Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 59 Nýr og betri  Kvikmyndir.com Skonrokk FM909 HJ MBL HK DV Hverfisgötu  551 9000 BRJÁLUÐ BÍÓUPPLIFUN! Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16.  ÞÞ FBL Sýnd kl. 2.30, 4.30, 8.30 og 10.30 B.i. 10. www .regnboginn.is Stærsta grínmynd ársins! FRUMSÝNING Sýnd kl. 2.30, 4.30 og 6.30. Með íslensku tali. Hann hélt alltaf að hann væri bara venjulegur álfur, þangað til annað kom í ljós. Nú er hann á leiðinni í stórborgina að finna pabba sinn. Stórkostleg grínmynd fyrir alla fjölskylduna. Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 12. ÞÞ FBL  HK DV  SV MBL Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 2 og 4. með ísl. tali. YFIR 1000 GESTIR! Will Ferrell Það sem þú veist um ótta kemst ekki nálægt þessu. Einn óhugnarlegasti hrollvekjutryllir ársins! Beint átoppinn í USA! Stranglega bönnuð innan 16 ára! Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.40. b.i. 16. FRUMSÝNING Miðav erð kr. 50 0 3D gleraugu fylgja hverjum miða OPEN RANGE  DV  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 10.15. Frábær grínmynd um strák sem skilinn er eftir heilt sumar hjá tveim snarklikkuðum frændum sínum. Stórleikararnir Michael Caine, Robert Duvall og Osment úr Sixth Sense fara á kostum. Sýnd kl. 2. Sýnd kl. 6. B.i. 10 ára. Sýnd kl. 3.45, 8 og 10.15. Hann hélt alltaf að hann væri bara venjulegur álfur, þangað til annað kom í ljós. Nú er hann á leiðinni í stórborgina að finna pabba sinn. Stórkostleg grínmynd fyrir alla fjölskylduna. „ATH! SÝND MEÐ ÍSLEN SKU O G ENSKU TALI“ www.laugarasbio.is Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Með ensku tali og íslenskum texta Will Ferrell FRUMSÝNING Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. Með íslensku tali. P latan Duet varð þannig til að Eiður Arnarsson, útgáfustjóri hjá Skíf- unni, bar hugmyndina undir Björgvin. Hann sló til og segist ekki sjá eftir því. „Það var mjög gaman að vinna með öllu þessu fólki og þessi plata er sérstök og skemmtileg viðbót í flór- una. Við lögðum sérstaka áherslu á að meðflytjendurnir fengju að skína vel.“ Björgvin segir að ákveðið hafi ver- ið að láta hina og þessa um upp- tökustjórn, í þeim tilgangi að fá mis- munandi blæbrigði. Sjálfur stýrir hann þó söngupptökunum. Það er gaman að geta þess að bæði börn Björgvins, þau Svala og Krummi, syngja með föður sínum á plötunni, Svala í upphafslaginu en Krummi í lokalaginu. Tímanna tákn (ásamt Svölu Björgvinsdóttur) „Þetta lag er eftir Friðrik Karls- son og samhöfunda hans, tvo Eng- lendinga. Textinn er hins vegar eftir Eirík Hauksson og þetta er í fyrsta skipti sem ég hef sungið texta eftir hann. Þetta er eiginlega heimfærður texti en á ensku er hann „Sign of the Times“. Þetta lag vakti athygli mína þar sem það kveikti á einhverjum Mike Oldfield-bjöllum hjá mér. Okk- ur fannst Svala vera fín í þetta þar sem hún semur mikið með Frissa núna. Þetta er fínt upphafslag, hressilegt og kröftugt.