Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 38
SKOÐUN 38 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KOSTNAÐUR heilbrigðisþjón- ustu var til umræðu á lýð- heilsuþingi í lok september og for- varnafaraldur á nýafstöðnum árs- fundi Trygg- ingastofnunar rík- isins. Kostnaður vegna heilbrigð- ismála var sagður hærri hér á landi en í nágrannalönd- unum og var það að hluta rakið til forvarnafaraldurs er aftur leiddi til sjúkdómavæðingar og vanda- mála í rekstri heilsugæslustöðva. Hér verður leitast við að kanna hvað hæft er í þessum fullyrð- ingum. Heilbrigðisútgjöld Samkvæmt upplýsingum OECD (Efnahags og framkvæmdastofnun Evrópu) veittu Íslendingar á árinu 2000 um 9,4% af vergri landsfram- leiðslu (VLF) til heilbrigðismála. Sömu tölur hjá Finnum voru 6,6%, Norðmönnum 7,8% og Dönum 8,3% af VLF. Við útreikning þess- ara útgjalda styðst OECD við sér- stakt upplýsingakerfi („System of Health Accounts“) þar sem mörk milli félags- og heilbrigðismála eiga að vera skýr. OECD telur að mörk milli þessara þátta séu óskýr á öllum Norðurlöndum nema þá helst í Danmörku. Hér á landi hækkaði framlag til heilbrigðismála afturvirkt um 0,8% á árinu 1999. Ástæða þessarar hækkunar er að sögn Hagstof- unnar sú að lögaðilar atvinnuveg- anna tóku á árinu 2000 upp nýtt staðlað framtal er gefur gleggri mynd af fjármunamyndun og leiddi það til um 1% lækkunar á áður áætlaðri landsframleiðslu er aftur hafði áhrif á áður útreiknað framlag til heilbrigðismála. Ekki kemur fram hvort þetta nýja staðl- aða framtal hafi þann tilgang að samræma framtalsaðferðir innan Norðurlandanna. Meðan grunn- upplýsingar í gagnakerfi OECD hafa ekki verið samhæfðar er ályktað að varhugavert sé að draga ályktanir af samanburði heilbrigðisútgjalda einstakra ríkja. Skipting heilbrigðisútgjalda Hér á landi fóru á árinu 2001 um 52% heilbrigðisútgjalda til sjúkra- húsa, 17% til heilsugæslu, 16% til öldrunar, 11% til lyfja og tækja og um 4% í sjúkra-slysatryggingar, stjórnun o.fl. Sá hluti sem fór í fyr- irbyggjandi starfsemi er ekki gagnsær en ljóst er að aðeins lítill hluti allra heilbrigðisútgjalda renn- ur til slíkrar þjónustu. Það er óum- deilt að þekking okkar á orsaka- þáttum hinna ýmsu sjúkdóma fer stigbatnandi og hefur leitt til að al- menningur er nú meira meðvitaður um þýðingu heilsueflingar og hinna ýmsu þátta forvarna. Þessari þró- un verður ekki við snúið og er því full þörf á að upplýsa bæði al- menning og heilbrigðisstarfsfólk um forsendur og takmarkanir for- varna. Forvarnastörf Heilsuefling beinist að því að fræða einstaklinginn um mikilvægi hæfilegra líkamsæfinga, þátttöku í krabbameinsleit, hollrar fæðu og upplýsa um skaðsemi reykinga, óhóflegrar sólargeislunar, ofneyslu áfengra drykkja o.fl. Slíkt starf er samtvinnað forvörnum og leiðir vart til sjúkdómsvæðingar. Forvörnum er skipt í fjögur stig. Frumstig og fyrsta stig forvarna fjalla um aðgerðir hins opinbera til að draga úr áreiti er leitt getur til sjúkdóma. Stjórnvöld nýta hér m.a. lög og reglugerðir til að koma í veg fyrir dreifingu hættulegra efna í umhverfið, notkun þeirra í fæðutegundir, og til eflingar