Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 26
26 | 16.11.2003 SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON 30 ára S já l f s tæðis f lokki Menntun: Stúdent frá Verslunarskóla Íslands 1993. Stundaði nám í lögfræði við Kaþólska háskólann í Leuven í Belgíu 1997 og lauk lögfræðiprófi frá HÍ 1998. Fyrri störf: Héraðsdómslögmaður og stundakennari við Iðnskólann í Reykja- vík. Forgangsmál: „Ég myndi lýsa markmiðum mínum sem alþingismanns þannig að ég vil minnka umsvif ríkisins á sem flestum sviðum, einkum þeim sem einkaaðilar geta sinnt. Með minnkandi umsvifum hins opinbera verður minni þörf fyrir ríkisvaldið að leggja álögur á borgarana með skattheimtu. Ríkið á nefnilega að vera til fyrir borgarana, en ekki borgararnir fyrir ríkið.“ BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON 33 ára Samfylkingu Menntun: Stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands 1993. BA-próf í sögu og heimspeki frá HÍ 1997. Fyrri störf: Umsjónarmaður Þjóðveldisbæjarins í Þjórsárdal, blaðamaður á Vikublaðinu, ritstjóri Stúdentablaðsins, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar og kosningastjóri hennar á Suðurlandi og í Árborg. Forgangsmál: „Það sem upp úr stendur er að vinna að framgangi hvers kyns umbóta í átt til réttlætis og frjálslyndis í samfélaginu, burtséð frá flokkapólitík og ríkjandi hefðum. Til að nefna einn málaflokk umfram annan eru það menntamálin. Það hefur verið ríkjandi deyfð og metnaðarleysi hjá stjórnvöld- um í garð menntamálanna núna á annan áratug. Þetta er óþolandi því í skóla- kerfinu ræðst gengi þjóðarinnar á næstu áratugum. Menntastefnan þarf að vera framsækin og öflug en ekki fjársvelt og gamaldags. Skólastigið allt þarf að endurskoða með róttækum hætti og að því ætla ég að vinna af krafti á næst- unni. Andi Gylfa Þ. Gíslasonar og Svavars Gestssonar þarf að svífa yfir vötn- um í stað skeytingarleysis Sjálfstæðisflokksins, sem því miður hefur farið með þessi mál allt of lengi, skólamálum til mikils skaða.“ DAGNÝ JÓNSDÓTTIR 27 ára Framsóknarf lokki Menntun: Stúdent frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1996. Fyrri störf: Au-pair í Þýskalandi, starfsmaður Heilsugæslunnar í Reykjavík og Landsvirkjunar, framkvæmdastjóri stúdentaráðs HÍ og starfsmaður á skrif- stofu Framsóknarflokksins. Forgangsmál: „Ég tel að nú sé komið að því að farið verði að taka heildstætt á málefnum námsmanna, þ.e. framhaldsskólanna, háskólanna og Lánasjóðsins, eins og reyndar kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum. Það er jafnframt skylda okkar, sem yngri erum, að huga vel að málefnum unga fólksins. Liður í því er að koma á 90% húsnæðislánum. Einnig vil ég nefna byggðamál, en þótt margt hafi áunnist þar, þurfum við að bæta kjör fólks á landsbyggðinni.“ ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON 26 ára Samfylkingu Menntun: Stúdent frá MR 1997 og útskrifaðist í haust sem hagfræðingur og lögfræðingur frá HÍ. Fyrri störf: Blaðamaður, ritstjóri, starfsmaður fjármálaráðuneytis og ríkis- skattstjóra. Vann að reglum um persónuvernd í íslenskum og alþjóðlegum rétti fyrir Siðfræðistofnun HÍ. Forgangsmál: „Ég tel að frjálslynd viðhorf nýrrar kynslóðar þurfi að leika um sali Alþingis með áherslu á mennta-, alþjóða- og jafnréttismál í víðum skilningi þess orðs. Það þurfa allir að hafa jöfn tækifæri til velsældar, en við getum gert þetta samfélag miklu betra ef við kærum okkur um það. Lausnarorðin eru: Frelsi, jafnrétti og bræðralag.“ HELGI HJÖRVAR 36 ára Samfylkingu Menntun: Stundaði nám í MH 1983–1986 og heimspekinám við HÍ 1992– 1994. Fyrri störf: Framkvæmdastjóri Blindrafélagsins og Blindravinnustofunnar. Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. Forgangsmál: „Ég mun ganga sérstaklega eftir því á haustþinginu að efndur verði samningur ríkisstjórnarinnar við okkur í Öryrkjabandalaginu um veru- legar kjarabætur lífeyrisþega. Lífskjör ungs fjölskyldufólks, kannski ekki síst barnanna, eru mér líka hugleikinn og þar með LÍN, húsnæðiskerfið og fleira og fleira. Aukin fjölbreytni í atvinnulífi og aðlögun okkar að fjölþjóðlegri versl- un og viðskiptum eru síðan að mínu viti brýnustu verkefni stjórnmála í dag.“ BJARNI BENEDIKTSSON 33 ára S já l f s tæðis f lokki Menntun: Stúdent frá MR 1989. Lögfræðipróf frá HÍ 1995. Nám í þýsku og lögfræði í Þýskalandi 1995–1996. Meistaraprófsgráða í lögfræði frá University of Miami School of Law í Bandaríkjunum 1997. Löggiltur verðbréfamiðlari 1998. Fyrri störf: Fulltrúi hjá Sýslumanninum í Keflavík. Lögfræðingur hjá Eim- skip. Lögmaður með eigin rekstur á Lex lögmannsstofu og faglegur fram- kvæmdastjóri Lex. Forgangsmál: „Standa þarf vörð um árangur í ríkisfjármálum og efnahags- Á Alþingi Sigurður Kári, Björgvin G., Dagný, Ágúst Ólafur, Helgi Hjörvar, Bjarni, Katrín, Gunnar Örn,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.