Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 B 3 LANDSLIÐSKAPPINN Sigfús Sig- urðsson hefur framlengt samning sinn við þýska stórliðið Magde- burg til ársins 2005. Sigfús gekk í raðir þýska liðsins frá Val fyrir einu og hálfu ári og er þegar orðinn einn af lyk- ilmönnum liðsins, í vörn jafnt sem sókn. Samningur hans við félagið, sem Alfreð Gíslason hefur þjálfað í nærri fimm ár með framúrskar- andi árangri, átti að renna út í vor en ákveðið var að lengja hann um eitt ár. Sigfús er 28 ára gamall og hef- ur leikið á áttunda tug landsleikja fyrir Íslands hönd. Sigfús fram- lengdi við Magdeburg Alfreð sagðist ekki hafa örvæntþegar Haukar náðu forystu um tíma. „Við höfum alltaf verið að vinna leiki þrátt fyrir að vera undir eftir 50 mínútur en við vorum að spila svo illa að ég átti alveg eins von á að það gerðist ekki hér í kvöld. Það kemur lítið úr hægra horninu en Kretzmar á góðan leik. Okkur vantaði tvo leik- menn, sem spila venjulega fyrir miðri vörn svo að við vorum með neyðarlausn með tvo unga í stað- inn og það er ekki hægt að búast við of miklu af þeim en þetta var langlélegasti varnarleikur okkar í keppninni,“ bætti Alfreð við en stefnir ótrauður á sigur í riðlinum. „Við ætlum að vinna í riðli okkar og staðan er óbreytt. Barcelona vann í Skopje og þá mun innbyrðis leikur okkar við Barcelona líklega skera úr um hvort liðið er í efsta sæti. Það er hörð barátta fram- undan, við ætlum að vinna Barce- lona í Barcelona til að ná efsta sætinu en verðum að spila betri vörn til þess.“ „Ég held að það sé enginn vafi á að þetta var besti leikur okkar í keppninni og verulega sárt að komast ekki með annað stigið úr honum,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn en hans menn náðu forskoti um tíma eftir fjögur mörk í röð. „Ég hélt að þetta væri að koma hjá okkur þeg- ar við vorum yfir en þá klikkum við á víti og svo var jafnt þegar sjö mínútur voru eftir. Við ráðum mjög vel við þá þegar við náum að stilla upp vörninni en Kretzmar gerir afdrifarík mörk úr horninu og Sigfús af línunni, sem gerði gæfumuninn. Við hefðum þurft að taka eitthvað af þeim boltum. Við fáum ekki nóga góða markvörslu í síðari hálfleik en það var líka erfitt fyrir Birki, hann stendur í mark- inu alla leikina og mikið álag á honum svo það er ekki við hann að sakast. Við erum ekki með nógu mikla breidd en börðumst ótrúlega vel og spiluðum frábæran hand- bolta. Nú gerði allt liðið mjög vel enda þurftum við á því að halda til að eiga möguleika. Það var mikið af mörkum en svona er handbolt- inn hraður í dag, eins og við sjáum í öðrum leikjum,“ bætti Viggó við og ætlar sér enn þriðja sætið. „Mér fannst við óheppnir og dóm- gæslan var með Magdeburg síð- ustu tíu mínúturnar eins og venju- lega þegar stórlið er að keppa. Dómararnir tóku af okkur mark í hraðaupphlaupi og það voru nokk- ur vafaatriði, sem féllu þeim greinilega í skaut þó að dómararn- ir hafi verði góðir í fimmtíu mín- útur. Við getum samt verið ánægð- ir með margt í þessum leikjum í riðlinum. Við stefndum á þriðja sætið og grætilegt að ná ekki einu stigi hér en þá verðum við bara að gera það í Skopje.