Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 B 5 Sérfræðingur á Innra markaðssviði Eftirlitsstofnunar EFTA Eftirlitsstofnun EFTA er alþjóðastofnun með aðsetur í miðborg Brussel. Starfsmenn eru um 60 frá 13 ríkjum. Boðið er upp á laun og starfsskil- yrði sambærileg við það sem gerist hjá öðrum alþjóðastofnunum. Hlutverk stofnunarinnar er m.a. að tryggja að EFTA-ríkin, Ísland, Liecht- enstein og Noregur, virði skuldbindingar sínar samkvæmt samning- num um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Eftirlitsstofnunin óskar eftir að ráða, helst frá og með 1. apríl 2004, sérfræðing við það svið stofnunarinnar sem fer með málefni hins innri markaðar. Ráðið verður í stöðuna til þriggja ára, með möguleika á einni endurnýjun ráðningarsamnings til sama tíma ef stofnunin leggur það til. Þar sem um nýja stöðu við stofnunina er að ræða er ráðning með fyrivara um endanlega fjárveitingu til hennar. Starf viðkomandi mun einkum lúta að lögfræðilegri hlið almenns eftirlits stofnunarinnar á sviðum fjarskipta, hljóð- og myndmiðlunar, upplýsingasamfélagsins, persónuverndar og póstþjónustu. Staðan heyrir undir þá deild Innra markaðssviðsins sem framfylgir reglum EES samningsins um frjálsa þjónustustarfsemi og frjálsa fjármagnsflutninga. Frekari upplýsingar og umsóknareyðublað fyrir stöðu 7/03 er að finna á www.eftasurv.int Eftirlitsstofnun EFTA tekur aðeins við umsóknum sem berast með net-pósti á netfangið application@eftasurv.int Umsóknarfrestur: 12. desemeber 2003. Vaktmaður um helgar Óskum eftir að ráða vaktmann á dagvaktir um aðra hverja helgi í fyrirtæki á svæði 103. Ald- urstakmark er 25 ár. Leitum að mjög áreiðan- legum og nákvæmum starfsmanni. Morgunræstingar Óskum eftir að ráða ræstingamanneskjur til ræstinga frá kl. 8 alla virka daga bæði í Kópa- vogi, Hafnarfirði og Reykjavík. Leitum að glað- legu og þjónustusinnuðu starfsfólki, helst með reynslu af ræstingum. Ýmsar ræstingar Leitum að starfsfólki til ræstinga í 3 fyrirtækjum í póstnúmeri 101 og 110 sem vinna frá kl. 17:00. Leitum að samviskusömu og glaðlegu starfsfólki. Afleysingaræstingar fín laun í boði Okkur vantar manneskju til ræstinga sem leysir af víðs vegar um höfuðborgarsvæðið síðdegis alla virka daga. Viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða og vera þjónustulundaður, fær í mannlegum samskiptum og helst með reynslu af ræstingum. Upplýsingar og umsóknir um öll ofangreind störf að að finna á www.hreint.is eða hjá Hreint ehf., Auðbrekku 8, Kópavogi. Hreint ehf., sem var stofnað 1983, þjónustar fyrirtæki og stofnanir á höfuðborgarsvæðinu á sviði reglulegra ræstinga. Við leggjum mikla áherslu á vandaða þjónustu, jákvæða hvatningu og góð samskipti við viðskiptavini og starfsfólk. Verslunin Lush í Kringlunni auglýsir eftir jákvæðu og duglegu fólki til ráðgjafar- og afgreiðslustarfa Yngri en 18 ára koma ekki til greina. Reynsla af afgreiðslu og sölustörfum skilyrði. Nánari upplýsingar veitir Sjöfn í síma 553 2002. Umsóknir sendist á sjofny@ru.is fyrir föstudag- inn 21. nóvember. Þjálfari Frjálsíþróttadeild Breiðabliks auglýsir eftir barna-og unglingaþjálfara fyrir ört vaxandi starfsemisína. Breiðablik hefur bestu aðstöðu til æfinga úti sem inni. Áhugasamir skili inn umsókn til Breiðablik, Dalsmára 5, 201 Kópavogi eða á tölvupósti kristjan@breidablik.is og merkt Frjálsíþróttaþjálfari. Umsóknarfrestur er til 22. nóvember 2003. Atvinnutækifæri Við óskum eftir hjúkrunarfræðingi í fullt starf í Lyfju Lágmúla frá og með 1. janúar. Í boði er gott vinnuum- hverfi og samkeppnishæf laun. Starfið felst í að hafa umsjón með vali og afgreiðslu á ýmsum sérvörum, svo sem stómavörum, þvagleggjum, sykursýkisvörum, næringardrykkjum og sjúkrasokkum. Starfið felur einnig í sér umsjón með mælingum svo sem blóðþrýstings-, blóðsykurs-, beinþéttni-, öndunar- og kólesterólmælingum og skráningu þeim tengdum. Starfinu fylgir líka val á hjúkrunarvörum í verslun, pantanir á þeim og aðstoð og ráðgjöf til viðskiptavina um hjúkrunarvörur. Hæfniskröfur: Háskólapróf í hjúkrunarfræði ásamt reynslu af hjúkrun. Nánari upplýsingar veitir Anna Björg Petersen (annap@lyfja.is) og Fjölvar Darri Rafnsson (darri@lyfja.is). Nánari upplýsingar um starfið má finna á vefsetri okkar www.lyfja.is en þar er hægt að sækja um það. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Lyfja hf. starfrækir apótek og lyfjaskömmtun til einstaklinga og stofnana. Lyfja hf. er frumkvöðull í lækkun lyfjaverðs og hefur einnig bryddað upp á ýmsum nýjungum í faglegri þjónustu. Má þar nefna Lyfjubókina, nýjungar í þjónustu á Netinu og skimun og mælingar á sjúkdómseinkennum í umsjá hjúkrunarfræðinga. Lykillinn að árangri er starfsfólkið okkar og því viljum við skapa eftirsóknarverða vinnustaði þar sem ríkir góður starfsandi, að allir fái að njóta jafnréttis og tækifæri til að öðlast faglegan og persónulegan þroska í starfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.