Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 19
hún þétt öryggisnet í kringum sig og móðir hennar, sem einnig var auðug ekkja, gat styrkt hana. Mest munaði þó um vinskapinn við Ólaf stiftamt- mann Stephensen; hann var henni í senn faðir og ráðgjafi. Ólíkt flestum prests- og biskupsekkjum gat Val- gerður búið áfram á eignarjörð sinni og þurfti ekki að yfirgefa staðinn að „náðarárinu“ loknu. Á árunum 1796– 1806 eignaðist hún 22 jarðir og þar að auki átti hún rekaítök á tíu reka- fjörum austan úr Öræfum og vestur á Strandir. Þessar voru helztu jarð- eignir hennar: Brimilsvellir á Snæfellsnesi, Haukatunga í Mýrasýslu, Þyrill í Hvalfirði, Krókur og Hof á Kjalar- nesi, Engey og Laugarnes við Reykjavík, Járngerðarstaðir og Gljá- hús í Grindavík, Skálholt, Úthlíð, Drumboddsstaðir og Hólar í Biskups- tungum, Hörgsholt og Þverspyrna í Hrunamannahreppi, Hæringsstaðir og Langholtspartur í Flóa. Ekki hafði Valgerður átt rétt á „náðarári“ í sínum ekkjudómi en með hörkunni hafði hún það í gegn og fékk 100 ríkisdali. Fyrir þá fjármuni keypti hún jarðir; það var eiginlega eina leiðin til ávöxtunar. Leigu fékk hún greidda „í fríðu“, sem gat verið ket og smér, en líka fiskur, búfénaður eða dagsverk. Hún krafði landseta sína um mannskap til sjóróðra og ef menn stóðu ekki í skilum gat hún átt það til að senda þá út á guð og gadd- inn. Á Járngerðarstöðum í Grindavík átti Valgerður ekki aðeins jörð, held- ur einnig verbúðir, báta og reka. Hún gerði þaðan út þrjá báta og einn frá Þorlákshöfn. Á árunum 1791–1801 voru að jafnaði 23–30 manns í heimili í Skálholti. Snemma fórst henni bú- stjórn vel úr hendi og þessvegna hafði Hannes biskup rýmri tíma til að sinna fræðastörfum. Skálholtskirkja var svo illa farin um aldamótin 1800 að hana varð að taka niður. Í úttekt sem Hannes bisk- up hafði sent kónginum kemur fram að kirkjan sé að hruni komin. Ekkert gerðist lengi vel og leyfi til byggingar nýrrar kirkju var ekki gefið út fyrr en sumarið 1801. Þá hófst Valgerður strax handa og sýndi að hún var engin miðlungskona. Síðasta stóra kirkjan í Skálholti var tekin niður á einni viku og á eftir reis Valgerðarkirkja. Hún stóð til 1851 og þó hún væri á sínum tíma sóknarkirkja en ekki dómkirkja var hún engu að síður með stærstu kirkjum landsins. Valgerður Jónsdóttir flutti í sínum síðari ekkjudómi til Sigríðar dóttur sinnar og manns hennar, Árna Helga- sonar prófasts í Görðum á Álftanesi, og þar lézt hún vorið 1856. Sigríður í Skarfanesi bjargaði sínum stóra barnahópi með harðasægjum Skarfanes er sumpart í næsta nágrenni Heklu, en sumpart sýnist Þjórsárdalur inn- an seilingar. Í dag er landið við Skarfanes- læk víði vaxið og mun búsældarlegra en það var á tímum merkishjónanna Sigríðar, dóttur Bjarna Thorarensen, og Magnúsar Guðmundssonar á 19. öldinni. Á móts við Gaukshöfða, en talsvert langt suður í landinu, eru tóftir bæj- arins í Skarfanesi á bakka Skarfanes- lækjar. Byggð lauk þar um 1940. Lítið eitt innar sýnir danska herforingja- ráðskortið eyðibýlið Forna Skarfanes og enn innar Gamla Skarfanes. Á 19. öldinni var búskapur í Skarfanesi sem ekki getur flokkast undir neitt annað en þrekvirki. Þetta er sagan af Sigríði og Magnúsi sem byrjuðu þar búskap með tvær hendur tómar; afburðafólk sem á fjölda afkomenda