Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 29 Matthías Johannessen Ókeypis aðgangur Sýningar eru opnar alla daga frá kl. 11:00-17:00 Dagskrá helguð skáldi mánaðarins, Matthíasi Johannessen, verður sunnudaginn 16. kl. 14 í Þjóðmenningarhúsinu. Flutt verða lög eftir Jón Ásgeirsson og Pál Ísólfsson við ljóð Matthíasar. Guðrún Jóhanna Jónsdóttir syngur við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Sigurður Skúlason leikari les ljóð og kafla úr nýjustu skáldsögu Matthíasar, Vatnaskil dagbókarsaga. Dagskrá: Ávarp hr. Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra. Erindi flytja: Óttar Már Ingvason framkvæmdastjóri Brims fiskeldis ehf. Vigfús Jóhannsson formaður Landsambands fiskeldisstöðva. Kristinn Hugason fulltrúi sjávarútvegsráðuneytis. Ingimar Jóhannsson fulltrúi landbúnaðarráðuneytis. Helgi Thorarensen deildarstjóri fiskeldisdeildar Hólaskóla. Björn Björnsson sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar. Sigurður S. Snorrason fulltrúi rektors Háskóla Íslands. Rannveig Björnsdóttir fulltrúi rektors Háskólans á Akureyri. Þórólfur Gíslason stjórnarformaður Fiskiðjunnar Skagfirðings. Málþingið fer fram mánudaginn 17. nóvember nk. kl. 10-12 í aðstöðu Fiskiðjunnar Skagfirðings á Sauðárkróki Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir Hólaskóli FRAMTÍÐ FISKELDIS Á ÍSLANDI Málþing á vegum Hólaskóla og Fiskiðjunnar Skagfirðings MEÐ auðmýkt og jákvæðu við- móti getum við snúið kringumstæð- um okkur í hag og tekið hverju og hverjum sem er, hvar og hvenær sem er, opnum örmum,“ segir Byron Katie höf- undur sjálfshjálp- arbókarinnar Að elska það sem er. Henni til aðstoðar við textann er Stephen Mitchell. Byron Katie þjáðist um tíu ára skeið af alvarlegu þunglyndi og var loks að því komin að fremja sjálfsmorð. Byron segist hafa vaknað til veruleikans 1986, en óljóst er nákvæmlega hvað gerðist. Hún segir: „Barstow þar sem ég átti heima, er eyðimerkurbær þar sem vindurinn ræður ríkjum og þar sem allir hata vindinn; fólk flutti jafnvel í burtu vegna þess að það þoldi ekki þetta „eilífa andskotans rok“. Ástæðan fyrir því að ég vingaðist við vindinn – við veruleikann – var ein- faldlega sú að ég fann að ég átti ekki um neitt annað að velja. Ég gerði mér ljóst að það er brjálæði að vera í andstöðu við hann.“ (26). Henni virðist hafa tekist að snúa við blaðinu í lífi sínu – og hún gerði það að starfi sínu að kenna fólki að endurhugsa hlutina upp á nýtt. „Hugsun gerir engum mein fyrr en við trúum á hana,“ segir hún (28). „Flestir halda að þeir séu það sem hugsanir þeirra segja þeim að þeir séu. Einn daginn tók ég eftir því að ég andaði ekki – ég var önduð, og að hugsun er alls ekki persónuleg,“ seg- ir hún og heldur því stíft fram að það séu ekki vandamálin sem skapi van- líðan, heldur hugsunin um þau. Markmið hennar að að frelsa fólk undan neikvæðri og niðurdrepandi hugsun sinni. Afleiðingin á að vera innri friður og yfirvegun. Galdurinn er að elska það sem er – í stað þess að gera tilraun til að breyta því. Í þessu augnamiði hannaði Byron Katie aðferð eða „Verkefnið“ sem hefur náð góðri útbreiðslu víða um heim. Aðferðin felst í því að fylla út verk- efnisblað með nokkrum spurningum eins og: „Hvað gerir þig reiða/n, dapra/n eða veldur þér vonbrigðum? Hvað er það í fari viðkomandi sem þér líkaði ekki og líkar ekki enn?“ (37). Svörin við spurningunum eru síðan efniviðurinn sem notaður er til að vinna Verkefnið. Eftir það er hver liður tekinn og skoðaður út frá fjórum spurningum: 1. Er það satt? 2. Geturðu verið þess fullviss að það sé satt? 3. Hvernig bregstu við þegar þú hugsar þessa hugsun? 