Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 40
HOLLUSTA | ANNA SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR 40 | 16.11.2003 um auk annarra plöntuhollefna, en eiginleikar hans hafa enn sem komið er lítið verið rannsakaðir. Matreiðslan hefur áhrif á hollustu og eiginleika hráefnisins Með því að matreiða grænmeti fáum við annað bragð og áferð og önnur áhrif á meltinguna. Sum matvæli eru í raun óæt séu þau ekki hituð, sem dæmi nægir að nefna baunir og kartöflur. Suða á grænmeti getur vissulega dregið úr næringargildinu ef mikið vatn er sett í pottinn. Stundum eykst þó virkni vítamínanna við matreiðslu, en það fer allt eftir því hver var- an er. Við hitun verður t.d. A-vítamínvirka efnið beta-karótín aðgengilegra í sperg- ilkáli. Frumuveggirnir afmyndast og kálið verður mjúkt. Þetta sama næringarefni nýtist hins vegar betur í hráum paprikum en soðnum. Heppilegasta aðferðin til að sjóða grænmeti er að sjóða í gufu eða litlu vatni í lokuðum potti og hafa suðutímann stuttan þannig að grænmetið sé stökkt þegar það er borðað. Þannig helst grænmetið líka fallegra á litinn, bragðbetra og lystugra. Er hægt að lifa á lifandi mat? Margt er gott við lífsstílinn sem tengdur er hráfæð- inu. Fólk er hvatt til að hugsa vel um sjálft sig og umhverfið, hafa jákvætt viðhorf og rækta líkama og huga. Þetta eru vissulega gildi sem öllum væri gott að temja sér. Því er heldur ekki að neita að hér er á ferðinni mjög hollur matur og rannsóknir sýna að þeir sem borða eingöngu lifandi mat borða meira af beta-karótíni, C- og E-vítamíni en allur þorri fólks. Hins vegar er erfiðara að uppfylla þarfir líkamans fyrir B12- og D-vítamín, kalk og járn þegar fæðið er svona einhæft og margar tegundir matvæla útilokaðar úr fæðinu. Nýtum okkur kostina en skiljum ekki hin matvælin útundan Mikil- vægur hluti af grunnhugmynda- fræðinni á bak við lifandi mat er að fara sem best með umhverfið og borða það sem er í mestri nálægð við okkur í því formi sem það sprettur. Þetta er göfug og góð hug- mynd, en það er hins vegar ljóst að hún er illframkvæmanleg í því um- hverfi sem við lifum, nema upp að vissu marki. Öfgastefna á borð við lifandi mat er ekki æskileg út frá heilsusjónarmiðum sé henni fylgt út í ystu æsar, en að borða meira af lifandi mat getur svo sannarlega lífgað upp tilveruna. Það er eflaust spenn- andi að upplifa kvöld á veitingastað sem býður upp á girnilegt hráfæði (og mynd- arlega þjóna), bæta uppskriftasafnið sitt með girnilegum réttum eða bjóða sauma- klúbbnum mat sem er upplífgandi, hlæja og gleðjast saman. Mottó Skynsamlegt er að borða mikið af grænmeti, grófmeti og ávöxtum og njóta bæði hrámetis og matreiddra vara til að fjölbreytnin verði sem mest með til- liti til bragðs, áferðar og hollustu. Köld avókadósúpa (fyrir 2) ¼ l vatn 1 meðalstórt avókadó (lárpera) 1 stór gúrka í bitum 4 tómatar í bitum 1–2 rif hvítlaukur, hakkaður 1 grein myntulauf 2 sítrónur, safinn ½ tsk salt 1 tsk hlynsíróp eða hunang Allt sett í blandara og hrært þar til áferðin er slétt eða í 1–2 mínútur. næring@simnet.is V ið erum sífellt að leita leiða til að verða hraustari, fallegri, hamingjusamari ogná árangri í lífinu. Óteljandi bækur hafa verið skrifaðar til að kenna fólki aðtemja sér nýjan lífsstíl og hugmyndirnar eru jafnmargar. Í Beðmálum í borg- inni sér maður gjarnan það sem hæst ber hverju sinni, enda eru vinkonurnar í þátt- unum fljótar að fylgja tískusveiflum. Um daginn fóru þær á nýjan veitingastað, Raw eða hrátt. Það sem var merkilegt