Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 11 Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Buxnadragtir skór og bolir Opið mán-fös kl. 10-18 lau. kl. 10-14 Kringlunni, sími 588 1680. Seltjarnarnesi, sími 561 1680. tískuverslun iðunn Stretch gallabuxur fást í 4 lengdum Sérstök kynning 18.11.-22.11. stærðir 40-52 Hverfisgötu 6 sími 562 2862 undirfataverslun Síðumúla 3 - Sími 553 7355 Dömu- og herranáttföt Mikið úrval Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. UNDIRFÖT NÁTTFÖT SLOPPAR PÓSTSENDUM Sólhattur FRÁ Fyrir heilsuna H á g æ ð a fra m le ið sla Nr. 1 í Ameríku -fyrir útlitið EKKERT samkomulag náðist á árs- fundi Norðaustur-Atlantshafsfisk- veiðiráðsins, NEAFC, um veiðar á kolmunna og norsk-íslensku síld- inni. Þá fengust ekki samþykktar breytingar á veiðum á úthafskarfa að tillögu Íslands, en þær voru í samræmi við ráðgjöf Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins, ICES. Ljóst er því að áfram stefnir í veiðar á kol- munna langt umfram ráðleggingar ICES og skipting veiða úr norsk- íslenska síldarstofninum er enn í uppnámi. Á fundinum var kynnt ráðgjöf Al- þjóðahafrannsóknaráðsins, ICES, um stjórnun veiða á úthafskarfa. Í ráðgjöfinni felst að haga eigi stjórn veiðanna með þeim hætti að tekið sé tillit til þess að á svæðinu séu tveir karfastofnar, annar veiddur innan og við lögsögumörk Íslands og hinn sunnan við Hvarf á Grænlandi. ICES lagði til að veiðum yrði stjórn- að þannig að ekki væri hætta á að annar hvor stofninn yrði ofveiddur. Tillaga um breytingu fékkst ekki rædd Sem kunnugt er hafa úthafskarf- aveiðar Íslendinga að mestu leyti beinst að þeim fyrrnefnda þar til á síðustu árum er veiðum hefur ein- hliða verið stjórnað í samræmi við ráðgjöf ICES. Ísland lagði á það ríka áherslu á fundinum að stjórn veiðanna yrði hagað í samræmi við ráðgjöf ICES. Kynntu Íslendingar m.a. niðurstöður rannsókna sem styðja það að stjórnun á úthafs- karfaveiðunum verði að breyta. Þrátt fyrir þessar niðurstöður fékkst ekki rædd breytt stjórnun veiða. Þess í stað kom fram tillaga um einn heildarkvóta úr báðum stofnunum, alls 120 þúsund tonn. Var tillaga þessi samþykkt á fund- inum gegn atkvæðum Íslendinga og Rússa. Sendinefnd Íslands mót- mælti tillögunni harðlega og taldi ófært að fallast á hana þar sem hún gengi þvert á tillögur ICES, auk al- þjóðlegra samninga og samþykkta um stjórn veiða á deilistofnum. Lýsti sendinefnd Íslands áhyggjum af því að í samþykktum NEAFC væri ítrekað gengið framhjá hags- munum strandríkja og rétti þeirra til að stjórna auðlindum innan lög- sagna sinna. Ísland er ekki bundið af þessari samþykkt NEAFC og mun ákvarða með hvaða hætti veiðum íslenskra skipa verður stjórnað. Að frumvæði Íslands var samþykkt að koma á fót sérstökum vinnuhópi til að skoða stjórnun á veiðum á karfa. Norðmenn vilja meira af síld Eins og fram hefur komið í frétt- um hafa Norðmenn krafist þess að skipting heildaraflaheimilda milli strandríkja í norsk-íslenskri síld (Ís- land, Noregur, Færeyjar, Rússland og Evrópusambandið) verði endur- skoðuð og hlutur þeirra aukinn verulega á kostnað annarra veiði- þjóða. NEAFC hefur á síðustu árum séð um stjórnun veiða á úthafinu á grundvelli samkomulags strandríkj- anna. Þar sem enn hefur ekki náðst samkomulag milli strandríkjanna um heildarstjórnun veiða, er að svo komnu máli ekki í gildi neitt heildar- samkomulag um veiðar á norsk-ís- lenskri síld fyrir árið 2004. Ráðgjöf ICES miðast við að heildarveiðin verði ekki umfram 825 þúsund tonn árið 2004, en það er hækkun úr 710 þúsund tonnum frá því