Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 43 ✝ Magnús Eyjólfs-son fæddist að Dyrhólum í Mýrdal í Vestur-Skaftafells- sýslu 18. mars 1933. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Sóltúni 31. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Eyjólfur Þórar- inn Jakobsson, f. 1899, d. 1985, og Ólöf Sóley Guðmunds- dóttir, f. 1912, d. 1983. Systkini Magn- úsar eru Guðbjörg, f. 1932, d. 1990, Ólöf, f. 1942, uppeldissystir Rúna Jóns- dóttir, f. 1948. Magnús kvæntist 6. nóv 1954 Öldu Þórunni Jónsdóttir, f. 3. apr- íl 1935. Börn Magnúsar og Öldu eru: 1) Jón Þórarinn, f. 1954, kvæntur Björgu Jónsdóttir, f. 1953, börn Jóns eru: Alda Þórunn, Eva Hrönn, Magnús Þór, Guð- laugur og Þórður, barnabörn Tanja Ösp, Ísak Snær og Matthild- ur. 2) Linda Hrönn, f. 1959, gift Erni Hjálmarssyni, f. 1958, börn þeirra eru Arna Hrönn og Magnús Mar. 3) Sigurður Haukur, f. 1961, kvæntur Stefaníu Guðmundsdóttur, f. 1963, börn þeirra eru Andrea, Kol- beinn Ari og Stein- unn Björg. Sonur Magnúsar er Svein- björn Rúnar, f. 1959. Alda og Magnús skildu 1996. Magnús starfaði lengst af sem leigu- bílstjóri hjá Hreyfli. Sat í stjórn Hreyfils og Frama og átti sæti um árabil í úthlutunar- nefnd ökuleyfa. Einnig var Magn- ús virkur í starfi Framsóknar- flokksins í Reykjavík og átti m.a. sæti á lista flokksins til borgar- stjórnarkosninga. Fyrir rúmu ári fluttist Magnús að hjúkrunarheimilinu Sóltúni þar sem hann lést 31. október síð- astliðinn. Útför Magnúsar var gerð í kyrrþey, að ósk hins látna. Þér kynntist ég fyrir sextán árum, er ég fór að venja komur mínar í Fag- rabæinn, á fallega heimilið sem þið Alda áttuð og hlúðuð bæði svo vel að. Heimilið bar vitni um snyrtimennsku og einstakan metnað til að hafa fal- legt í kring um sig. Í Fagrabæ var jafnan gestkvæmt, enda húsráðend- ur bæði höfðingjar heim að sækja. Þangað var gaman að koma. Þú naust þín í bílskúrnum við smíðar og viðgerðir á öllu milli him- ins og jarðar. Hög var höndin og starfsorkan ótæmandi. Alda sá síðan um að enginn færi svangur af ykkar fundi, því þar svignuðu borð jafnan undan hnallþórum og góðgæti. Þið voruð einstaklega samhent í að gera heimilið svo aðlaðandi sem raun bar vitni. Ég skynjaði oft hve stoltur þú varst af heimilinu, konunni þinni og börnum. Og ósjaldan hafðirðu á orði að þau væru þitt ríkidæmi í lífinu. Þú barst hag fjölskyldu þinnar mjög fyrir brjósti og varst vakinn og sofinn yfir velferð hennar. Alltaf varstu tilbúinn að rétta hjálparhönd og reyndi þá oft á þá fjölhæfni og það verksvit sem þú fékkst í vöggugjöf. Gilti þá einu hvort fengist var við pípulagnir, smíðar eða vélvirkjun, allt lék það í höndunum á þér. Þú varst af þeirri tegund manna sem kölluð er þúsundþjalasmiðir og hag- leiksmenn. Mér sýndirðu ávallt einstaka hlýju og velvilja. Og mörg féllu þau hvatn- ingarorðin og hrósyrðin í garð hinnar ungu, óreyndu húsmóður sem var að stíga sín fyrstu skref í heimilishaldi. Ég man enn hvað mér þótti vænt um það, þó ég vissi fullvel að margt var þá með byrjenda- og klaufabrag á heimilinu. Glíman við parkinsonsveikina dró hægt og bítandi úr færni þinni til daglegra athafna, en viljinn fleytti þér þó býsna langt, ásamt því hve þú varst