Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 8
ÍÞRÓTTIR 8 B MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ UM næstu helgi halda fimm karatemenn í Opna tékkneska mótið. Það er flokkað sem sterkt B-mót og að sögn karate- manna tilvalið til að mæta andstæð- ingum með fjöbreyttan stíl og tækni. Í hópnum eru Jón Ingi Þorvaldsson, Ingólfur Snorrason, Edda Blöndal, Andri Sveinsson, Jón Viðar Arnþórsson og Sólveig Sigurðardóttir. Þrjú síðast- nefndu eru í yngri flokki og mótið því gott til herða þau fyrir Evrópmót ung- linga, sem fram fer í febrúar á næsta ári. Það er því tákn um grósku í karate á Íslandi að unglingarnir séu farnir að safna reynslu á erlendum mótum, en skemmst er að minnast þegar Andri Sveinsson og Sólveig Sigurðardóttir náðu í silfur á sterku móti í Bretlandi fyrir skömmu. Herða þá yngri í Tékklandi „ÉG hafði þetta af í dag en stelpurnar eru hörkuduglegar og farnar að láta mig hafa fyrir sigrinum,“ sagði Edda Lúv- ísa Blöndal úr Þórshamri eftir sigur í sínum þyngdarflokki og opnum flokki. „Það er gott fyrir mig. Margir telja að þetta sé auðvelt fyrir mig og það hefur reyndar vantað meiri samkeppni. Það er ekkert gaman og fyrir vikið vant- ar hvatningu til að mæta á æfingar auk þess að það er ekki eins skemmtilegt að vinna á mótum, þótt það sé alltaf gam- an. Þessi mót eru því góð til að koma sér í keppnisham fyr- ir bardaga eins og þarf erlendis. Annars byrjaði dagurinn ekki vel hjá mér, ég var ekki komin í rétt keppnisskap og Sólveig vann stig með góðu sparki en það dugði til að koma mér í gang. Það var gott fyrir mig og ekki síður Sólveigu sem finnur að enginn er ósigrandi. Fjóla var líka erfið í fyrri bardaganum en ég tók mig saman í andlitinu. Mótið var gott, það var erfiðara en áður og ég lærði meira en oft áður. Það brýst um í mér að margar þeirra eru nemendur mínir og ég gleðst yfir getu þeirra en svo er keppnisskapið í mér og ekkert gefið eftir svo þetta er ljúfsár dagur, frek- ar þó ljúfur en sár.“ Tíunda árið í röð hjá Eddu Lúvísu Morgunblaðið/Árni Sæberg Edda Lúvísa Blöndal.  KÍNVERSKI kylfingurinn Zhang Lian-wei sigraði á atvinnumanna- móti sem fram fór í Shanghai í heimalandi hans um helgina. Um var að ræða Opna kínverska mótið en golfíþróttin er í mikilli sókn í Kína þessa stundina. Þetta er annar sigur Zhang Lian-wei á keppnis- tímabilinu og sá fimmti á atvinnu- mannaferli hans.  ENGLENDINGAR lögðu Frakka í undanúrslitum Heimsmeistara- mótsins í ruðningi sem fram fer í Ástralíu þessa dagana. Rúmlega 80 þúsund áhorfendur voru á leiknum sem endaði 27:7, en staðan í hálfleik var 12:7. Í úrslitaleiknum sem fram fer eftir viku mætir England núver- andi Heimsmeistaraliði Ástralíu en liðin áttust einnig við í úrslitum árið 1991 þar sem Ástralir höfðu betur.  ÓLYMPÍUMEISTARALIÐ Serb- íu og Svartfjallalands unnu Kína, 3:0, á Heimsmeistaramótinu blaki karla sem fram fer í Japan.  BANDARÍKIN unnu Kanada á HM í Japan í blaki í þremur lotum 25:17, 25:17, 25:17. „Fyrsti leikurinn er ávallt erfiður í nýju umhverfi. Það verður einnig mikilvægt að tapa sem fæstum lotum því þetta verður hörð keppni,“ sagði þjálfari Banda- ríkjamanna, Douglas Beal.  EVRÓPUMEISTARALIÐ Ítalíu lagði Túnis nokkuð sannfærandi í þremur lotum, 25:16, 25:13 og 25:23. Frakkar áttu hins vegar í meiri vandræðum gegn Venesúela en unnu þó þrjár lotur, 25:23, 25:21 og 25:21.  HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í Ólympískum lyftingum fer fram í Vancouver í Kanada þessa dagana. Í 62 kg flokki karla varð Tyrkinn Halil Mutlu meistari með 322,5 kg samanlagt. Zhiyong Shi frá Kína varð annar með 317,5. Hvít-Rússinn Henadzi Aliashchuk varð þriðji, einnig með 317,5 kg.  KONURNAR eru einnig að keppa á HM í Vancouver og í 48 kg flokki varð Mingjuan Wang frá Kína efst á palli með 200 kg samanlagt. Wir- atthaworn Aree frá Tailandi varð önnur með 190 kg og Nurcan Tayl- an frá Tyrklandi þriðja með 187,5 kg.  HINN 237 kg þungi Sumo-glímu- kappi Musashimaru hefur ákveðið að láta staðar numið á mótaröð at- vinnumanna í faginu í Japan. Mus- ashimaru segir að hann hafi ekki lengur það sem til þarf ef hann ætli sér að vera áfram fremstu röð.  