“ Nótt eftir dag (ásamt Sverri Bergmann) „Þetta er úr ítölsku töskunni minni. Samið af manni sem ég hef fylgst dálítið með í gegnum árin. Hann heitir Biagio Antonacci. Ég hef lengi haldið upp á þetta lag og það er fínasta dramatík í gangi. Textinn er eftir Karl Mann nokkurn, íslenskan textahöfund sem á nokkra texta á plötunni. Lagið fer rólega af stað en magnast upp í endann þar sem greina má óm af U2-legum gít- urum. Lífið er ást (ásamt Páli Rósinkranz) „Hérna syngjum við saman í fyrsta skipti. Lagið er eftir Jeff Bat- es og þetta er svona kántrípopp.“ Hvað vita þeir (ásamt Jóni Jósepi Snæbjörnssyni) „Jónsi fer þarna á kostum. Þetta er dálítið ólíkt því sem hann er vanur að fást við. Þegar ég lít yfir heildina finnst mér raddirnar falla flestar mjög vel saman. Í flestum tilfellum er ég að syngja hærra en unga fólk- ið, maður á mínum aldri!“ Hjartasól (ásamt Leone Tinganelli) „Leone er búinn að vera búsettur hér í sautján ár en lagið er eftir hann. Hann kom hingað til að læra jarðfræði á sínum tíma en ílentist hér, kynntist konu og svona. Hann hefur verið að spila með litlu bandi og hefur verið að semja dálítið af tónlist. Við vorum að fara í gegnum lög fyrir plötuna og urðum strax skotnir í þessu lagi. Það kitlaði mig líka að fá að syngja á ítölsku í fyrsta skipti.“ Ég veit að þú vakir (ásamt Birgittu Haukdal) „Hér leituðum við til Sölva í Quar- ashi og fengum hann til að stýra upptökum. Hann sá alfarið um áferðina hér. Lagið er eftir Jóhann Helgason og textinn er eftir Krist- ján Hreinsson.“ Í gær (ásamt Stefáni Hilmarssyni) „Við höfum nú sungið saman áður félagarnir. Við ákváðum að taka lag eftir Eros Ramazotti en textinn er eftir Stebba. Hann fer alveg snilld- arlega með þetta.“ Ég beið allan tímann hér (ásamt Regínu Ósk) „Lag og texti er eftir Einar Bárð- arson. Okkur varð hugsað til hennar Regínu og vildum fá hana í viðlagið. Þetta er mjög „Einarslegt“ lag. Við ákváðum að leika okkur dálítið með það og leituðum í smiðju Brian Wil- son og rödduðum þetta duglega. Þórir Baldursson stýrir upptök- unum.“ Ég veit (ásamt Hönsu) „Flott lag eftir Þóri Úlfarsson. Textinn er eftir Jónas Friðrik. Þórir kemur hér skemmtilega á óvart sem lagahöfundur.“ Ef til vill andartak (ásamt Siggu Beinteins) „Lagið er eftir mig og Frissa Karls en textinn eftir Karl Mann. Þetta lag var klárað fyrst af öllu þar sem það er líka á plötunni hennar Siggu. Ég og Sigga höfum starfað saman í mörg ár og ekkert nema gott um það að segja.“ You Belong To Me (ásamt Krumma) „Við höfum aldrei sungið saman, ekki einu sinni hérna heima hjá okk- ur! Krummi kemur þarna og rúllar þessu upp með sínum stíl. Það er ekki laust við að það sé smá Nick Cave í honum, jafnvel Johnny Cash. Þetta lag er eitt af uppáhaldslögum mömmu hans, gamall „standard“ sem margir hafa tekið. Við ákváðum að hafa það frekar nakið og setja „lifandi“ blæ á það, líkt og við sætum saman á verönd í Suðurríkjunum. Þetta var síðasta lagið sem var tek- ið.“ Björgvin Halldórsson gefur út Duet Bo og co Ljósmynd/Ari Magg Það er aðeins einn Bo! arnart@mbl.is Björgvin Halldórsson hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Eitt af mörgum verkefnum hans kemur fyrir eyru almennings á þriðjudaginn, dúettaplata þar sem hann syngur með einvalaliði söngvara. Arnar Eggert Thoroddsen fór í gegn- um plötuna, lag fyrir lag, ásamt Björgvini. Duet kemur í búðir á þriðjudaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.