í ár. Reynt til þrautar Ekki náðist heldur samkomulag um skiptingu veiðiheimilda í kol- munna og stefnir því í að veiðum á árinu 2004 verði áfram stjórnað ein- hliða af hverri aðildarþjóð fyrir sig. Hins vegar verður viðræðum haldið áfram milli aðila á næstunni og reynt til þrautar að ná samkomulagi enda er veiði undanfarinna ára langt umfram þau 925 þúsund tonn, sem er ráðgjöf ICES. Áætlað er að aflinn í ár geti orðið allt að tveimur millj- ónum tonna. Samþykkt var tillaga um stjórn veiða á makríl, sem Ísland mót- mælti. Byggjast mótmæli Íslands á því að í samkomulaginu er ekki tek- ið tillit til stöðu Íslands sem strand- ríkis. Á fundinum voru samþykktar reglur um hertar aðgerðir gegn ólöglegum veiðum á NEAFC-svæð- inu, en þær hafa verið vaxandi vandamál á undanförnum árum. Þannig hefur allt að fjórðungur veiða á karfa á svæðinu verið stund- aður af skipum sem ekki hafa heim- ildir til slíkra veiða. Jafnframt var samþykkt tillaga Íslendinga um breytingu á tilkynningum til NEAFC áður en farið er yfir lög- sögumörk. Formaður íslensku sendinefndar- innar var Kolbeinn Árnason, skrif- stofustjóri í sjávarútvegsráðuneyt- inu. Ekkert samkomulag um veiðar á síld og kolmunna Tillaga um breytt fyrirkomulag veiða á úthafskarfa fékkst ekki rædd Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Ársfundur NEAFC samþykkti veiðar úr 120.000 tonna heildarkvóta á út- hafskarfa gegn atkvæðum Íslendinga og Rússa. LEITA þarf leiða til að koma í veg fyrir misnotkun bótakerfisins, auka hagkvæmni í rekstri og að- stoða fólk við að festast ekki í bótakerfinu. Þetta kom fram í ávarpi Margrétar S. Einarsdóttur, varaformanns tryggingaráðs, á ársfundi Tryggingastofnunar rík- isins. Margrét sagði ástæðu vera til að fagna því að nokkuð hafi áunnist í að bæta kjör elli- og örorkulífeyr- isþega. „En betur má ef duga skal. Kjör þessara hópa verða að þróast í samræmi við kjör annarra í þjóð- félaginu, annað er óásættanlegt,“ sagði Margrét og bætti við að sam- ræma þyrfti bótakerfi almanna- trygginga, félagslega kerfisins, at- vinnuleysistrygginga og annarra aðila til að tryggja sanngjarnar bætur. Margrét sagði að ekki bæri að óttast hugmyndir um að færa þjón- ustu og fyrirtæki heilbrigðis- og tryggingamála frá ríkinu til einka- aðila. „Það þarf að fara varlega en um leið sýna áræði til þess að taka á málum með opnum huga með það að markmiði að ná árangri til sparnaðar og hagkvæmni. Það er ástæðulaust að huga ekki að því að nýta kosti hins frjálsa markaðar þar sem það á við. Mikilvægi þess að hagur notenda sé ávallt hafður í fyrirrúmi má aldrei gleymast.“ Tímabært að skipta um nafn Þá sagði Margrét kostnaðarvit- und almennings hafa horfið þegar Sjúkrasamlögin voru lögð niður ár- ið 1990 og fólk hætti að greiða ið- gjald. „Það er ekki ólíklegt að tímabært sé að íhuga iðgjöld í ein- hverri mynd þó að tryggja verði að sjálfsögðu réttindi þeirra sem ekki geta greitt iðgjöld.“ Margrét ræddi fleira varðandi Tryggingastofnun og benti á að heiti hennar væri fremur óaðlað- andi og að breytingar væru tíma- bærar. Hún sagði jafnframt að Tryggingastofnun þyrfti að vera ráðgefandi og leiðandi. „Stjórnvöld eiga að nýta sér til fullnustu þekk- ingu og reynslu þeirra sem starfa í endalausri baráttu við stóraukin útgjöld hinna flóknu heilbrigðis- og tryggingamála,“ sagði Margrét. Ársfundur Tryggingastofnunar ríkisins Þarf að koma í veg fyrir misnotk- un bótakerfisins Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Föt fyrir allar konur www.thjodmenning.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.