Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 50
50 C MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                               7 her. einb. Kjaln. Heimilisfang: Helgugrund 10 Stærð eignar: 257.7 Brunabótamat: 31.2 millj. Byggingarár: 2002 Verð: 24.7 millj. www.nethus.is 3ja her. 111 Rvík Heimilsfang: Ugluhólar 12 Stærð eignar: 85,2 fm Brunabótamat: 10 millj. Byggingarár: 1979 Verð: 12,5 millj. www.nethus.is 2 herb - 101 Rvík Heimilsfang: Skúlagata 40b Stærð eignar: 69,5 fm Brunabótamat: 13 millj. Byggingarár: 1990 Verð: 13,9 millj. www.nethus.is 3ja her. 201 Kóp. Heimilsfang: Ársalir 5 Stærð eignar: 85,4 fm Brunabótamat: 12,1millj. Byggingarár: 2001 Verð: 13,9 millj. www.nethus.is 6 her. raðh. Kóp. Heimilsfang: Helgubraut 19 Stærð eignar: 263 fm Brunabótamat: 26,6 millj. Byggingarár: 1984 Verð: 24,9 millj. www.nethus.is Vel staðsett 4ra herbergja einbýlishús með 45 fm bílskúr. Í eldhúsinu er góð eldri innrétting. Nýlegar flísar á gangi, holi og eldhúsi. Herberg- in þrjú öll með nýju plastparketi. Á stofunni sem er rúmgóð og björt er eldra parket. Í sumar var skipt um þak, einangrun í þaki, loftplötur og lagt nýtt rafmagn í húsið. Verð kr. 13,6 m. Soffía Theodórsdóttir, löggiltur fasteignasali sími 568 9800 Breiðumörk 19, Hveragerði, www.byr.is KAMBAHRAUN - HVERAGERÐI B örnin á Vinagerði eru um það bil að ljúka við nón- hressingu þegar mig ber að garði. Það er greinilegt að leikskólastarfið er í föstum skorð- um og börnin una sér vel. Allt um- hverfi er afar einfalt en hlýlegt og hef- ur það vafalítið góð áhrif á sköpunargleði barnanna. Á leikskól- anum eru þrjár deildir, drekadeild, kisudeild og hvolpadeild. „Þegar við tókum við húsnæðinu þá hafði KFUM&K rekið hér leikskóla á neðri hæðinni um árabil, á efri hæð- inni var hinsvegar samkomusalur og rými fyrir starfsemi félagsins,“ segir Þóra. „Það var ákveðið að fara út í tölu- verðar breytingar, við bæði stækkuð- um og endurnýjuðum húsið algjör- lega að innan og utan. Húsið lítur í raun og veru út fyrir að vera nýtt,“ heldur hún áfram. Aðhyllist stefnu Reggio Emilia Vinagerði aðhyllist uppeldisstefnu Reggio Emilia. Sú stefna gengur meðal annars út á það að leyfa barninu að túlka reynslu sína á þann hátt sem að það kýs sjálft og er mikil áhersla lögð á sköpunargleði barnanna. „Vinagerði er ungur leikskóli og er enn í mótun. Við höfum stefnu Reggio Emilia að leiðarljósi en flest börnin hjá okkur eru ennþá svo ung og stefn- an gerir ráð fyrir því að börnin séu orðin þriggja ára, þannig að við not- færum okkur það sem við á og heim- færum það á yngri börnin,“ segir Þóra. Sérmatsalur fyrir börnin „Það má segja að húsið hafi í raun verið endurhannað að innan, því að hér var allt rifið út. Við ákváðum að nýta allt plássið í gömlu byggingunni undir leikskólann en bættum svo við 40 fermetra viðbyggingu fyrir skrif- stofur og kaffistofu starfsmanna,“ heldur hún áfram. „Við endurskipulagningu rýmisins tókum við töluvert tillit til Reggio Emilia-stefnunnar. Til að mynda höf- um við sérmatsal fyrir börnin en það tíðkast ekki á öðrum leikskólum. Mér finnst það mjög stór kostur því þá er aldrei neinn matur inn á deildunum, einnig njóta börnin þess að hittast öll í matsalnum. Hér borða tvær deildir saman og svo ein sér og leikskóla- kennararnir borða með börnunum. Einnig létum við setja stóran glugga frá matsal inn á deildirnar og því er hægt að fylgjast með því sem þar ger- ist,“ segir Þóra. „Það eru salerni inni á öllum deild- um og þar er allt í vinnuhæð fyrir börnin, hins vegar eru öll borð í vinnuhæð fyrir starfsfólkið og börnin sitja í stólum sem hægt er að sérstilla fyrir hvert barn. Það er afar mikil- vægt að huga að því að hér sé gott vinnuumhverfi fyrir alla sem hér eru,“ segir Þóra „Við leggjum áherslu á að fá mikla og góða dagsbirtu inn á allar deildir, þar af leiðandi var bætt við sólskála og loftglugga inn á Drekadeild og litlum sólskála inn á Hvolpadeild. Inn á Kisudeild eru stórir gluggar og opn- anlegar dyr. Þetta kemur afar vel út og virkar sem góð tenging við útivist- arsvæðið,“ segir Þóra. „Við endurhönnunina var ákveðið að halda stóra samkvæmissalnum hérna uppi og nýta hann sem fjölnota- sal við rekstur leikskólans. Það eru mjög stórir suðurgluggar í salnum og birtan því góð. Sett var sérstakt gler í gluggana sem hlífir börnunum við of sterkum sólargeislum.“ Leiksvæði endurskipulagt „Húsið var allt tekið í gegn að utan og leiksvæðið var einnig endurskipu- lagt. Sett var álklæðningu á húsið og skipt um alla glugga. Leiksvæðið var hellulagt og og einnig lögðum við timbur undir rólur og önnur leiktæki. Mér finnst afar þægilegt að vera laus við möl á leikskólalóðinni. Það er mun auðveldara að þrífa timbrið og mjög þægilegt fyrir börnin að leika sér á því,“ segir Þóra. „Við héldum okkur við hin hefðbundnu leiktæki úti og er- um með rólur sandkassa og vegasalt,“ heldur hún áfram. „Við erum mjög ánægðar með vinnuumhverfi okkar í dag þar sem hér er bæði tekið mið að þörfum barnanna og starfsfólksins,“ segir Þóra að lokum. Einfalt og hlýlegt umhverfi fyrir börnin Í Langagerði 1 hefur um áraraðir verið rekinn leikskóli. Upphaflega sá KFUM&K um reksturinn en árið 2001 var leikskólinn Vinagerði stofnaður. Við þau umskipti var húsnæði skólans allt endurnýjað frá grunni. Perla Torfadóttir ræddi við Þóru Ingvadóttur leikskólastjóra um breytingarnar. Morgunblaðið/Ásdís Húsið var klætt að utan með álklæðningu og lóðin var algjörlega endurnýjuð. Í Vinagerði er sérmatsalur þar sem börn og starfsfólk borða saman. Börnin við frjálsan leik í samkvæmisfjölnotasalnum. F.h. Steinunn Jósúadóttir aðstoðarleikskólastjóri og Þóra Ingvadóttir leik- skólastjóri með börn af hvolpadeild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.