Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 30
30 C MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á hrif byggingararfsins á nýsköpun í íslenskri húsagerðarlist er sannar- lega fyrir hendi og verður hér fyrst og fremst fjallað um ís- lenska torfbæinn og áhrif hans. Ekki vitað til þess að á miðöldum hafi verið teiknaðar forsagnir að ís- lenska torfbænum. Bæjargerðin þró- aðist hins vegar í gegnum aldirnar, frá þjóðveldisbænum til gangabæjar eins og við þekkjum hann í örfáum varðveittum eintökum. Þessa þróun hefur Hörður Ágústsson rakið af mikilli nákvæmni eins og alþjóð veit. Það er ekki fyrr en undir lok 18. aldar, þegar upplýsingarinnar er far- ið að gæta, að eitthvað er sett á blað þessu viðkomandi. Í kjölfar álits- gerðar Landsnefndarinnar voru árið 1776 gerðir tillöguuppdrættir í Kaupmannahöfn að endurbættri húsagerð úr torfi og grjóti og hús- grind úr hefbundnu dönsku bind- ingsverki. Þessar tillögur komu ekki til framkvæmda svo vitað sé. Burstabærinn — táknmynd bætts efnahags Meiri áhrif höfðu skrif séra Guð- laugs Sveinssonar prófasts í Vatns- firði. Guðlaugur skrifar ritgerð um bæjarbyggingar árið 1791 sem birt- ist í Riti hins konunglega íslenska lærdómslistafélags og lét fylgja þrjár tillögur að fyrirkomulagi og út- liti sveitabæja. Tvær þeirra sneru einni burst fram á hlað, bæjardyr- unum sjálfum, og studdust við hefð- bundið fyrirkomulag sveitabæja þess tíma – annars vegar kotbæ og hins vegar stærri bæ. Þriðja tillagan sýndi hins vegar þrjár burstir snú- andi fram á hlað, í þeirri tillögu fólst mest nýjung. Kannski er ofmælt að séra Guðlaugur hafi verið höfundur burstabæjarins, drög að þessu bygg- ingarlagi höfðu þegar verið reist, en skrif hans ásamt bættum efnahag fólks höfðu mikil áhrif í þá átt að gera byggingarstílinn vinsælan, enda varð hann allsráðandi á 19. öld. Þarna réðu ugglaust mestu fagur- fræðileg sjónarmið, bærinn varð reisulegri ásýndum með burstsettri framhliðinni, einnig notagildið, en þetta byggingarlag bauð upp á hag- anlegra innra fyrirkomulag, ekki hvað síst í sambandi við inn- og út- gönguleiðir. Ekki má heldur gleyma því að burstabærinn varð táknmynd bætts efnahags. Því sé hann skoðaður sem ein heild má segja að ein húshliðin sé alklædd timbri sem íslenskur al- menningur hafði vanist að fara jafn- an sparlega með. En burstabæjarhugmynd séra Guðlaugs leysti ekki hvimleiðan fylgifisk torfbæjarins sem var raki frá skotrennum milli þakflata sem átti greiða leið um gljúpa torfvegg- inn inn í húsin og varð aldrei ráðin bót á, þótt úr þessu mætti draga með því að helluleggja rennuna og klæða húsin innan. Þjóðernisrómantík Undir lok 19. aldar ruddi sér til rúms ný stefna í danskri húsagerð- arlist sem kennd hefur verið við þjóðernisrómantík og var svar yngri manna við byggingarstíl sem ráðandi var frá 1850 til 1870 og hefur verið nefndur óháður sögustíll, þar sem ekki var einungis leyft heldur boðið að hræra saman ólíkum stílbrigðum, rómönskum, gotneskum og endur- reisnarstíl. Þjóðernisrómantíkin boðaði hins vegar að leitað skyldi til þjóðlegrar hefðar í byggingarlistar- legu tilliti. Í þessum stíl teiknar Fredrik Anton Bald forsmiður, sem starfaði hér við byggingarfram- kvæmdir annað slagið frá 1866 til 1904, tillögu að íslenskum sveitabæ í burstabæjarstíl 1897 og lét fylgja skriflega greinargerð. Hörður Ágústsson telur að teikningin sé gerð í tilefni jarðskjálftanna sunnan- lands 1896. Hún sýnir fjórar burstir í hlaðinni tóft, meginburstin er port- byggt íbúðarhús en hinar þrjár, ein á aðra hlið og tvær á hinar, til annarra nota. Tillögur danska arkitektsins Al- freds Raavads frá 1918 að íslenskum sveitabæ eru í sama stíl. Þær birtust í bæklingi sem nefndist: Íslensk húsagerðarlist. Hvorki hugmyndir Balds né Raavads höfðu nokkur áhrif svo vitað sé. Guðjón Samúelsson og hús hans í fornum burstabæjarstíl Skömmu áður en Raavad skrifaði sína bók, eða 1913, hafði Rögnvaldur Ólafsson, fyrsti íslenski lærði húsa- meistarinn, gert tillögu að Háskóla Íslands í íslenskum burstastíl, án þess að til framkvæmda kæmi. Það varð svo Guðjón Samúelsson húsa- meistari ríkisins sem átti eftir að hanna hús í hinum forna burstabæj- arstíl svo eftir var tekið. Árið 1923 gerði hann tillögur að lítilli baðstofu á Vindási í Kjós og stórum íslenskum sveitabæ úr varanlegu efni í Reyk- holti, þar sem sambyggt var íbúðar- hús, fjós, hesthús, hlaða, smiðja og haughús, allt undir mörgum torf- lögðum þökum. Hvorugt