hraustur að upplagi. Þegar við Haukur stóðum í þeim stórræðum að reisa yfir okkur hús fyrir nokkrum árum, varst þú auðvitað fyrstur mættur til aðstoðar og gafst ekkert eftir, þrátt fyrir dvínandi þrek. Þar kom berlega í ljós sá járnvilji og seigla sem einkenndi þitt lundarfar framar öllu. Að sjá þig með hamarinn á lofti, skrúfjárnið, naglana og sögina við hendina og heyra þig söngla af tómri hamingju og sköpunargleði, smíð- andi blómaker og trékistur, þannig vil ég muna þig. Þín tengdadóttir Stefanía. Mig langar að minnast tengdaföð- ur míns með nokkrum orðum. Þegar ég hugsa til baka koma upp í hugann minningar sem eru mér ákaflega dýrmætar. Segja má að ég hafi kynnst honum fyrir alvöru þegar þau hjónin bjuggu í Fagrabæ 2. Magnús hafði þá greinst með alvarlegan sjúk- dóm sem leiddi til þess að hann varð að hætta að stunda vinnu sína. Magn- ús var ekki mikið fyrir langar orð- ræður um hlutina en hafði ákveðnar skoðanir og oft var gaman að ræða málin við hann. Magnús var dugnaðar maður og allt lék í höndunum á honum og það virtist sama hvort um væri að ræða- bifreiðaviðgerðir eða smíðar. Hann innréttaði bílskúrinn í Fagrabænum mjög haganlega og bjó sér til aðstöðu sem var honum mikils virði og stytti honum stundirnar. Ófáar helgarnar áttum við saman í skúrnum við að dunda við og lagfæra bílana okkar. Kunnátta hans var mikil þegar bílar voru annars vegar og þó að veikindin væru erfið og fengu mjög á hann, var viljinn og dugnaðurinn aðdáunar- verður. Þegar Magnús flytur niður í Hátún 12 varð heimili okkar Lindu hans annað heimili, hann var mikill au- fúsugestur hjá okkur. Hjálpsemi og góðvild hans í okkar garð verður seint fullþökkuð. Þetta var góður tími sem við áttum saman og margar hlýj- ar minningar ylja okkur fjölskyld- unni þegar við hugsum til hans. Börnin okkar voru hænd að afa sín- um og sakna hans sárt, enda var hann þeim mikils virði. Megi góður Guð blessa minningu Magnúsar Eyjólfssonar í hjörtum okkar allra sem þekktum hann. Örn Hjálmarsson. MAGNÚS EYJÓLFSSON ✝ Sigurrós Fann-dal Torfadóttir fæddist á Saurhóli í Dalasýslu 2. ágúst 1929. Hún lést á Líknardeild Landa- kotsspítala 2. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Sigurður Torfi Sigurðsson í Hvítadal og Guðrún Valfríður Sigurðar- dóttir. Systkini Sig- urrósar eru Sigvaldi, f. 2.7. 1922, d. 19.11. 1998, Sigurkarl, f. 23.5. 1924, d. 24.1. 1997, Sigur- jón, f. 7.2. 1926, d. 22.11. 2000, Guðbjörg, f. 2.8. 1929, Svavar, f. 25.9. 1933, Sighvatur 25.10. 1936. Eftirlifandi eiginmaður er Þor- steinn Einarsson, foreldrar hans voru Guðbjörg Guðjónsdóttir og Einar Ásgeirsson sem bjuggu á Borgarholtsbraut 56. Börn Sigurrósar og Þorsteins eru: 1) Rósa Björg, f. 13.2. 1956, eiginmaður Kjell Hymer, þau eiga tvö börn. 2) Ómar Bjarni, f. 26.4 1959, hann á fjögur börn. 3) Unnur Björg, f. 17.11. 1960. 4) Ævar Björn, f. 16.5. 1962, eiginkona Arna Guðrún Geirsdóttir, þau eiga þrjú börn. 5) Anna Björg, f. 9.10. 1963, eigin- maður Karl Reynis- son. Þau eiga tvö börn. 6) Kristján Bragi, f. 2.2. 1966. 7) Sigurður Einar, f. 17.12. 