Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Undarlegt hvað sum atvikgeymast ljóslifandi fyrirhugskotssjónum mannsþótt liðnir séu áratugir,heill mannsaldur síðan atburðir gerðust. Hvers vegna varð mér allt í einu hugsað til ársins 1940. Jú. Við mér blasti mynd og blaðafrá- sögn. Stundin, tímarit Sigurðar Bene- diktssonar blaðamanns og listaverka- sala. Eintak frá haustmánuðum ársins. Skáldið Kristmann Guð- mundsson og fimmta eiginkona hans, Guðbjörg Guðjónsdóttir, bróðurdótt- ir Nínu Sæmundsson myndhöggvara. Móðir hennar var Arnheiður kennslu- kona Jónsdóttir. Guðbjörg hafði áður verið gift Bjarna Guðbjörnssyni, sem var strætisvagnabílstjóri, en kvæntist síðar dóttur Björns þingmanns og kaupfélagsstjóra Kristjánssonar á Kópaskeri og varð bankastjóri í Út- vegsbankanum og einnig þingmaður. Hann hreinsaði þingmannatalið af fyrra hjónabandi svo Guðbjargar er að engu getið þar. Þeir sem til þekktu láðu Bjarna það eigi. Kristmann skáld var á ættarslóðum í Borgarfirði síð- sumars 1940, enda hét hann Krist- mann Borgfjörð, alinn upp hjá afa sínum, Birni á Þverfelli. Heimsókn í Síðumúla Greinarhöfundur var á þessu ári 1940 rúmlega 21 árs. Var í sumarfríi. Hafði leitað gistingar hjá höfðings- hjónum er bjuggu á fornu frægðar- setri, Síðumúla í Hvítársíðu, Andrési Eyjólfssyni og konu hans Ingibjörgu Guðmundsdóttur, systur Sigurðar skólameistara á Akureyri. Hafði áður notið gestrisni á heimilinu á ferð með frænda Andrésar Eyjólfi Jónssyni er var systursonur hans. Við komum þá gangandi af Langjökli þrír vegmóðir göngugarpar, Kjartan Guðnason síð- ar formaður SÍBS, Eyjólfur og sá er þessar línur ritar. Það vill oft gleymast höfuðstað- arbúum að bændur og sveitafólk verður fyrir átroðningi og töfum um hásláttinn og bjargræðistíma. Ekkert talið sjálfsagðara en að allir séu á þön- um að lesa hverja ósk sem í augum blikar eða orð sem bærist á vör. Andrés í Síðumúla, Ingibjörg kona hans og börn þeirra vissu að Síðumúli er við þjóðbraut þvera og héldu á loft orðspori með höfðingsbrag. Ég minn- ist þess að síðar á ævinni skrifaði ég afmæliskveðju til Andrésar á 99 ára afmæli hans og nefndi hann þing- mann. Blaðið setti í fyrirsögn sýslu- maður. Ég hringdi flaumósa í Andrés og bað hann afsökunar. Andrés sagði: Blessaður hafðu engar áhyggjur af þessu. Ég hef oft verið kallaður sýslu- maður. Ég held ég eigi meira að segja bréf frá kellingu sem kallaði mig sýslumann. Sendisveinar í Útvegsbanka Í þessum pistli sem hér fylgir lang- ar mig að minnast góðkunningja og vina, sem mér eru minnisstæðir frá sumrinu 1940 og árum þeim er á eftir fylgdu svo viðburðarík sem þau voru. Ég var starfsmaður Útvegsbankans um þessar mundir. Hafði dvalist í Sví- þjóð og Bretlandi um nokkurt skeið árin 1937 og 38, en tekið að nýju til starfa í Útvegsbankanum. Þar hafði ég áður starfað frá 12 ára aldri sem sendisveinn. Í kjallara bankans unn- um við Guðjón Halldórsson, sonur Halldórs úrsmiðs Sigurðssonar að undirbúningi að stofnun Sendisveina- félags Reykjavíkur. Við vorum sam- taka í undirbúningi en síðar varð flokkadráttur og sundurlyndi í félag- inu og skipuðum við Guðjón okkur í öndverðar fylkingar. Það skyggði þó aldrei á vináttu okkar, enda Guðjón einstakt prúðmenni og hugljúfur. Stjórnmálaáhugi var heimanfylgja á æskuheimili mínu. Það leiddi því af sjálfu sér að ég freistaðist til þess að koma við á ritstjórnarskrifstofu Al- þýðublaðsins á leiðinni í Arnarhvol er ég var sendur á skrifstofu Björns Þórðarsonar lögmanns, að afturkalla víxla, sem sendir höfðu verið í afsögn deginum áður. Það kostaði 2 krónur í vottagjöld, sem runnu í sjóð starfs- fólks skrifstofunnar, að ég held. Mannval á árum Finnboga Rúts Á leið minni í Arnarhvol játa ég að ég lét freistast af 15 mínútna viðdvöl í Alþýðuhúsinu. Þar var mannval á rit- stjórnarárum Finnboga