Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 36
SKOÐUN 36 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ TILEFNI þessarar greinar er frétt í Morgunblaðinu þ. 23. októ- ber sl. þess efnis, að hópur fjár- festa vildi kaupa Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar. Þar er m.a. haft eftir talsmanni fjárfest- anna að „margar flugstöðvar í ná- grannalöndunum eru einkareknar og þykir reynslan af því góð“. Þetta seg- ir því miður ekki söguna alla og er nauðsyn að at- huga mun fleiri þætti áður en lengra er haldið á þessari braut. Sérkenni flugvallarrekstrar Í fyrsta lagi er, frá rekstr- arlegum og fjárhagslegum sjón- armiðum, litið á alþjóðaflugvöll sem eina heild, er samanstendur af all- mörgum samverkandi einingum. Þar eru þýðingarmest, annars veg- ar, brautarkerfin öll með flug- umferðarþjónustu, slökkviliði og annarri tengdri þjónustu og, hins vegar, flugstöðin (eða stöðvar). Lendingargjöld og aðflugsgjöld (þar sem þau eru innheimt) standa í örfáum tilfellum undir kostnaði við brautarkerfin og aðeins þar sem umferð er mjög mikil. Ræður þar einkum að fastakostnaðurinn er hár enda þarf að fjárfesta svip- aðar upphæðir í þessum mann- virkjum og þjónustu óháð því hvort umferð er mikil eða lítil. Nýtingin er hins vegar oftast léleg. Væru lendingargjöld miðuð við að end- urheimta þennan kostnað allan yrðu þau víðast svo há að stór- drægi úr flugi eða það legðist alveg niður á sumum leiðum því að flug- rekendur yrðu að stórhækka far- og farmgjöld til að ná endum sam- an. Þar sem slíkt hefði mjög nei- kvæð áhrif á efnahag ríkja almennt njóta flugvellir framlaga á fjár- lögum um heim allan, þar á meðal á Íslandi, til að svo fari ekki. Rekstur flugstöðvar getur hins vegar verið mjög ábatasamur. Þar er mun auðveldara að sníða stakk eftir vexti umferðarinnar og eftir því sem umferðin eykst fjölgar teg- undum varnings og þjónustu, sem þar er arðbært að selja. Hagnaður getur því myndast fljótt og vaxið hratt. Almennt hafa flugvellir tekið þá stefnu að standa ekki í versl- unar- eða þjónustustarfsemi sjálfir heldur veita fyrirtækjum eða að- ilum með reynslu á hinum ýmsu sviðum verslunar og þjónustu rétt til slíks rekstrar, gegn gjaldi, sem er oftast ákveðið hlutfall af heildar- tekjum viðkomandi af rekstri þeirra í flugstöðinni. Þetta er hag- kvæmast fyrir flugvöllinn, sem get- ur ekki búið yfir sérþekkingu í hin- um ýmsu verslunar- og þjónustugreinum, sem um er að ræða. Eins sýnir reynslan að gæði vara og þjónustu, sem og verðlag, eru meiri þar sem flugvellirnir hafa þennan máta á, en það á við um mikinn meirihluta arðbærra al- þjóðaflugvalla í heimi. Þeir eru reyndar hlutfallslega fáir og sam- kvæmt athugunum Alþjóðaflug- málastofnunarinnar eru þeir tæp- legast fleiri en 150 (alþjóðaflug- vellirnir á Íslandi eru ekki meðal þeirra) af um 1.200 alþjóða- flugvöllum. Sameiginlegt með öllum flug- völlum þar sem tekjur eru umfram kostnað er að flugstöðvarnar skila hagnaði og það svo miklum að hann nær að jafna hallann