Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Baldur var vinur okkar. Það er mikil eftirsjá í mönnum eins og Baldri Guðjónssyni, sem fara alltof snemma. Hann var drengur góður, góður eiginmaður, góður faðir og afi og góður félagi. Ævistarfi sínu skil- aði hann vel frá sér, sama á hvaða vettvangi starf hans var á hverjum tíma æviskeiðs hans. Fróður var hann á hag lands og lýðs og því ákaflega skemmtilegur í viðræðum. Dugnaður hans var einstakur og öll sú vinna sem hann og Kolbrún lögðu í að fegra heimili sitt og sum- arbústaðinn í Skorradalnum var með eindæmum og bera þeim gott vitni. Í frístundum var hann hrókur alls fagnaðar og ófáar stundir áttum við með þeim hjónum Kolbrúnu og hon- um þar sem harmonikan var dregin upp og fjörið hófst. Farnar voru veiðiferðir og þó aflinn væri ef til vill ekki mikill var félagsskapurinn því betri og margt skrafað og spjall- að og ekki komið að tómum kof- unum þar sem Baldur var. Okkur langar til að minnast á ferðina sem Jón og Baldur fóru með tjald á Vestfirði og stunduðu þar fjallgöng- ur og heimsóttu vini Baldurs og frændur í Bolungarvík og víðar. Sú ferð er ógleymanleg, ekki síst vegna þess hve þægilegt var að vera í ná- vist Baldurs. Á meðan biðu Kolbrún BALDUR GUÐJÓNSSON ✝ Baldur Guðjóns-son fæddist á Ísa- firði 23. febrúar 1929. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að morgni 7. nóvember síðastliðins og var útför hans gerð frá Keflavíkurkirkju 14. nóvember. og Magga heima og gættu bús og barna, en tilkynningarskyldu var sinnt þrátt fyrir að þetta væri fyrir tíma farsíma. Efst í huga okkar við andlát Baldurs er þakklæti fyrir það að hafa fengið að vera honum samferða í öll þessi ár og njóta sam- vista við hann, Kol- brúnu og fjölskyldu þeirra. Elsku Kolbrún, megi góður guð styrkja þig á þessari stundu og gefa þér kraft til að takast á við sorg þína. Við vottum Kolbrúnu, Hjördísi, Baldri Jóhanni, Tinnu og fjölskyld- um þeirra okkar innilegustu samúð og biðjum guð að styrkja þau. Magnúsína og Jón. Ég kynntist Baldri og Kolbrúnu frænku minni haustið 1957, er ég hóf störf hjá Hraðfrystistöð Kefla- víkur. Þau áttu þá notalegt heimili á Hólabraut. Seinna fluttu þau sig á Hringbrautina, og svo í Langholtið þar sem þau hafa búið í nær 40 ár. Baldur var mjög laghentur og vann mikið sjálfur við að byggja og innrétta húsnæðið, bæði á Hring- braut og í Langholti. Hann var for- stöðumaður Ráðningardeildar Varnarmálaskrifstofu. Eftir vinnu á skrifstofunni kom hann oft í Brynj- ólf hf. til að vinna við saltfiskverkun. Hann var flinkur flatningsmaður, dugnaðarforkur og afkastamikill. Þá var til siðs að gera að fiskinum þeg- ar bátarnir komu að landi á kvöldin og hætta ekki fyrr en fiskurinn var kominn í salt, og var þá oft komið vel fram yfir miðnætti. Þegar Brynjólfur hf. keypti Hrað- frystihús í Innri-Njarðvík, tók Bald- ur að sér að sjá um að reikna út laun starfsmanna, og gerði hann það af mikilli samviskusemi í mörg ár. Baldur var trúnaðarvinur minn og þótti mér gott að ræða við hann margvísleg málefni eins og rekstur frystihússins, sölumál og útgerð. Hann var vel heima í öllu og kom með margar góðar tillögur. Sumarið 1991 þegar ég var lasinn tók hann sig til og málaði allt frysti- húsið, verkstæði, skreiðarhús og þurrkhús. Þetta gladdi mig mikið og sýnir hvern hug hann bar til fyr- irtækisins. Nú ert þú genginn, góði vinur, traustur og tryggur, og er þín sárt saknað. Ég bið góðan guð að taka vel á móti þér. Kolbrúnu, Baldri, Hjördísi, Tinnu og þeirra fjölskyldum votta ég sam- úð mína. Jón Karlsson. Nokkur kveðjuorð um Baldur Guðjónsson, en hann var einn úr hópi stráka og stelpna, sem áttu