Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 14
14 | 16.11.2003 Ingibjörg: „Hann langaði að aka um Bandaríkin en gerði það aldrei.“ Lilja: „Hann langaði að búa í útlöndum en gerði það heldur aldrei.“ Þannig að hans nautn var vinnan? „Já,“ svarar Ingibjörg. „Hún var hans líf og yndi og ástríða. Drifkraftur hans var að koma með eitthvað til Íslands sem auðveldaði okkur lífið hér. Lágverðsverslun var t.d. hans hugsjón.“ „Hann var alltaf að leita leiða til að bæta samfélagið,“ bætir Lilja við. Þannig að það var ekki aðalatriðið að græða peninga? „Nei!“ svara þær strax einum rómi. Lilja: „Fyrst kom hugsjónin og ástríðan og þegar fólk hefur hvort tveggja fylgir hitt oft- ast á eftir.“ Ingibjörg: „Nokkrum árum áður en hann dó spurði ég hann: Ætlaðirðu þér að verða efnaður? Hann svaraði: „Já, ég vildi hafa nóg til að gera það sem mig langaði til að gera.“ En svo gaf hann sér ekki tíma til að gera það sem hann langaði.“ Var hann frekar fjarlægur faðir? „Hann var bæði fjarlægur og ofboðslega nálægur,“ segir Lilja. Draumarnir reiknaðir út Pálmi Jónsson var sveitamaður að uppruna, bóndasonur frá Hofi á Höfðaströnd í Skagafirði en fór til Reykjavíkur, stundaði nám við MR og svo við lögfræðideild Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan lögfræðingur. Hann lést árið 1991, tæplega 68 ára að aldri. Eiginkona hans, Jónína Sigríður Gísladóttir, er hins vegar fædd í höfuðborginni og er enn á lífi, tæplega 82 ára. „Hún gaf okkur mikið ytra öryggi,“ segir Lilja, „á meðan hann gaf okkur innra öryggi.“ „Og hún veitti honum ákaflega sterkt bakland svo hann gæti stundað það sem hugur hans stóð til,“ segir Ingibjörg. Lilja: „Aldrei heyrði ég mömmu þusa eða kvarta yfir því hvað hann vann mikið og var lítið heima. Aldrei. En ef hún hringdi og spurði hvort hann væri ekki á leiðinni kom hann strax. Þannig voru reglurnar. En af því við vorum að tala um hvort hann hafi ætlað sér að verða efnaður langar mig að nefna að ég var að fara í gegnum gamlar stílabækur hans frá menntaskólaárunum og sá einhverja útreikninga á spássíunum. Þegar ég skoðaði þetta krot betur sá ég að það tilheyrði ekki náminu heldur var hann þarna strax byrjaður að reikna framtíðardrauma sína í milljónum, spá og spekúlera.“ Ingibjörg: „Og hann var orðinn tæplega fertugur þegar Hagkaup fæddist. Áður hafði hann verið í hinu og þessu - gert út vörubíl, rist torfur, rek- ið fyrsta hamborgarastaðinn að amerískri fyrirmynd og ís- verksmiðju og ég veit ekki hvað og hvað.“ Lilja: „Hann var hrifinn af mörgu í Ameríku, eins og al- Ingibjörg: „Ég er sannfærð um að mín börn fá minna af hlutum og fötum og öllu því en börn margra foreldra sem hafa minna handa á milli en ég hef. Ég passa þetta svo vel að ég fæ stundum samviskubit.“ Lilja: „Dóttir mín á t.d. ekki gsm-síma, öfugt við flesta krakka í hennar bekk.“ Ingibjörg: „Mín börn eiga að vísu gsm-síma. En vegna þess að börnin mín vita að við höfum meira umleikis en margir aðrir er ég sterklega meðvituð um að þau gætu hreinlega lent í kreppu ef allt yrði látið eftir þeim. Gegnum árin hef ég talað eins lítið um fjöl- skylduarfinn við þau og ég hef komist af með.