Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í áttatíu prósent af tilveru- tíma sínum hefur Jörðin verið hlý og rök pláneta og einkennst af því sem við nú köllum gróðurhúsaloftslag. Jökulhettur á pólunum hafa verið sjaldgæfar, plöntur hafa aðeins þrifist á Jörðinni í um tíunda hluta tilvist- arskeiðs hennar og gras aðeins í um 2%, og 99,99% alls lífs, sem á Jörðu hefur kviknað frá upphafi er nú út- dautt. Magn koltvísýrings og metans í lofthjúpi jarðar hefur tekið miklum sveiflum. Súrefni hefur fyrirfundist í lofthjúpnum helming tilvistartímans, magn þess sveiflukennt, en vaxandi í tímans rás. Fimm sinnum hefur orðið meiriháttar gereyðing á flóknum líf- kerfum auk fjölda vægari tilfella. Sjávarborð hefur risið og hnigið mörg þúsund sinnum um allt að 400m, yfirborð jarðar er á stöðugri hreyfingu upp eða niður, og víðtækar og snöggar loftslagsbreytingar hafa átt sér stað, sem stafað hafa frá súp- ernóvum, sólgosum, sólblettum, loft- steinum, halastjörnum, uppgangi fjallakeðja og sundurgangi heimshaf- anna, samgangi meginlanda, land- reki, breytingum á braut jarðar, breytingum á lögun jarðar, hafísflák- um, breytingum í straumakerfi heimshafanna og áhrifum eldfjalla. Hvergi er snefil vísbendinga að finna um að lífið hafi breytt loftslagi (clim- ates). Eldvirkni hefur haft mest áhrif á samsetningu lofthjúpsins, en lífverur hafa aukið við öðrum efnum, einkan- lega þær sem ávallt hafa ríkt og ríkja enn á jörðinni, bakteríurnar. Lífhjúp- ur og lofthjúpur jarðar (lithospheran, biospheran og atmospheran) hafa gagnvirk áhrif hver á annan og sjálf er plánetan dýnamísk og í sífelldri þróun. Loftslagsbreytingar á mismunandi tíma Hápunktur síðustu ísaldar var fyrir 18 þúsund árum. Sjávarborð var þá 130 metrum neðar en nú, hitastig var 10 til fimmtán gráðum lægra og kald- ir norðanvindar voru ríkjandi. Norð- urhvel jarðar var þakið ísi að 38. breiddarbaug og norðlægari svæði eins og Skandinavía voru þakin þriggja kílómetra þykkum íshjálmi. Ísfargið á heimskautasvæðunum breytti lögun jarðar, snúningur henn- ar breyttist og sem afleiðing af því breyttust einnig hafstraumar þeir sem dreifa hitanum um jörðina. Ástr- alía var slípuð af hvirfilvindum (anti- cyclones) sem báru með sér sand- og saltúða sem féll til jarðar og settist í dældirnar í miðju landsins. Tasmanía og fjallakeðjan í suðausturhluta meg- inlandsins voru þaktar ísi og sjávar- borð stóð svo lágt að frumbyggjar gengu þurrum fótum til Tasmaníu frá meginlandinu. Víðtækar loftslagsbreytingar gengu ekki yfir á sama tíma alls stað- ar á hnettinum, ýmsar breytingar urðu á norðurhveli fyrr en á suður- hveli og sumra breytinga sem áttu sér stað á norðurhveli gætti ekki suð- urfrá. Það urðu snöggar og stórfelld- ar breytingar á hitastigi, sjávarborð reis og féll og heildarris þess á síðustu 14.700 árum er talið nema a.m.k. 130 metrum. Land sem áður hafði verið ísi þakið, byrjaði að rísa. Jökulstíflur, sem áður höfðu haldið vatni, brustu og ískalt yfirborðsvatn þakti höfin fyrir 12–11 þúsund árum og aftur fyr- ir 8.500–8.000 árum. Þetta leiddi til snöggrar kælingar, hækkunar sjáv- arborðs og breytinga á hafstraumum. En strax eftir þessi ofsalegu kulda- tímabil reis hitastig um 5–10°C á örfá- um áratugum. Sjávarborð reis um 12 metra Ein