Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 6
HAUS 6 | 16.11.2003 María Huld Markan Sigfúsdóttir er fædd árið 1980. Hún er með einleikarapróf á fiðlu ... hún setti á fót strengjakvartett með þremur öðrum ungum konum árið 1997 undir nafninu Anima og vann m.a. í stúdíóum með hljómsveitum ... sem leiddi til þess að stelpurnar unnu með strák- unum í Sigur Rós árið 1999. Anima og Sigur Rós samdi vel og þær fóru með þeim í tónleikaferðalag árið 2000. „Við tókum fyrst þátt í að semja fyrir strengi, en sáum svo alveg um að semja okkar part í mús- íkinni,“ segir María og að svo sé einnig á sviga- plötu Sigur Rósar. Mannabreytingar hafa orðið í Anima sem nú heitir reyndar Amina sem er algengt múslíma- kvenmannsnafn ... Amina skipa núna Hildur Ársæls- dóttir, Edda Rún Ólafsdóttir og Sólrún Sumarliðadóttir auk Maríu. „Við höfum verið fastar í samvinnu með strákunum í Sigur Rós,“ segir María en verið lausari í vetur, því allir meðlimir strengjakvartettsins eru í námi í vetur ... María er á nýmiðlabraut með áherslu á tölvur og tón- smíðar í tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Samstarfið við Sigur Rós stendur þó enn hjá Maríu því hún er meðsemjandi í Hrafnagaldri Sigur Rósar, Hilmars Arnar Hilmarssonar og Steindórs Andersen – og verkið hefur verið pantað í heild sinni til Ítalíu; Róm- ar, Flórens, Feneyja og Mílanó. „Það er pantað í heilu lagi með steinhörpunni líka,“ segir María og bætir við að það verkefni verði í desember. María er nafna söngkonunnar Maríu Markan sem var systir langafa hennar, Sigurðar Markan. L jó sm yn d: G ol li M A R ÍA H U L D M A R K A N LOFAR GÓÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.