Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ GAVIA HAFMYND ehf Fiskislóð 73, 101 Reykjavík, s: 511 2990, fax: 511 2999 info@gavia.is THE GREAT NORTHERN DIVER www.gavia.is Hafmynd ehf. vinnur að þróun, framleiðslu og sölu á GAVIU, sem er lítill, ómannaður, sjálfstýrður kafbátur (Autonomous Underwater Vehicle) búinn fjölbreyttum tækjum til rannsókna og eftirlits í sjó og vötnum. Við óskum eftir að ráða sem fyrst til starfa áhugasama og metnaðarfulla tölvunarfræðinga og rafmagnsverkfræðinga með haldgóða reynslu af hugbúnaðargerð. Óskum einnig eftir markaðsfræðingi með reynslu af alþjóðasamskiptum. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi störf í spennandi starfsumhverfi. Nánari upplýsingar um fyrirtækið er að finna á heimasíðu þess www.gavia.is. Áhugasamir eru beðnir að senda umsókn og ferilskrá til Torfa Þórhallssonar á póstfang torfit@gavia.is. LAUS STÖRF •Stuðningsfulltrúa Hjallaskóla •Leikskólakennara Núpi v/Núpalind •Leikskólakennara Fífusölum v/Salaveg •Leikskólakennara Grænatúni v/ Grænatún •Leikskólakennara Dal v/Funalind •Tónmenntakennara Snælandsskóla •Gangav./ræsta Snælandsskóla •Tölvuumsjónarmanns Snælandsskóla •Stuðningsfulltrúa Lindaskóla •Umsjónarkennara Salaskóla •Tónlistarkennara Salaskóla Nánari upplýsingar á: www.kopavogur.is og www.job.is KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is FRÁ SNÆLANDSSKÓLA Eftirtalin störf eru laus til umsóknar frá 1. janúar nk.: • 75% starf tónmenntakennara (vegna fæðingarorlofs) • 100% starf gangavarðar/ræstis • 33% starf tölvuumsjónarmanns (sveigjanlegur vinnutími) Laun skv. kjarasamningum Kópavogsbæjar og viðkomandi stéttarfélags. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um störfin. Upplýsingar gefur skólastjóri í símum 554 4911 og 863-4911. Starfsmannastjóri Sjá ennfremur: www.kopavogur.is og www.job.is KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is FRÁ SALASKÓLA Eftirtalin störf eru laus til umsóknar frá 1. janúar nk.: • Umsjónarkennara í 3. - 4. bekk • Tónlistarkennara í hlutastarf Laun skv. kjarasamningum Launanefndar sveitar- félaga og KÍ Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um störfin. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 570 4600. Starfsmannastjóri Sjá ennfremur: www.kopavogur.is og www.job.is KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is Vélvirki með reynslu af sölustörfum Vandvirkur vélvirki eða bifvélavirki með áhuga og reynslu af sölustörfum óskast sem fyrst. Vandvirkni og þjónustulipurð nausynleg í starfið. Fjölbreytt og lifandi starf sem býður upp á mikla framtíðarmöguleika. Reyklaus vinnustaður. Upplýsingar um meðmælendur nauðsynlegar. Vinsamlega sendið svör til auglýsingadeild Morgunblaðsins merkt: „Vélamaður með reynslu af sölustörfum.“ Móttökuritari og afgreiðslustarf á augnlæknastofu og sérhæfðri barnagleraugna- verslun. Þrjár 50% stöður fyrir og eftir hádegi. Frekari uppl. á www.sjonvernd.is/stodurx3.htm „Au pair“ Lúxemborg Íslensk fjölskylda í Lúxemborg óskar eftir reyk- lausri „au pair“ á aldrinum 20-25 ára til að að- stoða við að gæta tveggja barna, 5 og 2ja ára. Viðkomandi þarf að hafa bílfpróf og geta byrjað í janúar 2004. Áhugasamir hafi samband í síma 00 352 788 337 eða í tölvupósti til mogm@pt.lu . Á NÆSTU vikum stendur til að kynna hér ýmiss konar störf og í hverju þau felast. Við hæfi þykir að hefja leikinn á starfi starfs- mannastjórans, en starfsmanna- stjórar gegna mikilvægu hlutverki í umsýslu og stuðningi við starfsmenn fyrirtækja. Fjölbreytt og krefjandi starf Sigþrúður Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Starfsmannasviðs hjá Landsvirkjun, segir starfið bæði fjölbreytt og krefjandi. „Í skilgrein- ingu Landsvirkjunar á hlutverki starfsmannasviðs síns segir m.a.: Verkefni starfsmannasviðs er að hafa yfirsýn yfir starfsmannamál Landsvirkjunar og vera bakhjarl stjórnenda í markvissri starfs- mannastjórnun. Starfsmannastjóri ber ábyrgð á því að mannauður fyr- irtækisins nýtist vel, fólkið sé ánægt í vinnu hjá fyrirtækinu, öll réttindi séu tryggð og fólk fái að þroskast í starfi. Við skilgreinum þetta þannig að starfsmannasviðið okkar hér er með framkvæmdastjóra. Ég sit í framkvæmdastjórn Landsvirkjunar, þannig að málaflokkurinn fær miklu meira vægi heldur en ef hann ætti heima lengra niðri í skipuritinu. Við erum sex sem störfum hér á þessu sviði. Stórt og mikið verkefni er öll launavinnslan hjá okkur, en hún er stundum til dæmis í höndum fjármáladeilda fyrirtækja. Við sjáum hins vegar algerlega um launavinnsluna og einnig um að allt sé gert samkvæmt kjarasamningum og slíku. Mjög margt snýr að okkur sem snýst um starfsanda og starfs- ánægju. Ef við vinnum okkar verk vel ýtum við undir góðan anda í fyr- irtækinu ásamt mjög mörgu öðru. Síðan erum við að fást við allt sem lýtur að starfsþróun, þjálfun og fræðslu, móttöku nýliða, ráðningar og jafnrétt- ismál. Öll verkefni sem varða vinnu- vernd eru á okkar ábyrgð og einnig heilsuvernd starfsmanna. Við stönd- um líka fyrir viðhorfskönn- unum meðal starfsmanna, meðal annars til að kanna viðhorf þeirra til vinn- unnar og stjórnenda og vinnuum- hverfisins.“ Hvaða persónueiginleika þarf starfsmannastjórinn að hafa? „Maður þarf að hafa óskaplega gaman að því að vinna með fólki til að vera í þessu starfi. Maður þarf að vera þjónustulundaður og um leið þarf maður að þola talsvert álag. Sumt sem við þurfum að gera í þessu starfi er afar erfitt og maður þarf að geta búið við það að sum vandamál tekur langan tíma að leysa. Hins vegar er þetta óskaplega fjölbreytt starf og það eru engir tveir dagar eins. Til þess að lifa og þrífast í svona starfi þarf maður að sækjast eftir þessum fjölbreytileika og þeirri ögrun sem felst í því.“ Hvaða menntun og reynsla kemur sér vel fyrir starfið? „Ég er með mastersgráðu í ensku og ég kenndi ensku í tíu ár í gamla daga, margs konar menntun getur komið að gagni í starfi starfs- mannastjóra. Hins vegar er mjög mikilvægt að hafa víðtæka atvinnu- lífsreynslu fyrir þetta starf. Það er mjög gott að hafa góðan skilning á eðli mismunandi starfa.“ … starfsmannastjóri? Sigþrúður Guðmunds- dóttir, framkvæmda- stjóri starfsmannasviðs Landsvirkjunar. ll HVAÐ GERIR...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.