meðal nútíma Íslendinga. En fyrst er stutt forsaga um uppruna Sigríðar. Bjarni Thorarensen skáld frá Hlíð- arenda hafði lokið námi í Danmörku og var búinn að fá sýslu á Íslandi; að- setur hans var í Laugarnesi við Reykjavík. Hann var enn einhleypur og þrjár yfirstéttardömur íslenzkar höfðu annaðhvort svarað bónorði hans neitandi eða bundið enda á trú- lofun. Á meðan Bjarni leitaði að þeirri fjórðu hafði hann fjörmikla ráðskonu, Elínu Guðmundsdóttur, og gerði henni barn. Hún var af þeim stigum að hjónaband kom ekki til greina og þegar hún fæddi dótturina Sigríði var barninu komið til góðra hjóna austur í Landeyjum og síðar í fóstur að Teigi í Fljótshlíð. Þar galt Bjarni meðlag með henni til 14 ára aldurs. Einu sinni sá Sigríður litla skáldið, föður sinn. Næst er að nefna til sögunnar Magnús Guðmundsson frá Litla- Kollabæ. Hann hafði misst föður sinn; var fyrst niðursetningur, síðan vika- piltur og fór ungur til sjós á vertíðum. Hann var prýðilega greindur, dugn- aðarvíkingur, talinn tveggja manna maki til vinnu og hugur hans stóð til sjálfstæðs búskapar. Þá stóð svo á að Skarfanes í Landsveit var laust til ábúðar og í fardögum 1838 var jörðin leigð Magnúsi. Hann vantaði nú ráðs- konu og hafði lengi litizt vel á Sigríði í Teigi. Hún réðst til hans í skamman tíma en frá Skarfanesi fór Sigríður ekki meir. Sumarið 1839 giftu þau sig og voru í hjónabandi í full 50 ár og með þeim árangri að börnin urðu 21. Af þeim dóu átta á fyrsta og öðru ári, tvö um eða innan við fermingu, en ell- efu komust til fullorðinsára. „… harðasægjur og Guðs blessan“ Ekki var aðkoman glæsileg þegar Magnús tók við jörðinni; húsin eitt- hvað gisin og sandurinn fann glufurn- ar. Inni í bænum voru sandskaflar. Þeim hjónum búnaðist samt ótrúlega vel og þurftu aldrei að leita eftir að- stoð. En í stað þess að dást að dugn- aðinum var ekki laust við að afkoman væri litin hornauga. Á manntalsþingi í Skarði þar sem Sigríður mætti vegna lasleika Magnúsar, spurði sýslumaður með sýnilegri tortryggni á hverju þau lifðu eiginlega með þennan barnaskara. Tilsvar Sigríðar var lengi í minnum haft: „Við lifum á harðasægjum og Guðs blessan.“ Hún lét börnin grafa upp rætur af lamba- grasi og geldingahnappi, þær voru kallaðar harðasægjur og voru látnar seðja hungrið í hörðum árum. Uppúr miðri 19. öldinni var fjár- kláðinn landplága. Enda þótt kláðinn hefði ekki borizt upp í Landsveit var úrskurðað að þar skyldi stráfella allt fé. Það var næstum rothögg fyrir bú- skap Magnúsar og Sigríðar í Skarfa- nesi. Haustið 1859 fór Magnús ásamt Landmönnum til fjárkaupa austur í Skaftafellssýslu; þetta var eins og að byrja aftur á upphafsreit. Ómegðin fór vaxandi og sjö árum síðar ól Sig- ríður 21. og síðasta barnið. Ekki er vitað til þess að afi barnanna, amt- maðurinn á Möðruvöllum, hafi neitt stutt þetta heimili. Honum fannst samt skjóllítið á hefðartindinum, eða svo segir hann í kvæði. Sigríður hafði erft skáldgáfu frá föður sínum en gat eðlilega ekki ræktað hana. Oft kastaði hún fram stökum. Mestallt er það týnt. Eitt sinn á sumardaginn fyrsta setti hún á blað svohljóðandi bænar- ljóð: Sumarsins bjarta sól sæl upp yfir mig rann, veri mitt verndarskjól voldugur himnarann. Eins bið ég alla mína, unga og gamla alla, er þú lézt mér til