Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 42
42 C MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Einbýli BRÚNASTAÐIR - FALLEGT Glæsilegt einnar hæðar einbýlishús sem er 160,4 fm auk mjög rúmgóðs innbyggðs bílskúrs sem er 31,1 fm, samtals 191,1 fm. Fjögur rúm- góð svefnherbergi. Allar innréttingar eru vand- aðar úr Mahóní viðarspón. V. 25,6 m. 5844 HNJÚKASEL Einstaklega glæsilegt og vel staðsett einbýlishús um 300 fm, á tveimur hæðum. Húsið er vel byggt og gott skipulag. Mjög auðvelt að útbúa góða sér íbúð á jarðhæð. V. 33 m. 5805 KÖGUNARHÆÐ - GARÐABÆR Einstaklega fallegt einbýlishús á einni hæð á þessum vinsæla stað. Í húsinu eru 5 góð svefn- herbergi, stórar stofur og innbyggður bílskúr. Húsið er á hornlóð og umhverfis það er fallegur garður og miklar verandir og heitur pottur. Glæsileg eign. 5733 FANNAFOLD - INNSTA HÚS Stórt einbýlishús ásamt innbyggðum tvöföldum bílskúr sem nýttur er sem íbúð eins og er. Húsið er alls um 300 fm og vel staðsett innst í botn- langagötu. Á aðalhæðinni eru m.a. eldhús með sérsmíðaðri eikar-innréttingu og þrjú rúmgóð svefnherbergi og að auki vinnuherbergi. Garð- stofa. Bílskúrinn, sem er um 70 fm, er nýttur sem tveggja herb. íbúð. Glæsilegur garður í góðri rækt er umhverfis húsið. V. 30 m. 5499 HLAÐBREKKA - VANDAÐ HÚS Einbýlishús á tveimur hæðum, íbúð á efri hæð og bílskúr og geymslur niðri, vel staðsett ofan- vert í götu. Í húsinu eru m.a. þrjú svefnherbergi stór stofa og rúmgóður innbyggður bílskúr. Vönduð eign. Allar nánari uppl. á skrifstofu Borga. V. 23 m. 5284 Parhús SIGTÚN - PATREKSFIRÐI Parhús á einni hæð um 115 fm með 4 svefnher- bergjum. V. 4,2 m. 5889 Raðhús ENGJASEL - ÚTSÝNI Rúmgott raðhús um 196 fm með 4 svefnher- bergjum - stæði í bílskýli. Húsið er klætt að utan á áveðurshlið. Ýmis skipti koma til greina. V. 19,5 m. 5388 EINBÝLI - FJÓRAR ÍBÚÐIR Húseign í Hjöllum í Kópavogi sem er með tveimur samþykktum eignarhlutum en fjór- um íbúðum sem eru 120 fm hæð og bíl- skúr, þriggja herbergja risíbúð og á jarð- hæð er ein tveggja herbergja og önnur þriggja herbergja - ALLT Í LEIGU. Selst í einu lagi en hægt að skipta milli tveggja kaupenda og veðsetja í tvennu lagi. Teikn. á skrifstofu 5350 TRAÐARBERG - HFN. Sérlega hugguleg 4ra herbergja íbúð á 1. hæð (einn stigagangur upp) í ný- legu fjórbýli í lokaðri botnlangagötu. Sameign er óvenju snyrtileg bæði að utan og innan, að innan eru ný teppi á stigahúsi. Húsið fékk viðurkenningu frá Fegrunarnefnd Hafnarfjarðarbæjar „Fyrir fallega og vel hirta lóð“ árið 1999. V. 15,3 m. 5888 ÓSKUM EFTIR ÖLLUM STÆRÐUM EIGNA Á SKRÁ LAUGAVEGUR - LAUST STRAX Þrjár „stúdíó“-íbúðir, hver um 50 fm. Góð lofthæð og ágætt eldhús ásamt góðu baðh. Snyrtileg sameign. Íbúð- irnar eru lausar við kaupsamning. V. 7,5 m. 5857 Í húsinu eru 5 stigagangar og því einungis 6 til 8 íbúðir í hverjum stigagangi. Við hönnun hússins var leitast við að fá fram bjartar íbúðir með góða innri nýtingu. Innréttingar eru af vandaðri gerð frá danska fyrirtækinu HTH. Eldhús skilast með eld- unartækjum af vandaðri gerð frá AEG. Í öllum íbúðum verða keramikhelluborð sem felld eru í borðplötu og veggháfar (Airforce) úr burstuðu stáli. Baðherbergi eru rúmgóð og vel búin og stór- ar svalir fylgja öllum íbúðum. Stæði í bílageymslu fylgja þeim íbúðum sem eftir eru. Verðið er ótrúlega hagstætt m.v. gæði og glæsileika 94,6 fm 3ja herb. íbúðir frá 13,9 millj. 