Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 B 9 Er þetta ekki eitt- hvað fyrir þig? Vegna aukinna verkefna leitar Fagkynning ehf. að starfsfólki í störf við vörukynningar í verslunum. Viðkomandi þarf að vera eldri en 20 ára, ófeim- in(n), með aðlaðandi framkomu, söluhæfileika og reiðubúin(n) að veita framúrskarandi þjónustu. Í boði er fjölbreytt og skemmtilegt starf, góð starfsþjálfun, sveigjanlegur vinnutími og góðir tekjumöguleikar. Áhugasamir hafi samband við Jóhönnu í síma 588 0779 á virkum dögum á milli kl 9:00 og 11:00, eða sendið tölvupóst á: johanna@fagkynning.is . Golfkennarar Golfklúbbur Kópav. og Garðabæjar aug- lýsir eftir golfkennara, einum eða fleirum Starfssvið: Golfkennsla barna og unglinga, annarra félagsmanna auk fræðslustarfa og mótun starfs innan íþróttasviðs. Núverandi aðstæður til æfinga og golfiðkunar hjá GKG eru góðar. Innan tveggja til þriggja ára verður stækkun vallarins úr 18 holum í 27 holur tekin í notkun . Þá má ætla að félögum geti enn fjölgað um tvö til þrjú hundruð. Höggæfingasvæðið sem er fyrir um 30 kylfinga er að hluta til undir þaki og með séraðstöðu fyrir kennara. Púttflöt, tvær flatir til vippæfinga og lítill par 3 holu völlur er einnig á svæðinu. Félagsmenn í GKG eru nú um 1.150 og þar af um 250 börn og unglingar. Umsóknum skulu fylgja nákvæmar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Umsóknarfrestur er til 24. nóvember. Umsóknir sendist á Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar, pósthólf 214, 212 Garðabæ eða með tölvupósti gkg@gkg. Nánari upplýsingar veitir Hákon Sigurðsson framkvæmdastj. GKG, sími 897 7272. Við viljum þig — ef þér líður vel að tala í síma! Við hjá PSN-samskiptum ehf. sjáum um skipu- lag og framkvæmd úthringinga vegna sölu- og kynningaherferða og annarra markaðsátaka fyrir fyrirtæki og félagasamtök. Við sækjumst eftir skemmtilegum og dug- legum þjónustufulltrúum í úthringingar:  Eldri en 24 ára.  Mikil þjónustulund.  Reynsla af sölumennsku ekki skilyrði.  Getur unnið undir álagi og verið skipulagður.  Dag-, kvöld- og helgarvinna. Grunnskólinn í Ólafsvík „Viska - Virðing - Víðsýni" Stærðfræðikennari Laus er til umsóknar staða stærðfræðikennara 8.—10. bekkjar. Umsóknir berist undirrituðum sem jafnframt veitir frekari upplýsingar. Um- sóknarfrestur til 21. nóvember nk. Sveinn Þór Elinbergsson, skólastjóri, s. 436 1150, 436 1251, 895 2651. Netfang: sveinn@olafsvik Smárabrauð Dalshrauni 13, Hafnarfirði auglýsir eftir starfsmanni í smurbrauð og afgreiðslu. Vinnutími frá 6.30 til 13.00 alla virka daga og aðra hvora helgi. Aldurstakmark 25 ára og eldri. Uppl. gefur Ingibergur í síma 863 5950. Hestaþjálfun/ leiðsögn/hótelvinna Stúlka/piltur undir 18 ára óskast, ár í senn, á stórt hótel í Danmörku með 70 íslensk hross. Starfið felur í sér: Þjálfun unghrossa, ferðir með gesti, eldhús- vinnu, þrif, útivinnu. Húsnæði á staðnum. Upplýsingar í síma 0045 22343727 íslenskur, 0045 747555122, fax 0045 74755922. www.kommandoergaarden.dk Öflugir liðsmenn óskast Við leitum að öflugum liðsmönnum til að taka þátt í krefjandi verkefnum sem framundan eru. Lögfræðingur Starf löglærðs fulltrúa til að sinna almennum innheimtustörfum á lögfræðistigi, lögfræðiráðgjöf til viðskiptavina í innheimtumálum auk almennra fulltrúastarfa. Leitum að metnaðarfullum lög- fræðingi í spennandi og krefjandi starf. Lögð er áhersla á samskiptahæfileika, öguð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi. Innheimtufulltrúi Skrifstofustörf tengd meðferð innheimtumála. Afgreiðsla og upplýsingagjöf til greiðenda og starfs- manna í innheimtudeildum viðskiptavina, eftirlit og hringingar í greiðendur auk almennra skrifstofu- starfa. Við leitum að nákvæmum og talnaglöggum einstaklingi með