Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 4
BADMINTON 4 B MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ragna Ingólfsdóttir og Sara Jóns- dóttir hafa víða farið það sem af er þessu ári og er víst ekki allt búið enn því þær munu fara á mót í Gvatemala, Wales og á Írlandi nú fyrir jól. Þær stöllur hafa samtals farið til 20 landa í fimm heimsálfum á þessu ári.  Janúar: Alþjóðlegt mót í Portúgal Ragna tapar í 16 manna úrslitum. Ragna og María Ioannou frá Kýpur falla út í 16 manna úrslitum tvíliða- leiks.  Febrúar: Opna franska í Frakklandi Ragna tapar í 32 manna úrslitum. Ragna og Katrín Atladóttir falla út í 8 liða úrslitum tvíliðaleiks. Yonex All England Open Sara tapar í undanúrslitum.  Mars: Alþjóðlegt mót í Króatíu Ragna tapar í 32 manna úrslitum. Ragna og Katrín Atladóttir falla út í 8 liða úrslitum tvíliðaleiks. Velo International í Hollandi Sara tapar í 8 manna úrslitum  Apríl: Alþjóðlegt mót í Austurríki Ragna tapar í 32 manna úrslitum. Ragna og Katrín Atladóttir falla út í 32 liða úrslitum tvíliðaleiks. Peru International í Perú Sara tapar í 8 manna úrslitum.  Maí: Giraldilla International á Kúbu Sara tapar í 16 manna úrslitum. Opið alþjóðlegt mót á Spáni Ragna tapar í 16 manna úrslitum. Sara tapar í 32 manna úrslitum. Ragna og Sara falla út í 8 liða úrslit- um tvíliðaleiks  Júní: Alþjóðlegt mót í Suður-Afríku Sara tapar í 32 manna úrslitum.  Júlí: Alþjóðlegt mót í Dóminíska lýðveld- inu, Ragna tapar í 8 manna úrslit- um. Sara tapar í 16 manna úrslitum. Ragna og Sara tapa í úrslitum tví- liðaleiks. CaReBaCo Campionship í Trinidad og Tobago Ragna tapar í 32 manna úrslitum. Sara tapar í 32 manna úrslitum. Ragna og Sara tapa í 8 liða úrslitum tvíliðaleiks. Heimsmeistaramót í Englandi Ragna tapar í 64 manna úrslitum.  Ágúst: Ballarat International í Ástralíu Sara tapar í 8 manna úrslitum. Wellington International á Nýja Sjá- landi, Sara tapar í undanúrslitum.  September: Alþjóðlegt mót á Nýja Sjálandi Ragna tapar í 8 manna úrslitum. Sara tapar í 16 manna úrslitum. Ragna og Sara tapa í 8 liða úrslitum tvíliðaleiks. Kawasaki International í Ástralíu Ragna tapar í 16 manna úrslitum. Sara tapar í 8 manna úrslitum. Ragna og Sara tapa í 8 liða úrslitum tvíliðaleiks. Denmark Open í Danmörku Ragna tapar í 8 manna úrslitum. Sara tapar í 8 manna úrslitum. Ragna og Sara falla út í 32 liða úr- slitum tvíliðaleiks.  Október: Alþjóðlegt mót í Slóvakíu Ragna tapar í 32 manna úrslitum. Sara tapar í 16 manna úrslitum. Ragna og Sara falla út í undan- úrslitum tvíliðaleiks. Alþjóðlegt mót í Slóveníu Ragna tapar í 32 manna úrslitum. Sara tapar í 32 manna úrslitum. Ragna og Sara tapa í úrslitum tví- liðaleiks. Opna bandaríska mótið Ragna tapar í 8 manna úrslitum. Sara tapar í 16 manna úrslitum. Ragna og Sara tapa í undanúrslitum tvíliðaleiks. Alþjóðlegt mót í Ung- verjalandi Ragna tapar í 16 manna úrslitum. Sara tapar í 8 manna úrslitum. Ragna og Sara tapa í 8 liða úrslitum tvíliðaleiks.  Nóvember: Alþjóðlegt mót á Íslandi Ragna tapar í undanúrslitum. Sara tapar í 32 manna úrslitum. Ragna og Sara tapa í undanúrslitum tvíliðaleiks. Víðförlar stúlkur Ég neita því ekki að íþróttin tekurmjög mikið af mínum tíma og þau ferðalög sem ég hef farið á árinu miða að því að kom- ast á Ólympíuleikana í Aþenu á næsta ári,“ segir Sara Jónsdótt- ir. „Markmiðið er vitaskuld að reyna að ná sem bestum úrslitum því 10 bestu mótin gefa stig til Ólympíuleikanna og ef okkur geng- ur ekki vel á einu móti þá verðum við bara að reyna að gera betur á því næsta,“ segir Sara en hún býr í Dan- mörku þar sem hún er við dönsku badminton-akademíuna. Mótið nú um helgina var annað mótið sem Sara tekur þátt í hér á landi, hið fyrra var Íslandsmótið í apríl. „Okkar markmið er að komast á Ólympíuleikana í tví- liðaleik en það gefur okkur jafnframt tækifæri til að taka þátt í einliðaleik,“ segir Sara, en henni gekk ekki sem best í einliðaleiknum að þessu sinni. Ragna og Sara þurfa að eyða gríð- arlegum fjármunum og tíma í að ná takmarki sínu, Ólympíuleikunum í Aþenu 2004, hvernig fara þær að því? „Við erum á Ólympíustyrk sem við notum í flug, mat og hótel á meðan við erum úti. Sara