NORSKA landsliðið í knattspyrnu fékk óblíðar móttökur er liðið mætti til leiks gegn Spánverjum í Val- encia á laugardag. Bifreiðin sem norska liðið var í var grýtt af stuðn- ingsmönnum spænska liðsins tveim- ur tímum fyrir leik. FÓLK Kumite er bardagi sem stendur yf-ir í þrjár mínútur nema annar keppandinn hafi náð átta stiga for- skoti. Gefin eru stig fyrir spörk og högg, 3 stig fyrir spark í höf- uð eða leggja mót- herja og koma síðan á hann höggi. Tvö stig fást fyrir spark í búk en eitt fyrir önnur högg, nema reyndar högg í bak eða hnakka því þá er viðkomandi líklegast með mjög góða stöðu. Ef mótherji nær að verj- ast höggi, til dæmis ef spark eða högg lendir á handlegg, fæst ekkert stig. Refsing er fyrir stíga útaf vellinum og einnig fyrir of mikla snertingu, ef það er ítrekað fær mótherji stig. Það er því ekki hægt að kýla eða sparka of fast, þá fást ekki stig og frekar að mótherji hagnist á því, en það gerðist einmitt í bardaga Jóhannesar Karls- sonar úr KFR og Jóns Viðars Arn- þórssonar, Þórshamri, sem kýldi of fast svo að skurður opnaðist á kinn Jóhannesar. Þar með var Jóhannes úrskurðaður úr leik af lækni mótsins en dæmdur sigur. Jón Ingi og Ingólfur unnu hvor í sínum þyngdarflokki og mikil spenna fyrir bardaga þeirra í opnum flokki. Ingólfur byrjaði betur og fékk fjögur stig en fylgdi því ekki eftir svo að Jón Ingi náði sér á strik og 10-5 forskoti en það kostaði hann líka tvö refsistig. Ingólfur var ekki sáttur, sótti af krafti og minnkaði forystuna í 10-9. Þá loks tók Jón Ingi við sér aftur með tveimur stigum áður en tíminn rann út. „Sigur er alltaf sætari þegar hann er svolítið naumur,“ sagði Jón Ingi eftir mótið. „Það fer alltaf um mann þegar maður er undir í stigum, stund- um brýtur það mann niður en í þetta skipti náði ég að koma mér af stað aft- ur og náði forystu. Þá er hins vegar alltaf hætta á að detta í vörn sem gerðist og Ingólfur hrökk í gang,“ bætti Jón Ingi við. „Við Ingólfur höf- um eldað saman grátt silfur í mörg ár og segja má að það hafi einmitt gert okkur að meisturum. Við höfum skipst á í fjögur ár um þennan titil og það er erfitt að eiga við Ingólf, hann er stór, sterkur og fyrsta flokks keppnismaður sem er erfitt að eiga við, svo það er gríðarleg áskorun að eiga við hann.“ Liðakeppni karla var ekki síður spennandi þar sem mættust í síðustu snerrunni Fylkir og Þórshamar. Fylkismaður vann fyrsta bardagann af þremur, 3-2, næsti endaði með jafntefli en í síðasta bardaganum vann Jón Viðar Arnþórsson, 3-1, á síðustu sekúndunum. Þar söknuðu Fylkismenn Ingólfs, sem fór eftir tapið fyrir Jóni Inga. Gullin til Þórshamars eftir harða bardaga ÞÓRSHAMAR var sigursæll á Íslandsmótinu í karate á laugardaginn þegar kappar þess unnu í báðum kvennaflokkum, opnum flokki og liðakeppni karla og kvenna ásamt því að fá flest heildarstig félaga en Fylkir hampaði flestum þessum titlum í fyrra. Það kom fáum á óvart þegar Edda Lúvísa Blöndal sigraði í sínum flokkum tíunda árið í röð en í opnum flokki karla endurheimti Jón Ingi Þorvaldsson titil eftir æsispennandi bardaga. Sigurlið Þórshamars á Íslandsmótinu í Kumite. Í fremri röð: Jón Ingi Þorvaldsson og Edda Lúvísa Blöndal. Í aftari röð frá vinstri: Margeir Stefánsson, Sólveig Sigurðardóttir, Auður Olga Skúladótt- ir, Jón Viðar Arnþórsson, Ingibjörg Arnþórsdóttir og Davíð Guðjónsson. Stefán Stefánsson skrifar „VONANDI var þetta í síðasta sinn sem bikarkeppnin fer fram í Sundhöll Reykjavíkur. Ef allt fer samkvæmt áætlun verður nýja 50 metra innilaug- in í Laugardalnum tilbúin í nóvember á næsta ári, en það er samt ekki alveg á hreinu, en margt bendir til þess að því er stefnt,“ sagði Óskar Örn Guðbrandsson, framkvæmda- stjóri Sundsambandsins, í gær. Hann bætti því við að framkvæmd mótsins að þessu sinni hefði gengið vel. „Tölvutæknin gerir okkur kleift að birta úrslit nokkrum sekúndum eftir hvert sund. Þá eru úrslitin komin á blað uppá vegg. Það þarf ekki að slá inn neinum tölum, öll gögn eru flutt úr tímatökuútbúnaði í tölvuforrit sem sér um afgang- inn. Úrslit mótsins voru því ljós aðeins nokkrum mínútum eftir að síðasta sundinu lauk og en hér áður fyrr þurfti að bíða í allt að hálftíma eftir því,“ sagði Óskar Örn. Hann bætti því við að sérstök stemmning væri ávallt í Sund- höllinni. „Hér er þröngt á þingi en menn eru orðnir vanir þessu eftir 33 ár.“ Í síðasta sinn í Sund- höllinni?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.