Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ hvað eftirsóknarvert. Við fylgdumst með þögulli baráttu Andrésar við það að koma lyklinum í skrána. Á seinni árum hefir mér skilist betur töfin sem varð á því að Andrési tækist að koma lyklinum í skrána, en af svipbrigðum okkar Jónasar mátti glöggt sjá eft- irvæntinguna, sem einna helst varð jafnað til jólapakkaævintýra bernskuáranna. Svo birtist innihald skápsins; Ararat, flaskan sem geymdi drykk þann sem kenndur er við Örk- ina hans Nóa, en hún ku hafa strand- að á fjallinu við landamæri Tyrklands og rússneskra héraða. Svo fylgdi Stolichnayavodka, eins og sagt er frá í vísum þeirra félaga. Vilhjálmur kvað: Ef vesælar sýnist þér veislurnar vertu þá ekkert að flækjast þar en þessar flöskur þiggðu snar og þurrar vættu kverkarnar. Þetta er komið austan að, óvart lenti á röngum stað, en einmitt þér (fyrir utan það) óhætt mun að senda það. Heill þér Andrés, elskan mín allri firrtur sút og pín. Lifðu sæll uns dagur dvín og Drottinn kemur, að vitja þín. Andrés svaraði: Kynni okkar glöð og góð geymast enn í minnissjóð er þó kulnuð æskuglóð og andlegt föndur mitt við ljóð. Ellihrumur einn ég sat engar veislur þegið gat eðla Vodka og Ararat afbragðs vinargjöf ég mat. Ef að leyfir ellin há að ég megi bragð mér fá. Hrifinn mun ég hrópa þá Heill sé Villa og Rússía. Við undum lengi kvölds hjá Andr- ési og skemmtum okkur við fróðleik og frásagnir. Ég hafði samvisku af því að við hefðum dvalist of lengi og hindrað hvíld öldungsins. Það gladdi mig er Ingibjörg dóttir Andrésar sagði mér í samtali nú nýverið að Andrés hefði helst viljað að við hefð- um staðið lengur við. Þannig áhrif hafði hann jafnan á gesti sína að þeir kættust og undu glaðir í návist öld- ungsins. Í sama húsi og Kristmann Það mun hafa verið árið 1940 sem ég fluttist úr Vesturbænum og við tókum á leigu íbúð á Leifsgötu 3 á fyrstu hæð. Við Steinunn systir mín, Ástþór systursonur minn og móðir mín, Elísabet Jónsdóttir frá Eyvind- armúla í Fljótshlíð, gömlu ættaróðali þar sem afkomendur sömu ættar höfði búið mann fram af manni í 500 ár. Við tókum á leigu þriggja her- bergja íbúð á fyrstu hæð hússins. Því aðeins nefni ég rótfestu ábúðar að hún varpar ljósi á rótleysi samtímans og leiðir einnig í ljós stéttaskiptingu og djúp það sem staðfest var milli stéttanna. Afi minn og faðir móður minnar var óðalsbóndi og jafnframt þingmaður um skeið. Hann var fjöl- lyndur og átti fjölda óskilgetinna barna, auk móður minnar, sem var dóttir vinnukonu, sem var í vistar- bandi. Amma mín, Guðrún Jónsdóttir frá Sauðtúni, sem var hjáleiga frá Ey- vindarmúla var fertug þegar móðir mín fæddist. Barnsfaðirinn, Jón Þórðarson var hinsvegar 65 ára svo það er 105 ára aldursmunur milli mín og hans. Fimm ára gömul fer móðir mín í fóstur hjá föður sínum og stjúp- móður, Steinunni Auðunsdóttur prests á Stóruvöllum. Hún reyndist móður minni vel og fyrirgaf manni sínum framhjáhald hans. Sagan segir að hann hafi eitt sinn sagt í heyranda hljóði í baðstofunni: „Steinunn mín. Það er verið að kenna mér barn.“ Hann las það úr bréfi er hann hélt í höndum. „Seint verður þitt of mikið, Jón minn,“ á hún að hafa svarað. Kristmann skaffar fríheitin Þótt það legðist af með árunum mun móðir mín hafa sætt áreitni í bernsku sinni og mun hafa beðið af því tjón. Það skýrir m.a. virðingu þá er hún bar fyrir Kristmanni Guð- mundssyni og þau orð er hún lét falla um hann þegar aðrir köstuðu að hon- um kaldyrðum. Móðir mín var siða- vönd kona en sagði samt að Krist- mann ætti að vera heiðursfélagi í öllum kvenfélögum landsins. Hvers- vegna segirðu það mamma? sögðum við. Jú. Svarið var: Hann skaffar öll- um konunum fríheitin. Með öðrum orðum: Hann tælir ekki konur til fylgilags við sig og skilur þær eftir í sárum, réttindalausar. Svona mikils mat hún afstöðu Kristmanns til sam- býliskvenna sem urðu níu talsins. Þegar Kristmann bjó með sjöttu konunni