Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ myrkrið læðist yfir. Börnin við Vesturbæjarskóla spá í spilin í húminu og bíða þess að jólaljósin tendrist og gleðji litlar sálir á dimmasta tíma ársins. ÁRSTÍÐ skugga og myrkurs nær brátt hámarki og skammdegið hleypir sólargeislum sífellt skemur að. Þá ber gjarnan skuggamyndir við himin á miðjum dögum þegar Morgunblaðið/Ásdís Árstíð skugganna færist yfir ÁRNI Magnússon félagsmálaráð- herra ítrekaði á Alþingi í gær að það hefði verið gert upp við fyrrverandi framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, Valgerði H. Bjarnadóttur. Kom þetta fram í svari hans við óundirbúinni fyrirspurn frá Ástu R. Jóhannesdótt- ur, þingmanns Samfylkingarinnar. Valgerður lét af störfum í júlí sl., en í samtali við Morgunblaðið 13. nóvem- ber sl. segist hún ekki hafa skrifað undir eða samþykkt neinn starfsloka- samning við félagsmálaráðherra. Ásta vísaði m.a. til þessara orða Val- gerðar í fyrirspurnartímanum en einnig til sambærilegra ummæla Val- gerðar í útvarpi og sjónvarpi. Ásta benti jafnframt á að ráðherra hefði í umræðum á þingi í síðustu viku sagt að Valgerður hefði látið af störfum fyrir ríkið í sátt og samlyndi við fé- lagsmálaráðuneytið. „Nú hefur það komið í fjölmiðlum að það var ekki í sátt og samlyndi sem þessi einstak- lingur lét af störfum fyrir ríkið og það var ekki búið að gera upp við þennan einstakling eins og hæstvirtur ráð- herra kallaði fram hér í umræðunni,“ sagði Ásta og hélt áfram. „Ég spyr: var hér um einhvern misskilning að ræða þegar ráðherrann gaf þessar röngu upplýsingar hér á þinginu?“ Árni vísaði í svari sínu m.a. til um- mæla Valgerðar í útvarpi og sjón- varpi, í júlí í sumar, en þar hefði hún sagt að afsögn hennar hefði verið sameiginleg ákvörðun. Árni sagði að á fundi með henni hefði verið gerður munnlegur samningur um starfslokin og hvernig þeim skyldi háttað. Og það hefði verið gert upp samkvæmt þeim samningi. „Ég get svarað því einu sinni enn. Það hefur verið gert upp við fyrrverandi framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu.“ Ásta sagði að síðustu að sér virtist sem ráðherra væri í einhverri vörn í þessu máli. Hann svaraði með útúr- snúningi og skætingi. Hún sagði að það ætti eftir að koma í ljós hvor segði satt í þessu máli. Spurt um starfsflokasamning í fyrirspurnartíma á Alþingi Deilt um hvort búið sé að ganga frá samningnumMEIRIHLUTI fjárlaganefndarAlþingis leggur m.a. til að fjár-heimildir þessa árs hækki um 450 milljónir kr. til að standa straum af útgjöldum vegna kaupa á fast- eign, lóð og hlutabréfum í tengslum við sölu á Sementsverk- smiðju ríkisins. Þessi tillaga sem og aðrar tillögur fjárlaganefndar verða ræddar við aðra umræðu um frumvarp til fjáraukalaga á Alþingi í dag. Íslenska ríkið seldi Sementsverksmiðjuna til félags- ins Íslenskt sement ehf. í byrjun októbermánaðar. Var söluverðið 68 milljónir kr. Í greinargerð meirihlutans segir að þessar 450 milljónir fari í að kaupa lóð verksmiðjunnar á Sævarhöfða 31 ásamt mannvirkj- um, sem metin eru á 280 milljónir kr., hluta af skrifstofuhúsnæði verskmiðjunnar á Akranesi, sem metinn er á 72,5 milljónir kr., hlutabréf í Speli hf., sem metin eru á 40 milljónir kr. og hlutabréf í húseiningarverksmiðjunni Geca hf., sem metin eru á 46,5 milljónir kr. Í greinargerð segir að talið hafi verið að þessar eignir myndu ekki nýtast nýjum eigendum verksmiðjunnar í „rekstrarlegum tilgangi“, eins og það er orðað. „Áformað er að selja þessar eign- ir og er reiknað með að sölu- tekjur ríkisins verði álíka miklar þegar þeim hefur verið komið í verð,“ segir í greinargerð meiri- hlutans. 450 milljóna heimild til kaupa á eignum Sem- entsverksmiðjunnar HELGI Hjörvar, þingmaður Sam- fylkingarinnar, gerði að umtalsefni á Alþingi í gær að ríkisstjórnin hefði ákveðið að ráðuneyti og stofnanir þeirra leiti ekki beint til fjárlaga- nefndar Alþingis um aukin útgjöld heldur skili ráðuneytin tillögum í fjárlagakerfi fjármálaráðuneytisins og samsvarandi tillögum um lækkun útgjalda. „Það er skemmst frá því að segja,“ sagði Helgi, „að ég hef hér undir höndum bréf forsætisráðu- neytisins ásamt með bréfi fjármála- ráðuneytisins til skrifstofu Alþingis um að Alþingi Íslendinga og stofn- anir þess leiti ekki að eigin frum- kvæði til fjárlaganefndar Alþingis vegna fjárlagagerðar. Mér er kunn- ugt um að hæstvirtur forsætisráð- herra vilji gjarnan vera talinn fynd- inn en ég veit ekki hvers konar grín þetta er eiginlega. Hvað á fram- kvæmdavaldið með það að beina þeim tilmælum til löggjafarvaldsins að það ræði ekki við sína eigin fjár- laganefnd?