4. Hvernig værirðu án þess- arar hugsunar? Loks er fullyrðingunum snúið með árangursríkum hætt. Viðkomandi er bent á að oft er það ekki eitthvað í fari náunga hans sem fer í taugarnar á honum – heldur er það hans eigin hugsun sem veldur vanlíðaninni. Að elska það sem er – er ágætlega sett upp og er ekki leiðinleg til lestr- ar því í henni eru mörg samtöl sem Stephen Mitchell hefur skrifað niður til dæmis af samkomum höfundar. Verkefninu er lýst skilmerkilega og lesandi æfður í því svo hann geti til- einkað sér þessa hugsun. Markmiðið er að lesendur nái tökum á hugsun sinni og einnig þeim tilfinningum sem hún vekur eins og reiði og af- brýðisemi. Mér fannst stórmerkilegt að lesa þessa sjálfshjálparbók því boðskap- ur hennar og aðferð er nánast hrein stóuspeki. Hún er eins og snýtt úr nös stóuspekingsins Epiktets sem kynnast má í bókinni Handbók Epik- tets: Hver er sinnar gæfu smiður. Almenna Bókafélagið 1955. Kenning hans er sú sama og Byron Katie. „Ekki eru það atburðirnir sjálfir, sem áhyggjum valda, heldur (við) horf manna við þeim.“ … „Skelfileg er einungis sú skoðun, að dauðinn sé skelfilegur.“ (12). Epiktets mun vera fæddur um 50 árum eftir Kristsburð í Litlu-Asíu. Hann kenndi: „Bið þess ekki, að allt gerist svo sem þú vilt, heldur skal það vera vilji þinn, að all- ir hlutir gerist svo sem þeir gerast, og þá munt þú verða hamingjusam- ur.“ (15). Mér finnst Epiktets vera snilling- ur og tel það kost að Byron Katie leiti í brunn hans og haldi sig ofan í honum. Aðferðin er góð og gild og hefur verið notið í a.m.k. 2000 ár. Nefna má einnig að franski heim- spekingurinn Jean-Paul Sarte var að nokkru sammála Epiktets því hann kenndi að geðshræring væri skoðun. Þannig beinast spjótin að hugsun- inni og mikilvægi þess að gera grein- armun á hugsun um fyrirbæri og á fyrirbærinu sjálfu sér. Byron Katie er óvenjumikill stó- isti. Hún segir, hér að lokum: „Eng- inn getur sært mig – það er mitt verk.“ (96). Ég get auðveldlega mælt með Að elska það sem er – því bókin byggist á aldagömlum aðferðum við að bera sigurorð af þjáningunni. Viðhorf ræður líðan BÆKUR Sjálfshjálparbók eftir Byron Katie og Stephen Mitchell. Vésteinn Lúðvíksson íslenskaði. Salka, Reykjavík 2003 – 231 bls. AÐ ELSKA ÞAÐ SEM ER Gunnar Hersveinn Byron Katie Ljónadrengurinn nefnist skáldsaga eftir Zizou Corder í þýðingu Guðrúnar Evu Mínervu- dóttur. Aðalpersóna Ljónadrengsins er piltur að nafni Charlie Ashanti sem hefur þá sérgáfu að geta skilið og talað kattamál. Dag einn hverfa for- eldrar hans, eitthvað hræðilegt hefur gerst. Charlie heldur af stað í leit að þeim og fer um borð í sirkusskip sem er á leið til Parísar. Á skipinu hittir hann sex ljón sem þurfa á hjálp hans að halda. Þeirra bíða ekki bara erfiðleikar og hættur heldur líka stórkostleg æv- intýri sem enginn á eftir að gleyma. Bókin er nýlega komin út í Bretlandi á frummálinu og hyggst Steven Spiel- berg kvikmynda söguna. Útgefandi er Bókaforlagið Bjartur. Bókin er prentuð í Odda hf. Kápumynd gerði Björg Bjarkardóttir. Verð: 2.980 kr. Skáldsaga BÓKAÚTGÁFAN Hólar gefur út sjö bækur fyrir jólin. Í flokki ís- lenskra og þýddra barna- og ung- lingabóka kemur út í áttunda sinn bókin í brandaraflokki Bestu barna- brandararnir. Spurningabókin 2003 en í henni er spurt um vonda menn og góða menn, heimspekinga og listamenn. Drakúla Brams Stokers í þýðingu Þorsteins Jónssonar. Í flokki þýddra skáldverka er Leiðin til Jerúsalem eftir Jan Guillou í þýðingu Sigurðar Þórs Sal- varssonar. Sagan gerist á 12. öld og segir sögu hins sænska Arna Magn- ússonar sem elst upp í klaustri undir handarjaðri vopnfimasta krossfar- ans. Í flokki fræði og bækur almenns efnis er bókin Lífsspeki um lífið, til- veruna og manninn og það sem gerir lífið þess virði að því sé lifað. Hvað segir þitt hjarta? er eftir Þórhall Guðmundsson miðil. Hvað gerist á miðilsfundum? Hvernig eigum við að búa okkur undir slíka fundi? eru spurningar sem hann fjallar m.a. um. Í flokki ævisögur og endurminn- ingar kemur út bókin Lífsþorsti og leyndar ástir – svipmyndir úr lífi Gríms Thomsen og nokkurra sam- ferðarmanna eftir Kristmund Bjarnason. Útgáfu- bækur Hóla ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.