tób- aksvarna, bólusetninga, mæðra- og ungbarnaeftirlits, slysavarna og ýmiss konar fræðslu tengda for- vörnum. Þriðja stig forvarna teng- ist endurhæfingu eftir sjúkdóma- meðferð. Þessar forvarnir eru flestum vel kunnar og hafa mér vitandi ekki leitt til deilna hvað varðar gagnsemi þeirra fyrir þjóð- félagið í heild. Annað stig forvarna beinist að því að lækna eða draga úr afleið- ingum sjúkdóma með því að greina þá og meðhöndla á forstigi eða hul- instigi. Sem dæmi má nefna blóð- þrýstings- og blóðfitumælingar til að draga úr hjarta- og æða- sjúkdómum, heyrnarmælingar til að draga úr heyrnartapi, ómskoð- anir í mæðravernd og kembileit af ýmsum toga. Rannsóknum er hér ýmist beitt með skipulegri kembi- leit eða óskipulegri tilfellaleit („case finding“). Skipuleg kembi- leit merkir að stórum hópi af ein- kennalausum og í flestum tilfellum heilbrigðum einstaklingum er boð- ið til skoðunar (dæmi: leitarstarf Krabbameinsfélagsins) en óskipu- leg leit er það þegar læknir ákveður að framkvæma viss leit- arpróf á einstaklingi án þess að hann hafi nein bein einkenni sjúk- dóms en er talinn til áhættuhóps (dæmi: blóðpróf til blóðfitumæl- ingar). Þetta stig forvarna getur óneitanlega leitt til ofgreiningar og þarfnast því nánari skýringar. Skipuleg kembileit Þessi leit er háð mjög ströngum skilyrðum og eru þau helstu eft- irfarandi:  Sjúkdómur sá sem leitað er að þarf að vera verulegt heilbrigð- isvandamál og hafa greinanlegt forstig eða hulinstig.  Leitarprófið þarf að greina þá sjúku frá þeim heilbrigðu (sjá næmi og sértæki hér að neðan) og aðferðin má ekki fæla fólk frá þátttöku vegna sársauka og óþæg- inda. Meðferðarmöguleikar þurfa að vera fyrir hendi.  Þátttökuhlutfall verður að vera viðunandi og kostnaður samfélags- ins ásættanlegur (oftast reiknaður á hvert ,,lífár“ sem leitin bætir við líf einstaklingsins).  Endanlegt mat á gagnsemi leit- arinnar byggist á áhrifum hennar á lífsgæði þátttakenda og áhrifum á tíðni og dánartíðni sjúkdómsins (kannað með slembivalsrannsókn („randomized controlled trials“) eða af breytingum milli tímabila („time-trends“)). Sem dæmi um leitarpróf í kembi- leit má taka leghálsstrok við leg- hálskrabbameinsleit. Næmi og sértæki stroksins ræður úrslitum um hvort leitarprófið telst nýt- anlegt til leitar. Næmið gefur til kynna möguleika aðferðarinnar til að greina þá sem sjúkir eru. Ef næmið er hátt merkir það að strokið segir til um flesta þá sem eru sjúkir en lágt næmi að strokið missi af mörgum sjúkum. Sértæki stroksins gefur til kynna mögu- leika rannsóknarinnar að greina rétt þá sem eru heilbrigðir. Því hærra sértæki, því færri greinast með ,,falskt jákvæða niðurstöðu“ (þ.e. virðast vera sjúkir án þess að svo sé). Lágt sértæki leiðir til hækkandi kostnaðar við leitina þar sem boða þarf fleiri falskt jákvæða einstaklinga (heilbrigða) til frekari skoðunar. Þessir einstaklingar falla því réttilega undir skilgrein- inguna ofgreining og er hér beitt framhaldsrannsóknum (legháls- speglanir og veirupróf) með háu næmi til að greina rétt þá sem sjúkir eru. Skipuleg leit leiðir óhjákvæmilega til ofgreiningar en slíkt er ásættanlegt að