á rekstri flug- brautarkerfisins og þeirri starf- semi, sem því tengist, en eins og getið var að ofan er sá þáttur flug- vallarstarfseminnar rekinn með halla í þorra tilfella. Með öðrum orðum: Það hefur verið hagnaður- inn af rekstri flugstöðva, sem hefur snúið heildarrekstri flugvalla úr tapi í hagnað. Og í þeim fjölda til- fella þar sem það hefur ekki tekist hefur heildarhallinn, sem skapaðist af tapi á rekstri brautakerfisins, minnkað og það hefur síðan lækkað þá upphæð, sem hið opinbera hefur þurft að leggja til flugvallarins. Afleiðingar aðskilnaðar og skipulagsreynsla Það er því nauðsynlegt að flug- vellir séu reknir sem ein heild en ekki sé verið að skilja frá arðbæran hluta og láta í hendur einka- eða séraðila. Það er vegna þess að ef hagnaður flugstöðvar væri ekki nýttur fyrir rekstur flugvallarins alls heldur rynni til þeirra, sem stæðu að einkarekstri flugstöðv- arinnar, mundi heildarhalli flug- vallarins aukast. Til að jafna það bil þyrfti þá að auka enn meira framlag hins opinbera til flugvall- arins og/eða hækka lendingargjöld og önnur gjöld á flugrekendur og þar með far- og farmgjöld. Þess vegna eru alþjóðaflugvellir al- mennt, og þá ekki síst þeir sem arðbærir eru, ein rekstrarheild. Þetta á við um alla helstu alþjóða- flugvelli í nágrannalöndum okkar. Það er reyndar athyglisvert að áhugi einkaaðila, þar sem hann er, beinist yfirleitt eingöngu að rekstri flugstöðva en ekki annarri flugvall- arstarfsemi því þeir vilja eðlilega forðast þann stóra hluta hennar, sem oftast er óarðbær. Það er hins vegar réttlætismál að frekar en fjárfestar eiga flugrekendur og einkum farþegar þeirra, sem í raun skapa markað og hagnað flugstöðv- arinnar, að fá að njóta góðs af nýt- ingu hagnaðarins til að halda niðri lendingar- og öðrum flugvall- argjöldum fyrir veitta þjónustu. Til eru dæmi í þróunarlöndum Afríku þar sem flugstöðin hefur verið gerð að sérfyrirtæki og það þá ríkisreknu en aðalmarkmiðið þar að baki var að skapa fleiri góð embætti í rikisgeiranum. Heild- arkostnaður við flugvellina jókst og það gerðu gjöld á flugrekendur jafnframt í þessum löndum, þegar þetta átti sér stað. Þá má nefna, að eitt aðildarríkja Alþjóðaflug- málastofnunarinnar í Karabíska hafinu og annað í Suður-Ameríku fengu bæði tilboð frá óháðum að- ilum um að taka við eignarhaldi og rekstri flugstöðvar helsta alþjóða- flugvallar þeirra hvors um sig en ríkin mundu áfram sjá um rekstur allrar annarrar þjónustu á flugvell- inum, þ.e.a.s. brauta o.s.frv. Þar sem umræddir flugvellir voru í báðum tilfellum reknir með halla töldu heimamenn við fyrstu sýn að þetta væri gott tilboð enda hafði ekki verið gerð úttekt á arðbærni flugstöðvarinnar annars vegar og brautarkerfisins hins vegar. Bæði ríkin leituðu álits Alþjóðaflug- málastofnunarinnar, sem að athug- uðu máli gat bent á að flugstöðv- arnar í báðum löndunum skiluðu dágóðum hagnaði og ef hans nyti ekki við mundi halli flugvallanna og þar með framlag ríkisins til þeirra óhjákvæmilega hækka. Í öðru