés Jón Esrason, 17 ára, með Monza, Ingibjörg og Bjarni Jónsson, 21 árs, með Tinna. Ingibjörg R. Guðmunds- dóttir, formaður Lands- sambands verzlunarmanna, var kjörin varaforseti Al- þýðusambands Íslands á árs- þingi sambandsins 23. októ- ber sl. Anna G. Ólafsdóttir kynntist konunni og verka- lýðsforingjanum Ingibjörgu eitt síðkvöld í vesturbænum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.