1 íbúð eftir. 125,6 fm 4ra-5 herb. íbúðir frá 16,8 millj. 1 íbúð eftir. Byggingaraðili: Skoðaðu uppsetta vefslóð á: www.borgir.is/andresbrunnur.htm Ítarlegur litprentaður sölubæklingur á skrifstofu okkar. ANDRÉSBRUNNUR 2-10 AÐEINS 2 ÍBÚÐIR EFTIR SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG GLÆSILEGT OG VANDAÐ LYFTUHÚS HAGSTÆTT VERÐ - ALLT AÐ 85% FJÁRMÖGNUN TIL 25 ÁRA Glæsilegt 36 íbúða fjölbýlishús þar sem áhersla er lögð á vandaðan frágang og hagstætt verð. RÁNARGATA - GISTIHEIMILI Gistihús með 12 herbergjum á 4 hæðum með móttöku, setustofu og eldhúsi. Eignin er laus við kaupsamn- ing. 5846 Evrópa er fjölbreytturmenningarheimur 44þjóðríkja þar sem búarúmlega 700 milljónir manna. Efnahagur þessara þjóða er afar misjafn; í álfunni er að finna nokkrar auðugustu þjóðir heims – þar á meðal okkur Íslendinga – um leið og margar þjóðir í austur- og suðausturhluta hennar búa við veru- lega fátækt. Húsnæðiskjör þjóðanna eru, í samræmi við þetta, mjög mis- jöfn. Þar höfum við Íslendingar und- an minna að kvarta en flestar aðrar þjóðir. Á hinn bóginn hefur ekki enn tekist að vinna á þeim mikla hús- næðisvanda sem enn blasir við í þeim Evrópulöndum sem allt til um- breytingaárannna 1989–1991 voru handan hins svonefnda járntjalds. Stefna mismunandi ríkja Evrópu í húsnæðismálum er afar ólík, enda um að ræða einn þeirra málaflokka þar sem enn sem komið er fer fram lítil sem engin samræmd stefnumót- un. Evrópusambandið á þannig langt í land að mótaðir séu sameigin- legir megindrættir í húsnæðisstefnu þjóðanna í líkingu við það sem gerð- ist í Bandaríkjunum þegar árið 1937 á tímum New Deal-stefnu hins merka forseta Franklíns D. Roose- velts. Tilkoma sameiginlegrar mynt- ar, evrunnar, í flestum löndum stækkaðs Evrópusambands á ár- unum 2002–2004 mun þó án efa leggja mikilvægan grundvöll að auk- inni samræmingu húsnæðisstefnu þjóðanna á næstu árum og áratug- um. Sérkenni Evrópuþjóðanna á sviði húsnæðismála Alkunna er hversu sérkennileg húsnæðisstefna er rekin hér á Ís- landi, sem segja má að einkennist annars vegar af sterkri sjálfseignar- stefnu og einstaklingsbundnum hús- næðisúrræðum en hins vegar af sí- vaxandi ríkisafskiptum á sviði lánveitinga til málaflokksins. Svona samsetning stefnuþátta þætti lík- lega víðast annars staðar ærið mót- sagnakennd, en því er að því er virð- ist alls ekki að heilsa hér á landi. Breytileiki húsnæðiskerfa Norð- urlandanna er raunar afar mikill (sjá t.d. grein mína í Ársskýrslu Fast- eignamats ríkisins 2002 http:// borg.hi.is/melms.pdf ) þar sem ís- lensk húsnæðisstefna annars vegar og hins vegar samvirk húsnæðis- stefna Svía eru mest frábrugðnar hvor annarri. Þegar lengra er haldið suður í álf- una blasir ekki síður við fjölbreyttur skali hvað snertir fyrirkomulag hús- næðismála. Eitthvert besta dæmið er til að mynda sá mikli munur sem er á húsnæðisstefnu nágrannaland- anna Hollands og Belgíu. Þannig hefur hlutur félagslegs leiguhús- næðis í Hollandi verið yfir 40%, sam- anborið við aðeins um 5% í Belgíu. Aftur á móti búa nærfellt 70% Belga í eigin húsnæði en aðeins um 45% Hollendinga. Mörg ríkjanna á meginlandi Evr- ópu búa hins vegar við