Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 15 Umræðan berst að vinnutilhögun við samningagerð. „Fólki finnst stundum að við og atvinnurekendur eigi að vera andstæðingar en þú sem- ur ekki við andstæðinga þína. Við- semjendur ná ekki saman á hótunum og þvergirðingshætti. Affarasælasta leiðin felst í því að báðir aðilar stefni að sama markmiðinu. Auðvitað var miklu léttara að vera verkalýðsfor- ingi þegar maður gat bara barið sér á brjóst og heimtað 25% kauphækkun. Núna myndum við ekki hafa sam- visku til að taka slíku tilboði fyrir alla því slík hækkun myndi einfaldlega verða til þess að verðbólgan hlypi upp á nýjan leik. Margt hefur líka breyst, t.d. er með aðstoð reiknilíkana hægt að reikna út hvaða afleiðingar ákveð- in hækkun hefur á efnahagslífið. Þessi nýja leið veldur því að núorðið er oftast ekki svo mikill munur á mati verkalýðshreyfingarinnar og at- vinnurekenda á áhrifum samninga. Við getum ekki bara stungið höfðinu í sandinn heldur verðum við að horfast í augu við afleiðingarnar.“ Ingibjörg ákveður að taka Tinna í fangið áður en hún svarar því hvort áherslurnar í starfinu fyrir ASÍ verði fleiri en jafnréttismál. „Ég hef alltaf haft gífurlegan áhuga á menntunar- málum, t.d. hef ég setið í skólanefnd Verzlunarskólans frá því árið 1979,“ segir hún og bætir því við að ein af meginforsendunum fyrir jafnrétti í víðri merkingu sé menntun. „Heim- urinn tekur stöðugum breytingum. Sífellt er verið að leggja niður ein- hverja eina tegund af störfum og skapa önnur. Starfsfólk verður að vera tilbúið að bæta við sig menntun til þess að eiga ekki á hættu að missa af lestinni í þessu breytingarferli. Verkalýðshreyfingin þarf sjálf að ástunda fagleg vinnubrögð og vera vakandi fyrir því hvað framtíðin ber í skauti sér. Mikilvægur liður í því er þátttaka í erlendu samstarfi. Við höf- um talsvert gert af því að leita í smiðju félaga okkar á Norðurlöndun- um í gegnum árin og nú nýlega einnig í Bretlandi og Bandaríkjunum. Við reynum að nýta þessar upplýsingar inn í undirbúning kjarasamninganna og annað starf okkar innan verka- lýðshreyfingarinnar. Við styðjum fé- lagsmenn okkar með því að halda námskeið, senda út upplýsingar í prentuðum máli og birta auglýsingar bæði í sjónvarpi og dagblöðum. Aðal- áherslan gengur í rauninni út á að sitja ekki eftir í gærdeginum heldur að vera alltaf tilbúin að mæta morg- undeginum. Að við séum hreyfanleg verkalýðshreyfing sem getur mætt fólkinu núna.“ Ingibjörg segir að því miður hafi margir verslunareigendur ekki næg- an metnað til þess að hafa sérhæft starfsfólk í vinnu. Sú staðreynd valdi því að örfáir stefni að því að gera af- greiðslustörf að ævistarfi sínu. Veru- leg fækkun hafi orðið meðal af- greiðslufólks síðustu árin. „Ekki alls fyrir löngu þegar ég var á ferð í Am- eríku var mér sýnd sjálfsafgreiðslu- búð þar sem fólk renndi vörunum sín- um sjálft í gegnum skanna og borgaði svo með kortinu sínu við útganginn. Næsta stig er að sjálfsskönnun inn- kaupakarfa. Eina hindrunin fyrir því að þessu hefur ekki enn verið hrint af stokkunum er að ennþá er of dýrt að setja merkin á ódýrasta varninginn í búðunum.