við staðinn, fyrir utan myndarlegan ungan þjón, var maturinn sem þar var í boði. Ekkert nema grænmeti, ávextir og grófmeti og allt var kalt. Hráfæði eða lifandi matur eins og hann er einnig kallaður er reyndar ekki bara tískusveifla, en veitingastaðir sem bjóða slíkt fæði eru tiltölulega nýir og verða stöð- ugt fleiri og vinsælli. Lífsstíllinn byggist á lífrænum mat og andlegum gildum. Matn- um svipar til hefðbundins grænmetisfæðis en takmörkin eru ströng. Hvorki er leyfi- legt að borða dýr né afurðir þeirra og til viðbótar eru ákveðnar reglur varðandi meðhöndlun hráefnisins til að það sé lifandi þegar það fer upp í munninn. Hvað er lifandi matur? Lifandi matur byggist á neyslu ómeðhöndlaðra lífrænna af- urða úr jurtaríkinu. Eingöngu má borða mat sem ekki hefur verið hitaður, þ.e.a.s. allt er hrátt. Matvælin sem standa til boða eru ávextir, grænmeti, hnetur, fræ, spírur, korn, baunir og sjávargróður. Matreiðslan felst fyrst og fremst í að pressa safa, fá korn, fræ og baunir til að spíra eða gerjast, og sól- eða loft- þurrkun matvælanna, en engan mat má hita við meira en 40°C þar sem eiginleikar matvælanna breytast ef hitastigið verður hærra. Af hverju? Fylgjendur hráfæðis telja að með þessu móti megi halda sér í toppformi og lifa sem best og lengst. Mataræðið á að leiða til þyngdartaps og minni líkamsfitu en um leið veita aukna lífsorku, bæta meltinguna, styrkja ónæmiskerfið, draga úr svefn- þörf, bæta útlit og veita fallegri húð, draga úr líkum á að fá ýmsa sjúkdóma og ekki síður koma í veg fyrir öldrun svo eitthvað sé nefnt. Tímasparnaður með því að sleppa við að elda? Þegar maður heyrir orðið hrá- fæði er nýr skyndibiti það fyrsta sem kemur upp í hugann. Mikið hlýtur það að vera þægilegt að þurfa ekkert að elda en um leið geta stuðlað að heil- brigðari lífsháttum! En því fer fjarri að hér sé um tímasparnað að ræða, mat- reiðslan er flókin þrátt fyrir að pottum og pönnum sé fleygt út úr skápunum og eldavélin fjarlægð úr eldhúsinu. Fræ og baunir þarf að leggja í bleyti í einn eða fleiri daga áður en hægt er að búa til marga réttina og sólarbakstur tekur sinn tíma. Eigandi veitingastaðar í San Francisco sem býður upp á lifandi mat segist þurfa fleiri kokka en þjóna. Græni töfrasafinn Líklegast er safinn sem pressaður er úr lífrænt ræktuðu hveitigrasi sú vara sem flestir tengja helst stefnunni um lifandi fæði, tísku- drykkur sem ekki er bara smart á litinn heldur hefur einnig heilmikið næring- argildi. Safinn er, eins og annað græn- meti, ríkur að vítamínum og steinefn- LIFANDI MATUR Matreiðslan er flókin þrátt fyrir að pottum og pönnum sé fleygt út úr skápunum og eldavélin fjarlægð úr eldhúsinu Vinkonurnar í Beðmálum í borginni hafa prófað lifandi mat enda fljótar að fylgja tískusveiflum. Lífsstíll í anda lifandi matar ◆ Eingöngu afurðir úr jurtarík- inu og matreiðslan má ekki fela í sér hitun yfir 40°C. ◆ Hugsa um umhverfið – kaupa lífræna vöru og helst í heima- byggð til að koma í veg fyrir mengun og kostnað tengdan flutningi vörunnar. ◆ Ekki borða nema líkaminn sendi boð um svengd. ◆ Borða sig saddan en samt ekki of mikið. ◆ Fjölbreytt samsetning til að nýta fæðuna sem best. ◆ Líkamshreinsun með líf- rænum safa – safafasta. ◆ Líkamsrækt – gjarnan hug- leiðsla, jóga og útivist. ◆ Njóta sólar – sólin veitir nær- ingu. ◆ Læknandi nudd. ◆ Jákvætt viðhorf. ◆ Hlátur og gleði. ◆ Umgangast fólk með sömu lífsgildi. Anna Sigríður er matvæla- og næringarfræðingur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.