góða tölvuþekkingu. Lögð er áhersla á þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. AM Kredit er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður fjölbreyttar innheimtu-, greiðslu-, og fjármögnunarlausnir. AM Praxis veitir fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum alhliða lögfræðilega ráðgjöf og þjónustu, sem byggir á víðtækri þekkingu og reynslu. Fyrirtækin leggja áherslu á að koma á móts við þarfir viðskiptavina með persónulegri, sveigjanlegri og árangursríkri þjónustu. Skrifstofur AM Kredit og AM Praxis eru í Sigtúni 42 í Reykjavík. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að skila umsóknum fyrir 21. nóvember í tölvupósti á amkredit@amkredit.is eða á skrifstofu AM Kredit ehf., Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Staða hjúkrunardeildar- stjóra við dvalar- og hjúkrunarheimilið Hlíð á Akureyri Laust er til umsóknar starf hjúkrunardeildar- stjóra á 22ja manna hjúkrunardeild í Hlíð. Um er að ræða fullt starf sem veitist frá 1. febrúar 2004. Æskilegt er að viðkomandi hafi góða starfs- og stjórnun- arreynslu auk þekkingu á sviði öldrunarhjúkrunar. Hjúkrunardeildarstjóri ber ábyrgð á hjúkrun, daglegum rekstri, áætlanagerð og starfsmannahaldi. Sér um þróun og uppbyggingu deildarinnar. Áhersla er lögð á frum- kvæði, jákvæðni og samskiptahæfileika. Akureyrarbær rekur umfangsmikla öldrunarþjónustu bæði innan og utan stofnana. Stofnanirnar eru dvalar- og hjúkrunarheimilið Hlíð þar sem eru 100 hjúkrunarrými og 24 dvalarrými, heimili aldraðra í Kjarnalundi þar sem eru 48 dvalarrými og sambýli aldraðra við Bakkahlíð en þar eru 8 hjúkrunarrými. Dagþjónusta er starfrækt í tengslum við dvalarheimilið Hlíð og eru þar 12 rými. Fjöldi starfs- manna stofnananna er um 220. Upplýsingar um starfið veita Helga Tryggvadóttir hjúkr- unarforstjóri og Díana Helgadóttir hjúkrunardeildarstjóri í Hlíð, Austurbyggð 17, Akureyri, eða í síma 462 7930. Laun eru skv. gildandi kjarasamningum viðkomandi stétt- arfélags. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Hlíðar og í upplýs- ingaanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, einnig á heimasíðu bæjarins: www.akureyri.is Umsóknir skulu berast á dvalar- og hjúkrunarheimilið Hlíð, Austurbyggð 17, 600 Akureyri fyrir 3. desember 2003. Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is Starfsfólk óskast Vegna mikilla anna þurfum við að bæta við starfsfólki nú þegar og fram til jóla. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Upplýsingabás Garðheima.” „Au pair“ — Danmörk Við óskum eftir ungri manneskju til að hjálpa við hundahótelið okkar og hestana. Þú hefur gaman af börnum og hefur ekkert á móti því að hjálpa til við heimilishaldið. Sem persóna ert þú ábyrgðarfull, sjálfstæð og lífsglöð. Það er kostur ef þú hefur bílpróf. Við bjóðum fæði og húsnæði ásamt 2.500 dkr. í vasapening á mánuði. Sendu okkur nokkrar línur um þig og áhugamál þín á: hansennens@hundecenter.dk eða hringdu í okkur í síma: (+45) 58189007, Kuno og Dorthe Hansen, Svendbjergvej 138, 4230 Skælskør, Danmark. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins óskar eftir að ráða Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins óskar eftir að ráða rannsóknarmann á rannsóknarsviði. Starfið felst m.a. í undirbúningi sýna og ýmsum efnagreiningum. Menntun og reynsla: BS próf í raungreinum eða sambærileg menntun er æskileg. Reynsla af störfum á rannsóknarstofu er kostur. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins, nr. 70/1996. Upplýsingar veitir Helga Gunnlaugsdóttir í síma 530 8600. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, eða með tölvupósti til helgag@rf.is fyrir 1. desember 2003. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.