“ Valkvæðir kjarasamningar Hverjar verða áherslur verslunar- manna í næstu kjarasamningum? „Við erum einmitt að hefja umræð- urnar formlega á þingi Landssam- bands verslunarmanna um helgina. Annars á ég almennt von á því að áherslurnar verði svipaðar og síðast, þ.e. á áframhaldandi stöðugleika og langan samningstíma. Verkalýðs- hreyfingunni gefst meira svigrúm til annarra starfa í lengri samningum. Ég man þá tíð að ég var kannski 9 mánuði af 12 að semja fyrir Lands- sambandið. Maður gerir ekki mikið með þessa þrjá mánuði. Árangurinn af lengri samningum hefur líka verið mjög góður. Línurnar skýrast vænt- anlega enn frekar þegar nær dregur. Pólitíkusarnir hafa talað góðærið upp og atvinnurekendur hafa talað góð- ærið niður þannig að maður er ekki alveg farinn að sjá miðlínuna. Ég hlakka sérstaklega til að heyra erindi fulltrúa Handel og Kontor í Dan- mörku á þinginu um þeirra áherslur í komandi kjarasamningum. Kjara- samningar sambandsins eru lausir á svipuðum tíma og okkar,“ segir Ingi- björg og játar því að hún hafi haft njósnir af nýjum hugmyndum frá Danmörku. „Danirnir hafa farið nýja leið í samningi við slátrarageirann með svokölluðum valkvæðum hluta kjarasamnings. Þar getur starfsmað- ur valið að nýta launahækkunina með valkvæðum hætti, í orlof, lífeyris- sjóðsiðgjald eða launahækkun. Starfsmaðurinn getur valið að nýta þennan hluta í laun annað árið og í or- lof hitt ef hann vill. Dönsku verslun- armennirnir eru núna að reyna að finna leið til að nýta þessa leið í kjara- samningum fyrir almennt verslunar- og skrifstofufólk. Okkur finnst hug- myndin mjög áhugaverð og erum að skoða hana. Það væri hægt að hugsa sér að skipta þessu í launahækkun, orlof eða vinnutímastyttingu og koma þannig til móts við mismunandi þarfir fólks, t.d. á ólíkum æviskeiðum. For- eldrar grunnskólabarna gætu séð sér hag í því að auka orlofið til að mæta vetrarfríum í grunnskólunum, eldra fólk gæti kosið styttri vinnutíma og þeir sem eru að byggja vilja kannski bara fá hreina launahækkun. Ég veit að þeir hafa mikið verið að velta þess- ari hugmynd fyrir sér í Danmörku og er spennt að heyra hvert þeir eru komnir í þessu. Við erum mjög spennt fyrir að reyna þetta hér.“ Allt nema ástarsögur Ingibjörg er að lokum spurð að því hvort að hún gefi sér einhvern tíma frá verkalýðsbaráttunni til að stunda endurmenntun eða einhver áhuga- mál. „Hvað endurmenntunina varðar hittir þú á snöggan blett,“ segir hún og getur ekki varist brosi. „Ég hef náttúrlega gamla stúdentsprófið mitt úr Verzló og svo er ég IATA-far- gjaldasérfræðingur og kenndi far- gjaldaútreikninga hjá Flugleiðum í mörg ár. Á meðan ég vann hjá Flug- leiðum sótti ég lengi árleg endur- menntunarnámskeið í fargjalda- útreikningum hjá SAS í Kaup- mannahöfn og einnig námskeið hjá IATA í Genf. Að öðru leyti hefur end- urmenntun mín að mestu falist í því að takast á við krefjandi verkefni bæði innan verkalýðshreyfingarinnar og skólanefndar Verslunarskólans. Hinu er ekki að leyna að ég hef mjög mikinn áhuga á því að sækja nám- skeið. Ég er ein af þeim sem les alla námskeiðsbæklingana á hverju ári. Vandinn er bara sá að erfitt getur verið að samræma erilsamt starf því að mæta á námskeið á einhverjum fyrirfram ákveðnum tíma í hverri viku. Svo endar það bara þannig að maður hefur ekki úthald í meira en svona rúmlega daginn!