var kveðið: Af því skáldsins vandi vex en verst er það fyrir konugreyin, ef þær skríða allar sex uppí til hans hinumegin. Halldór Laxness og Kristmann Lítt hefir mágsemdum Halldórs Laxness og Kristmanns Guðmunds- sonar verið haldið á loft. Þeir voru um skeið báðir tengdasynir Einars Arn- órssonar lagaprófessors. Kvæntir systrum Ingu ogÁslaugu. Halldór rit- ar af vinsemd um Kristmann í bók sinni Skáldatíma. Halldór rifjar upp útgáfu ritverka sinna hjá danska bókaforlaginu Hasselbalch í Kaup- mannahöfn. Hann segir Kristmann, sem var orðinn nafnkunnur af bókum sínum alltaf hafa haldið „tryggð“ við sig. Halldór og Kristmann eru báðir staddir í Kaupmannahöfn árið 1934. Bækur Kristmanns höfðu komið út hjá Hasselbalch um nokkurra ára skeið. Halldór segir frá því að Krist- mann hefði komið með þau skilaboð að þeir væru báðir boðnir í „forlags- luns“ hjá Hasselbalch, þ.e. að eta skattinn með forleggjaranum í einka- skrifstofu hans. Halldór segir slík boð séu talin votta sérstakt trúnaðar- traust og þyki mikið í munni er rithöf- undur geti vitnað í slík boð til sann- indamerkis um það að hann sé inni á gafli í forlaginu. Segja má að snilld Halldórs sjálfs hafi fleytt honum þangað sem hann náði, en ef marka má orð hans sjálfs var sú leið torsótt svo það má fagna frásögn skáldsins um fyrirgreiðslu og vináttuvott Krist- manns. Ekki virðist það þó hafa nægt til að draga úr ákafa Thors Vilhjálms- sonar við það að koma höggi á Krist- mann Guðmundsson er hann fór hörðum orðum um ritverk Krist- manns svo að úr urðu meiðyrðamál. Frásögn Halldórs Laxness af „for- lagslunsi“ og framhaldskynni af for- lagi Hasselbalch er meinfyndin og skemmtileg lesning. Hveragerðisskáldin Eins og nærri má geta varð Krist- mann að þola hverskyns brigslyrði um samband sitt við konur. Útvarps- tíðindi birtu árið 1943 kveðskap sem Hveragerðisskáldin Kristmann og Jóhannes úr Kötlum höfðu kastað milli sín þegar þeir voru staddir á símstöðinni í Hveragerði. Jóhannes segir: Lít ég einn sem list kann, löngum hafa þær kysst hann KRISTMANN. Kristmann svaraði samstundis: Einkum þó vér ötlum að þær fari úr pjötlum í Kötlum. Höfundur er þulur. Síðumúli Pater Jón Sveinsson„Nonni“ var án efa einnþekktasti rithöfundur Ís-lendinga á síðustu öld.Hann skrifaði fjölmargar barnabækur og var viðfangsefni bókanna nær ætíð hið sama – bernskuminningar drengs sem 12 ára gamall yfirgaf fjölskyldu sína og ættjörðina og hélt einn út í hinn stóra heim. Saga þessa merkilega sendiherra okkar Íslendinga hófst fyrir 146 árum á Möðruvöllum í Hörgárdal. Þann 16. nóvember skrifaði Sveinn Þórarinsson, faðir Nonna, eftirfarandi í dagbók sína: Logn, hlýindi og blíðviðri. Klukkan hálf eitt í nótt vakti kona mín mig þá orðin jóðsjúk. Fékk ég þá strax Jón gamla húsmann hér til að fara með bréf frá mér að Hofi til O. Thorarensen sem ég bað koma og hjálpa konu minni við fæðinguna en með því Thoraren- sen þá var lasinn af brjóstkrampa og aftók að fara hélt Jón að Hvammi og fékk yfirsetukonu Ástu Danielsdóttur með sér. Komu þau hingað klukkan 3. Á meðan tók konu minni að harðna léttasóttin og stumruðu m.m. Bogga og Guðrún yfir henni ásamt mér. Tók Ásta til starfa og fæddi kona mín eftir harða hríð svein- barn kl 4 og gekk fæðingin að kalla má fljótt og vel og sýnist ekki ætla að hafa nein bág eftirköst. Ég og hyski mitt allt vakti um nóttina en lúrði í dag. Frúrnar Petrea, Þorgerður og annað kvenfólk hér kom smám sam- an inn að skoða barnið sem er vana- legt en mér öldungis óskiljanleg fýsn margs kvenfólks. Nýfæddi drengurinn dafnaði vel og var skírður Jón Stefán en hann var þó ævinlega kallaður Nonni. Sveinn og kona hans Sigríður Jóns- dóttir bjuggu með börnum sín á Möðruvöllum í Hörgárdal þar sem Sveinn vann sem skrifari amtmanns. Þegar Nonni var sjö ára gamall flutti fjölskyldan til Akureyrar í lítið svart timburhús sem þá var kallað Páls- hús. Það voru erfiðir tímar og var