1968, eiginkona Kristín Helga Gísla- dóttir. Þau eiga þrjú börn. Sigurrós ólst upp hjá foreldr- um sínum í Hvítadal í Dölum en lengst af bjó hún ásamt eigin- manni sínum á Borgarholtsbraut 56. Útför Sigurrósar var gerð frá Fossvogskapellu 10. nóvember, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kæra Sigurrós tengdamóðir mín. Það var sunnudaginn 2. nóvember sem mér bárust þau tíðindi að þú vær- ir dáin. Göngu þinni hér á jörðu lauk of skjótt. Mig langar til að þakka þér fyrir alla þá alúð og umhyggju sem þú barst fyrir mér og minni fjölskyldu. Okkar kynni hófust fyrir rúmlega 26 árum, þegar ég kom í fyrsta skipti til Íslands. Ég hafði þá kynnst elstu dóttur þinni úti í Noregi. Ég tók strax eftir að þú varst mikið náttúrubarn, allt lifandi, dýr gróður og menn léku í höndum þínum. Þú varst móðir og amma og sinntir þú því hlutverki af lífi og sál. Það var ævinlega gott að sækja þig heim og spjalla við þig um allt milli himins og jarðar og hlusta á sjónarmið þín. Þú gast verið beitt og þú lást ekki á skoðunum þínum en jafnframt varstu gamansöm og hafðir einstaka kímnigáfu og auga fyrir því broslega í amstri dagsins. Frá okkar fyrstu kynnum fannst mér alltaf gott að koma til þín. Við átt- um saman margar góðar stundir eftir að við Rósa fluttum til Íslands 1979. Þar má nefna öll matarboðin sem voru engu lík og skemmtilegu jóla- boðin hjá þér þar sem þú safnaðir fjöl- skyldunni saman. Allar stundirnar heima hjá þér á Borgarholtsbraut- inni, þar sem þú reyndir að kenna mér íslensku og þar sem ég fræddist um íslenska alþýðumenningu og list- ir. Þú sagðir margar sögurnar, sér- staklega frá æskuárunum í Hvítadal. Þú söngst oft fyrir mig og Steina, elsta barnabarnið þitt á sama tíma sem þú sast við ofninn í eldhúsinu og prjónaðir. Hjá þér fengum við Steini að kynnast íslenskri matarlist sem við kunnum vel að meta. Það var alltaf líf- legt í kringum þig, aldrei dauður tími. Þú varst myndarleg húsmóðir og bjóst gott heimili fyrir þína nánustu. Elsku Sigurrós, ég vil þakka þér fyrir allt það sem þú gerðir fyrir mig og börnin mín, fyrir góðar og eftir- minnilegar stundir og alla þá hjálp sem þú veittir okkur. Missir okkar er mikill og við söknum þín. Ég bið Guð að blessa þig og varðveita og veita okkur styrk sem eftir sitjum hér. Þinn tengdasonur Kjell. Hún fór með sæmd og sigri til sælulandsins heim. Þessar síðustu ljóðlínur í minning- arkvæði Stefáns frá Hvítadal um langömmu okkar, Sigríði, finnst mér eiga vel við þegar ég minnist með ör- fáum orðum systur minnar, Sigurrós- ar, sem lést á líknardeild Landakots- spítala 2. nóv. sl. Á kveðjustundum sækja minning- arnar á. Minningar frá æskuárunum heima í Hvítadal þar sem margt ungt fólk var saman komið við leiki og störf og Sigurrós tók þátt í hvorutveggja af þeim krafti sem henni var gefinn. Ung byrjaði hún að vinna við að að- stoða móður okkar við innanbæjar- störf og útivinnu eftir því sem þörf var fyrir. Eftir nám í Húsmæðraskólanum á Staðarfelli lá leið hennar til Reykja- víkur í vetrarvist eins og þá var títt um ungar stúlkur og seinna vann hún á Landakotsspítala í nokkra vetur, en kom heim í sveitina að sumrinu til að aðstoða enda þá meira að gera. Síð- ustu sumrin kom hún gjarnan með elstu börn Guðbjargar systur okkar (en þær voru tvíburar) með sér til að leyfa þeim að dvelja hjá afa og