Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 9
SUND MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 B 9 Það er fjölbreytt flóra íþrótta-manna sem keppir í bikar- keppninni. Sumir eru að stíga sín fyrstu skref í al- vörukeppni á meðan aðrir eru meðal þeirra bestu í heim- inum og má þar nefna Örn Arnarson sem var í sig- urliði ÍBR. Örn sagði að tvö mót á ári hverju stæðu upp úr á Íslandi. Bikar- keppnin og Meistaramótið sem er í mars á hverju ári. „Við erum mjög sátt við okkar árangur og mark- miðið var að vinna með sem mest- um yfirburðum og það tókst,“ sagði Örn en hann tók þátt í þremur ein- staklingsgreinum og boðsundum. Spurður um hvar hann stæði í undirbúningi sínum fyrir Evrópu- meistaramótið í 25 metra laug sem fram fer í Dublin á Írlandi 11.-14. desember sagði Örn að hann væri á réttu róli miðað við áætlanir sín- ar. „Verð í toppstandi í Dublin“ „Ég er um 2-3 sekúndum frá bestu tímum mínum í þessu móti. Það er alveg eins og ég bjóst við. Ég hef náð að æfa mjög vel að undanförnu, bakið er ekki að angra mig og ég er á réttri leið. Ég er með minni líkamsfitu en áður eða um 10% og hef náð að keyra á þeim hraða sem ég hef kosið. Síðan tek ég mér hvíld rétt fyrir mótið í Dublin og verð í topp ástandi um miðjan desember,“ sagði Örn sem var að sjálfsögðu rennvotur eftir að hafa skellt sér í laugina í öllum föt- unum samkvæmt hefðinni. Sigur- liðið fór fyrst ofan í laugina en síð- an tók leikurinn að æsast og um tíma voru flestir þeir sem voru á laugarbakkanum komnir ofan í. Þar á meðal var bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Árni Sigfússon. „Þurfti Evrópumeistara til að leggja mig að velli“ Eðvarð Þór Eðvarsson var meðal keppenda en hann er jafnframt einn af þjálfurum ÍBR. Eðvarð er 36 ára gamall og tekur þátt í morg- unæfingum ÍBR, allt að fimm sinn- um í viku. Hann var mjög sáttur við árangur ÍBR og sagði að gamli keppnisandinn væri að banka á dyrnar hjá honum á ný. „Það þurfti Evrópumeistara til þess að leggja mig í baksundinu, segir Eðvarð í léttum tón en hann varð annar í 100 metra baksundi á eftir Erni Arnarsyni. „Ég lyfti líka með sun- dæfingunum og held ístrunni frá mér. Samt sem áður er aðeins að kvikna neisti um að gera betur, ég er þremur sekúndum frá bestu tímum mínum. En það er óraun- hæft að miða við þá tíma sem ég náði áður, en núna hef ég sett mér markmið að bæta þá tíma sem náði í þessu móti. Það skiptir mestu máli að hafa gaman af þessu en ég vil synda hraðar,“ sagði Eðvarð Þór. Hann skoraði á önnur lið að gera sitt besta til þess að veita ÍBR harðari keppni. „Við viljum fá meiri og harðari keppni frá öðrum liðum, annars er hætta á því að menn fari að slaka á. Aðstaðan er að batna hér í Reykjavík og það verður lyftistöng fyrir þá sem æfa í Reykjavík og við vonumst til þess að geta boðið okkar sundfólki svip- aða aðstöðu á næstu árum.“ ÍA með yfirburði í 2. deild Íþróttabandalag Akraness hafði nokkra yfirburði í 2. deild en þar náði Gunnar Smári Jónbjörnsson úr Sundfélagi Akraness góðum ár- angri í 200 m skriðsundi þegar hann synti á 2.00,19 mínútum. Gunnar hefur þar með náð lág- mörkum fyrir Norðurlandameistaramót ung- linga en alls hafa tíu sundmenn tryggt sér farseðil á NM unglinga. Morgunblaðið/Eggert Hendur á lofti, hróp og köll! Það gekk mikið á á lokasprettinum í bikarkeppninni í sundi og var hvergi slegið af í boðsundunum í laug- inni. Á laugarbakkanum var fjölmennt stuðningslið. „Viljum harðari samkeppni“ SÓL, sól skín á mig kölluðu keppendur á bikarkeppni Sund- sambands Íslands er langt var liðið á keppnina í gær og aðeins boð- sundin eftir á dagskrá dagsins. Þrátt fyrir yfirburði Íþrótta- bandalags Reykjanesbæjar, ÍBR, var sem hvert sundtak réði úrslitum. Slíkur var hávaðinn og var stemmningin líkari því sem gerist á enskum knattspyrnuvöllum. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson  EITT telpnamet féll í gær á bik- armeistaramóti sundmanna. Helena Ósk Ívarsdóttir úr ÍRB synti 100 m bringusundi á tímanum 1.14,00 mín- útum og bætti þar með met stöllu sinnar úr ÍRB, Erlu Daggar Har- aldsdóttur um rúmlega hálfa sek- úndu. Tími Helenu er einnig undir lágmarki SSÍ fyrir Evrópumeistara- mót unglinga sem er á næsta ári.  TVEIR afreksbikarar voru afhent- ir í gær að loknu bikarmeistaramóti sundmanna. Sindri Snævar Frið- riksson úr Sundfélagi Hafnarfjarð- ar bætti sig mest á milli SMÍ móta eða um 4,3 sekúndur í 50 m bringu- sundi frá SMÍ 2002 og til SMÍ 2003.  SINDRI fékk því 167 stigum meira á árinu 2003 heldur en 2002.  ÖRN Arnarson úr ÍBR fékk Sund- hallarbikarinn er gefinn var af Gísla Jenssyni, forstöðumanni Sundhallar Reykjavíkur. Örn vann besta afrek í Sundhöllinni frá 1. september 2002 til 31. ágúst 2003, í 100 m baksundi og fékk fyrir það 1011 stig.  AUÐUR Sif Jónsdóttir úr Ægi setti telpnamet í bikarkeppni SSÍ. Hún synti á 2.27,21 mínútum í 200 m flugsundi. Gamla metið átti Sunna Björg Helgadóttir, 2:28,31, sett í Hafnarfirði 1997.  GUÐNI Emilsson setti drengja- met í 200 m bringusundi á laugardag þegar hann synti á 2.28,06. Gamla metið átti Guðni sjálfur en það var 2:31,34 og sett í Vestmannaeyjum í maí á þessu ári.  HJÖRTUR Már Reynisson, sund- maður úr KR, synti undir lágmarki SSÍ fyrir Evrópumeistaramótið í 25 m laug sem fram fer í Dublin í næsta mánuði. Hjörtur synti 200 m flug- sund á 2:04,32. Aðeins einn íslenskur sundmaður hefur synt 200 m flug- sund undir 2:05,00 mín. auk Hjartar en það er núverandi Íslandsmethafi, Örn Arnarson. FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.