Rúts Valdi- marssonar, Stefán Pjetursson, Karl Ísfeld, Magnús Ásgeirsson, VSV eða Hannes á horninu, en það var heiti Vilhjálms Sigursteins Vilhjálmssonar er hann ritaði pistla sína í blaðið. Magnús er einkar minnisstæður vegna glæsileiks. Hann var hávaxinn og höfðinglegur, skáldmæltur og skýr í tali. Orð léku honum á tungu og þýð- andi var hann slíkur að fáir einir hafa reynst jafnokar. Hann staðfærði ljóð af stakri snilld. Má nefna Laugar- dagskvöld Gustafs Frödings er hann sneri af slíkri snilld að einstakt má telja. Þá þýddi hann frásögn Stefans Zweig, „Undir örlagastjörnum“. Magnús sýndi mér þá vinsemd að koma í afgreiðslusal Útvegsbankans eftir lokunartíma bankans til þess að leiðbeina mér í upplestri, en ég hafði sótt um að fá að lesa kafla úr bók Zweigs í dagskrá Ríkisútvarpsins. Magnús hlýddi á lestur minn, leið- beindi mér um áherslur og efnistök. Mig minnir að ég hafi fengið lof fyrir lesturinn í einhverju blaði, en sú spurning var borin fram er ég las öðru sinni, hvort þessi ungi maður gæti ekki lesið úr annarri bók en „Undir örlagastjörnum“. Frá Síðumúla að Húsafelli Víkjum þá að sumarleyfinu 1940. Ég fór þá einn míns liðs í Borgar- fjörðinn. Ætlaði að Húsafelli, en ákvað að koma við í Síðumúla og heilsa upp á Andrés skjalavörð Eyj- ólfsson og konu hans Ingibjörgu og þeirra fólk, sem ég átti gott að gjalda frá fyrri heimsókn. Þar var sama rausn sem fyrrum. Er Andrés vissi um áform mitt að halda áfram för að Húsafelli lét hann ekki við það sitja að ljá mér reiðskjóta heldur bað hann Magnús Ásgeirsson að fylgja mér þessa leið. Magnús átti þá heimili í túnfæti Síðumúla, ef svo má segja. Fyrstu árin bjó hann ásamt konu sinni Önnu og dóttur þeirra Erlu á heimili Andrésar og Ingibjargar. All- löngu síðar reisti Magnús hús sitt, er hann nefndi Laugarás, en löngu áður hafði býlið Laugaás staðið í landi Síðumúla. Þeir Andrés og Magnús voru báðir þingskrifarar og þekktust vel auk þess að vera úr nágrannasveitum. Magnús tók beiðni um fyrirhugaða Húsafellsför hið besta. Mér skildist síðar að það átti sér skýringu. Hann skýrði það sjálfur með kveðskap sín- um. Hann var sagður „Önnum kaf- inn“ um þessar mundir. Hann var kvæntur Önnu, var í vinfengi við Önnu, sem hann síðar kvæntist og var að þýða skáldsögu Tolstojs, Önnu Karenínu. Magnús kvað: „Önnur þrjár mig ákaft pína, konan mín og kærastan og Karenína.“ Komið við á Kirkjubóli Við Magnús héldum sem leið lá. Inn Hvítársíðu, sem er undurfögur sveit og búsældarleg, fræg að fornu og nýju. Á Kirkjubóli var numið stað- ar. Þar bjó þá skáldbóndinn nafn- kunni, Guðmundur Böðvarsson, sá sem sólin kyssti hvað innilegast og kvað svo mjúkt og milt, en jafnframt hart og hvetjandi „Komdu litli ljúfur“ í kvæði sínu Fylgd, alllöngu síðar. Anna Guðmundsdóttir, dóttir Guð- mundar Björnssonar sýslumanns í Borgarnesi og eiginkonu hans Þóru Leopoldínu Júlíusdóttur, var þar stödd. Anna var áður gift Guðmundi Sigurðssyni bankamanni, einum af snillingum Sveins Ásgeirssonar úr út- varpsþáttum, margfróðum manni og skáldmæltum. Hann var úr Borgar- nesi. Þau Anna slitu samvistir og varð hún síðar (í september 1941) eigin- kona Magnúsar Ásgeirssonar. Að lið- inni góðri hvíldarstund, góðum veit- ingum og spjalli á Kirkjubóli héldum við Magnús áfram ferð okkar. Ef ég man rétt var sólfar og breyskjuhiti þennan fagra sumardag og bæjar- gaflarnir eins og í ljóði Steingríms Thorsteinssonar „hvít með stofuþil“. Sólskinsdagur í Hallmundarhrauni Magnús fór af baki í Hallmundar- hrauni. Fann sér flosmjúkan mosa í litprúðu hrauninu og bjó sér þar ból. Hann seildist eftir blaði er hann sótti í vasa sinn og hugleiddi efni þess. Ég komst að því áður en leiðir okkar skildi, að hann hafði þýtt ljóð Krist- manns Guðmundssonar, það er hann hafði kveðið á norsku til leiksystur sinnar á æskuárum, Siggu