áberandi hátt hlutfall leiguíbúða, ekki síst þýsku- mælandi löndin Þýskaland, Austur- ríki og Sviss, sem og Holland. Auk Hollands, eins og fyrr var getið, er að finna allstóran félagslegan íbúða- geira í Austurríki, þar sem hann tek- ur til rúmlega 20% alls húsnæðis. Frjáls og almennur leigumarkaður er hins vegar ríkjandi í bæði Þýska- landi og Sviss, þar sem hann tekur til yfir 60% alls húsnæðis, sem er langhæsta hlutfall leiguhúsnæðis í álfunni. Ýmsir menningarlegir og efna- hagslegir þættir liggja að baki hin- um mikla mismun sem fyrir hendi er milli ólíkra húsnæðiskerfa í Evrópu. Hlutur pólitískrar stefnumótunar er að sjálfsögðu einnig mjög mikil- vægur, sem endurspeglast í mis- munandi styrk mismunandi eignar- forma á húsnæði. Þannig er litlum vafa undirorpið að ákvæði sem sett voru í flestum Evrópulöndum til þess að koma í veg fyrir hækkanir á húsaleigu við lok síðari heimsstyrj- aldarinnar hafa til lengri tíma litið, í þeim löndum þar sem slíkum ákvæð- um var haldið áfram í lögum, stuðlað að verri stöðu almenns leigumark- aðar í eigu einstaklinga og fyrir- tækja. Þá er ljóst að hlutfall þeirra er búa í eigin húsnæði er hæst meðal þeirra Evrópuþjóða þar sem ríkis- valdið hefur beitt sér fyrir því að láglaunahópum sé gert kleift að eignast húsnæði og er húsnæðis- stefna okkar Íslendinga líklega skýrasta dæmið um slíkt. Evrópskar húsnæðis- rannsóknir Fræðilegar rannsóknir á hinum ýmsu þáttum húsnæðismála eiga sér langa hefð í flestum löndum, þótt ekki sé Ísland meðal þeirra landa. Húsnæðisrannsóknir ná yfir mjög víðfeðmt svið; þær snerta til að mynda atriði eins og það hve mikið þurfi að byggja af íbúðarhúsnæði á einhverju tilteknu tímabili, hvernig félagsleg samsetning íbúa mismun- andi íbúðarhverfa kunni að vera, hvernig unnt sé að búa þannig um hnútana að greiðslubyrði húsnæð- islána sé viðráðanleg sem flestum, hvernig rekstrarform sé heppilegt á félagslegu íbúðarhúsnæði, o.s.frv. Árið 1988 var stofnað sérstakt evrópskt tengslanet um húsnæðis- rannsóknir, ENHR (European Net- work for Housing Research). Alls eiga nú um 1.000 manns aðild að net- inu og eru ¾ þeirra fræðimenn og um ¼ eru ýmist fulltrúar opinberra stjórnsýslustofnana eða ýmissa fé- lagasamtaka (NGOs) sem starfa á vettvangi húsnæðismála. Á starfstíma ENHR frá stofnun tengslanetsins 1988 hefur Evrópa gengið í gegnum hina miklu póli- tísku og efnahagslegu byltingu er fylgdi í kjölfar endaloka harðstjórn- arkenndra einsflokksstjórna í Mið- og Austur-Evrópu. ENHR hefur í mjög ríkum mæli unnið að tengsla- myndun milli húsnæðisfræðimanna í Austur- og Vestur-Evrópu, m.a. með því að standa að fjölda ráðstefna og málþinga í löndum þeim sem áður voru handan járntjaldsins. Þess skal og getið hér, að nú hefur verið tekin ákvörðun um að sumarið 2005 verði haldin evrópsk húsnæðis- ráðstefna hér á Íslandi undir merkj- um ENHR. Umsjón þessa ráð- stefnuhalds verður í höndum Borgarfræðaseturs, í samstarfi við helstu aðila á sviði húsnæðismála hér á landi. Margvíslegar upplýsingar um ENHR-samstarfið má finna á net- fanginu http://www.ibf.uu.se/enhr/. Fjölbreytt hús- næðisstefna Evrópuþjóða Húsnæðismál eftir Jón Rúnar Sveinsson, fé- lagsfræðing hjá Borgarfræðasetri/ jonrunar@hi.is Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.