Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 1
2003  MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A „EIGIÐ BESTA HANDBOLTAMANN Í HEIMI“ / B7 Rúnar keppti til úrslita á þrem-ur áhöldum. Hann vann í æf- ingum á bogahesti með einkunnina 8,80 og varð hlutskarpastur fyrir æfingar sínar á tvíslá þar sem hann fékk 9,10 í einkunn. Hann vann síðan til bronsverðlauna fyrir æfingar sínar í hringjum en fyrir þær æfingar fékk hann 9,05 í ein- kunn. Rúnar keppti einnig í fjöl- þraut og hafnaði þar í fimmta sæti með samtals 49,15 stig. Kvennalandsliðið sem í voru Harpa Snædís Hauksdóttir, Gróttu, Hera Jóhannesdóttir, Gróttu, Inga Rós Gunnarsdóttir, Gerplu, Kristjana Sæunn Ólafs- dóttir, Gerplu, og Tanja Björk Jónsdóttir, Björk, varð í fjórða sæti í liðakeppninni, en þetta var fyrsta mót liðsins sem taka þátt í Norðurlandamóti sem fram fer í Svíþjóð og svo Evrópumót en það er síðasta stórmótið í fimleikum fyrir Ólympíuleika. Inga Rósa varð hæst stúlknanna í fjölþrautinni en hún lenti í sjötta sæti með 30,65 stig. Inga keppti til úrslita í gólfæfingum þar sem hún varð í sjöunda sæti og hún varð í fjórða sæti fyrir æfingar sínar á slá. Harpa Snædís og Tanja kepptu til úrslita á tvíslá. Tanja lenti þar í sjötta sæti með 7,275 stig og Harpa í áttunda með 6,975 stig. Rúnar sigraði í tveimur greinum RÚNAR Alexandersson gerði góða hluti á Norður-Evrópumótinu í fimleikum sem haldið var í Pert í Skotlandi um helgina, en þetta var fyrsta stóra mótið sem hann tekur þátt í eftir að hann tryggði sér farseðilinn á Ólympíuleikana á heimsmeistaramótinu í sumar. Morgunblaðið/ÞÖK Haukar töpuðu, 37:34, fyrir Magdeburg eftir hetjulega baráttu í leik liðanna í Meistaradeild Evr- ópu í handknattleik á Ásvöllum í gær. Halldór Ingólfsson, sem hér reynir að fara framhjá Stefan Kretzschmar, var markahæstur Hauka með 9 mörk en Kretzschmar gerði betur, skoraði 12 mörk. Patrekur kominn á ferðina LANDSLIÐSMAÐURINN Patrekur Jóhannesson er aftur kominn á ferðina eft- ir meiðsli en hann gekkst undir aðgerð á hné í síð- asta mánuði. Patrekur skoraði 6 mörk þegar Bidasoa burstaði Bar- akaldo, 35:23, í spænsku 1. deildinni í gær. Patrekur kom eingöngu inn á til að taka vítaköst og skoraði úr sex af þeim sjö sem hann tók. Heiðmar Fel- ixson skoraði 3 mörk fyrir Bidasoa. Patrekur reiknar með að leika sama leikinn á miðvikudag þegar Bida- soa mætir Ademar Leon, það er að taka eingöngu vítaköstin, en hann hefur tekið stefnuna á að spila á fullum krafti í leiknum gegn Altea í lok mánaðar- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.