á Gerðu- bergi. Er við komum að Húsafelli af- henti Magnús Kristmanni Guð- mundssyni þýðingu sína. Kristmann hafði ort ljóð sitt á norsku. Þýðing Magnúsar: Ég fann í morgun meðal gleymdra bréfa minjar frá horfnu vori: lokkinn þinn, því vori er ég í heitri, hræddri gleði við hár þitt grúfði feiminn vanga minn. Í mildi og þagnardvala dægrin hníga, sem dropar falli, í eilífðanna höf. Komið er haust, en hélurós míns glugga er hvít sem mjöllin yfir þinni gröf. Hér á eftir fylgir frásögn Krist- manns af Siggu á Gerðubergi: „Í þrjátíu ár var ég alltaf öðru hverju að reyna að skrifa sögu um Siggu á Gerðubergi. En mér tókst aldrei að koma henni í sómasamlegt form. Og það er ekki hægt að segja eða skrifa þá sögu. Hún er lík reynslu þeirri, sem dulfræðingar og jógar verða fyrir, þegar þeir eru upphafnir til æðri heima. Fjölmargir þeirra hafa reynt að segja frá, hvernig það skeði og hvað þar gerðist, en allir hafa orðið að játa, að það væri ekki hægt; þá skorti orð, þetta var óskýranlegt, ólýsanlegt, engu líkt á jörð. Sama gildir um ævintýrið okkar Siggu á Gerðubergi; það gerðist í þeim heimi, sem er opinn hinum hjartahreinu og aðeins þeim. Enn finn ég snertingu hrjúfra telpufingra hennar á hönd minni; enn sé ég ljómann yfir björtu höfði hennar, dýragrasbláma augn- anna, blómbrumroðann á vörunum. Hún var í slitnum en litfögrum kjól. Fas hennar og hreyfingar minntu á álfabörnin; það var eins og hún hefði aldrei komist í snertingu við grómið í veröld dauðlegra manna. En þennan dag gekk ég með henni á þeim stað, sem ég hef séð einna feg- urstan hér heimi. – Það er erfitt að lýsa Gerðuberginu, maður þarf að sjá það, og helst með augum saklausrar og ósnortinnar æsku. Þetta er gríð- armikill stuðlabergshamar. Hafa sumir stuðlarnir fallið niður í brekk- una, og nokkrir brotnað, en aðrir eru heilir, og liggja þessir reglulega form- uðu klettar á víð og dreif um blóm- lendið. Hvergi hef ég séð jafn mikið af blágresi og mjaðarjurt, hrútaberja- klungri, lokasjóðs-gróðri og ásta- grasi. Engin brekka hefur angað sæt- ar að vitum mér, og kannske hefur hugur minn hvergi verið tærari og nær Skapara sínum en einmitt þar. Huldubörnin á Þverfelli Við sátum þarna í sólardýrðinni, og ég sagði henni frá Huldubörnunum á Þverfelli, leik þeirra og fegurð þess heims, er þau bjuggu í, en hún hlust- aði með dreymnum svip og þrá í bláum augum sínum, – „Ég vildi, að ég gæti séð þau,“ sagði hún nokkrum sinnum. „En kannske – kannske – þegar maður deyr? – Heldurðu ekki bara, að þú hafir séð inn í Himna- ríki?“ Kannske þegar maður deyr, – ég horfði lengi á hana, er hún hafði sagt þetta, og allt í einu opnaðist mér nýr skilningur á dauðanum, eða ef til vill gamall skilningur, sem ég hafði gleymt? – Dauðinn er í hugum flestra svört kista, gínandi gröf, fúin bein og vofur í kirkjugarði! En nú skynjaði ég allt í einu: Það hafa allir dáið, það eiga allir að deyja, líka Sigga. Og þá getur það ekki verið neitt óttalegt, það er ekkert að hræðast! Staðurinn, þar sem afi lá á steinpallinum, var friðsæll og fallegur, þrátt fyrir hið hálfgagn- sæja ljósmistur, sem umvafði allt. Og Um blaðamenn, bændur og skáld en einkum konur Anna Guðmundsdóttir bókavörður, Magnús Ás- geirsson skáld og ljóðaþýðandi og dóttir þeirra Ingunn Þóra. Ingibjörg Guðmundsdóttir og Andrés Eyjólfsson, Síðumúla, á efri árum. Gerðuberg Sumarið 1940 er enn ljós- lifandi fyrir hugskots- sjónum Péturs Péturs- sonar. Hann minnist hér margra góðkunningja og vina, sem honum eru minn- isstæðir frá þeim tíma. Kristmann Guðmundsson og fimmta kona hans Guðbjörg Guð- jónsdóttir. Þessi mynd birtist í tímaritinu „Stundin“ haustið 1940. Magnús Ásgeirsson færði Kristmanni þýðingu sína á ljóði Kristmanns um Siggu á Gerðubergi. Ljósmynd/Þorsteinn Jósepsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.