ömmu. Í Reykjavík kynntist hún eftirlif- andi manni sínum, Þorsteini Einars- syni, og settust þau að í Reykjavík. Eftir það var starfsvettvangur henn- ar að mestu innan veggja heimilisins enda nóg við að vera og ala upp sjö börn, langtímum saman ein þegar maðurinn var úti á sjó eða hafði lang- an vinnudag sem bílstjóri þegar hann var í landi. Til viðbótar því var mikill gestagangur bæði til dvalar um tíma þegar komið var úr sveitinni og marg- ir vinir komu við í kaffisopa enda ein- staklega vel tekið á móti öllum og allir fundu sig velkomna. Allt þetta tókst henni með miklum dugnaði og mynd- arskap. Sigurrós bar mikla umhyggju fyrir börnum sínum, foreldrum og öll- um skyldmennum og sýndi það með verkum sínum, þegar móðir okkar lá rúmföst á spítala svo árum skipti. Hún heimsótti hana nær daglega og stytti henni stundir eins og hægt var, fyrir það vil ég sérstaklega þakka. Sterkust voru samt böndin við Guð- björgu systur okkar því ég fullyrði að aldrei hafi liðið sá dagur að þær hafi ekki talað saman einu sinni til tvisvar á dag til að fylgjast hvor með annarri, börnunum og fjölskyldum þeirra. Sigurrós var mikill vinur vina sinna, hreinskiptin og sagði fólki gjarnan meiningu sína umbúðalaust, en brást heldur ekki ef á þurfti að halda. Framganga hennar öll verður okkur aðstandendum hennar lengi minnisstæð. Ég votta börnum hennar, eigin- manni, tengdabörnum og öðrum að- standendum mína dýpstu samúð og trúi því að minningin um góða eig- inkonu, móður, ömmu og tengdamóð- ur verði ljós á vegi þeirra. Kæra systir, erfiðu sjúkdómsstríði er lokið. Með þakklæti fyrir allt sem þú veittir okkur og fullvissu um end- urfund kveð ég þig með orðum Stef- áns frá Hvítadal og segi: Dýrðlega þig dreymi og drottinn blessi þig. Sighvatur Torfason. Elsku frænka mild sem móðir mér í huga lifir þú. Þegar fóru frændi og bróðir fölskvalaus þín reyndist trú. Minning þín og myndin geymast meðal okkar lengi skal. Þar mun ekkert, ekkert gleymast Allt var bundið Hvítadal. Þaðan margar sögur sagðir sögur bernsku þinni frá. Með framkomu og fasi lagðir flestra vegi rósir á. Þér í huga birtu barstu bættir líðan sérhvers manns. Börnum öllum blíðust varstu bænir þeirra skildir, fannst. Elsku frænka, ég vil þakka allt hið góða er varstu mér. Yfir dauðans dimmu klakka drottins blíða fylgi þér. (S.F.T.) Sigurður K. Sigurðsson. SIGURRÓS FANN- DAL TORFADÓTTIR Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför bróður okkar, GUNNARS H. JÓNSSONAR frá Höll, Haukadal í Dýrafirði. Magnús Þ. Jónsson, Hákon Jónsson, Sigríður Jónsdóttir og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra er vottuðu okkur samúð sína við fráfall INGÓLFS ARNARSONAR STANGELAND. Pálína Guðmundsdóttir, Guðfinna Ingólfsdóttir, Helga Ingólfsdóttir, Guðmundur Ingólfsson, Anna Ingólfsdóttir, Arnar Ingólfsson, Sólveig Ingólfsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku stúlkunnar okkar, ÁSTU MARGRÉTAR MAGNÚSDÓTTUR. Allir þeir sem önnuðust Ástu Margréti og gengu götuna með henni fá sérstakar þakkir. Björg Kjartansdóttir, Freysteinn G. Jónsson, Magnús Þórðarson, Þórður Áskell Magnússon, Dóra Henriksdóttir, Ásta Bjarnadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.