“ Lilja: „Hvenær koma skólabúningar? Ef allir krakkar væru í sams konar fötum í skól- anum gætu þau slakað á í sínum karakter og haft samskipti hvert við annað á eigin for- sendum. Fyrir nú utan hvað skólabúningar myndu hafa góð áhrif á aga, sem sárlega vantar í uppeldið í okkar þjóðfélagi.“ Nú er mikið talað um að búið sé að kynlífsvæða, sumir segja klámvæða, æsku- og ung- lingsárin, að sakleysi æskunnar sé frá henni tekið miklu fyrr en var. Hvernig skynjið þið þetta? „Já, þetta hefur breyst mikið,“ segir Lilja. „Það er bæði allt upplýsingaflæðið sem krakkar hafa aðgang að á Netinu og annars staðar, sjónvarpsþættir, poppmyndbönd...“ „Af hverju þurfa þessi poppmyndbönd að ganga svona mikið út á kynferðislega ögr- un?“ spyr Ingibjörg. „Allir hálfberir og skakandi sér. Um leið fer fegurðin úr æskunni. Hvað er fallegra en sakleysið og spenningurinn fyrir því óþekkta og ókomna?“ Lilja: „Vúlgarítet kemur í staðinn fyrir skáldskap. Þetta verður allt marflatt.“ Ingibjörg: „Mér finnst þetta ömurleg þróun. Á hinn bóginn öfunda ég unglinga af því að búa við opnara og upplýstara umhverfi en við gerðum.“ En stafar ekki neikvæði þátturinn líka af því að börn og unglingar eru orðin mikilvægur markhópur fyrir viðskipti með tískuvörur, tónlist o.s.frv og kynlífsvæðingin sé umfram allt partur af neysluvæðingu þessa aldurshóps? „Jú, börn eru neysluvædd frá fyrsta degi,“ svarar Lilja. Berið þið þá ekki hluta af ábyrgðinni á neysluvæðingunni sem erfingjar mikils versl- unarveldis? „Hagkaup var stofnað af þeirri hugsjón að selja góða vöru ódýrt og svo ég vitni í Gylfa Þ. Gíslason, sem var viðskiptaráðherra, þá sagði hann eitthvað á þá leið að það væri álita- mál hvort hefði í för með sér meiri lífskjarabætur alls almennings, áratuga starfsemi verka- lýðsleiðtoga eða kaupsýsla Pálma í Hagkaup. Þannig að ég get ómögulega axlað þessa ábyrgð.“ Þær segjast ekki hafa verið sérstaklega nánar sem börn og unglingar. „Þau sex ár sem eru á milli okkar eru mun lengra bil á þeim aldri en á fullorðinsárunum,“ segir Ingibjörg. „Þegar Lilja var 13 ára var ég orðin tvítug og búin að eignast barn. En þegar hún var 18 ára flutti hún til mín um tíma. Þá var aldursmunurinn orðinn hverfandi og samband okkar varð nánara. Þá fórum við að taka eftir hvor annarri.“ Hvernig finnst þér Lilja? „Mér finnst hún æðisleg! Hún er vel gefin, hæfileikarík og skemmtileg og hefur rosa- lega ákveðnar skoðanir, sem ég er alls ekki alltaf sammála og finnst stundum dálítið öfga- kenndar. En við höfum geysilegan stuðning hvor af annarri og ég er mjög fegin að eiga systur.“ gengt var hérlendis eftir stríðið.“ Ingibjörg: „Hugmyndina um lágverðsmarkað sótti hann auðvitað þangað. Hann fór oft til New York og átti viðskipti við Bandaríkin.“ Lilja: „Það sem heillaði hann við Bandaríkin var stærðin og frelsið.“ Oft er talað um að börn og unglingar núna beri litla virðingu fyrir verðmætum. Var ykkur innrætt slík virðing? „Ekki þannig að það væri barið inní hausinn á manni,“ svarar Ingibjörg, „en slík virð- ing var bara fyrir okkur höfð. Að fara vel með hluti og eyða ekki í óþarfa. Að lifa ekki hátt.“ Þið lifðuð aldrei hátt? „Nei. Pabbi var orðinn 46 ára þegar þau mamma eignuðust sitt fyrsta húsnæði. Það eina sem hann veitti sér var að kaupa góða bíla og sakaði ekki að þeir væru kraftmiklir.