afleiðing gífurlegrar hækkun- ar sjávarborðs síðastliðin 14.700 ár er sú, að vestur-ísbreiðan á suðurpóln- um lyftist frá landinu. Tveir þriðju hlutar ísbreiðunnar steyptust í hafið og sjávarborð reis um 12 metra. Loftslagbreytingum í kjölfar síðustu ísaldar er ekki lokið, því síðasti þriðj- ungur þessarar ísbreiðu á eftir að hrynja í hafið og valda 6 metra hækk- un sjávar. Loftslagsbreytingar í kjöl- far breyttra sjávarstrauma kældu Norður-Afríku, gresjur urðu að eyði- mörkum, og borgríkin miklu í Mesópótamíu komust á fót. Fyrir sexþúsund árum ríkti gróðurhúsa- loftslag og þá var sjávaryfirborð 1–3 metrum hærra en nú er. Úrkoma var 20% meiri en hún er nú. Á þúsöldinni frá því fyrir 5.800 árum til 4.900 árum síðan komu köld þurrkatímabil, sem ásamt vexti jökla og uppskerubresti leiddu af sér eyðingu skóga, flóð, set í áveituskurðum, aukið seltumagn í jarðvegi og hrun hinna súmerísku borgríkja. Löng tímabil þurrka, sem rekja má til El Ninjo, urðu til þess að þéttbýlisstaðir í Miðausturlöndum, Indlandi og Norður-Ameríku lögðust í eyði. Á árunum frá 1300 til 500 f. Kr. gengu jöklar fram við víðtæka kóln- un, sem leiddi til fólksflutninga, inn- rása og hungursneyðar. Hnattræn hlýnun hófst á ný eftir 500 f. Kr., framleiðsla matvæla varð meiri en nóg og upp risu stórveldi eins og Ashoka (Indland), Ch’hin (Kína) og Rómaveldi. Samtímaheimildir og rómverskur klæðnaður votta að hita- stig var um 5°C hærra þá en nú er. Árið 535 e.Kr. sprakk Krakatá og Rabaul árið eftir og sama ár fór Jörð- in í gegnum ský af geimryki. Rykið í andrúmsloftinu endurkastaði hita, það dimmdi í lofti og kólnaði þar með. Hungursneyð, sjúkdómar og styrj- aldir fylgdu í kjölfarið. Hið hlýja mið- aldatímabil frá 900–1300 e.Kr. má rekja til breytinga á sjávarstraumum. Víkingarnir urðu fyrstir til að nýta sér þessi hagstæðu skilyrði, sem gerðu þeim fært að sigla um öll hin norðlægu höf, koma sér upp aðstöðu á Nýfundnalandi, stofna nýlendu á Grænlandi og koma á viðskiptasam- böndum sem um skeið teygðu sig allt til Persaflóa í suðri. Eldgos á Íslandi um 1280 og breyt- ingar á hafstraumum urðu til þess að hrinda af stað Litlu ísöld, sem ekki lauk fyrr en á síðari hluta 19. aldar. Norðursjórinn var ísilagður árið 1303 og aftur 1306–7, víðtæk hungursneyð varð 1315 og fólk skorti viðnámsþrótt þegar plágan mikla herjaði 1347–49. Þá varð veruleg fólksfækkun og tók það Evrópu 250 ár að ná aftur sama fólksfjölda og verið hafði. Stutt kulda- tímabil fylgdu í kjölfar eldgosa í Tambora (1815) og Krakatá (1883). Reyndar var árið 1816 kallað „árið án sumars“. Jörðin enn að ná sér Á 20. og fyrri hluta 21. aldar er Jörðin enn að ná sér eftir síðustu ís- öld. Ísbreiðurnar, þetta sjaldgæfa fyrirbæri í tímans rás, eru reyndar enn við lýði. Sjávarborðið er tiltölu- lega lágt og svo er einnig um hitastig jarðar og magn koltvísýrings í loft- hjúpnum. Tímabilið 1920–45 var tími hlýnunar (um 0,37°C) og annað slíkt tímabil hófst 1976 (0,32°C). Á árunum 1976–7 rauk hitastigið í neðri hluta lofthjúpsins upp um 0,3°C, yfirborðs- hiti sjávar í Kyrrahafinu um miðbaug hoppaði upp um 0,6°C, yfirborðshiti sjávar í uppstreymi jókst um 1,5– 3,0°C, en jafnframt dró úr upp- streymi. Hitastig í efsta 300 m lagi heimshafanna jókst, það var aukin ölduvirkni í