Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 36
36 | 16.11.2003 LÍTIÐ VERÐUR MEIRA Ég vildi hafa húsgögnin ljós til að íbúðin bæri þau vel G uðrún Ýr Sigbjörnsdóttir býr í lítilli íbúð í fjölbýli í vesturbænum. Þegarhún keypti íbúðina vissi hún að vandlega yrði að velja inn í hana húsgögnog aukahluti því íbúðin byði ekki upp á miklar breytingar og tilfærslu á húsgögnum. „Ég ákvað að hafa umgjörðina hvíta og ljóst yfirbragð,“ segir Guðrún Ýr. „Hér áttu líka að vera fáir en fallegir hlutir og alls ekki ofhlaðið af dóti. Ég vildi hafa hús- gögnin ljós til að íbúðin bæri þau vel og blanda saman hvítu og svörtu, eik og beyki, basti og stáli. Þannig skapast ein heild í gegnum íbúðina sem auðvelt er að ganga út frá og gera smáar breytingar ef mér sýnist svo. Síðan leik ég mér með einn ákveðinn lit á vegg við borðstofuborðið og nota sama lit í aukahlutum. Þeim lit get ég alltaf skipt út og hef í hyggju að gera það fljótlega.“ Í svona lítilli íbúð þarf að nýta alla birtu sem mögulegt er og þess vegna hefur Guðrún Ýr gardínur sem birta nær að flæða gegnum. Uppröðun á húsgögnum er skipulögð, borðstofuborðið er fjölnota í stofunni en einungis lítið borð í eldhúsi sem Guðrún nýtir þegar hún er að elda. Hún heldur litlum gangi auðum sem teng- ir saman herbergin fyrir utan þunnt borð til að leggja frá sér dót þegar inn er kom- ið. „Íbúðin mín er lítil og sæt og hún verður stærri með réttum aðferðum og notk- un á efni og litum þar sem það smáa hefur stórt hlutverk.“ „Þeim lit get ég alltaf skipt út“ STÓLL Nú er að koma á ís- lenskan markað stóllinn „Gír- affi“ sem er í raun lítill og handhægur hjálparhellustóll hannaður af hinum hálf- íslenska og hálfbandaríska Chuck Mack sem búsettur er á Íslandi. Chuck, sem einnig er lærður trésmiður, hefur unnið að hönnun sinni eftir að hann flutti til Íslands. Stóllinn Gíraffi er upphaflega hand- unninn en Chuck smíðar allar prótótýpur sjálfur í fyrstu um- ferð. Gíraffinn er framleiddur úr stáli með setu í ýmsum lit- um eða viðartegundum. Hann er framleiddur og seldur í versluninni Sólóhúsgögn í Ár- múla og einnig í Kokku á Laugavegi. Stóllinn er til ým- issa hluta nytsamlegur og fyrir alla aldurshópa. L jó sm yn d R ag na r T h. S ig ur ðs so n BÓK „Scandinavian Modern“ nefnist eiguleg bók sem fróðlegt og skemmtilegt er að lesa og skoða. Bókin kom út fyrr á þessu ári og er skipt upp í tvo kafla. Sá fyrri skiptist í sjö hluta þar sem einstakar greinar skandinav- ískrar hönnunar eru teknar fyrir; viður, gler, text- ílhönnun, keramik, málmar, plast og ljós. Sá síðari er byggður upp á innliti á heimili þekktra skandinavískra arkitekta og hönnuða og endurspeglar fjölbreytt útlit og yfirbragð þar sem byggt er á hugmyndum skandin- avískrar hönnunar. Bókin er eftir Magnus Englund og Chrystinu Schmidt og er gefin út af Ryland Peters & Small. BÚÐ Verslunin Í húsinu hefur verið opnuð á nýjum stað í Kringlunni (þar sem áður var blómabúð við hliðina á skóbúð- inni Valmikli). Markmiðið nú sem fyrr er að endurskapa þá stemmningu sem fallegt heimili gefur en einkunnarorð verslunar- innar eru: „Við gerum falleg heimili fallegri.“ Lögð er áhersla á fallega hluti, hvort sem er til gjafa eða eigin nota, heima eða á vinnustað. NÝTT HEIMILI OG HÖNNUN | HALLA BÁRA GESTSDÓTTIR L jó sm yn di r: G un na r S ve rr is so n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.