Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 34
34 C MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kári Fanndal Guðbrandsson, Sigrún Sigurpálsdóttir, lögg. fasteignasali S. 562 1200 F. 562 1251 3ja herbergja Skipasund - LAUS Stórglæsi- leg 3ja herb. íbúð á 1. hæð (aðalhæð) í þríbýli. Glæsilega endurn. íbúð. Stór bílskúr fylgir. LAUS. Verð 15,9 millj. 4ra herbergja og stærra Goðheimar 5 herb., 129,7 fm íbúð á 2. hæð í fjórb. Íb. nýtist einstaklega vel, er stofa, 4 svefnherb., gott eldhús, baðherb., hol o.fl. 25,4 fm bílskúr. Góð eign í góðu hverfi. Hagstæð lán. Raðhús - einbýlishús Vitastígur Áhugaverð hús- eign, járnklætt timburhús, tvær hæðir og kjallari, samt. 152,1 fm. Á 1. hæð eru stofur, eldhús, snyrting og forstofa, uppi eru 4 herb. og baðherb. Í kj., sem er uppgerður á mjög smekklegan máta, er stofa, þvottaherb og forstofa. Hús, sem býður upp á ýmsa möguleika. Mikið uppgert, fallegt hús í mið- borginni. 3 einkabílastæði. Áhv. húsbr. ca 7,2 m. Verð 21,0 millj. Naustabryggja 5-6 herb. 190 fm falleg íbúð á 3ju hæð og í risi í 3ja hæða fjölbýlishúsi. Stæði í bíl- geymslu. Í risi er hátt til lofts, sem gefur íbúðinni skemmtilegt yfir- bragð. Spennandi íbúð fyrir ungt fólk sem vill búa rúmt. Góð lán. Sólvallagata - LAUS 3ja herb. 58,4 fm kjallaraíbúð í góðu þrí- býlishúsi. Íbúðin er með sérinng. og sérhita. Mjög snotur og notaleg eldri íbúð á frábærum stað. Laus strax. Hörpugata Spennandi húseign, sem er 332,9 fm með tveimur íbúðum. Stórar glæsilegar stofur, rúmgóð herb. Sólskáli. Sér 2ja herb. íbúð á jarðhæð. Með í kaupum fylgir byggingalóð fyrir einlyft einbýlishús. Atvinnuhúsnæði Stangarhylur Glæsilegt fjölnota- hús í Ártúnsholti. Á neðri hæð er með sérinngangi skrifstofuhæð, með 4 skrif- stofuherbergjum, fundaherbergi, mót- töku, skjalageymslu/vinnuherbergi og kaffistofu. Einnig er á hæðinni lager með góðri innkeyrsludyr. Á efri hæð er glæsilegur salur, vel búið eldhús, ræsti- herbergi o.fl. Falleg aðkoma er að saln- um. Sérinngangur. Lyfta. Góð snyrtiher- bergi fyrir húsið er á neðri hæð. Þetta er vandað hús með fallegum innrétt- ingum. Húsið hentar margvíslegri starf- semi t.d. hagsmunafélögum, trúfélög- um, teiknistofum, læknastofum o.fl. o.fl. Reykjavíkurvegur - laust Gott 408,8 fm atvinnuhúsnæði á annarri hæð. Vel staðsett. Verð 21,0 millj. Sumarhús Sumarhúsalóðir Höfum til sölu sumarhúsalóðir í Grímsnesi, stærðir 0,5-1,0 ha. Mjög gott tæki- færi til að eignast lóð á mjög góðum stað á sanngjörnu verði. Smiðjuvegur Atvinnuhúsnæði, götuhæð og önnur hæð, samt. ca 335 fm. Á götuhæðinni er upplagt lagerhúsnæði og uppi skrifstofu/- þjónusturými. Laust. Verð 16 millj. É g hika ekki við að segja að við séum að ýmsu leyti að brjóta blað í sölu fasteigna á Íslandi.