Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 45 Elskulega amma okkar. Nú þegar þú hefur kvatt okkur, sitj- um við systkinin saman og rifjum upp stundirnar með þér. Við hugsum hlýtt til síðustu jóla þeg- ar þú dvaldir hjá okkur í Vestmanna- eyjum. Þá nutum við þess að vera saman öll fjölskyldan og spjalla fram á kvöld. Það var alltaf gaman að opna gjafirnar frá þér því í þeim var gjarn- an eitthvað sem þú hafðir sjálf útbú- ið, prjónaðir jólasveinar eða kisur, útsaumur, servéttu myndir og margt fleira. Handavinna þín var mjög fal- leg og vönduð og engu breytti þó þú værir farin að eldast. Vænst þótti okkur um skírnarskóna sem þú hekl- aðir á nýfædd börnin okkar og skírn- arskrautið. Einnig nutum við samveru þinnar í sumarbústaðnum okkar hjá mömmu og pabba. Þá vildir þú helst spila á hverju kvöldi, langt fram eftir enda spilaðir þú mikið brids hér áður fyrr. Það var því oft gaman þegar okkur tókst að vinna þig. Gaman var að koma til þín út á Grund, ekki síst vegna þess hversu glöð þú varst alltaf að sjá okkur og börnin. Þú hafðir gaman af því að BJÖRG ÞORKELSDÓTTIR ✝ Björg Þorkels-dóttir fæddist á Valdastöðum í Kjós 3. mars 1918. Hún andaðist á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi í Fossvogi 6. nóvember síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Há- teigskirkju 14. nóv- ember. skoða mannlífið og var því gjarnan farið á veit- inga- eða kaffihús elleg- ar ísbúð. Elsku amma, við eig- um eftir að sakna þess að hafa þig ekki með okkur og þá sérstak- lega um jólin. Með þessum fáu orðum kveðjum við þig, amma Björg. Megi guð blessa þig og varðveita. Sigurpáll, Sveinn, Diljá og fjölskyldur. Það er svo skrítið að langamma sé farin, konan sem gat allt þrátt fyrir háan aldur. Hún var orðin 85 ára gömul og átti ekki í erfiðleikum með að skreppa í bæjarferð með okkur systrunum og farið var búð úr búð til að sýna sig og sjá aðra. Maður fylltist stolti yfir því að vera í fylgd með svona glæsilegri konu og við sögðum alltaf stoltar við vini okkar og vanda- menn: „Ég var í bænum með lang- ömmu í dag.“ Það vakti oft spurn- ingar og allir öfunduðu okkur af því að eiga langömmu eins og ömmu Björgu. Minningarnar um elsku ömmu okkar munu lifa í hjörtum okkar, þær eru yndislegar eins og hún og munu hvetja okkur áfram í líf- inu. Kveðja. Hrund og Eygló. Elsku amma Björg. Það hefur margt farið í gegnum huga okkar þessa síðustu daga, smáu atriðin verða að stórum og eftirminnilegum atvikum í minningunni. Þú varst sterk og baráttumikil kona í okkar augum, að missa þrjá eiginmenn og tvö börn var ekki auðvelt fyrir þig. Okkar eftirminnilegustu minningar eru þegar við komum í heimsókn til ykkar á Nesveginn, maður fann alltaf fyrir kærleika og hlýju hjá ykkur. Það var alltaf nóg að gera þegar mað- ur kom til þín. Þessar óteljandi myndir sem þú varst með af fjöl- skyldunni á veggjunum og alls staðar í íbúðinni lýsti þér, það sýndi hversu fjölskyldan skipti þig miklu máli. Uppáhaldsdótið okkar var dúkkan þín sem sat alltaf á rúminu þínu í kjólunum sem þú heklaðir á hana. Í okkar huga varstu hin mesta lista- kona og hafðir gaman af því að dunda þér við að hekla, prjóna og mála dúka enda var alltaf jafngaman að fá mjúka pakka frá þér, þá vissum við að við fengjum hlýja vettlinga og ull- arsokka sem þú bjóst til. Þó að þú sért farin frá okkur lifir þú en í hjarta okkar alla tíð og þar sem þú ert hjá eiginmönnum þínum og börnum mun þér ávallt líða vel. Guð geymi þig, elsku amma. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engill, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Þín barnabörn Kolbrún Ósk, Katrín Ösp og Ari Kristján. Í dag kveðjum við Björgu vinkonu okkar. Margs er að minnast. Við kynntumst Björgu ekki fyrr en hún var komin á efri ár. En stjarna var hún, prúð og frjálsleg í fasi og einkar skemmtileg. Alltaf var hún sérstaklega vel til höfð, með uppsett hár og lakkaðar neglur. Mikil hann- yrðakona sem sat iðulega með handavinnu, prjónaði og saumaði. Við hittumst oft austur í sumarbú- stað hjá Sjöfn og Magnúsi, sem voru dugleg að taka hana með austur. Það var aðdáunarvert að sjá þau hjón dekra við hana af væntumþykju, hún var sem drottning, svo mjúkum höndum fóru þau um hana. Samverustundir með Björgu eru eftirminnilegar. Það geislaði af henni bæði atorka og greind og hún dans- aði eins og engill. Við hittum Björgu síðast á Múlamótinu í Gryfjunni í ágúst. Björg sat í djúpum stól, dúðuð inn í föt og teppi, uppi á veröndinni og fylgdist með öllu. Fín og brosmild, með sitt koniak. Þannig viljum við minnast okkar elskulegu vinkonu, yndislegrar drottningar í sínu há- sæti. Elsku Sjöfn, Maggi, börn, barna- börn og aðrir aðstandendur, ykkar sorg er mikil. En megi stjarna Bjarg- ar vaka yfir velferð ykkar í lífinu. Atli og Rannveig. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Victor, ég veit ekki hverju ég á að byrja. Ég las um þig í minn- ingargreinunum og saknaði þín svo mikið. Pabbi þinn (bróðir) skrifaði að þú hefðir alltaf komið með hugmyndir og verið svo lífsglaður og smá þrjóskur, mér þótti það líka (bara smá). Eins og þegar Gulli (bróðir) sagði þér að hann væri Guðfaðir þinn, þá sagði þú að hann væri ekki pabbi þinn og síðan breyttist þú í spámann og spáðir í lófann á honum og spurðir hann hvort hann og Katr- ín kærastan hans hefði gert ,,dodo“. Svona varstu lífglaður. Ég var í jarðarförinni og það tók VICTOR PÁLL JÓHANNSSON ✝ Victor Páll Jó-hannsson fæddist í Reykjavík 9. maí 1995. Hann lést af slysförum fimmtu- daginn 30. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 12. nóv- ember. mig sárt að missa þig. Þú varst alveg eins og litli bróðir minn. Og það voru sungin mörg lög og það sem ég tók eftir í lögunum var ,,When I think of ang- els, I think of you“, og líka þetta „sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur.“ Þín er mikið saknað. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért ekki lengur hér hjá okkur. Ég hef svo mikið sam- viskubit að ég var ekki búinn að skrifa þetta þegar það komu minn- ingargreinar um þig í Morgun- blaðinu. Þú veist vel að Auðbjörg, Jói, El- ísubet, Sigurbjörn, Magga, Almar og Daníel sakna þín mjög mikið og það geri ég náttúrulega líka. Þú verður alltaf í huga mér, þinn frændi Haukur. Kveðja frá Þjóðleikhúsinu Einn af elstu starfs- mönnum Þjóðleikhúss- ins, Margrét Matthías- dóttir, fyrrverandi forstöðumaður hárkollu- og förðunardeildar Þjóð- leikhússins, er látin og hefur útförin farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Margrét, eða Dadda eins og hún var ætíð kölluð af samstarfsfólki, hóf störf við Þjóðleikhúsið sem nemi í hárkollugerð árið 1963. Hún sótti menntun sína einnig til Bretlands og ekki leið á löngu þar til sérstakir hæfi- leikar hennar urðu til þess að henni voru falin ábyrgari störf. Varð hún fljótlega hárkollu- og förðunarmeist- ari Þjóðleikhússins og gegndi því starfi allt þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir 1997. Samhliða því að stjórna þessari deild leikhússins bætti hún stöðugt við menntun sína með námskeiðum og námsferðum, aðallega til Bret- lands og Þýskalands. Það gera sér kannski ekki allir leikhúsgestir grein fyrir því, að þær hárkollur, sem not- aðar eru í sýningum Þjóðleikhússins, eru langflestar heimatilbúnar, þe. hnýttar á hárkollu- og förðunardeild leikhússins. Þetta er gríðarleg þolin- mæðisvinna og þarf sérstakt listfengi til að hnýta góðar kollur. Allt þetta kenndi Margrét stúlkunum á deild- inni og þær hafa sagt mér, að meira að segja þær sem höfðu lært hárkollu- gerð erlendis fóru þá fyrst að búa til verulega fínar kollur þegar þær hófu störf hjá Döddu, sem kenndi þeim öll smáatriðin af sínu mikla listfengi. Þegar ég kynntist Döddu fyrst var hárkollu- og förðunardeildin í einu MARGRÉT MATTHÍASDÓTTIR ✝ Margrét Matth-íasdóttir fæddist í Reykjavík 10. júní 1927. Hún lést á líkn- ardeild Landakots- spítala 25. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Landakotskirkju í kyrrþey. litlu herbergi á efsta gangi Þjóðleikhússins. Þangað þyrptust leikar- arnir fyrir sýningar til þess að láta leggja síð- ustu hönd á förðunina – reyndar var miklu al- gengara þá að leikarar förðuðu sig sjálfir. Þar var oft þröng á þingi en alltaf var Dadda bros- andi og alúðleg og sá til þess að öllum væri sinnt í tæka tíð. Hún helgaði leikhús- inu alla sína krafta, lagði líf sitt og sál í vinn- una og lagði þannig sitt af mörkum til þess að skapa það samofna listaverk sem góð leiksýning er. Hún hafði ákafalega hlýtt og alúðlegt viðmót og kunni þá list að daðra – af sakleysi þó – þannig að áhugi hennar var óskertur á þeim sem hún ræddi við eða vann með þá og þá stundina. Hún hafði lag á því að láta fólk finnast það vera miðpunktur tilverunnar meðan á samtali við hana stóð. Margrét stýrði deildinni sinni af festu og fagmennsku. Allt var í röð og reglu og snyrtimennskan allsráðandi. Hún átti eflaust sinn þátt í því að deildin hennar býr nú við ein bestu starfsskilyrði og -umhverfi allra deilda leikhússins, þar er rúmgott og bjart og leikarinn fær á tilfinninguna að þarna sé allt gert fyrir hann sér- staklega. Eftir að Margrét komst á eftirlaun var hún tíður gestur á deild- inni og átti erfitt með að slíta sig frá gömlu starfsfélögunum og leikhúsinu. Það var gaman að spjalla við hana í þessum heimsóknum, hún var gríð- arlega stolt af því að sjá deildina í góð- um höndum stúlknanna, sem hún hafði alið upp og kennt á árum áður. Hennar verður minnst sem frábærs lærimeistara á sínu sviði. Það er ekki síst henni að þakka að þessi hluti leik- sýninganna í Þjóðleikhúsinu er í dag í hæsta gæðaflokki. Megi minningin um hana, listfengi hennar og brosið hennar blíða lifa með okkur sem lengst. Stefán Baldursson. Jæja, elsku amma mín, þá er komið að kveðjustund hjá okkur. Þú hefur lifað langa ævi og upplifað ýmsar breytingarnar en alltaf varst þú söm við þig. Þær eru margar minningarnar sem koma í hugann nú á þessari stundu, t.d. hvað þú varst alltaf fín og sæt og aldrei fórstu út án þess að mála þig og fara í þín bestu föt, hvað þú varst ráðagóð, jákvæð og drífandi. Og þess nutum við öll góðs af. Aldrei vantaði mat á borðin þegar við komum úr Vestmannaeyjum í heimsókn, það var alltaf eins og veisla og öllum boðið GUÐRÚN S. GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Guðrún SæunnGuðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 23. júní 1905. Hún lést á Skjóli 28. októ- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaða- kirkju 7. nóvember. enda lagðir þú mikið upp úr því að fjölskyld- an héldi góðum tengslum, sem enn í dag eru mjög góð. Minnist ég þess sérstaklega einu sinni er við vorum á leið til Reykjavíkur, þá gerðir þú þér sér- staklega ferð í Fiskbúð Hafliða niðri á Hlemmi því nú skyldi engu til sparað og var keyptur besti fiskurinn í búðinni ásamt öðru meðlæti en ekki vildi betur til en að fiskurinn gleymdist hjá Hafliða. En ekki dóst þú ráðalaus, þú hringdir bara í hann Hafliða og baðst hann um að senda fiskinn með næsta strætó sem leið ætti upp á Sogaveg og þar myndir þú taka á móti honum. Þetta gekk eftir og maturinn var bor- inn á borð á réttum tíma. Eins varstu alltaf boðin og búin að passa ef á þurfti að halda eins og þegar við fór- um með ÍBV-fótboltaliðinu út, þá var minnsta málið að taka hana Karen okkar sem þá var ekki nema tíu mán- aða. Ekki get ég kvatt án þess að minnast á allar ógleymanlegu þjóðhá- tíðirnar í Eyjum, það var ekki hægt að eiga betri að á þeim stundum. Þú elskaðir þjóðhátíð og varst á þeim öll- um sem ég man eftir. Varst mætt með svuntuna gefandi kaffi og kökur allan daginn. Á kvöldin varst þú til mið- nættis, fórst þá heim með öll börnin og síðan kom maður bara í mat til þín og mömmu á hádegi daginn eftir og sótti börnin. Þannig varst þú öll af vilja gerð til að hjálpa öðrum. Þannig er mamma og ég vona að ég verði eins og þið. Þú kenndir mér allar þær bænir sem ég kann í dag, þú varst mjög trú- uð og bænheyrð varstu, maður hringdi ekki svo sjaldan og bað þig um að biðja fyrir hinu og þessu og viti menn, þetta virkaði. Já, það er svo margs að minnast á þessari stundu. Að endingu vil ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu. Þú varst alveg ein- stök amma. Hvíldu í friði og Drottinn veri með þér. Þitt elsta barnabarn, Sigrún. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morg- unblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum grein- um. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi, mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstu- degi. Berist greinar hins vegar ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist á réttum tíma. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.