því tilskildu að skilyrðum hvað varðar áhrif leitarinnar á tíðni og dánartíðni sjúkdómsins og lífsgæði þátttak- enda sé fullnægt. Óskipuleg tilfellaleit Þetta form leitar er tilfellaleit hjá einkennalausum einstaklingum á stofu hjá sérfræðingum og heilsugæslulæknum og hafa þeir Heilbrigðisútgjöld og forvarnafaraldur Eftir Kristján Sigurðsson Sími 552 1400 fax 552 1405 Laugavegi 170, 2. hæð, 105 Reykjavík Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur löggiltur fasteignasaliHeimasíða: www.fold.is - Netfang: fold@fold.is OPIÐ HÚS AÐ KAMBASELI 26 í dag, sunnudag, milli kl. 15.00 og 17.00, Kristján og Hildur á bjöllu. Sérstaklega björt og falleg íbúð á 3. hæð í litlu fjölbýli. Einn stigagangur í húsinu. Allt nýtt á baði. Gott viðhald á húsi og íbúð. Sameign nýlega tekin í gegn. Íbúðin er vel skipulögð snyrti- leg m. parketi og flísum á gólfum. Þvottahús í íbúð, góðar austursvalir. Eign sem vert er að skoða. Áhvílandi 6,8 millj. Verð 12,95 millj.                                         !"   ###$     $  %$    !"    & ' (      )  * +'   ,      -  +  # ' $ .        '    .  '.   '           //$  + 0        % -        FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4 - SÍMI 570 4500, FAX 570 4505 - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17 Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Grænamýri - Seltjarnarnesi Glæsileg 4ra-5 herb. íbúð á efri hæð með sérinngangi í þessu nýlega húsi við Grænumýri. Íbúð skiptist m.a. í samliggjandi stofur, eldhús með borð- aðstöðu, 3 herbergi, þvottaherb. og flísalagt baðherbergi. Vandaðar inn- réttingar. Parket og flísar á gólfum. Suðursvalir. 25 fm bílskúr. Áhv. húsbr. 4,6 millj. Verð 21,5 millj. Íbúðin fæst einungis í skiptum fyrir einbýlishús, raðhús eða parhús á Seltjarnarnesi. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. 588 4477 Falleg og nýlega innréttuð 106 fm, 4ra herb. íbúð á 2. hæð með stórum svölum. Vandaðar innréttingar, tæki og gólfefni, stór geymsla innan íbúðar og tengi fyrir þvottavélar á baðherbergi. V. 14,8 m. Áhv. 8,0 millj. frá Byggsj. rík. Ekkert greiðslumat. Einar Þór og Oddný taka á móti áhugasömum frá kl. 16-18 í dag. Veghús 27a - íb. 0202 Vönduð 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í nýlegu lyftuhúsi með sérinngangi af svölum. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Íbúðinni fylgir stæði í bílskýli og mikil sameign. Tinna tekur á móti áhugasömum frá kl. 16-18. „Bjalla merkt OLGA“. V. 16,9 m. Áhv. 2,5 m. Laus strax. Suðurgata 7 - íb. 0304 Falleg og mikið endurbætt 82 fm, 3ja-4ra herbergja íbúð á jarðhæð í tveggja íbúða húsi. Stór sameiginlegur garður og sérbílastæði. Nýleg gólfefni og innréttingar. Harpa og Hjörtur taka á móti áhugasömum frá kl. 15-17. V. 13,0 m. Áhv. 7,5 m. Hólmgarður 49 - neðri hæð Rúmgóð og glæsileg 81 fm íbúð á 2. hæð ásamt stæði í bílskýli. Eignin er glæsilega innréttuð á vandaðan hátt. V. 11,9 m. Áhv. 10,1 m. Konráð tekur á móti áhuga- sömum frá kl. 15-17. Laus við kaupsamning. Hrísrimi 9 - íbúð 0202 Nánari upplýsingar og myndir á valholl.is Opið hús í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.