samleið í leik og skólastarfi á Ísa- firði undir lok heimstyrjaldarinnar síðari. Hópurinn var margvíslegur og lágu leiðir víða, en snemma var tek- ið upp á því að hittast reglulega og gleðjast saman og varð bernskuvin- áttan þannig að ævilöngum kynnum og vináttu. Þó ekki væri Baldur háværastur í þessum glaðværa hópi nutum við öll þeirrar hlýju sem ætíð var af návist hans og kveðjum við hann öll með miklum söknuði. Minningin um þennan góða dreng verður okkur öllum minnisstæð. Söknuður okkar er því meiri þar sem Baldur var síð- astur félaga okkar sem látist hafa á örskömmum tíma. Á undan honum létust þeir Albert Karl Sanders, Haukur Ingason og Helgi Þórðar- son. Um leið og ég þakka það lán að hafa átt Baldur að vini vil ég fyrir hönd bernskufélaganna votta eftir- lifandi eiginkonu hans Kolbrúnu Guðmundsdóttur, börnum þeirra og aðstandendum öllum okkar innileg- ustu samúð og hluttekningu í missi þeirra og söknuði. Kristján Arngrímsson. Kær vinur er kvaddur með mikl- um trega, en minningarnar hrann- ast upp og þá er stutt í bros gegnum tárin. Vinátta okkar Baldurs og konu hans spannar langt í 40 ár. Um ára- bil vorum við vinnufélagar og síðan næstu nágrannar, og aldrei bar skugga á okkar samskipti. Baldur var fluggreindur, hógvær og vand- aður maður, en umfram allt góður og skemmtilegur. Minni hans var með ólíkindum gott. Það var því gaman að hlusta á hann segja frá. Talandi um að hann hafi verið skemmtilegur er ekki ofmælt því kímnigáfa hans var hreint ótrúleg. Hann var hamingjumaður í einkalíf- inu. Þau hjón voru samhent í því að láta fólki líða vel í návist þeirra. Ég færi Kolbrúnu, Baldri Jóhanni, Tinnu, Hjördísi og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Baldurs verður sárt saknað. Guðbjörg Þórhallsdóttir (Korrráð). Baldur Guðjónsson var traustur og kær vinur fjöldskyldu minnar og fyrrverandi nágranni er farinn frá okkur. Sannur vinur skilur eftir sig áþreifanlegt skarð og því stendur minningin skýr um ánægjulegar samverustundir fjölskyldna okkar, sem áttu samleið í Langholtinu í Keflavík og sem starfsfélagi í lög- gæslunni um árabil. Baldur starfaði við löggæslustörf hjá embætti lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli, lengst af við radarstöð varnarliðsins á Heiðafjalli á Langanesi, en frá l967 hefur hann gegnt starfi ráðningarstjóra Varn- armálaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins. Baldur var traustur, samvisku- samur og heiðarlegur í starfi. Þá var hann hlýr í viðmóti og gleðigjafi á góðum stundum, gott skopskyn gerði návist hans ánægjulega. Hann kærði sig ekki um athygli fjöldans, en í faðmi fjölskyldunnar og í vina- hópi lét hann ljós sitt skína. Það var gaman að skiptast á skoð- unum og rökræða hin ýmsu málefni við Baldur, hann fylgdist vel með fréttum, mönnum og málefnum og hafði fastmótaðar skoðanir á þjóð- málum. Honum varð tíðrætt um að jafnrétti ætti að vera virkt í verki og stjórnvöld ættu að hafa að leiðar- ljósi skilvirka og réttláta stjórn og skiptingu á nýtingu sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar. Hann hafði gagnrýnar en vel grundvallaðar stjórnmálaskoðanir, sem áhugavert var heyra umfjöllun hans á. Þá var gaman að heyra Baldur lýsa nátt- úrudýrðinni og kyrrðinni við sum- arhús fjölskyldunnar við Skorradal, hvernig samspil himins, jarðar og vatns fléttast saman í eina órofa heildarmynd, sérstaklega þegar húmar að á kyrrum sumarkvöldum. Baldur hafði gaman af að smíða ýmsa hluti, enda laghentur, hafði komið sér upp tækjum og tólum í bílskúrnum og þar naut hann líka aðstoðar listríkra hugmynda Kollu um hönnun hvers konar trésmíðam- una. Baldur bar sig vel að