Norðursjónum og lengd dagsins breyttist. Stigvaxandi hita- aukning áranna 1976–7 sýnir að veru- leg umbreyting á hitaferlum úthaf- anna átti sér stað og hélst í hendur við breytingu á sporbaugi jarðar sem kom fram í breytingu á lengd dagsins. Er hnattræn hlýnun 20. aldarinnar ef til vill einungis dæmi um breytileika í samspili þeirra mörgu krafta sem hafa áhrif á þessa síkviku plánetu? Í samhengi við þær breytingar sem hafa orðið á Jörðunni í tímans rás, eru loftslagsbreytingar 20. aldarinnar bæði smáar og hægfara. Gervihnatta- mælingar á hitastigi gufuhvolfsins síðasta aldarfjórðung sýna væga hlýnun á norðurhveli jarðar og örlitla kólnun á suðurhveli. Mælingar á hita- stigi með loftbelgjum staðfesta gervi- hnattamælingarnar á því tímabili sem mælingarnar skarast. Þar sem gróð- urhúsahlýnun er fyrirbæri í gufu- hvolfinu (atmosphere) hefðu mark- tækar breytingar átt að koma fram í mælingum. Vísindi og sannanir eru tengd órjúfandi böndum en eru ætíð umlukin nokkurri óvissu. Efinn er kjarni vísindanna og vísindin hvetja til rökræðna og andmæla. Vísindaleg- ar sannanir eru fengnar með athug- unum, sem má endurtaka, mæling- um, tilraunum og útreikningum. Sannana í jarðfræði er aflað með þverfaglegum hætti, með rannsókn- um á Jörðunni og umhverfi hennar í víðu samhengi. Slíkar rannsóknir sýna hið flókna og heillandi samspil þeirra breytilegu náttúruafla sem áhrif hafa á plánetu í mótun. Rannsóknir á gróðurhúsaáhrifum eru ekki komnar á þetta stig. Í stað þeirra byggist mestöll umræðan um gróðurhúsaáhrif á einhliða áróðri og pólitískri stefnu, sem grundvallast á vanþekkingu á sögu plánetunnar og þeim loftslagsbreytingum sem hún hefur gengið í gegnum alla tíð. Reuters Loftslagsbreytingar 20. aldarinnar eru smáar og hægfara í samhengi við breytingarnar sem hafa orðið í tímans rás að mati Plimers, sem telur gróðurhúsahlýnun í gufuhvoli jarðar umdeilanlega. Margir hafa engu að síður áhyggjur af því að verksmiðjur, er spúa ýmsum efnum út í andrúmsloftið líkt og þessi skammt frá London, ýti undir loftslagsbreytingar og eigi sinn þátt í hnattrænni hlýnun 20. aldarinnar. Sveiflur hita og kulda í rás tímans Ian Plimer er prófessor í hagrænni jarðfræði við Melbourne-háskóla og höf- undur bókarinnar A short history of the planet Earth, (ABC- books 2001), sem ávann honum Eureka verðlaunin í Ástralíu. Greinin birtist í dagblaðinu The Australian 24. september 2003 og hefur höfundur góðfúslega gefið leyfi til þýðingar og birtingar á íslensku. Ólafur Hannibalsson blaðamaður, sem nú um stundir dvelur í Brisbane í Ástralíu, þýddi og er fyrirsögnin hans. Mikil umræða hefur staðið yfir síðustu áratugi um hlýnun andrúmsloftsins, svokallað gróðurhúsaloftslag, orsakir þess og afleið- ingar. Eins og oft vill verða hefur ákveðið sjónarmið orðið ofan á, án þess að fullar vísindalegar sannanir liggi fyrir. Allir þeir sem efast, eða dirfast að andæfa, eru keyrðir í kaf á þeim forsendum að þeir gangi gegn öllum niðurstöðum vísindanna og séu, vitandi eða óvitandi, í þjónustu afla, sem með skammsýni sinni tefli öllu lífi á plánetunni Jörð í hættu. Ástralski prófessorinn Ian Plimer segir rétt að staldra við og bendir á að svokallað gróðurhúsaloftslag sé í raun ríkjandi á Jörðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.