falla, bevara blessun þína, björg og atvinnu mína, útvegi allra minna eins lát þú blessun finna. Í Skarfanesi varð ofan á allt annað að berjast við framrás sandsins og þar kom, að ekki varð undan því vikizt að færa bæinn fram að læknum. Þar gekk Sigríður að veggjahleðslu með körlunum. Gamla bæjarstæðið hafði samt þótt liggja betur við landnytjum og eftir nokkur góð ár var bærinn færður aftur. En það var eins og þeg- ar birtir upp á milli élja; aftur varð að flytja bæinn. Magnús í Skarfanesi stóð meðan stætt var; dó rúmlega átt- ræður 1889. Eftir það var Sigríður hjá börnum sínum í 22 ár; hún dó í apríl 1911 og bæði voru þessi merku hjón jörðuð í Skarði. Dagstund í Skarfanesi Að Skarfanesi kom ég á fallegum júlídegi sumarið 2002, einn á ferð, og það var ógleymanleg upplifun. Innan við Skarðsheiðina fellur Skarfanes- lækur vestur í Þjórsá, nokkuð djúpur á vaðinu en vel jeppafær. Þar fyrir innan tekur við Skarfanesland og Lambhagi innar; grösugur fremst, en síðan fagurlega víði vaxinn og lágu birki, unz birkið hækkar og nær yf- irhöndinni. Lambhagi er fram af Þjórsárdal og vegur meðfram raflínu verður á kafla nánast að þröngum skurði sem skógurinn slútir yfir og þar geta bílar ekki mætzt. En hér var ég á villigötum í leit að Skarfanesi; kominn alltof langt. Á leiðinni til baka sá ég ógreinilega eitthvað sem líktist stökum skógarlundi alllangt suður í heiðinni. Og vestur við Skarfaneslæk fann ég frumstæðan en vel jeppafær- an slóða suðurúr. Þarna voru þá tóft- irnar af bæ Sigríðar og Magnúsar og fallegur minningarreitur um þau; nokkur vel valin orð á koparplötu sem fest hefur verið á stein. Girt í kring og settar niður trjáplöntur. En skógar- lundurinn hafði heldur ekki verið mis- sýn. Hann er framan við bæjartóft- irnar; stórvaxið birki og tvær reyniviðarhríslur sem hafa ekki þolað stormana og brotnað, en lifa samt. Af- kvæmi þeirra hefur náð að lifna í horni á hlöðutóft. Að líkindum er þessi trjárækt yngri en frá búskapar- árum Magnúsar og Sigríðar og miklu yngri eru brot af steinsteyptum reyk- háf í þröngri kjallaraholu. Sunnan við bæinn rennur Skarfa- neslækurinn og þar bætist honum vatn úr Litlalæk norðaustan úr heið- inni. Aðeins snertuspöl sunnar er brún Þjórsárhraunsins, sem rann til vesturs frá Búrfelli, en ekki yfir Lambhaga og Skarfanesland. Tún- garðar standa uppi og enn er grasgef- ið valllendi á túninu; tóftir smákofa hér og hvar, en ótrúlega hefur bærinn verið lítill fyrir svo stóra fjölskyldu. Gróðurinn umvefur túnið; víðirunnar og gras allt um kring. Þeim Magnúsi og Sigríði hefði litizt vel á búsældarlegt umhverfið í Skarfanesi eins og það er nú; land- gæðin hafa gerbreyzt. Þarna var ég líkt og einn í veröldinni með Heklu gömlu og Búrfell svo sem innan seil- ingar, settist á garðbrot og tók upp kaffibrúsann. Hugsaði mér að ég væri í kaffi hjá Sigríði, en óvíst er þó að hún hefði átt í könnuna. Líklega hefur kaffi verið of mikil munaðarvara á því heimili. Keldur á Rangárvöllum standa syðst á hraunabreiðum frá Heklu. Leynigöngin eru talin vera frá búskaparárum Steinvarar „höfuðskörungs“. Seiður lands og sagna, annað bindi, eftir Gísla Sigurðsson er gefin út af Skruddu. Bókin er 376 bls. að lengd og prýdd fjölda litmynda. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.