er í akademíunni úti í Danmörku en ég er hér heima þar sem ég fæ fría þjálfun tvisvar á dag og svo tökum við þátt í þeim mótum sem við eigum möguleika á. Þessir pen- ingar hafa dugað okkur hingað til en við lifum spart og fáum auk þess hjálp héðan og þaðan, t.d. frá TBR, Bad- minsambandinu, fjölskyldu og vin- um,“ segir Ragna. Segja má að búlgörsku stúlkurnar Neli Boteva og Petya Nedeltcheva hafi farið illa með þær Rögnu og Söru því þær féllu úr leik í tvíliðaleik gegn þeim og Ragna tapaði í einliðaleik gegn Nedeltchevu. „Ég hafði ekki miklar væntingar til þessa móts og taldi að ég hefði fengið mjög slæma röðun,“ sagði Ragna Ing- ólfsdóttir. „En síðan gekk mér mjög vel. Fyrsti leikurinn var gegn Mette Nielsen frá Danmörku þar sem mér gekk mjög vel og vann hana létt í tveimur lotum. Þá lék ég gegn Susan Hughes frá Skotlandi sem er mjög of- arlega á styrkleikalistanum. Í þeim leik lék ég undir engri pressu og náði frábærum leik og vann hana líka í tveimur lotum. Síðan lék ég gegn jap- anskri stúlku, Chie Umezu, og átti ég ekki von á því að veita henni mikla keppni en ég hitti á mjög góðan leik og vann hana í oddaleik,“ sagði Ragna sem síðar tapaði fyrir búlgaskri stúlku, Petya Nedeltcheva, í undan- úrslitum einliðaleiks kvenna. Ragna og Sara, sem báðar eru á 23. aldursári, sjá mikið til um sig sjálfar á þeim mótum sem þær taka þátt í en þjálfarar eru sjaldnast með í för þeg- ar þær fara á mót. Þó fer danskur þjálfari Söru stundum með en hann var einmitt staddur hér á landi um helgina að fylgjast með sínu fólki. En er þetta ekki erfitt fyrir stelpurnar? „Jú, þetta tekur óneitanlega á, sér- staklega þegar um langan veg er að fara. Ferðalögin taka mikinn tíma og maður þreytist vissulega. En þetta er verkefni sem við höfum tekið að okk- ur og við reynum að láta það ekki á okkur fá. Það eru vissulega vonbrigði að ná ekki lengra á mótinu núna um helgina en það var gott að komast í undanúrslit því þar fara stigin að telja,“ sagði Sara. Þær náðu í undanúrslit á mótinu um helgina þar sem þær biðu lægri hlut fyrir búlgörsku stúlkunum Ne- delchevu og Botevu. „Við lékum fyrst gegn dönskum stelpum (Mette Niel- sen og Mariu Alm), unnum þær í tveimur lotum og stóðum okkur bara vel þar. Fengum síðan íslenskar stelpur sem eru ennþá í unglinga- flokknum (Snjólaug Jóhannsdóttir og Karitas Ólafsdóttir) þannig að við fengum ágætis röðun þar. En töpuð- um síðan í undanúrslitunum,“ sagði Ragna. „Það er ótrúlega gaman að fá tæki- færi til að koma hingað heim og taka þátt í alþjóðlegu móti. Það var ein- staklega mikil og góð stemning í höll- inni á laugardag þegar ég var að leika í einliðaleiknum. Ég fékk mikla hvatningu frá áhorfendum og það hafði mikið að segja í því að mér tókst að vinna þessa tvo leiki sem ég átti ekki von á að vinna,“ sagði Ragna. Þið hafið komist tvisvar sinnum í úrslitaleik í tvíliðaleik á þessu ári. Það hefur væntanlega glatt ykkur? „Já, það var ótrúlega gaman. „Ekkert mót er um næstu helgi en við förum til Gvatemala, Wales og Ír- lands fram að jólum. Það ræðst í end- aðan apríl, byrjun maí, hverjir kom- ast inn á Ólympíuleikana þannig að við eigum nokkra mánuði til góða. Við erum núna í 29. sæti á heimslistanum og það fara fyrstu 19 pörin sem fara inn í tvíliðaleiknum,“ sagði Sara. „Við þurfum að ná 10 góðum úrslit- um, en erum með sex góð úrslit núna, tvo úrslitaleiki og fjóra undanúrslita- leiki. Við þurfum því að minnsta kosti að komast í undanúrslit á fjórum mót- um til viðbótar til að eiga góða mögu- leika á að komast inn á leikana,“ sagði Ragna Ingólfsdóttir sem er vonandi á leið á ÓL í Aþenu ásamt Söru. Morgunblaðið/Þorkell Ragna Ingólfsdóttir og Sara Jónsdóttir glaðar í bragði eftir keppnina í TBR-húsinu þar sem þær komust í undanúrslit í tvíliðaleik. Stefna ótrauðar á Ólympíuleikana RAGNA Ingólfsdóttir og Sara Jónsdóttir eru helsta von Íslendinga til að komast í badmintonkeppni Ólympíuleikanna í Aþenu 2004. Þær hafa lagt allt yfirstandandi ár í það að einbeita sér að íþrótt sinni og hafa tekið þátt í fjölmörgum alþjóðlegum mótum það sem af er árinu og fleiri eru framundan fyrir árslok. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.