“ Morgunblaðið/ÞÖK Sigfúsi Sigurðssyni var ekki sýnd nein gestrisni þegar hann mætti með félögum sínum í Magdeburg á Ásvelli í Hafnarfirði í gær. Hér taka tveir leikmenn Hauka, Robertas Pauzolis og Vignir Svavarsson, fast á línumanninum sterka og veitir ekki af. Ég er engan veginn sáttur „ÉG er engan veginn sáttur við þennan leik,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg, eftir leikinn. „Varnarleikurinn var skelfilegur, okkar lélegasti hingað til og markvarslan einnig í kjölfarið, það er ekki hægt að kvarta mikið yfir 37 mörkum í sókninni en við vorum samt að ljúka sóknum okkar illa, þar skipti miklu að Birkir Ívar átti frábæran leik í marki Hauka.“ Stefán Stefánsson skrifar  GUNNAR Berg Viktorsson skor- aði 5 mörk fyrir Wetzlar sem sigraði Pfullingen, 22:19, í þýsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Róbert Sighvatsson lék ekki með Wetzlar vegna meiðsla.  JALIESKY Garcia skoraði 6 mörk fyrir Göppingen og var markahæst- ur í liði þeirra sem tapaði fyrir Gummersbach á heimavelli, 33:27. Göppingen er í neðsta sæti þýsku 1. deildarinnar.  RÚNAR Sigtrygsson skoraði 2 mörk og Einar Örn Jónsson 1 þegar lið þeirra, Wallau Massenheim, lagði Stralsunder, 29:20.  GYLFI Gylfason skoraði 4 mörk fyrir Wilhelmshavener og Kronau/ Östringen, lið Guðmundar Hrafn- kelssonar, en liðin skildu jöfn, 26:26. Guðmundur lék í 38 mínútur í marki Kronau/Östringen og varði 9 skot.  ALEXANDERS Peterson lék ekki með Düsseldorf vegna meiðsla þegar liðið vann HSG Konstanz, 20:19, á útivelli í suðurhluta þýsku 2. deild- arinnar. Düsseldorf er í efsta sæti deildarinnar með 20 stig að loknum 11 leikjum.  HRAFNHILDUR Skúladóttir skoraði 7 mörk fyrir Tvis Holstebro í sigri liðsins á Kollund/Lind, 27:21, í 1. deildinni í Danmörku. Inga Fríða Tryggvadóttir skoraði 6 mörk og Hanna G. Stefánsdóttir 3. Helga Torfadóttir stóð í marki Tvis Holste- bro og varði mjög vel en Kristín Guð- mundsdóttir, fimmti Íslendingurinn í liðinu, gat ekki leikið vegna meiðsla.  DAGNÝ Skúladóttir, yngri systir Hrafnhildar, skoraði 4 mörk fyrir Lutzellinden þegar liðið gerði jafn- tefli, 28:28, við Oldenburg í þýsku úr- valsdeildinni.  ARNAR Geirsson skoraði 2 af mörkum Gelnhausen sem tapaði fyrir Bayer Dormagen í þýsku 2. deildinni í handknattleik í gær.  PAVEL Ermolinskij skoraði 17 stig, tók 11 fráköst og gaf 5 stoðsend- ingar í leik með unglingaliði franska liðsins Vichy gegn Pau-Orthez. Pavel lék einnig með aðalliði Vichy gegn Pau-Orthez og skoraði eitt stig í þeim leik.  ÓÐINN Ásgeirsson lék í 12 mín- útur með liði sínu Ulriken Eagles í norsku úrvalsdeildinni á föstudag er liðið vann Tromsö á útivelli 87:79. Óð- inn skoraði alls 9 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Ulriken er í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig að loknum 7 umferðum.  HENNING Berg fyrirliði Norð- manna missir af síðari leiknum á móti Spánverjum í umspili Evrópumóts landsliða á miðvikudaginn. Berg nældi sér í gult spjald og er þar með kominn í leikbann. Klaus Lunde- kvam hjá Southampton mun taka við fyrirliðabandinu í stað Bergs. FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.