“ Þær segja að þeim hafi ekki verið skammtaðir vasapeningar og sjálfar geri þær ekki slíkt kerfisbundið við sín börn. „Við fengum í strætó og fyrir bíómiðum og þess háttar,“ segir Ingibjörg. „En ég átti alltaf minn eigin pening vegna þess að ég vann á sumrin og oft á vet- urna líka, alveg frá því ég var barn. Hafði rosalega gott og gaman af því. Gerði allt sem hugsast gat í búðinni og vann í öllum deildum.“ Lilja: „Sama gerði ég. Núna væri það fáheyrt og sennilega talið til barnaþrælkunar að átta ára krakkar væru á fullu í vinnu. Ég var á þeim aldri sett beint á lagerinn og byrjuð að merkja föt og mér fannst það bara allt í lagi.“ Ingibjörg: „Ég var heldur ekki þvinguð til þess að vinna; þvert á móti þráði ég það. Mamma hringdi stundum í pabba og bað um að ég yrði send heim þegar henni fannst ég vera full lengi í vinnunni. En krakkar vilja finna að þau geti orðið að liði og gert gagn. Föðuramma okkar á Hofi prédikaði sífellt að vinnan göfgaði manninn og við reyndum á sjálfum okkur að það er einfaldlega rétt. En hún má ekki ganga út í þær öfgar að fólk gleymi að lifa lífinu.“ En hvernig höndlið þið þá núna þessa geysilegu neysluhyggju sem ungviðið virðist hel- tekið af? Lilja, hvernig finnst þér Ingibjörg? „Sem stóra systir hefur hún verið mjög sterkt afl í mínu lífi og haft með nærveru sinni mikil áhrif á mig í uppvextinum. Þegar við vorum að alast upp var heimilislífið í föstum skorðum og lítið um óvæntar uppákomur, en í norðurhluta hússins, þar sem Ingibjörg hafði herbergi og tíu fermetra til umráða, voru oft miklar framkvæmdir í gangi, eins og að mála gólfið grænt, leggja ryateppi og þess háttar. Hún vildi gera mig að handlangara í þeim framkvæmdum.“ Ingibjörg: „Mér fannst þú nú ekki nægilega liðleg við mig...“ Lilja: „Þetta var bara svo leiðinlegt. Ég vildi bara fá að fylgjast með.“ Ingibjörg: „Ég varð mjög pirruð yfir því hvað þú varst löt að sendast fyrir mig.“ Lilja: „En ég leit rosalega upp til þín.“ Ingibjörg: „Krakkar líta nú yfirleitt upp til eldri systkina. Ég og Jón bróðir vorum eins og tvíburar en Gísli var kominn lengra á veg, sex árum eldri, og ég leit mjög upp til hans, ekki síst þegar hann var kominn í MR og var í hippafíling með sínum síðhærðu félögum; ég hef alltaf hrifist af mönnum með sítt hár! Mér fannst þessi menntaskólaheimur rosalega spennandi og gat ekki beðið eftir að komast þar inn.“ Að finna ástríðuna sína Varstu þá komin strax með hönnunardrauminn þegar þú stóðst í innréttingum á tíu fermetrunum? „Nei, ég fattaði ekki að hann blundaði í mér.“ Lilja: „En pabbi var svo helvíti klár og næmur, svona hestglöggur, að hann sá að í þér byggju hæfileikar á þessu sviði.“ Ingibjörg: „Þegar ég var í tilvistarkreppunni eftir menntaskólanum sagði hann: „Maður verður að finna farveginn sinn.“ Það getur verið erfitt og sumir finna hann aldrei, en þeir sem finna ástríðuna sína geta sagt að áhugamálið og vinnan séu eitt og það sama. Ég hafði jafnvel ætlað að fara í lögfræði eins og hann. En hann sagði: „Það er svo leiðinlegt að ég ætla rétt að REGLUFESTAN DÝRMÆTASTA VEGANESTIÐ F

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.