“ Þessi stóru orð mælir Björg Þórðardóttir, markaðs- stjóri hjá 101 Skuggahverfi, sem er nýtt hverfi sem rís í hjarta miðborg- ar Reykjavíkur um þessar mundir. En hvað á hún við? „Við höfum farið að mörgu leyti nýjar leiðir í sölu- og markaðsmálum við sölu þessara íbúða. Við höfum má segja brotið blað að því leyti að hing- að til hafa fasteignakaupendur leitað til fasteignasala en við sækjum fólk til okkar á kynningarfundi þar sem við kynnum það sem við höfum á boðstólum. Heimasíðan okkar er sérstök að mínu mati því þar er að finna myndir af húsunum sem við er- um með til sölu í þrívídd. Þar er og að finna greinargóðar upplýsingar um íbúðaþyrpinguna sem við erum með á okkar snærum og þar má nálgast teikningar af hverri íbúð fyr- ir sig. Einnig er að finna á heimasíð- unni upplýsingar sem varðar fyrir- komulag íbúðanna, sveigjanlegt skipulag, útsýni og umhverfi. Síðast en ekki síst er hægt að skoða fram- kvæmdir á byggingarsvæðum í „beinni útsendingu“.“ Kynningarfundir Í þrívíddarmynd er hægt að skoða myndir frá fleiri en einu sjónarhorni og húsið eins og líkan. Vefslóðin hjá okkur er www.101skuggi.is, þar er hægt skoða líkan af fyrsta áfanga húsa- þyrpingarinnar og fara síðan inn í hverja íbúð fyrir sig og skoða teikn- ingar. Önnur nýmæli sem við höfum brotið upp á eru fyrrnefndir kynn- ingarfundir sem við höldum á skrif- stofu okkar á þriðju hæð í Kringl- unni og bjóðum á einstaklingum og hópum sem þiggja og hjá okkur veit- ingar af hollu tagi. Þar sýnum við lík- an af íbúðaþyrpingunni í 101 Skuggahverfi, sem samanstendur af rúmlega 250 íbúðum og förum jafn- framt yfir alla þætti sem varða bygg- ingu íbúðanna og sýnum útsýni úr þeim með panoramamyndum. Við höfum tækni til að fikra okkur upp hæðirnar og sjá hvernig útsýnið breytist. Af sextándu hæðinni úr stóra turninum getum við horft mjög vítt og sjáum m.a. til Keilis og Snæ- fellsjökuls. Þeir sem áhuga hafa á að mæta á kynningarfundi geta látið skrá sig hjá 101 Skuggahverfi og fasteignasölunum Eignamiðlun og Húsakaupum, sem sjá um sölu íbúða í 101 Skuggahverfi. Tæplega 100 íbúðir byggðar í þessum áfanga Byggingarframkvæmdir ganga mjög vel og þegar eru risnar ellefu hæðir af sextán í turnhúsinu fyrr- nefnda. Í þessum áfanga er áætlað að byggja tæplega 100 íbúðir. Við erum að brjóta upp á ýmsu fleira viðvíkjandi heimasíðu okkar, m.a. munum við birta þar ýmsar greinar úr Morgunblaðinu og öðrum prentmiðlum. Einnig erum við með á heimasíð- unni myndasafn sem segir sögu framkvæmdanna í Skuggahverfinu. Upplýsingar á vefsíðunni eru líka á ensku. Loftmynd af Skuggahverfi. Fasteignakaupendum boðið á kynningar Björg Þórðardóttir við tölvuskjá með mynd af skipulagi 101 Skuggahverfis. Nýja 250 íbúða þyrp- ingin sem rísa mun í Skugga- hverfi. Um þessar mundir er verið að selja íbúðir í 101 Skuggahverfi, sem er nýtt hverfi í miðborg Reykjavíkur. Björg Þórð- ardóttir markaðsstjóri sagði Guðrúnu Guð- laugsdóttur frá nýstár- legum aðferðum í sölu- og markaðsmálum þess- ara fasteigna og end- urbættri heimasíðu 101 Skuggahverfis. Stórhýsi í Skuggahverfi. Frá svölum og gluggum húsanna er víða fagurt útsýni.Framkvæmdir standa yfir við nýbyggingarnar í Skuggahverfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.