venju er ég heimsótti hann, vissi þó vel að hverju stefndi. „Maður verður að taka því sem að höndum ber,“ sagði hann. Fleiri orð hafði hann ekki um veikindi sín, en fór að rifja upp ýms- ar skemmtilegar samverustundir okkar frá fyrri árum. Nú eru leiðir okkar skildar, minn- ingin um góðan vin og skemmtilegar samverustundir heima hjá ykkur Kollu í Langholtinu og úti í nátt- úrunni eiga sér fastan sess í hug- skotum okkar, sem gott er að fá að varðveita. Minningin um Baldur er alltaf bundin hans ágætu eiginkonu Kolbrúnu. Þau opnuðu heimili sitt fyrir vinum og vandamönnum af einstökum hlýleika og skemmtilegu viðmóti. Elsku Kolbrún mín, Baldur, Tinna, Hjördís og aðrir ættingjar, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kristján Pétursson og börn. Baldur Guðjónsson starfaði um áratugi sem forstöðumaður ráðning- arskrifstofu sem rekin er af varn- armálaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins. Baldur gegndi þeim störfum með mesta sóma og fyrir atbeina hans á liðnum árum nýtur Varn- arliðið þess að eiga fjölmarga mjög hæfa starfsmenn. Baldur var maður einarður, hreinskilinn og atorkusamur, jafnt í starfi sínu sem einkalífi. Öll störf hans og viðhorf einkenndust af vel- vilja til manna og viðleitni til að leysa þau vandamál sem upp komu. Baldur og Kolbrún eiginkona hans voru mjög samrýnd og unnu saman að mörgum verkum. Heimili þeirra og sumarbústaður bera merki um handlagni Baldurs og listhneigð Kolbrúnar. Baldur var lagður að velli af hinum skæða sjúkdómi, krabbameini. Hann þjáðist mikið en kvartaði lítið. Við fráfall Baldurs er horfinn góður samstarfsmaður, einlægur fé- lagi og vinur. Við færum eftirlifandi eiginkonu hans, Kolbrúnu, börnum þeirra og fjölskyldu, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Við erum þakklát fyrir yndislegar samveru- stundir með þeim hjónum á liðnum árum. Blessuð sé minning Baldurs Guðjónssonar. Guðni og Berta. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SIGURRÓS FANNDAL TORFADÓTTIR frá Hvítadal, lést á líknardeild Landakotsspítala sunnudag- inn 2. nóvember. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þorsteinn Einarsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Móðurbróðir okkar, JÚLÍUS J. STEINGRÍMSSON rafvirkjameistari, hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður Lyngheiði 10, Selfossi, sem lést sunnudaginn 9. nóvember, verður jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn 17. nóv- ember kl. 13.30. Guðrún Jónsdóttir, Sigurlaug Jónsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA OLGA ÞORKELSDÓTTIR, áður til heimilis í Reykjahlíð 10, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði, föstudaginn 14. nóvember. Helga G. Einarsdóttir, Laufey Hrefna Einarsdóttir, Jóhann Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR FJÓLA ÁSGRÍMSDÓTTIR, Skarðsbraut 13, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 11. nóvember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 18. nóvember kl. 14.00. Ásgrímur Ragnar Kárason, Jóhanna G. Þorbjörnsdóttir, Þórður Ægir Óskarsson, Sigurborg Oddsdóttir, Guðmunda Hrönn Óskarsdóttir, Stefán Eiríksson, Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Hrólfur Ölvisson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN G. GUÐNADÓTTIR bókbindari, Fífuhvammi 33, Kópavogi, áður til heimilis á Sogavegi 26, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 18. nóvember kl. 13.30. Sigrún Gunnlaugsdóttir, Karl J. Herbertsson, Jón H. Gunnlaugsson, Bryndís Gunnarsdóttir, Óskar Gunnlaugsson, Anna Axelsdóttir, Hjalti Gunnlaugsson, Kolbrún Ingimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.