til- vikanna var fyrirsjáanlegt að völl- urinn í heild mundi verða arðbær innan fárra ára miðað við þróun umferðarinnar ef flugstöðin væri ekki undanskilin. Bæði ríkin ákváðu að fengnu þessu áliti að selja ekki flugstöðvarnar og hefur komið á daginn að það var fjár- hagslega og rekstrarlega farsæl ákvörðun. Því má heldur ekki gleyma í þessu sambandi að traust- ur fjárhagur er ein af meginstoðum öryggis í rekstri flugvalla. Þó að allir helstu alþjóða- flugvellir nágrannalanda okkar séu reknir undir mismunandi skipulagi er hver flugvöllur ein rekstrarheild rekin af sama aðilanum, sem er í þorra tilfella hið opinbera beint eða, oftast, óbeint. Undantekningar eru mjög fáar og er þar helst að nefna British Airports, almenn- ingshlutafélag, sem rekur flesta helstu alþjóðaflugvelli þar í landi, þar á meðal þá við London. Í öðr- um löndum eru flugvellirnir sjálf- stæðar ríkisstofnanir eða hluta- félög í ríkiseign. Í nokkrum tilfellum hefur ríkið selt minni- og, a.m.k. í tveimur tilfellum í Evrópu, meirihluta hlutabréfa til einkaaðila á frjálsum markaði. Þó virðist gæta tregðu til að selja starfsemi eins og alþjóðaflugvallarekstur í hendur einkaaðilum því um er ræða einok- unarrekstur, sem er mjög öflugur hvati og áhrifavaldur í atvinnu- og viðskiptalífi viðkomandi lands al- mennt. Reynslan hefur sýnt að einkarekstur er yfirleitt æskileg- asta fyrirkomulagið þar sem sam- keppni er möguleg, en hefur oftast gefist illa í einokun. Gott dæmi er einokunarverslunin á Íslandi en hún var landinu verst í höndum einkaaðila en skárri á þeim tveimur stuttu tímabilum þá er hún var konungsrekin. Lokaorð Ísland er eina Vestur-Evrópu- landið og reyndar hið eina þróaðra ríkja, sem enn býr við áratuga úr- elt skipulag í rekstri flugvalla og flugumferðarþjónustu, og hefur það staðið starfsemi Flugmála- stjórnar og annarri starfsemi hins opinbera á sviði almenningsflugs mjög fyrir þrifum, og aukið að óþörfu framlag á fjárlögum til þessara mála. Í öðrum þróuðum löndum hafa þessi mál öll verið endurskipulögð fyrir löngu með því markmiði að gera þau rekstrarlega og fjárhagslega sjálfstæð. Það er hins vegar efni í mun lengri grein en þessa. En samgönguráðherra er þetta ljóst og hefur hann nýlega sett á fót nefnd, sem á að gera til- lögur um skipulag þessarar starf- semi í framtíðinni. Uns sú nefnd hefur skilað áliti skiptir miklu máli að Flugstöð Leifs Eiríkssonar verði ekki seld einkaaaðilum. Einkarekstur flugstöðvar Eftir Gunnar Finnsson Höfundur starfaði í 33 ár hjá Alþjóða- flugmálastofnuninni, síðast sem að- stoðarframkvæmdastjóri, og var deildarstjóri rekstrarsviðs flugvalla og flugumferðarþjónustu í 16 ár. Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14.00-17.00 ÞINGHÓLSBRAUT 43 - 2JA HERB. Á JARÐHÆÐ Mikið endurnýjuð 2ja herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi í góðu fjórbýli. Gengið er inn í íbúðina um suðurgarð. Forstofa, opið eldhús með nýrri innréttingu, stofa, svefnherbergi, flísalagt baðherbergi með sturtu og þvottaaðstöðu og geymslu. Íbúðin hefur svo til öll verið endurnýjuð á sl. 3 árum þ.m.t. raflagnir, pípulagnir o.fl. Hægt að fá keyptan bílskúr með íbúðinni. V. 9,4 m. Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali Erlendur Davíðsson, lögg. fasteignasali Hákon R. Jónsson, sölumaður Ólafur Guðmundsson sölustjóri, Netfang: kjoreign@kjoreign.is Heimasíða: www.kjoreign.is Sími 533 4040 • Fax 533 4041 Opið í dag frá kl. 12-14 TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA Ármúla 21 • Reykjavík BERJARIMI / SÉR GARÐUR. Falleg og rúmgóð 3ja herb. íbúð á jarðhæð með sér inngangi og sér afgirtum garði og hellulagðri verönd í suður. Steinhús sem er klætt. Laus fljótlega. Verð: 12,7 millj. nr: 3584 VEGHÚS-ÚTSÝNI. Rúmgóð og vel skipulögð 5 til 6herb. íbúð á tveimur hæðum. Stórar suðvestur svalir. Stofa, borðstofa og 4 svefnherbergi. tvær snyrtingar. Laus strax. Áhv.húsbr. 8,0 millj. VERÐ: 15,9 millj. nr. 3560 ROFABÆR Góð tveggja herb. íbúð á mjög góðum stað í árbænum. Rúmgóð stofa og opið inn í eldhús. Parket á gólfum. Ný eldavél. Merkt bílastæði fylgir. Verð 8,5 millj. nr. 4076 REYKJABYGGÐ-MOSFELLSB.. Gott einnar hæðar hús um 174,0 fm. ásamt innb. bílskúr.Sólstofa. Stór stofa og fjögur rúmgóð svefnherbergi. Góðar innréttingar. Frábær staðsetning við lokaðan botnlanga. Áhv. ca. 7,0 millj. Verð: 19,7 millj. nr 3481 ÁSHOLT Glæsilegt 2ja hæða raðhús á góðum stað. Hús mjög vel staðsett, rúmgott, tvö stæði í bílageymslu. Laust eftir samkomulagi. Ekkert áhvílandi. Eign fyrir vandláta. Verð 22,9 millj. nr 3756 VALLARHÚS Endaraðhús í góðu ástandi, hæð og rishæð. Afgirt góð lóð. m. sólpalli. Stutt í skóla og aðra þjónustu. Gott skipulag. Nr. 3758 VANTAR VANTAR Okkur vantar allar stærðir eigna vegna mikillar sölu undanfarið. Skoðum og verðmetum samdægurs. Hafið samband við sölumenn. FRÓÐENGI M/BÍLSKÝLI. Rúmgóð 5 til 6 herb. íbúð á tveimur hæðum ásamt stæði í sameiginlegu bílskýli. Tvennar suður svalir. Gott útsýni. Húsið stendur við lokaðan botnlanga. Stutt í sóla og flesta þjónustu. Verð: 15,7 milj. nr. 3583 SEILUGRANDI M/BÍLSKÝLI. Rúmgóð og falleg 2ja herb. íbúð á 1.hæð með sér inngangi og sér bílastæði í sameiginlegri bílgeymslu. Suður svalir. ATH. LAUS STRAX. Áhv. húsbréf VERÐ: 10,9 millj. nr. 3581 GOÐABORGIR Mjög vel staðsett íbúð í fallegu umhverfi. Íbúðin er mjög góð með sérinngang, sér lóðarskika til afnota og tengt f. þvottavél í íbúð. Hús og lóð snyrtileg. Stærð 67 fm. Verð 9,9 millj. jöreign ehf Fjársterk fjölskylda var að selja stórt hús í Foldahverfi, Grafar- vogi. Þau vantar góða 4ja herbergja íbúð í sama hverfi. Lítið rað- eða parhús kemur einnig til greina. Íbúðin þarf að vera á jarðhæð eða í lyftublokk. Nánari upplýsingar veitir Níels Sveinsson í síma 575 8582 og 866 8686 eða á netfanginu fmg@fmg.is Sími 575 8585 - Spönginni 37 - 112 Reykjavík OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ kl. 9-18. OPIÐ LAUGARDAGA FRÁ kl. 13-15 Vantar 4ja herb. íbúð í Grafarvog GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.