“ Ingibjörg viðurkennir að þegar stund gefist milli stríða þyki henni gott að eiga stund með sjálfri sér. „Þótt ég sé svona mikil félagsmála- manneskja er ég ekkert sérstaklega félagslynd,“ segir hún stríðnislega. „Ég er ekki í saumaklúbbum, fer sjaldnast út á kvöldin o.s.frv. Hins vegar finnst mér alveg frábært að taka mér góð frí með strákunum eins og við höfum gert nánast árlega í Bandaríkjunum undanfarin ár. Okk- ur hefur öllum fundist þessar ferðir alveg meiriháttar. Hversdagslega fer ég gjarnan út að ganga með hundana. Svo finnst mér voða gott þegar vinkona mín lán- ar mér sumarbústaðinn sinn og ég fer þangað ein með hundana. Þá geri ég helst ekkert annað en að sofa, lesa og ganga úti með Tinna og Monza. Ég er ofboðslega mikil hundamanneskja eins og þú ert náttúrlega búin að komast að. Þegar ég verð eldri sé ég sjálfan mig fyrir mér í þægilegu húsi fullu af hundum einhvers staðar í út- jaðri Reykjavíkur,“ heldur Ingibjörg áfram og viðurkennir að hún hafi mjög gaman af hvers kyns föndri. „Ég er svona dellukona og verð hel- tekin af einhverju ákveðnu viðfangs- efni í ákveðinn tíma. Eins og þegar ég fékk Holly Hobby-dúkkugerðar æðið og endaði á því að halda námskeið í Holly Hobby-dúkkugerð fyrir sam- starfskonur mínar. Ég hef málað á silki og leir og gert alls konar krútt- legar dúkkur mér til skemmtunar. Með þessu föndri rækta ég mjúku hliðina á sjálfri mér. Ég hef líka voða gaman að því að lesa og les nánast allt nema ástarsögur. Ég held ekki at- hyglinni til að lesa svoleiðis bækur. Hins vegar les ég alltaf með reglu- legu millibili glæpasögur og svo les ég heilmikið af bókum um sálfræði, trúfræði, íhugun og ýmislegt fleira í tengslum við innra jafnvægi og frið. Ég hef alltaf lagt mikið uppúr sálar- frið mínum. Að halda innra jafnvægi og gera upp dag fyrir dag. Ég hef líka haft fyrir reglu að lesa alltaf eitthvað smávegis í Biblíunni áður en ég leggst til svefns á kvöldin.“ ago@mbl.is ’ Konur fá að meðaltali meira út úr starfs-mannaviðtölunum. Hugsanlega af því að þær hafa meira að sækja! ‘ ’ Til dæmis er með aðstoð reiknilíkanahægt að reikna út hvaða afleiðingar ákveðin hækkun hefur á efnahagslífið. ‘ Magnþrungin örlagasaga Sími 554 7700 Um hádegisbil 10. nóvember 1944 er Goðafoss, eitt glæsilegasta skip Íslendinga, á leið til Reykjavíkur frá New York. Um borð eru 43 Íslendingar og 19 Bretar sem bjargað hefur verið af logandi olíuflutningaskipi. Skammt undan, í mynni Faxaflóa, leynist þýskur kafbátur... Í þessari mögnuðu bók lýsir Óttar Sveinsson síðustu ferð Goðafoss á ljóslifandi hátt, m.a. með viðtölum við eftirlifandi skip- verja og farþega. Í bókinni koma fram í dagsljósið áður óbirtar upp- lýsingar um árásarferð þýska kafbátsins U-300 til Íslands, lýsingar úr dagbók kafbátsins, leyniskjöl og atriði úr yfirheyrslu- skýrslum Breta og Bandaríkjamanna og ljósmyndir sem aldrei hafa birst hérlendis. Útkallsbækur Óttars Sveinssonar eru þrungnar spennu og tilfinningum, enda metsölubækur á hverju ári – nú í heilan áratug. M Á TT U R IN N & D Ý R Ð IN 1 1. 03
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.