komst til framkvæmda – heldur ekki tillaga hans frá sama ári um Sundhöll Reykjavíkur í burstastíl. Af vel þekktum húsum Guðjóns í þessum stíl má nefna Þingvallabæ- inn, sem upphaflega var með torf- þaki, en er nú stækkaður og með koparklæðningu á þökum. Kolviðar- hól, Húsmæðraskólann á Laugum – að ógleymdum Héraðsskólanum á Laugarvatni, sem af mörgum er tal- inn meistaraverk hans í þessum stíl og var friðaður fyrr á þessu ári. Áhrif burstabæjarstíls á Landakotskirkju Þó ekki sé eins áberandi og í þess- um húsum, þá gætir einnig burst- abæjarstíls í Landakotskirkju sem að ríkjandi hluta er þó í gotneskum stíl. Svipað er upp á teningnum í ann- arri stórbyggingu, Korpúlfsstöðum, sem byggðir voru 1925 til 1930, eftir Morgunblaðið/Sverrir Héraðsskólinn á Laugarvatni sem Guðjón Samúelsson teiknaði í burstabæjar- stíl og er eitt þekktasta verk hans af því tagi. Áhrif byggingararfs- ins á nýsköpun í húsagerðarlist Morgunblaðið/Þorkell Þorsteinn Gunnarsson arkitekt. eftir Þorstein Gunnarsson arkitekt Á næstunni verða kynnt í Fasteignablaði Morgun- blaðsins hús úr Húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. Húsasafnið samanstendur nú af yfir fjörutíu húsum víðsvegar um landið. Meðal þessara húsa má finna sýnis- horn af margvíslegum húsakosti ís- lensku þjóðarinnar á seinni öldum. „Húsasafnið er einn merkasti menningararfur Íslendinga og á sem heild fullt erindi í á heimsminjaskrá UNESCO, enda einstakar minjar á jörðinni,“ segir Margrét Hallgríms- dóttir þjóðminjavörður. „Hugmyndir eru um að tilnefna ís- lenska torfbæi svokallaðri keðjutil- nefningu síðar. Keðjutilnefning felur í sér alla íslensku torfbæina sem eina heild og einstakan menningararf í al- þjóðlegu samhengi. Húsin í húsasafninu eru einn mik- ilvægasti safnkostur Þjóðminjasafns Íslands og mikilvæg tenging við landsbyggðina og safnastarf al- mennt.“ Er þetta kostnaðarsamt verkefni? „Já, þetta er mjög kostnaðarsamt enda viðkvæmar og flóknar minjar í viðhaldi og forvörslu á yfir 40 stöðum á landinu. Fjárveitingar eru tak- markaðar í þetta stóra verkefni þjóð- minjavörslunnar. En mikið er í húfi því þessi hús eru oft meðal allra merkustu minja hvers landshluta og grundvöllur safnastarfs, ferðaþjón- ustu og minjaverndar á svæðinu. Þetta er þar af leiðandi afar mikil- vægt verkefni í byggðamálum og at- vinnusköpun handverksmanna á landsbyggðinni.“ Hvað þarf að vera til staðar til að hús eigi heima í Húsasafni Þjóð- minjasafns? „Húsasafnið endurspeglar íslensk- an byggingararf og sambúð lands og þjóðar í gegnum tíðina. Þar eru varð- veitt okkar merkustu hús, flestir torfbæirnir, kirkjurnar og steinhlað- in hús, svo eitthvað sé nefnt. Í mörg- um þessara húsa eru byggðasöfn svæðisins. Varðveisla húsasafnsins felur í sér kröfur um vandað hand- verk og varðveislukunnáttu þar að lútandi – sem er hverfandi. Grund- völlur árangurs þar er samstarf við heimamenn og því felur varðveisla húsasafnsins einnig í sér varðveislu mikilvægrar handverkskunnáttu. Ekki síður er mikilvægt að húsin í húsasafni Þjóðminjasafnsins eru til marks um það að Þjóðminjasafn Ís- lands er þjóðmenningarstofnun á landsvísu sem stendur vörð um og varðveitir þjóðminjar alls staðar að á landinu, svo sem hús, báta, muni, handverkskunnáttu og fleira, sem oft á tíðum er til sýnis í sínu rétta sögu- lega umhverfi. Þetta á við um húsin, báta og muni á sýningum og í kirkjum. Má í því sambandi einnig nefna báta á Reykjum í Hrútafirði og steinkistu Páls biskups Jónssonar í Skálholti.“ Í húsasafni eru merkustu torfbæirnir Hvaða tegundir húsa eru helst varðveittar í húsasafninu? „Þar eru varðveittir allir stærstu og merkustu torfbæir landsins og all- ar þær torfkirkjur sem eru í upp- runalegri gerð. Í húsasafninu er stærsta safn torfhúsa sem til er í heiminum. Í húsasafninu er að finna gott sýnishorn af húsakosti þjóðar- innar á seinni öldum.“ Hvaða tímabil spannar húsasafnið? „Elstu húsin hafa rætur allt aftur til miðalda, t.d. Keldur á Rangárvöll- um sem eru að fornri gerð, „Keldna- gerðin“ eins og gerðin er nefnd eftir Torfbæirnir —minjar áheims- mælikvarða Í Fasteignablaði Morgunblaðsins verða næstu mánuði kynnt hús úr Húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. Guð- rún Guðlaugsdóttir ræðir við Margréti Hallgríms- dóttur þjóðminjavörð um húsasafnið, þýðingu þess og samsetningu. Bustarfell í Vopnafirði. Morgunblaðið/Þorkell Margrét Hallgrímsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.