Sveinn heilsulítill og skuldum vafinn. Fór svo um síðir að hann var gerður gjaldþrota. Þegar Nonni var ellefu ára lést Sveinn og var það Sigríði ofviða að sjá börnum sínum farborða. Ári eftir andlát Sveins barst Sigríði bréf þar sem Nonna er boðið að halda til Frakklands og nema þar við kaþ- ólskan skóla í boði fransks greifa. Greifi þessi bauðst til að kosta tvo ís- lenska drengi til náms og fyrir til- stilli Einars Ásmundsonar á Nesi var Nonni annar þeirra. Hinn dreng- urinn var Gunnar sonur Einars. Nonna hafði lengi dreymt um að ferðast til fjarlægra landa og kynn- ast ólíkum menningarheimum og hér bauðst honum bláfátækum og föður- lausum tækifæri til að láta drauma sína rætast. Tilhugsunin um að yf- irgefa fjölskylduna og vini var hon- um þó erfið. Sérstaklega fannst hon- um sárt að eiga að skilja við móður sína en milli þeirra var náið sam- band. Nokkuð var misjafnt hvernig vinir og vandafólk tóku þessum fréttum Á Friðriksgáfu á Möðruvöllum leist heimilisfólkinu vel á ráðahaginn og sagði: „Þú gætir ekki óskað þér annars, sem væri betra. – Þú fengir aldrei annað eins tækifæri til þess að menntast. – Margur unglingurinn mætti öfunda þig af þessu láni. – Það er alveg eins og öll gæði veraldarinn- ar séu lögð upp í hendurnar á þér. – Þakkaðu Guði fyrir þetta.“ Á næsta bæ var aftur á móti annað hljóð í strokknum. „Aumingja drengurinn! – Það er óskiljanlegt, að móðir þín skuli leyfa annað eins og þetta. – Hvernig getur þér komið til hugar að fara svona langt burt og flækjast þar heimilis- laus meðal bráðókunnugs fólks? – Hvað ætli verði úr þér. – Hér er áreiðanlega óþokkinn sjálfur með í verki. – Þú lendir í höndunum á sam- viskulausum bófum, og hvað verður þá um þig? – Sjáðu heldur að þér í tíma, hættu við ferðina og steyptu þér ekki út í vísa glötunina!“ En Nonni hafði gert upp hug sinn þó að ákvörðunin væri honum erfið. Það er líka auðvelt að ímynda sér hversu erfitt það hefur verið fyrir Sigríði að sjá á eftir syni sínum 12 ára gömlum út í heim. Þegar hér var komið sögu hafði Sigríður orðið að láta tvö yngstu börnin Friðrik og Sigríði í fóstur. Elstu dóttur sína hafði hún orðið að láta frá sér við fæðingu og þrjú börn sín hafði hún misst úr barnaveiki á Möðruvöllum. En Sigríður vissi að tækifærið sem syni hennar bauðst var einstakt, eins og kemur fram í orðum hennar: „Elsku Nonni minn! Þú getur víst ímyndað þér, hversu sárt það er fyrir móður að skilja við eitt af börnunum sínum, sem hún elskar. Og þegar ég nú, þrátt fyrir það, læt þig fara frá mér, þá geri ég það eingöngu vegna þess, að ég er sannfærð um, að það er þér fyrir bestu.“ Kveðjustundinni um borð í litla seglskipinu lýsir Nonni á eftirfar- andi hátt í bókinni Nonni: Mamma var fljót að kveðja mig. Hún faðmaði mig að sér og sagði: „Nú verðum við að skiljast elsku Nonni minn. Það er ekki víst að við sjáumst aftur í þessu lífi, en ég vona, að Guð lofi okkur að finnast á himn- um.“ Því verður ekki með orðum lýst hvernig mér var innanbrjósts. Ég elskaði móður mína svo innilega. Ég gat ekki svarað henni fyrir gráti. Tárin streymdu án afláts niður vanga mína. „Við verðum að binda enda á þetta,“ sagði hún. „Vertu sæll, elsku drengurinn minn! Guð varðveiti þig! Hann er verndari munaðarleysingj- anna. Og ég skal biðja hann að ganga þér í föður og móður stað.“ Nonni í Japan. Árið 1937 fór Nonni í heimsreisu og dvaldi m.a. í Japan í eitt og hálft ár. Hér er hann innan um japanskar skólastúlkur. Víðförull sögumaður Jón Sveinsson, höfundur Nonnabókanna svonefndu, var efalítið einn þekktasti rithöfundur Íslendinga á síðustu öld. Bækur hans er gefnar út enn í dag og hafa komið út á fjölda tungu- mála, m.a. esperanto. Bryn- hildur Pétursdóttir minnist Nonna, en í dag eru 146 ár liðin frá fæðingu hans. Jón Sveinsson, Nonni. Myndin er tek- in er Nonni kom heim til Íslands á al- þingishátíðina 1930.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.