“ spurði Helgi. Sagðist hann trúa því og treysta að bréfið hefði verið sent af misgáningi. Síðan spurði hann forsætisráðherra: „Hvaðan koma honum valdheimildir til þess að senda Alþingi tilmæli af þessu tagi?“ Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sagði eftir þessi ummæli Helga að í næsta dagskrárlið þingsins yrðu teknar fyrir óundirbúnar fyrirspurn- ir til ráðherra. Sagði hann að það hefði verið eðlilegt ef þingmaðurinn hefði lagt fram fyrrgreindar fyrir- spurnir til forsætisráðherra undir þeim dagskrárlið. Tillit til óska forseta þingsins Helgi kvaðst skilja ábendingu for- seta þingsins, en sagði að aðrir þing- menn hefðu óskað eftir því að hann tæki þetta mál til umfjöllunar í upp- hafi þingfundar, þ.e. undir liðnum at- hugasemdir um störf þingsins. Jón Bjarnason og Steingrímur J. Sigfús- son, þingmenn VG, vildu einnig fá skýringar á þessum málum. Steingrímur sagði m.a. að með fyrrgreindri ákvörðun ríkisstjórnar- innar væri verið að reyna að gera hið formlega fjárveitingavald Alþingis að forminu einu. „Það er verið að gera fjárlögin að einhvers konar stimpli en í reynd sé það tilskipunar- vald ráðuneyta sem ákveði fjárreið- ur ríkisins á hverju ári,“ sagði hann. Davíð Oddsson forsætisráðherra kom síðar í pontu og benti á að for- seti þingsins hefði lýst því yfir að þessa fyrirspurn ætti að taka fyrir undir liðnum fyrirspurnir til ráð- herra. „Ég tek auðvitað tillit til óska þingsins þó að ég sé forsvarsmaður framkvæmdavaldsins,“ sagði hann. Gagnrýnt að ekki megi leita til nefndar MEIRIHLUTI fjárlaganefndar Al- þingis hefur lagt fram á Alþingi 42 breytingartillögur við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2003 sem nema samtals rúmum fjórum millj- örðum kr. til hækkunar. Þar af er lagt til að fjárheimild til heilbrigðis- og tryggingamála hækki um rúma 2,6 milljarða. Meðal annars er gerð tillaga um 1,5 milljarða kr. fjárveit- ingu til að mæta útgjöldum lífeyr- istrygginga vegna kostnaðar við endurákvörðun tekjutryggingar auk dráttarvaxta í samræmi við dóm Hæstaréttar frá 16. október sl. Í sjálfu fjáraukalagafrumvarpinu, sem Geir H. Haarde fjármálaráð- herra mælti fyrir í haust, er gert ráð fyrir að fjárheimildir ársins verði auknar um 8 milljarða kr. Samtals eru því komnar tillögur um að fjár- heimildir ársins hækki um rúmlega tólf milljarða. Önnur umræða um fjáraukalagafrumvarpið fer fram á Alþingi í dag. Þá verður rætt um út- gjaldahlið frumvarpsins en í þriðju og síðustu umræðu verður rætt um tekjuhlið frumvarpsins. Meðal annarra tillagna, en hér hafa verið nefndar, sem meirihlutinn leggur til má nefna 15 milljóna kr. framlag til að fjölga störfum lög- reglumanna við efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóraembættisins. Í greinargerð með þeirri tillögu segir að málum deildarinnar fjölgi stöð- ugt, s.s. vegna meintra samkeppn- islagabrota, peningaþvættis, fíkni- efnamála og annarra umfangsmikilla sakamála „sem mikilvægt sé að ekki dragist á langinn að rannsaka“. Auk þess er gerð tillaga um sambærilega tímabundna hækkun fjárveitingar til embættisins í tvö ár við aðra um- ræðu um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2004. Sjö milljónir til Jafnréttisstofu Þá leggur meirihlutinn til 280 milljóna kr. aukafjárveitingu til Fæðingarorlofssjóðs, en í greinar- gerð tillögunnar segir að endurskoð- uð áætlun sjóðsins hafi leitt í ljós að meðlagsgreiðslur til þeirra sem fái greitt úr sjóðnum séu meiri en áætl- að var. Ennfremur er lögð til sjö milljóna kr. viðbótarfjárheimild til Jafnréttisstofu til að mæta ófyrir- séðum útgjöldum vegna starfsloka framkvæmdastjóra og „útgjöldum vegna dómsmáls,“ eins og segir í greinargerð meirihlutans. Önnur umræða um frumvarp til fjáraukalaga fór fram á þingi í gær Fjárheimildir ársins aukist um rúma 12 milljarða Lögð til 280 milljóna króna aukafjárveiting til Fæðingarorlofssjóðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.