Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 45
16.11.2003 | 45 Myndband „Ég horfi annað slagið á mynd, sem heitir Les Parapluies de Cher- bourg. Frönsk, frá árinu 1963, með fallegum lögum og fallegum skærum litum. Lokaatriði myndarinnar kallar fram hjá mér tár.“ Sjónvarpsþáttur „Sjón- varpsþættir verða mér yfirleitt ekki hugstæðir. En mér finnst þáttaröð, sem heitir Footballer’s Wives vera svo léleg að hún er frábær.“ Bók „Ég held ég teljist mjög óagaður lesandi. Alltaf með margar bækur í tak- inu. Nenni aldrei að lesa sömu bók tvisvar. Núna er ég með dellu fyrir sögu Berlínar og er að lesa bók sem heitir Faust’s Metropolis. Ég gæti þulið upp rit klassískra höfunda sem ég dái, en hvernig stendur á því að áhuginn á skáldskap dofnar með aldrinum?“ Vefsíða „Ég fer fyrst á www.jonas.is. Eiturhvöss skrif eftir fremsta blaða- mann landsins sem nú ritstýrir hesta- blaði.“ Frá mínum sófa séð og heyrt L jó sm yn d: G ol li Egill Helgason Stöð 2 hefur nú hafið útsendingar á umræðuþættinum Silfur Egils þar sem fjallað er um stjórnmál og önnur málefni líðandi stundar. Hátt í tvö hundruð þættir af Silfri Egils hafa verið sýndir á Skjá einum frá árinu 1999, en þátturinn er sendur út á Stöð 2 á laugardags- og sunnudagskvöldum frá klukkan 18 til 19 í opinni dagskrá. Umsjónarmaðurinn Egill Helgason er í sófanum að þessu sinni. Geisladiskur „Ég er sammála Miles Davis, sem sagði að tónlist væri ann- aðhvort góð eða léleg, það skipti ekki máli hverrar tegundar hún væri. Núna er ég að hlusta á kvartett númer sex eftir Sjostakovitsj, en í gær vorum við strákurinn minn að hlusta á nýju plötuna með Hljómum og kunnum vel að meta melódíurnar.“ Hvaða kvikmynd/tónlist/leikrit/ljóð/bók breytti lífi þínu? Bókin Älska dig själv (Your erroneous zones) eftir Wayne W. Dyer – en hún er m.a. um sjálfstraust og sjálfsmynd. Hvaða persónu mannkynssögunnar metur þú mest? Astrid Lindgren. Fáir hafa glatt mig og fjölskyldu mína jafn mikið. Hvaða dýr finnst þér flottast? Kötturinn minn. Snúður er níu ára blíður köttur. Hvaða lífsspeki ferðu eftir? Hver er sinnar gæfu smiður. Túlkaðu það sem aðrir segja á besta veg fyrir þá. Hefur þú verið í lífshættu? Já, þegar ég sat ásamt fleirum á snjó- troðara sem hrapaði niður í gil. Hefur þú unnið góðverk? Já, mörg lítil góðverk, t.d. gefið blóð, hjálpað ýmsum. Hvaða dyggð viltu helst læra? Sjálfsaga og sjálfselsku. Hvaða tilfinning er þér kærust? Ánægja með vel unnið verk, mitt og annarra. Hvað metur þú mest í fari annarra? Rökhugsun og gleði. Hverju viltu helst breyta á Íslandi? Ég vil efla stuðning við unglinga, m.a. síðustu bekki í grunnskóla, og ég vil 3ja ára framhaldsskóla. Hvenær varstu glaðastur? Eftir fæðingu barna minna, brosið fór ekki af mér. Hver er uppáhalds erlenda borgin þín? Barcelona. Hvers vegna fæst ekki friður á jörðu? M.a. vegna fáfræði, trúarbragða, græðgi, hræðslu og sárinda. Hvaða starfsstétt berðu mesta virðingu fyrir? Engri, kannski helst atvinnudönsur- um, fátt er skemmtilegra en að horfa á færa dansara. Hverjar eru fyrirmyndir þínar í starfi? Engar sérstakar. Ertu hræddur við dauðann? Nei, ekki lengur. Hvað óttast þú mest? Ekkert tiltekið. Hver gæti verið tilgangur lífsins? Ef það er eitthvað þá giska ég á að það sé að njóta þess. Hvaða aukahæfileika myndir þú helst vilja öðlast? Að geta flogið. Hvað viltu helst gera á síðkvöldum? Ég met fjölbreytni, t.d. að borða góð- an mat og drekka gott vín í góðum fé- lagsskap. L jó sm yn d: G ol li Maður eins og ég Snjólfur Ólafsson prófessor ‚Brosið fór ekki af mér eftir fæðingu barna minna‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.